Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Qupperneq 18
18 UMRÆÐA
Sandkorn
26. október 2018
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Aðalritstjóri og ábyrgðarmaður: Kristjón Kormákur Guðjónsson
Aðstoðarritstjóri: Einar Þór Sigurðsson Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
108 Reykjavík
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
S
igríður Andersen dóms-
málaráðherra lagði nýverið
fram frumvarp sem myndi
hafa í för með sér breytingu
á birtingu dóma. Yrðu þá dómar
og úrskurðir í „viðkvæmum mál-
um“ svo sem kynferðisbrotamál-
um ekki birtir hjá héraðsdómstól-
um. Einnig yrðu nöfn sakborninga
í öllum öðrum sakamálum afmáð
í dómum.
Ástæðan fyrir þessu er að sögn
ráðherra að vernda brotaþola,
vitni og fleiri sem koma við sögu
með tilliti til persónuverndar. Væri
sú vernd ekki nægilega tryggð í
hinum viðkvæmu málum með
einungis nafnleynd því það væri
hægt að greina persónur út frá
öðrum atriðum og stundum væru
mistök gerð í nafnhreinsunum.
Þessi rök eru augljóslega að-
eins til málamynda, réttlæting á
slæmum gjörningi. Raunverulega
ástæðan fyrir frumvarpinu er að
vernda kerfið.
Dómskerfið allt hefur á undan-
förnum árum fengið harða gagn-
rýni fyrir linkind í ofbeldismálum,
sérstaklega kynferðisbrotamálum.
Hafa skammarlega lágir dómar
fallið fyrir alvarleg brot og ofbeld-
ismenn fengið umtalsvert styttri
dóma en til dæmis fíkniefnasal-
ar og burðardýr sem hafa fengið
meira en tíu ára fangelsisdóma.
Auðvitað er löggjafinn ábyrg-
ur fyrir refsirammanum sjálfum
en dómarar eru ábyrgir fyrir því
hvernig hann er nýttur. Hefur fólki
sí og æ blöskrað að sjá fréttaflutn-
ing af lágum dómum barnaníð-
inga og annarra kynferðisafbrota-
manna.
Þetta sést til að mynda í mæl-
ingum á trausti stofnana. Fyrr á
árinu mældist dómskerfið aðeins
með 36 prósenta traust og hafði
lækkað um 7 prósent frá mæl-
ingunni þar áður. Til samanburðar
mældist embætti saksóknara með
48 prósent traust og lögreglan með
77 prósent. Þetta kemur sér ekki
vel fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem
hefur haldið á dómsmálaráðu-
neytinu síðan 1991 ef frá er talið
kjörtímabilið eftir hrun.
Nú á að slökkva á þessari gagn-
rýni handvirkt. Ekki með því að
taka til í málaflokknum og gera
hann mannlegan heldur með
þöggun. Með því að birta dómana
ekki er hægt að fela þetta fyr-
ir almenningi og þannig lægja
reiðiöldurnar gegn dómskerfinu.
Óvíst er hvort Vinstri Græn,
sem skilgreina sig sem femínskt
afl, samþykki þennan gjörning því
hér er verið að halda hlífiskildi yfir
kynferðisafbrotamönnum og of-
beldismönnum.
Hluti af réttarvitund okkar er
að réttarhöld séu opin og það
megi ekki raska því nema í ítrustu
nauðsyn. Það að dæmdir saka-
menn séu ekki nafngreindir sendir
út óæskilega hvata út í samfélagið.
Ábyrgð þeirra verður minni og þar
með líklegra að þeir láti til skarar
skríða. Ráðherra er að vernda ger-
endur, ekki þolendur. n
Alltaf glatað að nefna
Hitler
Útvarpsmaðurinn beitti, Frosti
Logason, vakti mikla athygli í
vikunni fyrir að líkja femínist-
anum Hildi Lilliendahl Vigg-
ósdóttur óbeint við Adolf Hitler
í umræðum á Bylgjunni. Var
hann að vísa til hópsins sem
setur „læk“ við hverja einustu
færslu Hildar og stuðlar þannig
að öfgakenndri umræðu. Talaði
hann um fólkið sem studdi
Hitler í blindni á árunum fyrir
stríð. Frosti bað Hildi innilegrar
afsökunar á þessum ummæl-
um í þættinum Harmageddon
á X-inu daginn eftir. Verða
sagn- og stjórnmálafræðispek-
úlantar að sætta sig við að þrátt
fyrir að margt sé merkilegt við
Þriðja ríkið og uppgang þess þá
mun Helförin alltaf verða það
eina sem almenningur tengir
við. Eins og Frosti sagði sjálf-
ur, það er alltaf glatað að nota
Hitler í samlíkingum. Er þetta
meira að segja sérstaklega
kennt í rökfræði undir fræði-
heitinu Reducto ad Hitlerum.
