Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 4

Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 4
BAKSVIÐ Axel Helgi Ívarsson axel@mbl.is Fyrirtækið GN Studios ehf., sem heldur utan um rekstur kvikmynda- þorpsins í Gufunesi, með stuðningi frá Kukl og Exton, tækjaleigum, hef- ur sent inn kvörtun til Samkeppnis- eftirlitsins vegna gruns um ólög- mætar aðgerðir Ríkisútvarpsins ohf. á samkeppnismarkaði. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur GN Stud- ios auk fleiri fyrirtækja fundið fyrir miklu undirboði af RÚV á útleigu á tækjum og aðstöðu til framleiðslu á kvikmynda- og sjónvarpsefni. Fyrsti áfanginn í uppbyggingu Kvikmyndaver var formlega opn- að í Gufunesi í apríl. Verið var fyrsti áfanginn í uppbyggingu kvikmynda- og menningarþorps á staðnum. Í bréfinu til Samkeppniseftirlitsins, sem Morgunblaðið hefur undir hönd- um, segir meðal annars að miklum fjármunum hafi verið varið til verk- efnisins í Gufunesi. GN Studios vill gæta þess að þeir sem eru í samkeppni við þá starfsemi sem fyrirtækið heldur úti stundi þá samkeppni á jafningjagrundvelli en ekki með óeðlilegt forskot. Þar sem uppbyggingin er á sínum fyrstu stig- um er útleiga á aðstöðu til fram- leiðslu á kvikmynda- og sjónvarps- efni ein mikilvægasta tekjulindin, segir enn fremur í bréfinu. Þá segir í bréfinu að RÚV virðist bjóða upp á þessa þjónustu, útleigu á aðstöðu og tækjum, á verði sem „erf- itt eða ómögulegt er fyrir einkaaðila að keppa við“. GN Studios byggir á því að framangreind starfsemi RÚV falli undir Samkeppnislög nr. 44/ 2005, að hún hafi skaðleg áhrif á samkeppni og að hún feli í sér opin- berar samkeppnishömlur. Í stefnu RÚV til ársins 2021, sem gefin var út í maí 2017, ber einn að- gerðarliðurinn heitið „Búnaður, að- staða og þjónusta RÚV aðgengileg öðrum aðilum“. Undir þeim lið segir að Stúdíó A og önnur tækniaðstaða verði aðgengileg til leigu fyrir sjálf- stæða framleiðendur sjónvarps- og kvikmyndaefnis, hvort sem það er framleiðsla fyrir RÚV eða aðra. Að- gerðinni eru gerð frekari skil í til- kynningu á vef RÚV í apríl sl. Þar er tekið fram að skipulagsbreytingar hafi verið gerðar á RÚV og sérstök „eining“ stofnuð, sem nefnist RÚV- stúdíó. RÚV-stúdíó er ætlað að þjónusta útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálf- stæðra framleiðenda og annarra fjöl- miðla. GN Studios setur spurning- armerki við eininguna RÚV-stúdíó í kvörtuninni til Samkeppniseftirlits- ins. „Hin sérstaka eining sem á að hafa verið stofnuð innan RÚV virðist ekki vera dótturfélag RÚV heldur eining innan Ríkisútvarpsins ohf,“ segir til viðbótar í bréfinu. Þriðja grein laga um Ríkisútvarp- ið nr. 23/2013 greinir frá hlutverki og skyldum RÚV, sem er fjölmiðlaþjón- usta í almannaþágu. Samkvæmt 1. mgr. í 4.gr. laganna skal RÚV stofna og reka dótturfélög fyrir aðra starf- semi en þá sem kveðið er á um í 3. gr. Í fyrsta málslið 2. mgr. 4. gr. kem- ur fram að tilgangur dótturfélaga RÚV sé að styðja við starfsemi móðurfélagsins með því að nýta tæknibúnað, dreifikerfi, sérþekk- ingu starfsmanna og aðstöðu RÚV til annarrar starfsemi en þeirrar sem fellur undir 3. gr. Skal starfsemi dótturfélaga Ríkisútvarpsins lúta sömu löggjöf og starfsemi félaga í samkeppnisrekstri. Aðgerðir RÚV sagðar ólögmætar  Framleiðslufyrirtæki og tækjaleigur finna fyrir undirboði af hálfu RÚV á útleigu tækja og aðstöðu  Kvarta til Samkeppniseftirlitsins  Segja ekki rétt staðið að stofnun á sérstakri einingu hjá RÚV Morgunblaðið/Hari Framleiðsla Fasteignir sem áður tilheyrðu Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi eru nú stærðarinnar kvikmyndaver. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Veður víða um heim 7.9., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 13 léttskýjað Akureyri 16 léttskýjað Nuuk 6 skýjað Þórshöfn 13 rigning Ósló 17 skýjað Kaupmannahöfn 18 skúrir Stokkhólmur 19 alskýjað Helsinki 20 heiðskírt Lúxemborg 16 skýjað Brussel 17 heiðskírt Dublin 13 skýjað Glasgow 15 alskýjað London 17 heiðskírt París 20 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 15 skúrir Berlín 22 léttskýjað Vín 23 skýjað Moskva 20 heiðskírt Algarve 22 léttskýjað Madríd 21 heiðskírt Barcelona 26 skýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 24 léttskýjað Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 16 þoka Montreal 15 léttskýjað New York 23 alskýjað Chicago 20 rigning Orlando 29 skýjað  8. