Morgunblaðið - 08.09.2018, Page 6

Morgunblaðið - 08.09.2018, Page 6
Morgunblaðið/Valli Þjónusta Langir biðlistar eru eftir hjúkrunarrýmum og dagvistun fyrir eldri borgara í Kópavogi. Myndin er úr safni. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég er svekktur með þessa niður- stöðu. Hefði gjarnan viljað að Kópa- vogsbær tæki verkið yfir en vona svo sannarlega að ríkið beiti sér fyrir lausn þess sem allra fyrst,“ segir Ár- mann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Heilbrigðisráðherra hef- ur hafnað erindi Kópavogsbæjar um viðræður um að bærinn taki yfir áform um byggingu 64 rýma hjúkr- unarheimilis við Boðaþing. Þáverandi heilbrigðisráðherra og forsvarsmenn Kópavogsbæjar sömdu um það fyrir tveimur árum að byggja 64 rýma hjúkrunarheimili við Boðaþing. Það á að rísa við þjónustu- álmu fyrir eldri borgara sem Kópa- vogsbær á en Hrafnista rekur sam- tengt hjúkrunarheimili og íbúðir fyrir aldraðra á svæðinu. Átti að taka heimilið í notkun á þessu ári. Deilur um hönnun Ríkið ákvað að bjóða út hönnun hússins en arkitekt eldri hluta þess taldi sig eiga rétt á hönnuninni og fékk lögbann sett á útboðið. Dómur héraðsdóms féll ríkinu í vil en málinu hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Ármann segir að Kópavogsbær sé kominn í óásættanlega stöðu vegna þeirra tafa sem orðið hafa á fram- kvæmdinni. Þar séu einna fæst rými á hvern íbúa á höfuðborgarsvæðinu og biðlistar langir. „Við vildum taka málið út úr þessu ferli og taka að okkur að reisa húsið. Það hefði ekki þurft að taka langan tíma fyrir okkur að hefjast handa,“ segir Ármann. Í bókun bæjarráðs í vikunni kemur fram að hægt yrði að hefja framkvæmdir innan sex mán- aða ef Kópavogur fengi heimild ráðuneytisins til að taka verkið yfir. Ármann hyggst taka þetta mál upp við Svandísi Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra á fundi fljótlega. Meiri þörf á dagvistun Vegna þess langa biðlista sem er eftir plássum í hjúkrunarrými eykst þrýstingur á dagvistarrými fyrir aldraða. Segir Ármann að grípa þurfi strax til aðgerða. Kópavogs- bær er í samvinnu við hjúkrunar- heimilið Sunnuhlíð tilbúinn að fjölga dagvistunarrýmum um 10 sem munu nýtast 20-25 einstaklingum en 135 eru á biðlista eftir þessari þjónustu. Kópavogsbær fær ekki að taka við framkvæmd  Hjúkrunarheimili við Boðaþing í bið 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Varðskipið Þór, sem var við gæslu- störf á Austfjarðamiðum í vikunni, notaði tækifæri og skaust inn til Færeyja til að taka olíu. Alls tók Þór um 600 þúsund lítra af olíu, en tankar skipsins geta tekið allt að 1.300 þúsund lítra. Þór er kominn á Íslandsmið á nýjan leik. Unnu skipverjar á Þór að því í gær að skipta um dufl við Vestmanna- eyjar. Fram hefur komið í fréttum að Landhelgisgæslan þarf ekki að greiða gjöld og skatta af olíunni í Færeyjum. Því notar Gæslan tæki- færi sem gefast til að skjótast þang- að til olíukaupa. Hafa varðskipin far- ið þangað margsinnis á undan- förnum árum. Fram kom í skriflegu svari Sigríð- ar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Gunnari I. Guð- mundssyni, varaþingmanni Pírata, í mars 2017, að varðskipin hefðu ekki tekið olíu á Íslandi síðan 1. nóvember 2015. Einnig kom fram í svarinu að meðalverðið á olíulítranum á Íslandi var 91,15 krónur en í Færeyjum var það 72,08 krónur. Á árunum 2013-16 keypti Landhelgisgæslan olíu í Fær- eyjum í 14 skipti og greiddi fyrir 380 milljónir króna. sisi@mbl.is Þór skrapp til Færeyja  600 þúsund lítrum af olíu var dælt um borð í varðskipið  Olían er talsvert ódýrari í Færeyjum en hér á landi Morgunblaðið/Árni Sæberg Olíukaup Varðskipin hafa farið margar ferðir til Færeyja undanfarin ár. Mikill áhugi er á greiningarsýning- unni á ljósmyndum Alfreðs D. Jóns- sonar sem opnuð verður í Þjóðminja- safninu í dag. Morgunblaðið birti nokkrar myndanna, sem eru frá fyrri hluta síðustu aldar, á fimmtu- daginn og í gær hafði tekist að nafn- greina fólk á þremur þeirra með hjálp lesenda blaðsins. Að sögn Kristínar Höllu Baldvins- dóttur hjá Þjóðminjasafninu er mynd á bls. 28 af barnahópi af börn- um Þórsteinu Jóhannsdóttur og Páls Sigurgeirs Jónassonar sem búsett voru að Þingholti í Vestmanna- eyjum. Börn þeirra á myndinni eru í aldursröð: Emil, Kristinn, Tóta, Jón, Guðni, Margrét, Kristín og Hulda. Ljósmynd af foreldrum og tveimur börnum á bls. 26 er af fjölskyldu sem lengi bjó í Stykkishólmi