Skatta-Bjarni kominn
á kreik
Fjármálaráðherrar hafa í gegn-
um tíðina feng-
ið viðurnefni
tengd sköttum.
Var Ólafur Ragn-
ar til dæmis kall-
aður Skattman
og Steingrímur
J. kallaður Skatt-
grímur. Nú þykir mörgum sem
ný persóna, Skatta-Bjarni, sé
kominn á kreik.
Nú er hávær krafa uppi um
hækkun skattleysismarka, með-
al annars frá verkalýðsfélögun-
um, og hafa bæði hægri og vinstri
menn talað fyrir því. Meðal þeirra
sem talað hafa fyrir þessu eru
Ólafur Ísleifsson og Jón Magnús-
son, gamlir samherjar Bjarna.
Hinn síðarnefndi gagnrýnir
ráðherrann og segir flokkinn far-
inn að snúast gegn grunnstefnu
sinni. Í staðinn sé það verkalýðs-
hreyfingin, sem áður vildi stækka
báknið, sem þrýsti á um skatta-
lækkanir. Á meðan streitist ráð-
herra við skattalækkanir og finn-
ur þeim allt til foráttu.
Ráðherra verndar gerendur, ekki þolendur
Leiðari
Kristinn Haukur Guðnason
kristinn@dv.is
Spurning vikunnar Heldur þú upp á hrekkjavöku?
„Nei, aldrei gert það“
Guðjón Haraldsson
„Nei“
Þórunn Snorradóttir
„Já, geri það alltaf
með dóttur minni“
Sóley Hauksdóttir
„Nei. Það hef ég aldrei
gert“
Árni Klemensson
Reif ekki upp stráin
V
egna sögusagna sem ganga
í bænum þá vill Svarthöfði
gefa út eftirfarandi yf-
irlýsingu: Það var ekki
Svarthöfði sem reif upp stráin við
braggann í Nauthólsvík. Svarthöfði
ber virðingu fyrir eignum almenn-
ings og er ekki skemmdarvargur.
Þá telur Svarthöfði ekki með þegar
hann braut rúðu þinghússins í bú-
sáhaldabyltingunni. Heldur ekki
þegar hann kveikti í Ikea-geitinni.
Það voru sérstakar aðstæður.
Að því sögðu vill Svarthöfði
einnig koma því á framfæri að
braggamálið hefur tekið tilf-
inningalega mjög á Svarthöfða.
Enginn hefur viljað taka ábyrgð á
myrkraverkinu. Ekki Dóra Pírati,
ekki Holu-Hjálmar, ekki Lóa Pind
og allra síst Dagur Bergþóruson
sem þykist vera veikur heima. Og
hvar er Líf? Hefur einhver séð Líf
síðan þetta mál kom upp?
Á meðan 101-liðið í borgarstjórn
eys milljörðum í þessa braggavit-
leysu þá blæðir Breiðholtinu. Hér
eru enn fjölmargar óyfirbyggðar
strætisvagnabiðstöðvar og verðið
í Breiðholtslauginni var hækkað í
980 krónur. Fólkið í Breiðholtinu
er ekki að fara að slafra í sig snitsel
í bragganum.
Steininn tók úr þegar fréttin um
milljón króna stráin var birt. Frá
Danmörku af öllum stöðum. Er
þetta fólk búið að gleyma Kópa-
vogsfundinum og maðkaða mjöl-
inu? Fyrir Svarthöfða er það að
sjá þessi dönsku strá flaksa um í
vindinum líkt og að sjá Dannebrog
við hún á Stjórnarráðinu.
Jú, Svarthöfði gekk þarna fram
hjá til að skoða aðstæður og kippti
nokkrum stráum upp. Var það ekki
annað en eðlilegt viðbragð við því
óréttlæti sem íbúar Breiðholts og
annarra úthverfa hafa mátt þola
í þessu máli. Svarthöfði var ekki
að vinna neinum mein. Bestu og
áhrifaríkustu mótmæli heimsins
hafa verið algerlega blóðlaus, sam-
anber Gandí og Mandela. Frið-
samar aðgerðir eins og þessar hafa
mestu áhrifin.
Komu svo fréttir af því að strá-
in við braggann væru svokallaður
dúnmelur. Ágengur arfi sem kæf-
ir og drepur allt í kring. Fannst
Svarthöfða það þá samfélagsleg
skylda sín að fjarlægja restina og
gerði það eina nóttina með stungu-
skóflu. Ekki sem skemmdarverk
heldur sem bjargræði fyrir náttúru
Vatnsmýrarinnar og Öskjuhlíðar-
innar. Munu komandi kynslóðir
þakka Svarthöfða í framtíðinni. n
Svarthöfði
MYND DV/HANNA