Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Page 2
2 26. október 2018FRÉTTIR
Á þessum degi,
26. október
leiðir til að kveikja í IKEA-geitinni
Búið er að
reisa IKEA-
-geitina fyrir
utan verslun-
ina í Kauptúni
í Garðabæ. Það er orðið að eins
konar jólahefð að kveikja í geitinni.
Allt er gert til þess að koma í
veg fyrir að borinn verði eldur að
geitinni í ár, er hún m.a. víggirt og
vöktuð með myndavélum. DV
tók saman nokkrar aðferðir sem
skemmdarvargar gætu notað til
að kveikja í geitinni, skal það tekið
skýrt fram að DV vill ekki að neinn
noti þessar aðferðir.
Mólótov-kokteill
Gamla góða íkveikju-
aðferðin. Bensín í
glerflösku, bensínvætt
grisja sett í stað tappa,
kveikt í og kastað.
Mikið notað af skæru-
liðum.
Eldvarpa
Sennilega hættu-
legasta og flóknasta
aðferðin. Bannað er að
flytja slík tól til lands-
ins en ekki er hægt að
stöðva einhvern með
einbeittan brotavilja
og nógu mikinn tíma
og rúmgóðan bílskúr.
Netheimar hafa einnig
að geyma uppskriftir
að heimagerðu
napalmi. Slíkt gæti
grandað geitinni og
myndavélunum á
sama tíma.
Logandi ör
Beint úr Hróa hetti.
Það þarf boga, ör og
bensínvætta grisju
til að festa framan
á örina. Eins og
Þórarinn Ævarsson,
framkvæmdastjóri
IKEA, benti á í viðtali á
Bylgjunni nýverið þá er
mikill vindur í Kauptúni
þannig að þessi aðferð
krefst mikillar lagni.
Dróni með eld
Drónar, eða flygildi,
eru úti um allt þessa
dagana. Hægt er að
kveikja í einhverju,
festa við drónann,
fljúga með hann yfir
gaddavírinn, kveikja
í geitinni og
fljúga í skjól.
Göng
Erfiðasta aðferðin
og það þarf líklega
að byrja strax í dag
ef kveikja á í geitinni
fyrir jól. Hægt er að
finna einhvern stað
í Kauptúni sem er
nálægt geitinni en þó
í nógu mikilli fjarlægð
frá myndavélunum.
Grafa undir gaddavír-
inni og kveikja í geitinni
neðan frá.
Síðustu orðin
„Hví grátið þið. Hélduð þið
að ég væri ódauðlegur?“
– Loðvík 14. Frakklandskonungur
(1638–1715)
1881 – Skotbardaginn í O.K. Corral á sér
stað í Tombstone í Arizona.
1905 – Svíþjóð samþykkir sjálfstæði
Noregs.
2002 – Um 50 tsjetsjenskir hryðju-
verkamenn og 150 gíslar láta lífið þegar
rússneskar sérsveitir ráðast til atlögu í
Dubrovka-leikhúsinu í Moskvu. Hryðju-
verkamennirnir höfðu náð leikhúsinu á
sitt vald þremur dögum fyrr og haldið
þar um 850 manns í gíslingu.
1775 – Georg III Bretlandskonungur fer
fyrir þingið til að lýsa því yfir að nýlendur
í Bandaríkjunum hafi gerst sekar um
uppreisn og gefur út heimild til hernað-
araðgerða til að brjóta uppreisnina á
bak aftur.
1377 – Tvrtko I er krýndur fyrsti kon-
ungur Bosníu.
É
g kom til Íslands til þess að
taka upp plötu en hlutirn-
ir þróuðust aðeins í aðra
átt,“ segir tónlistarmaðurinn
og matarvagnseigandinn Johnny
Cole í samtali við DV. Johnny hefur
aðeins búið á Íslandi í rúma fimm
mánuði en hefur á þessum stutta
tíma náð að opna matarvagninn
Fish & Co ásamt félaga sínum,
Steve McCarthy. Vagninn, sem er
staðsettur í Fógetagarðinum við
Kirkjustræti, hefur slegið í gegn og
er núna vinsælasti veitingastaður
höfuðborgarinnar samkvæmt vef-
síðunni Tripadvisor. Sú síða hef-
ur mikið að segja varðandi hvaða
veitingastaði erlendir ferðamenn
heimsækja. Árangur þeirra félag-
anna er því í raun ótrúlegur.
