Morgunblaðið - 08.09.2018, Síða 12
AFP
Ungur Mynd tekin 1972. Á ýmsu gekk á löngum ferli Reynolds sem lék bæði í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Bandaríski leikarinn BurtReynolds, sem lést ífyrradag 82 ára gamall,kom víða við á yfir hálfr-
ar aldar löngum ferli. Sjálfur sagði
hann að hann hefði náð hápunkt-
inum árið 1997, rúmlega sextugur,
þegar hann var tilnefndur til Ósk-
arsverðlauna fyrir hlutverk sitt sem
klámmyndaleikstjórinn Jack Horn-
er í Boogie Nights.
Reynolds, sem var skírður
Burton Leon Reynolds Jr., fæddist
11. febrúar 1936 í borginni Lansing
í Michigan. Þegar hann var á
barnsaldri flutti fjölskyldan til Ri-
viera Beach í Flórída þar sem faðir
hans var lögreglustjóri. Pilturinn
þótti liðtækur í amerískum fótbolta
og buðust fjölmargir háskólastyrkir
að menntaskólanámi loknu. Hann
fór í ríkisháskólann í Flórída og
hugði á atvinnumennsku í íþrótt-
inni, en hnémeiðsli bundu enda á
þær fyrirætlanir. Enskukennari
hans hvatti hann til að leggja leik-
listina fyrir sig og bauð honum í
kjölfarið aðalhlutverkið í leikriti
sem hann setti upp. Fyrir frammi-
stöðu sína þar fékk hinn ungi Bur-
ton, sem var farinn að kalla sig
Burt á þeim tíma, leiklistarverðlaun
Flórídaríkis árið 1956 og minntist
hann enskukennarans síðar sem
eins af helstu áhrifavöldunum í lífi
sínu.
Í kjölfarið lék hann í leikhúsum
í New York, fór í leiklistarnám og
það leiddi til smáhlutverka í kvik-
myndum og sjónvarpsþáttum.
Fyrsta stóra hlutverkið var í sjón-
varpsþáttunum Gunsmoke, í kjöl-
farið fylgdu sífellt stærri hlutverk
þangað til hann sló í gegn í spennu-
myndinni Deliverance. Um svipað
leyti bauð Albert R. Broccoli, fram-
leiðandi James Bond-myndanna,
honum titilhlutverkið, en Reynolds
hafnaði boðinu með þeim orðum að
Bandaríkjamaður gæti aldrei leikið
breskan njósnara skammlaust.
Berstrípaður á bjarnarfeldi
Á fyrstu árum 8. áratugarins
lék Reynolds í fjölmörgum spennu-
og grínmyndum sem nutu vinsælda,
frægust þeirra er líklega Smokey
and the Bandit, Reykur og bófi frá
árinu 1977. Hún varð geysivinsæl
og gerði Reynolds að stórstjörnu.
Í apríl 1972 reis frægðarsól
hans enn hærra þegar plakat af
honum fylgdi bandaríska tímaritinu
Cosmopolitan árið 1972 þar sem
hann lá glaðhlakkalegur og ber-
strípaður á bjarnarfeldi. Lengi
hafði tíðkast að birta sambærilegar
myndir af fáklæddum eða nöktum
konum en þetta var í fyrsta skiptið
sem slík mynd birtist af karlmanni
og þótti þetta brjóta blað í sögu
fjölmiðlunar. Myndbirtingin vakti
talsverða athygli og stimplaði Rey-
nolds rækilega inn sem eitt helsta
kyntákn áttunda áratugarins. Síðar
sagðist hann sjá eftir tiltækinu.
Reynolds lék í fjölmörgum
myndum á 9. og 10. áratugnum sem
fengu misgóðar móttökur en ferill-
inn blómstraði í kjölfar áðurnefndr-
ar Boogie Nights. Síðasta áratuginn
sást hann reglulega á hvíta tjaldinu,
hann fékk mikið lof fyrir frammi-
stöðu sína í kvikmynd Adams Rifk-
ins, The Last Movie Star, í fyrra og
til stóð að hann léki í mynd Quent-
ins Tarantinos, Once Upon a Time
in Hollywood, en lést áður en tökur
hans hófust.
Burt Reynolds átti við nokkra
fjárhagserfiðleika að stríða af og til
sem hann sagði sjálfur að mætti
skrifa á reikning ríkmannlegs lífs-
stíls og ógætilegra fjárfestinga. Eft-
ir að hafa lent í alvarlegu slysi árið
1984 þróaði hann með sér lyfjafíkn
og stríddi við hana um skeið
Hann var tvígiftur, hann giftist
bresku leikkonunni Judy Carne, ár-
ið 1963 og stóð hjónabandið yfir í
tvö ár. Þau eignuðust ekki börn.
Síðari eiginkona hans var banda-
ríska leikkonan Loni Andersen, þau
voru gift 1988-1993 og ættleiddu
soninn Quinton. Þá var Reynolds í
löngu sambandi við Sally Field,
mótleikkonu sína úr Reyk og bófa.
Stærri en lífið sjálft
Fjölmargir minntust leikarans
á í gær á samfélagsmiðlum. Meðal
þeirra var leikarinn og fyrrverandi
ríkisstjórinn Arnold Schwarzen-
egger sem skrifaði á Twitter að
Reynolds hefði verið sér mikil fyrir-
mynd. „Þú verður alltaf uppáhalds
lögreglustjórinn minn,“ skrifaði
Dolly Parton á Facebook, en þau
léku saman í myndinni Besta litla
vændishúsið í Texas árið 1982.
„Hann var stærri en lífið sjálft,“
skrifaði þáttastjórnandinn Larry
King á Twitter.
Ber Það vakti athygli þegar Reynolds birtist ber í tímaritinu Cosmopolitan.
Burt er
nú á burt
Ferill bandaríska leikarans Burt Reynolds, sem lést í
fyrradag, var viðburðaríkur og hann hafnaði m.a.
því að leika James Bond. Að hans mati var hápunkt-
ur ferilsins tilnefning til Óskarsverðlauna árið 1997.
Á efri árum Myndin var tekin af
Reynolds fyrir rúmu ári.
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
NÝ
R
CITROEN
GRAND C4 PICASSO
Dísel, sjálfskiptur, 7 manna, Shine Pakki, Leiðsögukerfi +
Mirror Link, lyklalaust aðgengi, bakkmyndavél, bluetooth.
Verð aðeins kr. 3.980.000
562 1717
Kletthálsi 2 - bilalif@bilalif.is
bilalif.is
Eigum mikið úrval af nýjum og nýlegum bílum á staðnum