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:31 20:20 ÍSAFJÖRÐUR 6:31 20:30 SIGLUFJÖRÐUR 6:14 20:14 DJÚPIVOGUR 5:59 19:51 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á sunnudag Hæg austlæg eða breytileg átt og rign- ing eða skúrir, en þurrt norðaustantil framan af degi. Hiti 9 til 15 stig. Austlæg átt yfirleitt 5-13 m/s og dálítil rigning um vestanvert landið en samfelldari rigning á Suðausturlandi. Skýjað með köflum og þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 10 til 18 stig. Landhelgisgæslunni er ekki kunnugt um að leit norska rannsóknarskipsins Seabed Worker (og áður Seabed Constructor) að verðmætum í flaki þýska herskipsins SS Minden hafi borið árangur. Þetta segir Ásgeir Er- lendsson, upplýsingafulltrúi Gæsl- unnar. Umhverfisstofnun hafði veitt félag- inu Advanced Marine Services, skráðu á Englandi, leyfi til þessara rannsókna sem beindust að því hvort gull, silfur eða önnur verðmæti væru um borð í skipinu sem sökk haustið 1939 um 120 sjómílur suðaustur af Kötlutanga. Flakið mun nokkuð heil- legt og liggur rétt á hafsbotni. Leyfið rann út miðnætti 10. júlí síð- astliðinn. Að sögn Ásgeirs tjáði skip- stjóri skipsins Landhelgisgæslunni að skipið héldi af svæðinu skömmu áður. Á meðan á leitinni í flaki SS Minden stóð fékk Landhelgisgæslan daglegar tilkynningar um staðsetn- ingu rannsóknarskipsins og sömu- leiðis var gerð grein fyrir aðgerðum hverju sinni. Samvinnan milli Land- helgisgæslunnar og áhafnar Seabed Worker hafi verið með ágætum. Ásgeir segir að ekki liggi fyrir hvort leigutaki skipsins komi til með að leigja það til frekari framkvæmda og Landhelgisgæslunni sé ekki kunn- ugt um að leitin hafi borið árangur. Hjá Umhverfisstofnun fengust þau svör að vegna sumarleyfa væri ekki hægt að svara því fyrr en eftir helgi hvort Advanced Marine Services hefði óskað eftir frekari leyfum til að athafna sig í flakinu. gudmundur@mbl.is Ekki er lengur leitað í SS Minden Ljósmynd/Úr safni Gullleit Norska rannsóknarskipið Seabed Worker hér við land. AUKIN ÞJÓNUSTA VIÐ EIGENDUR SKODA • Bílson er sérhæft og vottað þjónustuverkstæði sem uppfyllir allar ströngustu kröfur Skoda. • Fullkomin forgreiningarstöð þar sem greina má flest allt um ástand bílsins og gæði. Við leitumst við að vera samstíga því besta í Evrópu. Komið, sjáið og sannfærist. Kletthálsi 9 • Sími 568 1090 - V E R K S T Æ Ð I Ð - Kletthálsi 9 • 110 Reykjavík • Sími 568 1090 • bilson@bilson.is • bilson.is Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- ráðherra og Ni Yuefeng, tollamála- ráðherra Kína, undirrituðu nýja bók- un við fríverslunarsamning Íslands og Kína um heil- brigðisvottun á íslensku lamba- kjöti síðdegis í gær, en utanríkis- ráðherra er í fjög- urra daga heim- sókn í Kína. „Við erum búin að vera að bíða svolítið eftir þessu,“ segir Unnsteinn Snorri Snorrason, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, í samtali við Morgunblaðið. Flytja inn 125 þús. tonn á ári „Kína er stærsti innflytjandi á lambakjöti þannig að þetta er gífur- lega stór markaður sem opnast þarna,“ segir hann. Að sögn Unnsteins hafa íslenskir sláturleyfishafar verið að horfa til markaðarins í Kína með útflutning á lambakjöti í huga og ekki síður sem markað fyrir hliðarafurðir svo sem innmat. Kína flytur inn 125 þúsund tonn af lambakjöti á ári hverju og er það 25% alls lambakjöts á markaði. Þar með er Kína stærsti innflytjandi þessara afurða í heimi, jafnframt er Kína stærsti framleiðandi lamba- kjöts að sögn Unnsteins. Áhugi fyrir evrópskum mat Hann segir kínverska markaðinn vaxandi og mikill áhugi sé þar á mat- vælum frá Evrópu, meðal annars vegna þess að Kínverjar búa við mikla mengun og það þykir bæta heilsuna að borða kjöt framleitt í Evrópu. Unnsteinn tekur fram að ekkert sé í hendi með útflutning að svo stöddu, en bendir á að það felist ákveðin tækifæri á Kínamarkaði. „Úttektarnefndin sem kom hingað hrósaði okkur mjög mikið fyrir fram- leiðsluferla okkar, við gengum í gegnum úttektina án athugasemda,“ staðhæfir framkvæmdastjórinn. gso@mbl.is Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið Samkomulag Ráðherrarnir und- irrita samninginn í Kína. Lambakjöt til Kína  Stærsti lambakjötsmarkaður í heimi nú opinn fyrir íslensk- um afurðum  Mikill áhugi fyrir evrópskum matvælum Unnsteinn Snorri Snorrason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.