Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Bókunar-vefsíðurhafa reynst fengur fyrir neyt- endur. Á slíkum síðum er hægt að bóka flugferðir, hótel og bíla- leigubíla svo eitthvað sé nefnt. Það er mikill feng- ur að geta borið saman verð á hótelum og séð hvar þau er að finna, hvort þau eru nálægt miðbæ eða strönd eða í afskekktri sveit. Ekki er þó allt sem sýn- ist í þessum efnum. Á Bretlandi er nú rætt hvort banna eigi bók- unarsíðum að þrýsta á neytendur með setningum á borð við að „aðeins eitt herbergi sé eftir á þessu verði“. Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins og fyrrverandi formaður Samtaka ferðþjónust- unnar, gerði erlendar bókunarsíður að umræðu- efni þegar hann ræddi við gesti á morgunfundi Kompanís, viðskipta- klúbbs Morgunblaðsins og mbl.is, á fimmtudag. „Þessar upphæðir, sem bókunarsíðurnar eru að taka af starfseminni hér á landi, eru svimandi háar og koma í tilfelli erlendu bókunarsíðnanna aldrei inn í hagkerfið,“ var haft eftir Grími í frétt um fundinn í Morgunblaðinu í gær. „Það liggur í augum uppi að það er til lengri tíma litið ekki hægt að halda starfseminni gang- andi ef 20 til 30 prósent af tekjunum renna beint til þriðja aðila með þess- um hætti.“ Þetta er yfirgengilega hátt hlutfall. Þar við bæt- ist að heyrst hefur að slíkar síður setji hótelum þann fyrirvara að þau megi ekki auglýsa lægra verð á eigin heimasíðum en gefið er upp á vef bók- unarsíðunnar vilji þau vera þar inni. Eðlilegt er að bók- unarsíða fái umboðslaun eða þóknun fyrir þá þjón- ustu, sem hún veitir, en 20 til 30% er úr öllu sam- hengi við þjónustuna. Þessi staða ber því vitni hvernig fá- keppni og ein- okun getur skekkt stöðuna í viðskiptalífinu. Á netinu getur einn aðili náð gríðar- legum áhrifum og jafnvel undirtökum á sínu sviði. Þar sem netið er alls staðar og hvergi getur hann farið sínu fram án þess að vera bundinn regluverki einstakra landa að sama skapi og þeir, sem reka starfsemi sína í raunheimum. Nefndi einhver Sam- keppniseftirlitið? Þegar upp er staðið tapa allir nema bók- unarsíðan. Bókunarsíðan ýtir vissulega undir sam- keppni milli gistihúsa og þrýstir verðinu niður. Það kemur þó ekki viðskipta- vininum til góða. Hótelið fær minna í sinn hlut og viðskiptavinurinn borgar meira en ella. Mismun- urinn fer beint í vasa bókunarsíðunnar. Ekki jókst samkeppnin hér á landi þegar stærsta bókunarfyrirtæki heims, TripAdvisor, keypti ís- lenska fyrirtækið Bókun fyrr á árinu. Sagði Grím- ur að þar hefði Trip- Advisor í raun keypt að- gang að viðskiptagögnum 700 íslenskra ferðaþjón- ustufyrirtækja og styrkt stöðu sína „gríðarlega á þessum markaði hér heima“. Grímur lýsti því hvern- ig stjórnendur Bláa lóns- ins hefðu ákveðið að snið- ganga bókunarsíður og selja þjónustuna með eig- in leiðum. Það hefði geng- ið upp. Það eru hins veg- ar ekki allir, sem starfa í ferðaþjónustu hér á landi, í þeirri sérstöðu að geta gengið framhjá bókunar- síðunum. Fyrir suma gæti það jafnvel jafngilt því að dæma sig úr leik. Það er hins vegar spurning hversu lengi viðskiptavinirnir leita eft- ir þjónustunni ef þeir vita að allt að þriðjungur upp- hæðarinnar, sem þeir borga fyrir þjónustuna, fer í milliliðinn frekar en þægindi og aðbúnað á dvalarstað. Erlendar bókunar- síður gerast aðsóps- miklar og heimta allt að 30% þóknun} Fákeppni á netinu Í gær hófst vinna við þingsályktun- artillögu sem er samin af gestum og gangandi á LÝSU, rokkhátíð samtals- ins, á Akureyri. Markmið þessarar há- tíðar er að efla samtal almennra borg- ara og stjórnmálafólks. Framlag