Litli Bergþór - 01.12.2015, Síða 22
22 Litli-Bergþór
tvo sólarhringa samfleytt. Ég fór fram í beitarhús og Guðmundur sonur
minn með mér. Ætluðum við að gæta að fénu og leita hesta, sem áttu
að vera þarna ekki langt frá. Við gáfum á jötur og fórum að því loknu
heim með hestana. Enn snjóaði, og nú ákafar en áður, og stóð svo í
marga daga. Ég þorði ekki að senda drenginn einsamlan, og tók ég þá
það ráð að fara ríðandi ásamt Hilmari syni mínum. Var þá bæði ákafur
snjógangur og þoka, en það var óvenjulegt veðurlag. Svo svört var
hríðin, að við sáum ekki út úr augunum og snjórinn var í miðjar síður á
hestunum. Við fundum þó fjárhúsin um síðir. Þegar við vorum hálfnaðir
með gegningar rauk á með hvassviðri og varð moldin svo mikil að varla
sáum við niður á hnén á okkur.
og áfram heldur Páll og segir hér frá ferðinni til baka frá beitarhúsunum:
Lausamjöllin var komin í skafla, sem náðu upp fyrir hestana. Þeir
brutust um og við gengum með þeim, því að ekkert viðlit var að sitja á
þeim. Þarna kútveltumst við og hestarnir í snjónum og okkur fannst að
ekkert miðaði.
Mennirnir fjórir voru Stefán Árnason (28), Skúli
Magnússon (21), Ingibergur Sæmundsson (19) og Jón
Guðmundsson (28) frá Blesastöðum, en hann hafði komið
að Syðri-Reykjum nokkru fyrr til að leggja miðstöð í
gróðurhús.
Í dagbókinni er talað um að fjórmenningarnir hafi verið
búnir að ganga „æði spöl“ í átt að Efstadal þegar þeir
mættu pilti þaðan. Á meðfylgjandi korti er mögulegur
staður þar sem þeir hittu piltinn (merktur með A). Þessi
piltur mun hafa verið Ingvar Sigurðsson, þá tvítugur og
var hann ríðandi. Það má teljast líklegt að þeir hafi valið
stystu leiðina að Böðmóðsstöðum frá þeim stað sem þeir
mættust og er möguleg leið sýnd á kortinu með mjórri
punktalínu frá A. Vissulega er hér um ágiskun að ræða.
Á Böðmóðsstöðum bjuggu á þessum tíma hjónin Karólína Árnadóttir
(42) og Guðmundur Ingimar Njálsson (45). Börn þeirra, sem komust
á legg, voru: Guðbjörn (19), Ólafía (18), Aðalheiður (17) (síðar í
Neðra-Dal), Kristrún (15), Jóna
Sigríður (14), Valgerður (13),
Lilja (11), Fjóla (11), Njáll (10),
Ragnheiður (8), Árni (7) (síðar
á Böðmóðsstöðum), Guðrún
(6), Herdís (5) og Hörður (4)
(síðar á Böðmóðsstöðum) og
Ólafía Guðmundsdóttir, móðir
Guðmundar (72).
Í ævisögu Páls á Hjálmsstöðum,
„Tak hnakk þinn og hest“ sem
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson
færði í letur og sem kom út
1954, er þáttur sem ber heitið
„Erfið beitarhúsaferð“. Þar er
fjallað ítarlegar um veðrið sem
greint er frá í dagbókinni:
…allt í einu bar svo við, á
þorranum, að hann fór að snjóa
á galauða jörð. Algert logn
var, og kyngdi niður snjónum í
Róið yfir Brúará hjá Syðri-Reykjum um 1940.
Frétt í Mbl 23. feb. 1940.