Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Page 48
48 MATUR 26. október 2018
Hráefni:
12 chili með kjarna, meira af rauðum
en grænum
ca. 60 þurrkaðir chili, 4 tegundir
1½ hvítlaukur
stórt stykki engifer
3 laukar
1 dós chilibaunir
nokkrar skeiðar af Dijon
skvettur af Lefever HotSauce
tómatpúrra
askja af ferskum smátómötum
pipar og salt
1 flaska Myrkvi Stout
olía
Aðferð:
Setja kjötið í pott og sturta Myrkva út í.
Olía yfir kjötið sem og Dijon, chilibaun-
ir, tómatpúrra og Lefever HotSauce.
Kryddið. Skera allt annað niður (ekki
hvítlaukinn, hafa geirana heila) og setja
í pottinn. Við ætluðum að sjóða hann
við 60°C í 12 tíma og láta duga, beljan
var eitthvað þrjósk og gáfumst við upp
eftir 14 tíma, þar af á 200°C síðustu tvo
tímana. Skárum kjötið af beininu og sturt-
uðum öllu maukinu í pott og suðum í 1½
tíma. Kjötið varð fullkomið og við rifum
það niður í réttinn.
Nautaleggur á beini
Uppskriftir chiliklúbbsins
1½ dós grísk jógúrt
¾ af gúrku
3 hvítlauksgeirar, kramdir
síróp, dass – lítið í einu
soja, dass – lítið í einu
salt og pipar
Köld sósa með réttinum
Hráefni:
11,8 g þurrger
2 dl ylvolgt vatn
600 g hveiti (Manitoba)
1 msk. maldonsalt
4 msk. ólífuolía
180 g hrein jógúrt/súrmjólk/grísk
jógúrt
½ msk. kúmin
½ msk. garam masala
1 tsk. chiliduft
25 g smjör
Aðferð:
Hrærið öllu gumsinu saman og látið hefast
í klukkustund. Fletjið út á bökunarpappír
og látið hefast í ca. 90 mínútur þannig
að þetta verði mitt á milli hefðbundins
Naan og hamborgarbrauðs. Þetta er gert
sérstaklega fyrir þennan rétt. Bræðið
smjör í potti og setjið helling af hvítlauki
saman við, þetta er notað til að pennsla
brauðið þegar það er grillað, hafið Maldon
við höndina og sáldrið yfir þegar búið er að
grilla brauðið og pensla aftur.
Naan-brauð
Tvær lúkur af þurrkuðum chili settar á vel heita pönnu og vel af ólífuolíu. Þegar chili hefur
verið á pönnunni í dálítinn tíma eru það sett í töfrasprotakönnuna ásamt hvítlauki og
salti og pipar. Maukað vel og borið fram með nautinu.
Chilimauk
Hráefni:
rauðlaukur
blaðlaukur
gulrætur
hvítlaukur
engifer
galangal
sítrónugras
Kafir Lime-lauf
rauð pakrika
þurrkaðir sveppir
þurrkaður chilipipar
safi úr 4 súraldinum
fiskisósa
humarskeljar
2 dósir kókosmjólk
Mae Pranom Thai Chili Paste
Shrimp Paste með Soya Bean
olíu
Tom yum paste
rækjur
þorskur
silungur
Aðferð:
Magn grænmetis fer eftir
magni súpunnar og tilfinningin
og hjartað ræður því. Svissa
grænmeti á pönnu og koma
í pott ásamt vatni sem flýtur
vel yfir. Svissa humarskeljarnar
vel og henda í pottinn. Kreista
súraldinsafa í pottinn og bæta
þurrefninu í, s.s. þurrkuðum
sveppum og chili. Krydda með
salti og pipar. Bæta við til að
byrja með 1 msk. af fiskisósu allt
eftir smekk, þessi er frek og það er betra að
bæta við heldur en að taka frá. Setjið vel af
Mae Pranom Thai Chili Paste, Shrimp Paste
með Soya Bean olíu og Tom yum paste.
Sjóðið súpuna í 2–3 tíma, svo eru humar-
skeljarnar teknar úr pottinum og settar í
skál. „Kreistið“ safann úr þeim og hellið í
pottinn. Hálftíma áður en súpan er borin
fram er kókosmjólkinni bætt við og síðustu
5–6 mínúturnar er fiskurinn settur í.
Fiskisúpa chiliklúbbsins
Skerið vængendann af, og skerið um
liðinn á vængnum þannig að hann fari í
tvo bita. Takið heilhveiti og blandið við
það broddkúmen, Garam Masal, papriku
og chilidufti. Veltið vængjunum upp úr
hveitinu og steikið á pönnu þar til þeir
verða fallega brúnir. Setjið á ofnrist á
200°C í klukkutíma – þá verða þeir vel
stökkir og geggjaðir.
Sturlaðir kjúklingavængir a la Spice Girls
barbeque-sósa
Franks hot sauce
Ghost pepper sósa
Scorpion sósa
smá ólífuolía
Allt hrært saman og bragðað til. Haft með
vængjunum.
Brjáluð sósa – Slatti af öllu
Takið gráðaost og setjið í töfrasprota
ásamt hvítlauki, grískri jógúrt og safa
úr einu súraldini. Maukið og setjið í skál.
Skerið niður sellerí. Veisla.
Gráðaostasósa