Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 29

Litli Bergþór - 01.12.2015, Blaðsíða 29
Litli-Bergþór 29 var beðin um að spila við athöfn í Strandar- kirkju og bað Braga um að koma með og vera forsöngvari. Í kirkjunni voru Þjóðverjar, sem spurðu hana eftirá hvaða frábæri tenór þetta væri, sem hefði sungið einsöng og var sagt að hann væri bóndi úr Biskupstungum. Þeir héldu að hann væri atvinnumaður. L-B: Kom aldrei til greina að þú færir í söngnám Bragi? Bragi: Nei, það voru nú ekki svo margir möguleikar til þess þá. Það hvarflaði aldrei að mér, ég hafði bara gaman af því að syngja í góðra vina hóp. Svo söng ég í Skálholtskórnum í 50 ár með einhverjum hléum. L-B: Hvernig kynntust þið Halla? Bragi: Höllu kynntist ég á balli í Þinghúsinu hérna á Vatnsleysu segir Bragi og brosir. Halla var þá í heimsókn hjá vinkonu sinni, sem var að vinna á Rauðakrossheimilinu í Laugarási og árið eftir, 1956, vann hún þar sjálf. Við fluttum svo heim að Vatnsleysu 1960, það var ekki um annað að ræða en koma heim, vildum ekki láta jörðina grotna niður. En það var enginn leikur að koma inn í gamalgróið sveitaheimili fyrir unga Reykjavíkurstúlku eins og Höllu. Faðir minn bjó með okkur meðan hann lifði, í 14 ár. Síðast var hann með 3 kýr og fjárbúskap til 1974 en móðir mín bjó hjá okkur þar til hún lést árið 1986. Við vorum lengst af með 10-20 kýr, lítið af sauðfé fyrst, en komumst í 150 kindur. Miðjan úr fjósinu er gömul, en það var byggt við lausagöngufjós og síðan 6 básar til viðbótar og árið 1991-92 var útbúin lausaganga þar sem gamla hlaðan var. Þá var kúnum fjölgað upp í 30 að við bættum geldneytum. Við hættum mjólkurframleiðslu eftir fráfall Þorsteins okkar 1996, en vorum áfram með geldneyti. Við byrjuðum í eggjaframleiðslu fljótlega eftir að við byrjuðum að búa hér og vorum í því í 20-30 ár. Það var lengi ein helsta tekjulind okkar. Við seldum eggin suður í verslanir og víðar, jafnvel til Vestmannaeyja. Svo tókum við þátt í Bændaskógaverkefninu og plöntuðum milli 50-60 þúsund plöntum hér í hlíðina og inn við Fosslæk í 30-40 ha. Búskaparhættir voru frumstæðir í uppvextinum. Lengi var slegið með orfi og ljá inn með gili og áveiturnar. Á vorin var hleypt vatni á þær úr tjörnunum. Kýr átu það hey vel. Ég sló með hestasláttuvél fyrst, svo með traktor þegar fyrsti traktorinn kom 1954, Ferguson. En áfram var snúið með hestum. Ég var 18 ára síðasta árið sem ég batt í bagga, árið 1953. Eftir það komu vagnar og dráttarvélar og nútíma búskapur tók við. Nú er Halla komin og blaðamaður Litla-Bergþórs snýr sér að því að spyrja hana um ætt og uppruna. Halla: Ég er fædd á Grettisgötunni í Reykjavík, í húsi sem móðurafi minn byggði. Þegar ég var 14 ára fluttum við í Hlíðarnar. Foreldrar mínir voru Bjarni R. Jónsson, f. 1905, forstjóri hjá G. J. Fossberg Vélaverlsun í 60 ár og Kristrún Elísabet Haraldsdóttir, f. 1904. Við erum tvær systur, eldri systir mín heitir Valgerður Gröndal og er fjórum árum eldri en ég, fædd 1934 og svo misstu þau dreng, sem dó í fæðingu. Faðir minn var ættaður úr Dýrafirði, Jón faðir hans var smiður og skipstjóri þar, en flutti til Reykjavíkur 1929. Dæturnar Ragnheiður, Inga Birna og Kristrún í garðinum á Vatnsleysu á rétta- daginn 2010.

x

Litli Bergþór

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.