Litli Bergþór - 01.12.2015, Qupperneq 38

Litli Bergþór - 01.12.2015, Qupperneq 38
38 Litli-Bergþór og rútan sem ég þurfti að taka fór frá Keflavík korter fyrir sjö á morgnana sem þýddi það að ég þurfti ævinlega að príla yfir hliðið til að komast í rútuna í tæka tíð. Einnig þurftum við alltaf að stansa í hliðinu og sýna skilríkin okkar til að fá leyfi til að fara heim að vinnudegi loknum. Barnalánið Þegar ég var 18 ára eignaðist ég frumburðinn okkar. Hann heitir Ásgeir og er fæddur 18. desember 1970. Í dag er hann doktor í efnafræði og er búsettur í Hollandi með ítalskri unnustu sinni sem heitir Monica Lozza. Seinni drenginn, Karl, átti ég tveim árum seinna eða þann 24. október 1972. Hann er með próf í rússnesku og hagfræði og býr í Reykjavík. Hann er giftur Elínóru Kristinsdóttur og eiga þau þrjú börn. Þegar strákarnir voru við nám, var tímabil þar sem annar þeirra var í Bandaríkjunum en hinn í Rússlandi. Þegar það var, keypti ég mér þrjár klukkur sem ég setti allar upp á vegg hjá okkur og þær stillti ég á staðartíma þessara þriggja landa. Einhvern veginn fannst mér alltaf þeir vera nær mér þegar ég gat litið á klukkuna til að sjá hver tíminn væri hjá þeim. Þetta gat stundum ruglað gesti okkar í ríminu sem ekki vissu alveg hvaða klukku þeir ættu að fara eftir. Í dag eru klukkurnar tvær þar sem Karl er fluttur heim en Ásgeir býr í Hollandi. Auk drengjanna minna á ég bróðurdóttur sem við lítum á sem fósturdóttur okkar. Hún er fædd í Úganda þar sem bróðir minn bjó. Þegar hún fæddist fór ég til Úganda að heimsækja þau og var litla stúlkan látin heita í höfuðið á mér. Bróðir minn flutti heim til Íslands með Elínu litlu þegar hún var tveggja og hálfs árs gömul. Þau bjuggu mjög nálægt okkur og var hún mjög mikið hjá okkur og bjó hjá okkur flesta vetur meðan skólar störfuðu. Í dag er hún tvítug og stundar nám í Tækniskólanum. Við nám og störf Ég hóf nám í öldungadeild Menntaskólans við Hamra- hlíð 1974 og var þar í tvo vetur, tók mér þá hlé á meðan við bjuggum í Englandi en hélt síðan áfram í Keflavík eftir að heim kom og lauk þar stúdentsprófi 1980. Síðan fór ég í Háskóla Íslands og lærði tölvunarfræði. Þá vorum við einungis fimm konur að læra þetta fag. Ég útskrifaðist svo með B.Sc. próf í tölvunarfræði 1985. Við keyptum okkur hús í Keflavík sem var við hliðina á Fjölbrautaskóla Suðurnesja þar sem Konráð kenndi sálfræði og ensku í 20 ár. Auk þess var hann námsráðgjafi í hálfu starfi við skólann. Að námi loknu fór ég að vinna hjá Ísal sem tölvunarfræðingur og var þar í 11 ár. Þá skipti ég um vinnustað og hóf störf hjá Skýrr, sem nú heitir Advania. Þar vann ég í 12 ár. Þegar ég var farin að vinna í Reykjavík fluttum við frá Keflavík í Kópavoginn en Konráð keyrði hins vegar á milli Kópavogs og Keflavíkur í 12 ár eða allt þar til hann hætti að kenna um áramótin 1999 og 2000 og hóf störf hjá Hagstofu Íslands sem sérfræðingur í skóla- og menntatölfræði allt til ársins 2012 þegar hann komst á svo kallaða „95- ára reglu“ 61 árs. Við ákváðum þá bæði tvö að nóg væri komið, ventum okkar kvæði í kross og fluttumst búferlum austur að Rima. Rimi Landspildan var nafnlaus og vanskráð í mörg ár eða allt frá 1956 til 1980 þegar fyrstu framkvæmdir hófust. Þær framkvæmdir tengdust virkjun hvers og hitaveitu sem oftast gengur undir nafninu „Torfastaðaveita“ og er samrekstrarfélag fjögurra býla. Það gekk á ýmsu skondnu þegar við vorum að reyna að fá nafn á býlið skráð hjá Örnefnastofnun þar sem Þórhallur Vilmundarson prófessor réði ríkjum. En það var í raun Þórhallur sem réði því hvaða nafn yrði valið. Konráð var búinn að fara til hans einar fimm eða sex ferðir með lista af nöfnum og lítið gekk því Þórhallur vildi helst að þetta héti Torfastaðir II, Vegatunga II eða þá að nafnið tengdist einhverju sem færa mætti undir náttúrunafnakenningu hans. Við vorum búin að leggja höfuðið í bleyti og finna einhver nöfn en þar á meðal var nafnið Rimi. Konráð lagði í enn eina ferðina til Þórhalls og segir honum að nú sé hann alveg uppiskroppa með hugmyndir og viti ekki hvaða nafn geti gengið á nýbýlið. Þá fer Þórhallur enn og aftur að spyrja hvað einkenni landið og hvað það sé í náttúrunni sem styðjast mætti við og Konráð segir honum þá að það séu helst rimar í mýrinni sem séu einkennandi og Þórhallur henti það strax á lofti og spurði hvort hann vildi hafa það í eintölu eða fleirtölu. Við vildum eintölu og þar með var nafnið komið. Þegar við tókum við landinu á árunum í kringum 1980 þá var þar ekkert nema mýri. Við ræstum það fram, girtum og fengum þangað rafmagn sem nýttist líka hitaveitunni. Rafmagnið var lagt í skúr sem líktist mest kamri sem lengi hafði staðið við austanvert þorpið á Laugarvatni. Þetta virðulega hús var lengi vel eina Það er stundum gott að vera vel útbúinn þegar átt er við býflugurnar.

x

Litli Bergþór

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Litli Bergþór
https://timarit.is/publication/884

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.