Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
Andrés Magnússon, fjölmiðla-rýnir Viðskiptablaðsins,
fjallar um ákvarðanir fjölmiðla-
nefndar ríkisins og sektir vegna
umfjöllunar lítillar einkarekinnar
sjónvarpsstöðvar.
Andrésfinn-
ur að þess-
um
ákvörð-
unum en
segir svo:
„Þá vaknar hins vegar spurningin
hvers vegna fjölmiðlanefnd hefur
alveg látið vera að skipta sér af
Ríkisútvarpinu (RÚV), útbreidd-
asta fjölmiðli landsins, sem þó hef-
ur sérstakar skyldur – bæði laga-
legar og siðferðislegar – við
almenning og skattborgara.
Minna má á að það sýndi ekkialls fyrir löngu „heimild-
arþætti“ um Jóhönnu Sigurð-
ardóttur sem voru samfelld lof-
gjörð samfylkingarmanna um
leiðtogann en meira og minna í
boði skattgreiðenda. Eða nýlega
heimildarmynd um fiskeldi, Undir
yfirborðinu, þar sem allur mál-
flutningur var mjög einhliða, en
hvergi kom neitt fram um kostun
hennar. Slíkir þættir geta vel átt
erindi en hagsmunatengslin þurfa
að liggja fyrir. Sérstaklega auðvit-
að hjá Ríkisútvarpinu, fjölmiðli í al-
mannaþágu, sem hefur beina laga-
skyldu um að „ábyrgjast að
sanngirni og hlutlægni sé gætt í
frásögn, túlkun og dagskrárgerð,
leitað sé upplýsinga frá báðum eða
öllum aðilum og sjónarmið þeirra
kynnt sem jafnast. Sannreyna að
heimildir séu réttar og að sann-
girni sé gætt í framsetningu og
efnistökum.““
Hvernig stendur á því að ís-lenska ríkið heldur úti stofn-
un til að skipta sér af frjálsum fjöl-
miðlum en lætur Ríkisútvarpið
leika lausum hala?
26 FJÖLMIÐLAR
Fjölmiðlanefnd
Það bar til í fyrri vikuað Fjölmiðlanefnd gafút allnokkrar ákvarð-anir og álit. Fjöl-miðlanefnd sektaði þá
sjónvarpsstöðina Hringbraut um
samtals tvær milljónir króna fyr-
ir brot á reglum um auglýsingar í
fjórum þáttum, sem sýndir voru í
fyrra og í ár. Þá hefði stöðin brot-
ið gegn hlutlægnisskyldu sinni í
tveimur þáttum.
umfjöllun um Dominos-pizzur
og Meistaramánuð Íslandsbanka
í febrúar og mars á þessu ári, en
lét kyrrt liggja þar sem Nútíminn
hefði ekki brotið af sér áður.
H H H
Ef við byrjum á Nútímanum, þá
blasir við að Fjölmiðlanefnd tel-
ur almenning vera einstaklega
skyni skroppinn. Eða hversu
FJÖLMIÐLARÝNI
ANDRÉS MAGNÚSSON
andres@vb.is
sig ekki á því hvers kyns er. Eins
fjalla fréttastofur ljósvakamiðlar
af ótrúlegri tilviljun aðallega um
þær íþróttadeildir, sem þær hafa
sýningarrétt á, og margs konar
menningarkynning er líka mjög
neysluskotin. Og hvað?
Þá er athyglisvert að nefndin
amast við því að þar hafi verið
kynnt áfengi, löglegur neyslu-
varningur, þegar vægast sagt
misdulbúnar auglýsingar á öli
birtast óátalið í mun útbreiddari
miðlum. Eða heldur nefndin að
þar sé bara verið að auglýsa létt-
öl? Nei, en það er engu líkara en
að nefndin hafi kosið sér litla
og veikburða miðla til þess að
veitast svo löðurmannlega að.
H H H
Hin málin eru þó sjálfsagt alvar-
legri, þar sem stöðin er sektuð
Ríkisafskipti
og fjölmiðlar
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Alþingi verður sett þriðjudaginn 11.
september og hefst þingsetningarat-
höfnin kl. 13.30 með guðsþjónustu í
Dómkirkjunni. Forseti Íslands, bisk-
up Íslands, forseti Alþingis, ráð-
herrar og alþingismenn ganga fylktu
liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu.
Séra Kristján Björnsson vígslubisk-
up prédikar og séra Sveinn Valgeirs-
son, sóknarprestur í Dómkirkjunni,
þjónar fyrir altari ásamt biskupi Ís-
lands, Agnesi M. Sigurðardóttur. Að
guðsþjónustu lokinni verður gengið
til þinghússins.
Forseti Íslands, Guðni Th. Jó-
hannesson, setur Alþingi, 149. lög-
gjafarþing, og að því loknu les forseti
Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon,
minningarorð um fyrrverandi al-
þingismann, Inga Tryggvason, sem
lést nýverið. Strengjakvartett leikur
tónlist við þingsetningarathöfnina.
Þá flytur forseti Alþingis ávarp.
Þegar þingsetningarfundi verður
fram haldið klukkan 16 verður hlut-
að um sæti þingmanna. Fjárlaga-
frumvarpi fyrir árið 2019 verður þá
útbýtt. Fjármálaráðherra mælir fyr-
ir frumvarpi til fjárlaga fimmtudag-
inn 13. september kl. 10.30. Stefnu-
ræða forsætisráðherra og umræður
um hana verða miðvikudagskvöldið
12. september kl. 19.30.
sisi@mbl.is
Alþingi verður sett á þriðjudaginn
Fjárlagafrumvarpi ársins 2019 útbýtt
sama dag Stefnuræða á miðvikudag
Þingsetning Forseti Íslands mun að
venju setja 149. löggjafarþingið.
Morgunblaðið/Eggert
Undanfarin misseri hafa staðið yfir
miklar byggingarframkvæmdir í
miðborg Reykjavíkur. Jafnframt
hefur verið unnið að gatnafram-
kvæmdum og af þeim sökum hefur
víða þurft að þrengja að umferðinni.
Nú er komið að kaflaskilum á
Lækjargötu/Kalkofnsvegi. Stefnt er
að því að ljúka endurbótum á Kalk-
ofnsvegi uppi við Hafnartorgið fyrir
15. september. Meðal annars hefur
verið útbúin sérstök akrein fyrir
strætisvagna.
Þegar þessum framkvæmdum
lýkur verður umferðin færð af nú-
verandi keyrsluleið næst Arnarhól
yfir á nýja hlutann. Í framhaldinu
tekur við endurnýjun á því svæði
sem nú er ekið um. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Reykjavíkurborg á
þeirri vinnu að ljúka fyrir miðjan
október. sisi@mbl.is
Framkvæmdum á að
ljúka í næsta mánuði
Gatnagerð við Hafnartorg er á lokastigi
Morgunblaðið/sisi
Miðborgin Framkvæmdum er að ljúka við vestari akrein Kalkofnsvegar.
Þegar þeim lýkur verður hafist handa við endurbætur á eystri hlutanum.
Sæmundur
NÚ BROSIR NÓTTIN
Hin rómaða ævisaga
Guðmundar Einarssonar refaskyttu er komin
út á ný. Mikið aukin með ítarefni um þetta
einstaka náttúrubarn og héraðshöfðingja.
ÚTGÁFUHÓF
í Safnaðarheimili Grensáskirkju
í dag klukkan 14.00–17.00
BÓKIN Á TILBOÐSVERÐI, AÐEINS 5.000 KR. (6.490)
SÖNGUR OG GAMANMÁL
VEITINGAR Í BOÐI