Stefán Silfurtunga var
happafengur
„Við komum báðir frá borginni
Middlesbrough í norðausturhluta
Englands. Ég var búin að vera í
stutta stund á Íslandi þegar þessi
hugmynd um matarvagninn fór
að gerjast og ég ákvað að að hr-
ingja í Steve og bjóða honum að
taka þátt. Sem betur fer sló Steve
til. Ég kalla hann Silfurtunguna því
hann er svo góður í kjaftinum og
ég vildi leggja mikla áherslu á það
að gestir okkar skemmtu sér vel og
upplifðu sig velkomna. Það á að
vera upplifun að panta sér mat hjá
Fish & Co,“ segir Johnny. Bendir
hann á að það sé farið að setja svip
sinn á miðbæinn þegar Steve öskr-
ar „ferskur fiskur, ferskur fiskur“ úr
matarvagninum svo undir tekur
Skilvirkt ferli hjá Reykjavíkur-
borg
Íslenskur vinur Johnnys, Unnar
Helgi Daníelsson, sem á og rekur
Icelandic Street Food og Icelandic
Craft Bar við Lækjargötu, var fé-
lögunum til halds og trausts þegar
kom að því að koma ævintýrinu í
gang. Johnny segir að ferlið hafi
gengið ótrúlega hratt fyrir sig og
kann borgaryfirvöldum bestu
þakkir fyrir það. „Ég væri senni-
lega enn að vinna í pappírunum
í Englandi. Yfirvöld voru mjög já-
kvæð varðandi opnun vagnsins.
Hér virðast menn hafa opinn huga
fyrir öllu því sem getur gert mið-
bæinn meira lifandi og skemmti-
legri,“ segir Johnny.
Fyrsta uppskriftin var best
Til að byrja með er matseðillinn á
Fish & Co mjög einfaldur. Aðeins
er boðið upp á einn rétt, þorsk á
grænmetisbeði, þar sem kirsu-
berjatómatar leika lykilhlutverk.
Johnny og Steve virðast þó gera
það ansi vel því erlendir ferða-
menn halda ekki vatni yfir réttin-
um, ef tekið er mið af umsögn á
Tripadvisor. „Ef þú ert bara með
einn rétt á matseðlinum þá verð-
ur að gera hann rosalega vel. Það
lá beinast við að vera með fisk
enda elska allir fisk og hann er svo
ferskur hérna á Íslandi. Við vor-
um með nokkrar uppskriftir sem
við vorum að henda á milli okkar
en þetta var sú fyrsta og hún var
best. Næsta skref verður að stækka
aðeins matseðilinn,“ segir Johnny
kíminn.
Lambakjötið gæti orðið næst á
dagskrá
Athygli vekur að hvorki Steve né
Johnny hafa nokkra reynslu af því
að elda eða reka veitingastað. „Við
höfðum báðir reynslu af því að
vinna á bar en ekki í eldhúsi. Við-
tökurnar hafa verið ótrúlegar og
við erum mjög þakklátir fyrir þær,“
segir Johnny. Hann segist þegar
vera farinn að leggja drög að öðr-
um vagni þar sem lambakjöt verð-
ur í öndvegi. „Ég held að það séu
mikil tækifæri með matarvagna í
Reykjavík enda er húsnæði mjög
dýrt. Þetta hefur verið þróunin um
allan heim,“ segir Johnny.
Aðspurður hvort platan góða
muni einhvern tímann koma út
segir hann brosandi: „Að sjálf-
sögðu. Ég skilgreini sjálfan mig
fyrst og fremst sem tónlistarmann.
Ég hef samt alltaf verið lélegur í því
að halda mörgum boltum á lofti í
einu og því ætla ég að einbeita mér
að rekstrinum næstu misserin. Ég
mun samt aldrei hætta að búa til
tónlist,“ segir hann hress. n
„Ég kalla hann
Silfurtunguna því
hann er svo góður í kjaft-
inum og ég vildi leggja
mikla áherslu á það að
gestir okkar skemmtu sér
vel og upplifðu sig vel-
komna. Það á að vera
upplifun að panta sér
mat hjá Fish&Co.
n Johnny Cole og Steve McCarthy eiga og reka Fish & Co-matarvagninn
VINSÆLASTI VEITINGASTAÐUR LANDSINS
ER MATARVAGN Í FÓGETAGARÐI
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is