Pírata er tilraun til þess að efla rödd borgara á Alþingi með því að gefa þeim tækifæri til þess að taka þátt í að semja þingsályktunartillögu sem verð- ur svo lögð fram á Alþingi í kjölfarið. Tilraunin er í anda 66. greinar frumvarps stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá um þingmál að frumkvæði kjósenda þar sem lagt er til að tveir af hundraði kjósenda geta lagt fram þingmál á Alþingi. Efni tillögunnar snýr að umhverfismálum, sérstaklega loftslagsmálum, plastmengun og öðru þvíumlíku. Ég veit ekki hvernig þingsálykt- unin mun líta út þegar hún verður tilbúin, gestir og gangandi munu ráða mestu um það. Í gær var hugar- flugsfundur þar sem almenningur fékk tækifæri til þess að koma hugmyndum um markmið á framfæri. Í gær og í dag er fólk svo að kjósa milli þeirra hugmynda sem komu fram í hugarfluginu. Í dag verður síðan annar fundur þar sem markmiðið verður að semja texta þingsályktunarinnar. Ég er spenntur fyrir þessari tilraun. Kannski gengur þetta vel, kannski ekki. Þegar allt kemur til alls þá skiptir það ekki máli. Það sem skiptir máli er að taka virkan þátt í uppbyggingu samfélagsins og gera betur en við höfum gert áður. Þetta er, mér vitandi, í fyrsta skiptið sem þetta er prófað. Þjóðfundirnir um stjórnarskrána voru svipaðir en afurðin úr þessu verkefni á að vera fullbúin þingsályktun. En af hverju þingsályktun um umhverf- ismál? Eru ekki mörg önnur brýn verkefni sem þurfa athygli þingsins? Af hverju ekki að leyfa fólki að velja um hvað þingsályktunin á að vera? Umhverfismál eru mikilvægari en mörg okkar gerum okkur grein fyrir. Núver- andi samkomulag kennt við París hefur verið kallað samkomulag um hörmungar, bara ekki alveg strax. Við þurfum að draga saman kol- efnislosun um 50% á næstu 11 árum, sem er þó ekki nóg. Við þurfum að gera betur og það er markmið þessarar þingsályktunartillögu. Það eru vissulega mörg önnur brýn verkefni framundan en ef við hugum ekki vel að um- hverfinu þá búum við til fleiri vandamál sem þvælast þá fyrir öllum öðrum framförum. Ég vona að þetta verkefni verði snjóboltinn sem kemur flóðinu af stað. Flóði samfellds lýðræðis sem er stöðugt í gangi, ekki bara á fjögurra ára fresti í kringum kosningar. Ég vona að þetta verkefni geti sýnt hversu góðir kaflarnir um lýðræðisleg réttindi borgaranna í frumvarpi stjórnlag- aráðs eru; frumkvæðis- og málskotsrétturinn. Ég veit að ég ætlast til mikils en einhvers staðar verður að byrja. Þetta er framlag okkar Pírata á rokkhátíð sam- talsins, þingsályktunartillaga beint frá borgurum lands- ins. Björn Leví Gunnarsson Pistill Þingmál frá þjóðinni Höfundur er þingmaður Pírata bjornlevi@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Ísland framfylgir þvingunar-aðgerðum gagnvart 27 ríkjumauk vígasamtaka. Eru þettaríki á borð við Afganistan, Norður-Kóreu, Hvíta-Rússland, Bosníu og Herzegovinu, Kongó, Egyptaland, Írak, Íran, Líbanon, Líbíu, Rússland, Sýrland, Úkraínu og Jemen. Flestar þvingunaraðgerðir snú- ast um vopnasölubann, frystingu fjármuna og ferðabann á einstak- linga. Þá eru einnig dæmi um margs konar aðrar aðgerðir, s.s. bann við sölu á búnaði til bælingar innan- lands, olíukaupum frá Íran, vissum lánveitingum til Rússlands, verslun með hrádemanta frá átakasvæðum, sölu á lúxusvöru til Norður-Kóreu, vissri efnahags- og þróunaraðstoð og vissum vöru og þjónustuviðskiptum, s.s. við herteknu svæðin í Úkraínu, Krím og Sevastopol. Þvingunaraðgerðir sem íslensk stjórnvöld framkvæma og innleiða eru, samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu, tvenns