Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Side 42
Öryggi 26. október 2018KYNNINGARBLAÐ Þegar farið er á rjúpu eða í aðra skotveiði þá er ekki síður mikilvægt að veiðihundurinn sé vel útbúinn en að veiðimaðurinn sé það. Góðir veiðihundar leggja mikið á sig í veiðiferðum og það þarf að vernda öryggi þeirra og heilsu. Bendir er eina sérversl- un landsins sem selur eingöngu vörur fyrir hunda og sérhæfir sig sérstaklega í vörum fyrir veiði- hunda og vinnuhunda. Eigendur eru hjónin Einar Páll Garðarsson og Sigríður Oddný Hrólfsdóttir. Þau hafa áratuga reynslu af þjálfun og umgengni við vinnuhunda og veiði- hunda, og miðla af mikilli þekkingu til viðskiptavina verslunarinnar. Einar Páll, sem ávallt er kallað- ur Palli, fer hér yfir nokkur helstu öryggistæki fyrir veiðihunda. Nánari upplýsingar um allt vöruúrvalið eru síðan á vefsíðunni bendir.is. Hlífðar- og sýnileikavesti „Eitt mikilvægasta öryggistæk- ið fyrir hundinn er hlífðar- og sýnileikavesti. Þetta snýst ekki bara um að hundurinn sjáist í myrkri því maður veit aldrei hver er á ferðinni á fjalli, oft geta það verið vopnaðar veiðiskyttur, og viðkomandi get- ur hæglega ruglað saman hundi og tófu úr fjarlægð, sé hundurinn ekki merktur með þessum hætti. Hundurinn þarf að vera vel merktur svo ekki fari á milli mála að veiði- hundur sé á ferðinni,“ segir Palli. Margs konar hlífðarvesti gegna þessu hlutverki en eitt þeirra er Flecta-varmavestið sem auk þess að gera hundinn sýnilegan heldur á honum hita. Hlífðarsokkar „Þegar veiðimenn eru að þjálfa hundana sína á það sér oftast stað á heiði eða rétt fyrir utan bæinn, þar sem jarðvegurinn er oft gras eða mosi, einstaka sinnum grjót. Á þessu hefur hundurinn verið að hlaupa í nokkra mánuði en svo loksins þegar kemur að sjálfri veiði- ferðinni þá er hún mikið yfir grjót, urð, skriður og hraun – þá mæðir á þófum hundsins. Menn tapa hund- inum sínum á fyrsta degi í rjúpu þannig að hann er kannski ekki nothæfur í tvær þrjár helgar af því að hann er sárfættur. Þetta er eins og farið sé með ostaskera und- ir þófa hundsins og flett af,“ segir Palli og nefnir til sögunnar tvenns konar hlíðarsokka, frá Cordura og Mendota: „Hinir fyrrnefndu henta á grjót og urð en þeir síðar- nefndu á snjó og snjóskel sem myndast þegar snjór hefur legið lengi á fjöllum, þá myndast hörð skel ofan á sem hundurinn rennur niður í gegnum – og naglaböndin á hundinum verða eitt blóðstykki. Þó að hundurinn sé með drif á öllum fjórum eins og góður jeppi þá eru framfæturnir hans bæði stýri og bremsur og það mæðir gríðarlega á þeim.“ Palli bendir jafnframt á að góður veiðihundur fari yfir miklu lengri vegalengd en veiði- maðurinn: „Í góðu göngufæri hef- ur meðal rjúpnaskytta gengið um 20 kílómetra á meðan standandi fuglahundur eða rjúpnahundur getur farið yfir allt frá 70 upp í 120 kílómetra á sama tíma, þar sem hann leitar, bendir á bráð, hleypur, sækir o.s.frv.“ Ljós og flautur Einn grundvallarþáttur í öryggi hundsins eru góð ljós, vatnsheld og með langa rafhlöðuendingu. Fox 40 ljósin uppfylla þessi skilyrði. Þau geta lýst allt að 8 kílómetra í myrkri og það er 100 þúsunda klukkustunda ending á perunni. Með stöðugu blikki logar ljósið í 10 sólar- hringa stanslaust. Palli bendir enn fremur á mikil- vægi þess að vera með góða flautu. Í miklum vindi heyrir hundurinn ekki þó að eigandinn gargi á hann en flauturnar eru 110 upp í 122 desibel – og tryggt er að hundurinn heyrir í þeim. Þá má nefna burðarpoka sem hægt er að setja á hundinn og láta hann deila byrðinni með veiðimann- inum ef vel hefur veiðst og mikið þarf að bera til byggða. Bendir er til húsa að Hlíðasmára 13, Kópavogi. Verslunin er opin virka daga frá 10 til 18 og laugardaga frá 11 til 15. Nánari upplýsingar eru á vefsíðunni bendir.is og þar er líka vefverslun sem sendir hvert á land sem er. BENDIR: Vörurnar sem tryggja heilsu og öryggi veiðihundsins

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.