og rak þar veitingasölu svo og á Vegamótum. Á myndinni eru hjónin Steinunn Ólína Þórðardóttir og Jón Sigurgeirsson bifreiðastjóri og veitingamaður og börn þeirra Hrefna Erna og Sæ- björn. Á mynd af hjónum með átta börn sín á sömu bls. eru Ingibjörg Bjarnadóttir af Túnsætt í Flóa og Hallmundur Bjarnason af Brand- húsaætt. Börn þeirra eru í efri röð talið frá vinstri: Agnes, Bjarni, Ein- ar, Andrés og Magnea. Neðri röð frá vinstri: Þórunn, Hallberg og Ing- veldur. Sýningin í Þjóðminjasafninu verð- ur opnuð kl. 14 í dag og er aðgangur ókeypis. gudmundur@mbl.is Ljosmynd/Alfreð D. Jónsson Ljósmynd Tekist hefur að bera kennsl á öll börnin á myndinni. Mikill áhugi á sýningu  Lesendur Morgunblaðsins þegar greint fólk á 3 myndum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Aðgerðir kokkanna eru að mínu mati sjónarspil þar sem viðskipta- hagsmunir ráða. Þetta snýst ekkert um umhverfismál,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, fram- kvæmdastjóri Landssamtaka fiskeldisstöðva. Sem kunnugt hafa allir liðsmenn ís- lenska kokka- landsliðsins sagt sig úr því vegna samstarfssamn- ings sem Klúbbur matreiðslumeist- ara gerði við Arnarlax. Segja kokkarnir að fiskeldi á vegum fyrirtækisins í opnum sjókvíum sé ógn við náttúru Íslands og aðferðirnar ekki sjálfbærar. Í gær varð úr að Klúbbur mat- reiðslumeistara rifti samningnum við Arnarlax og er vanefndum af hálfu fyrirtækisins borið við. Það segjast Arnarlaxmenn í yfirlýsingu ekki kannast við. Dapurlegt sé að ungu landsliðskokkarnir hafi verið dregnir inn í „grímulausa hagsmunabaráttu með þvingunum veiðileyfahafa og hatursfullum áróðri þeirra gegn upp- byggingu sjókvíeldi hér á landi að far- sælli fyrirmynd nágrannalanda okk- ar,“ eins og segir í yfirlýsingunni, þar sem undirstrikað er að öll starfsemi Arnarlax sé háð eftirliti og samfélags- lega ábyrg. „Að nota umhverfisvernd sem rök fyrir andstöðu við samningum við Arnarlax er tvöfeldni. Meistara- kokkar um allan heim matbúa eld- isfisk eða þá egg, nautakjöt, svínkjöt, kjúklinga og gæsalifur sem kemur úr verksmiðjubúskap sem hefur mikil umhverfisáhrif og stórt kolefn- isspor,“ segir Kristján. Hann telur sömuleiðis að andófið gegn Arnarlax- samningum eigi rót sína í yfirlýsingu Sturlu Birgisson matreiðslumeistara, sem sé leigutaki að Laxá í Ásum og eigi því persónulegra hagsmuna að gæta í málinu. Hafi kokkarnir sem sögðu sig úr landsliðinu verið undir miklum þrýstingi um að ganga út. Það sama sjónarmið kemur raunar einnig fram í áðurnefndri yfirlýsingu frá Arnarlaxi. Sjónarspil og tvöfeldni  Segir andstöðu gegn Arnarlaxsamningi vegna hagsmuna Sturlu  Landsliðskokkarnir voru undir þrýstingi Morgunblaðið/Ómar Matargerð Landsliðskokkar á æfingu og auðvitað með afbragðs hráefni. Kristján Davíðsson Stjórn Eflingar hefur samþykkt að fela formanni stéttarfélagsins, Sól- veigu Önnu Jónsdóttur, að kanna hvort grundvöllur sé fyrir því að efna til samstarfs Eflingar, Starfsgreina- sambandsins, VR og Landssam- bands verslunarmanna í komandi kjaraviðræðum. Ályktun stjórnar Eflingar hefur verið birt á vef félagsins og segir meðal annars „að slíkt samflot, á grunni málefnalegs samhljóms, myndi færa verkalýðshreyfingunni mikinn styrk og slagkraft í viðræð- um við bæði atvinnurekendur og stjórnvöld.“ Formaður VR bjartsýnn „Ég tek þessu bara fagnandi og ég mun fara með þessa yfirlýsingu Efl- ingar í formlegt ferli innan okkar raða í þeim tilgangi að fá umboð stjórnar og trúnaðarráðs til þess að setjast niður með formlegri hætti en hefur verið gert og leita leiða til sam- starfs,“ segir Ragnar Þór Ingólfs- son, formaður VR, í samtali við Morgunblaðið. Samkvæmt Ragnari hefur hann hitt aðra formenn stéttarfélaga reglulega til þess að ræða möguleika á samstarfi með óformlegum hætti. „Mér líst mjög vel á það vegna þess að þetta er gríðarlega stór hóp- ur innan Alþýðusambandsins sem er að fara saman. Eftir því sem við er- um stærri, því öflugri erum við og með sterkari samningsstöðu,“ stað- hæfir Ragnar. Hægt verði að samræma stóran hluta krafna Formaðurinn segir þó ekki ljóst hvernig samstarfið yrði nákvæmlega enda hefur ekki verið gengið til formlegra viðræðna, en hann segist bjartsýnn á að hægt verði að sam- ræma stóran hluta krafna. Efna til samflots í kjaraviðræðum  Formaður VR tekur vel í tillöguna Sólveig Anna Jónsdóttir Ragnar Þór Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.