Litli Bergþór - 01.12.2015, Side 35

Litli Bergþór - 01.12.2015, Side 35
Litli-Bergþór þakkar stuðningsmönnum sínum og lesendum öllum fyrir samfylgdina á liðnu ári og óskar þeim gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Litli-Bergþór 35 Það var magnað að taka þátt í því. Gamli biskupinn, sr. Sigurbjörn Einarsson, kom alltaf austur til að vera á þessum kvöldvökum. Ég minnist margra góðra leikara hér úr sveitinni, t.d. Sigga á Heiði, Halla í Einholti, Jónu á Lindabrekku og Fríði í Laugagerði og fleiri. Og svo minnist ég sérstaklega hans Linda í Dalsmynni, við vorum góðir vinir. Kynntumst fyrst í Lénharði fógeta og unnum seinna saman í sláturhúsinu. Sérstaklega er mér minnisstætt að á einni æfingu var maður nokkur að lýsa öllum gjöfunum og bústofninum, sem einhver hafði fengið þegar hann byrjaði að búa. Ég missti þá út úr mér að við Bragi hefðum nú ekki fengið svoleiðis gjafir! Þá stillti Lindi sér upp fyrir framan mig, með annan fótinn svona út til hliðar eins og hann gerði oft, lagði hönd á öxl mér, horfði í augun á mér og sagði: „Fólki fannst ekki taka því, það héldu allir að þið mynduð stoppa svo stutt“. Það eru nú orðin 55 ár! Ég tók þátt í fyrstu listakosningunum hér í Tungunum, ætli það hafi ekki verið 1986, og lenti þá inn í hreppsnefnd í fjögur ár fyrir H-listann. Það átti ekki við mig og ég gaf ekki kost á mér aftur. Þegar ég lít yfir farinn veg þá höfum við átt góða ævi hér á Vatnsleysu, þó sorgin hafi knúið óvægilega dyra. Maður jafnar sig sjálfsagt aldrei á þeirri lífsreynslu, en reynir að lifa með henni. Okkur þykir öllum óskaplega vænt um jörðina okkar og ætlum að halda henni svona eins og hún er, og ég held hún hafi aldrei verið fallegri en nú. Svo finnst mér alltaf punkturinn yfir i-ið hafa verið þegar við fengum mann til að hlaða upp Skrögg, vörðuna sem stendur uppi á brúninni hér ofan við bæinn og vísaði mönnum áður á þingstaðinn. Ég er ákaflega stolt af því. Ragnheiður og hennar fjölskylda eiga sumarbústað þar uppi, sem þau kalla Skrögg og eru þar mikið. Að lokum vil ég sérstaklega nefna sambýlið hér á Vatnsleysutorfunni allri, sem alltaf hefur verið einstakt og aldrei borið skugga á, sama hver í hlut á. Ef á að nefna einhverja sérstaklega, þá hafa þau Sirrý og Gummi og börnin þeirra í vesturbænum öll verið okkur einstaklega góð og okkur þykir ákaflega vænt um þau. Guðmundur og Rúnar nytja hluta af túnunum okkar sem er góð ráðstöfun. Það er orðið áliðið dags og kominn tími til að kveðja þau Braga og Höllu, með kæru þakklæti fyrir móttökurnar og spjallið. Inga Birna, Kristrún, Halla og Ragnheiður dást að brúðarkjól Höllu.

x

Litli Bergþór

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.