konar. Annars vegar eru það ráðstafanir sem eru nauðsynlegar til þess að framkvæma ályktanir sem öryggis- ráð Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sam- þykkir og Íslandi er skylt að hlíta vegna aðildar sinnar að SÞ. Hins vegar er heimilt, að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Al- þingis, að Ísland taki þátt í og geri þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til þess að framkvæma ákvarð- anir alþjóðastofnana, ríkjahópa eða samstarfsríkja um þvingunar- aðgerðir sem miða að því að viðhalda friði og öryggi og/eða tryggja virð- ingu fyrir mannréttindum og mann- frelsi. Þær alþjóðastofnanir sem skipta máli í þessu sambandi eru, auk SÞ, Evrópusambandið, vegna EES-samningsins, Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) og Atlantshafsbandalagið (NATO). Þvinganir gegn Rússlandi Bandaríkin tilkynntu um þving- unaraðgerðir gegn Rússlandi dagana 6., 17. og 20. mars 2014 vegna ólög- legra aðgerða Rússa á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu. Ríkisstjórn Íslands fjallaði um málið 14. sama mánaðar og þremur dögum síðar lýsti utanríkisráðu- neytið yfir stuðningi við þvingunar- aðgerðir Bandaríkjanna og Evrópu- sambandsins (ESB) gegn Rússlandi, en sama dag setti ESB þvinganir sín- ar í gildi. Einnig tilkynnti ráðuneytið að Ísland muni beita slíkum þving- unaraðgerðum að höfðu samráði við utanríkismálanefnd Alþingis. Það samráð fór fram degi síðar, 18. mars. „Íslensk stjórnvöld ákváðu fram- kvæmd á þvingunaraðgerðum gagn- vart Rússlandi með reglugerð […] Gildistími þvingunaraðgerðanna samkvæmt reglugerðinni er ótíma- bundinn og eru þær enn í gildi,“ seg- ir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um framkvæmd þvingunaraðgerða. ESB setur þvingunaraðgerðum sínum aft- ur á móti tímaramma og eru þær framlengdar reglulega, nú seinast í júlí síðastliðnum til hálfs árs. Bannlistar og takmarkanir Um 40 ríki sem teljast til hóps Vesturlanda styðja við þær aðgerðir sem beint er gegn Rússlandi. Fram- an af snerust þær einkum um tak- markanir á ferðafrelsi vissra ein- staklinga og frystingu fjármuna. Síðar var aftur á móti hert á þving- unaraðgerðunum og einstaklingum og fyrirtækjum þá bætt á bannlista, aðgangur Rússa að lánamörkuðum takmarkaður og viðskipti með her- gögn bönnuð sem og viðskipti með vörur sem hafa tvíþætt notagildi svo fátt eitt sé nefnt. Framfylgjum um 30 þvingunaraðgerðum AFP Björninn Ísland hefur tekið þátt í þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi frá 2014 en alls eru aðgerðirnar hátt í 30 og er þeim m.a. beint gegn al-Qaeda. Hernaðarumsvif Rússlands á Krímskaga og ólöglegar að- gerðir þeirra í austurhluta Úkraínu leiddu til þvingunar- aðgerða Bandaríkjanna, Evr- ópusambandsins og annarra Vesturlanda. Aðgerðunum var komið á 2014 og hafa þær ein- ungis orðið harðari með tím- anum. Baldur Þórhallsson, pró- fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir Rússa ekki líklega til að sleppa taki sínu á Krímskaga. „Mikilvægast er að koma á friði á þessu svæði, fólk er enn að falla í skærum á milli her- sveita Úkraínu og aðskilnaðar- sinna sem njóta stuðnings rússneskra stjórnvalda,“ segir Baldur spurður út í hugsanlega þróun í austurhluta Úkraínu og Krímskaga. „Því næst þarf að ná samkomulagi um stjórn þessara héraða. Ef þetta næst gæti maður séð fyrir sér að þvinganir yrðu afnumdar. Ég held að Krímskaga verði þó ekki skilað,“ segir hann. Láta Krím ekki af hendi MÖGULEG NÆSTU SKREF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.