Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2018, Síða 54
54 LÍFSSTÍLL - KYNLÍF 26. október 2018 Þess vegna löðumst við hvert að öðru Hvaða þættir hafa áhrif á aðlöðun „Þetta hljómar kannski örlítið krípí, en við virðumst líka laðast að fólki sem minnir á foreldra okkar H vers vegna verðum við skot- in í sumum frekar en öðr- um? Hvað er það eiginlega sem fær okkur til að laðast að öðru fólki? Áhugaverðar spurn- ingar, því hver hefur ekki komið sjálfum sér á óvart með því að lað- ast óstjórnlega að einhverjum sem líkist alls ekki fyrri elskhugum eða ástkonum. Aðlöðun virðist velta á samspili fjölmargra þátta og vís- indarannsóknir á fyrirbærinu eru fjölmargar. Sumir þáttanna eru líf- fræðilegir, aðrir sálfræðilegir og enn aðrir hafa með félagslegt um- hverfi okkar að gera. Hér eru tíu áhugaverð atriði sem vísindamenn hafa komist á snoðir um í rannsóknum á aðlöð- un: 1. Við höfum tilhneigingu til að laðast að þeim sem líkjast okkur. Hjónasvipur er sem sagt vísindalegt fyrirbæri. Í rann- sókn voru gagnkynhneigðar konur og karlmenn beðin um að skoða nokkrar andlitsmyndir og gefa þeim einkunn. Ein myndanna var andlit þátttakandans, sem hafði með tölvutækni verið breytt í hitt kynið. Þetta var það andlit sem þátttakendum þótti mest aðlað- andi. 2. Þetta hljómar kannski ör-lítið krípí, en við virðu-mst líka laðast að fólki sem minnir á foreldra okkar. Til dæmis hefur komið í ljós að þeir sem eiga eldri foreldra laðast frekar að eldra fólki. 3. Ef líkami þinn er í æsings-ástandi (til dæmis eins og eftir líkamsrækt), og þú hitt- ir einhvern álitlegan ertu líklegri til að finna fyrir aðlöðun en ella. Þetta er talið gerast vegna þess að þú misskilur líkamleg merki um æs- ing og upplifir að þau séu af völd- um einstaklingsins. Þú lítur djúpt í augun og finnur hita í kinnum og hraðari hjartslátt en horfir framhjá því að líklega er ástandið til komið vegna crossfit-tímans sem þú varst að koma úr. 4. Það er engin lygi að kortér í fimm breytast allir í losta-goð og gyðjur. „Bjórgler- augu“ eru nefnilega raunverulegt fyrirbæri. Því meira sem þú drekk- ur á barnum, því meira aðlað- andi upplifir þú fólkið í kringum þig. Áfengið hefur líka áhrif á það hversu girnileg við upplifum okkur sjálf – enda oft talað um það sem sjálfstraust í fljótandi formi. 5. Ef þú ert að leita að lang-tíma rómantísku sam-bandi, er líklegt að þú hafir meiri áhuga á þeim sem eru dálítið erfiðir og falla ekki fyrir þér eins og skot. Þarna er kannski að verki sama lögmál og gildir um aðra fá- gæta muni sem mannskepnan girnist. 6. Pikköpplínur virka sjaldan – þetta hafa vísindin leitt í ljós. Bæði konur og karlar kjósa miklu frekar að heyra eitt- hvað einlægt og einfalt, eins og hæ, halló, viltu dansa, eða hvern- ig þekkir þú gestgjafann… Línur eins og „hei ég er með tannpínu, þú ert aðeins of sæt“ eða „ég er eldfjallafræðingur, má ég síga ofan í sprunguna þína?“ eða „var ekki vont að detta af himnum ofan?“ eru mun ólíklegri til að virka. 7. Aðlöðun er samspil margra skynfæra. Það skiptir ekki bara máli hvernig mann- eskjan lítur út, heldur hvernig hún lyktar, hvernig bragð er af munni hennar við fyrsta kossinn, hvern- ig röddin hljómar og hvernig hún snertir þig. 8. Tíðahringur gagnkyn-hneigðra kvenna hef-ur áhrif á það hvers konar körlum þær laðast að. Í kringum egglos laðast þær frekar að mönn- um með ytri einkenni karl- mennsku og testósteróns, eins og djúpa rödd, vöðvamassa, hæð og hárvöxt. Kvenlegri gaurar eiga meiri séns utan egglostímans. 9. Gagnkynhneigðir karl-menn eru sérstaklega veikir fyrir rauðklæddum konum. Enginn annar litur á séns í þann rauða. Möguleg skýring á þessu gæti verið sú að ýmsir líkamspart- ar kvenna roðna við kynferðislega örvun. Nýleg rannsókn leiðir að því líkur að konur, sem vilja láta frjóvga sig, nýti sér þetta ómeðvit- að með því að klæðast rauðu á frjó- semistíma tíðahringsins. 10. Árstíðirnar virðast skipta máli. En öf-ugt við það sem flest- ir halda eru það ekki sumrin sem æra okkur af losta. Í rannsóknum hefur komið fram að gagnkyn- hneigðir karlmenn verða sjúkari í líkama kvenna á veturna, en ekki á sumrin þegar sést í meira hold. Ragnheiður Haralds- og Eiríks- dóttir er hjúkrunarfræðingur og kynlífsráðgjafi Spurningar og tímapantanir: raggaeiriks@gmail.com www.raggaeiriks.com Smiðjuvegur 4C - 202 Kópavogur - S 587 2202 Ryðga ekki Brotna ekki HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt, silvurgrátt og dökkgrátt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.