Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 BÆJARLÍFIÐ Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Vel heppnaðri Ljósanótt lauk sl. sunnudag. Á næsta ári verður Ljósa- nótt haldin í 20. sinn. Í setning- arræðu bæjarstjóra kom fram að ýmsar breytingar verði gerðar á dagskrá hátíðarinnar, m.a. reynt að ná til íbúa af erlendum uppruna. Þeir nálgast að verða fjórðungur af íbúum Reykjanesbæjar. Verkefn- isstjóri fjölmenningarmála var ráð- inn til Reykjanesbæjar á árinu.    Fyrstu íbúðir í nýjasta hverfi bæjarins, Hlíðarhverfi, hafa verið auglýstar til sölu. Hverfið var áður á svokölluðu Nikkelsvæði, yfirráða- svæði Varnarliðsins, en þykir nú eft- irsótt til búsetu.    Og það eru fleiri fyrrverandi varnarsvæði sem hafa vaxið og dafn- að. Ásbrú er að taka á sig nýja og breytta mynd. Fyrstu íbúðir þar hafa verið seldar, blokkirnar eru að ganga í endurnýjun lífdaga og byrj- að er að huga að deiliskipulagi svæð- isins.    Foreldrar í Reykjanesbæ eru ánægðastir með leikskólastarfið af þeim 17 sveitarfélögum sem tóku þátt í síðasta Skólapúlsi. Þar var hugur foreldra kannaður til ýmissa þátta í leikskólastarfinu. Alls 92,5 prósent foreldra lýstu yfir ánægju með starfið. Meðaltal á landsvísu var 83,1 prósent.    Starfsár Leikfélags Keflavíkur er að hefjast. Nýr formaður félags- ins er sestur í brúna, Sigurður Smári Hansson. Sá hefur átt farsæl- an tíma með leikfélaginu, m.a. í tveimur vinsælum sýningum síðasta vetur, Dýrunum í Hálsaskógi og Mystery boy, sem varð athyglisverð- asta áhugasýning leikársins og sýnd á stóra sviði Þjóðleikhússins.    Reykjanesbær tekur þátt í plastlausum september. Bókasafnið ætlar ekki að bjóða upp á plastpoka undir bækurnar og mun jafnframt koma upp fyrstu pokastöðinni í bæn- um. Þar verður hægt að fá lánaðan taupoka og skila honum aftur á næstu pokastöð.    Í framhaldi verður boðið upp á saumastund síðasta þriðjudag hvers mánaðar þar sem taupokar verða saumaðir. Þannig verður hægt að byggja upp pokastöðvar víðsvegar um bæinn. Safnið hvetur auk þess aðrar stofnanir í Reykjanesbæ til þess að taka þátt í samfélagsverk- efninu Pokastöðvar á Íslandi, sem er innan árvekniátaksins Plastlaus september.    Og það er fleira að gerast í auk- inni umhverfisvitund íbúa. Sorpeyð- ingarstöð Suðurnesjum, Kalka dreifði í vikunni grænum tunnum til allra íbúa á Suðurnesjum. Sú verður við hlið þeirrar gráu undir sorpið og sér Kalka um reglulega losun beggja tunna.    Þetta er íbúum til mikils hægð- arauka, en fram að þessu hafa þeir áhugasömustu þurft að leigja tunnur af Íslenska gámafélaginu eða Gáma- þjónustunni.    Og af því að verið er að ræða um endurvinnslu og endurnýtingu þá hafa drífandi einstaklingar í sam- félaginu breytt gamalli olíu- birgðastöð Olís við hafnarsvæðið í Ytri-Njarðvík í heilsulind. Hún heit- ir Om setrið og býður upp á nudd, fótadekur og margvíslega jógatíma, svo eitthvað sé nefnt. Leikur að læra Kennari, nemandi og foreldri í leikskólanum Gimli þar sem kennsluaðgerðin Leikur að læra er notuð. Foreldrar eru ánægðir með starfið. Ný hverfi eftirsótt Mögnuð rafmagnsverkfæri og frábært verð ÞÓR FH REYKJAVÍK: Krókháls 16 Sími 568-1500 AKUREYRI: Baldursnes 8 Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Fyrirvari er settur vegna hugsanlegra ritvillna. Bútsög - LS1019L Kr. 150.000,- með VSK Bútsög - LS1216FLB Kr. 160.000,- með VSK Mótor 1510 W Sagarblað Ø 260 mm / 30 mm 90° Sagdýpt/Breidd 91 mm / 310 mm 45° Sagdýpt/Breidd 58 mm / 218 mm Gráðufærsla vinstri/hægri 60° Gráðuhalli vinstri/hægri 45° Þyngd 26,1 kg Borð fyrir sögina fylgir með Mótor 1650 W Sagarblað Ø 305 mm / 30 mm 90° Sagdýpt/Breidd 102 mm / 382 mm 45° Sagdýpt/Breidd 69 mm / 268 mm Gráðufærsla vinstri/hægri 45° Gráðuhalli vinstri/hægri 52° / 60° Þyngd 26,6 kg Borð fyrir sögina fylgir með Rafhitun Ryðfríir neysluvatnshitarar, hitöld (element), hitastillar, hitastýringar, rafhitarar til húshitunar og flest annað til rafhitunar. Við hjá Rafhitun erum sérfræðingar í öllu sem við kemur rafhitun. Við bjóðum einungis úrvals tæki sem hafa sannað sig með áralangri reynslu. Rafhitarar fyrir heita potta Kaplahrauni 19 • Hafnarfirði • Sími: 565 3265 • ww.rafhitun.is íslensk framleiðsla í 25 ár Hiti í bústaðinn ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS HVAR ER NÆSTA VERKSTÆÐI?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.