Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 29

Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Haustið 1973, þegar varlamátti heita að greinar-höfundur væri fluttur íbæinn frá Eyjum, heim- sótti ég eitt sinn sem oftar frænku mína sem þá starfaði í bókabúð Snæ- bjarnar við Hafnarstræti í Reykja- vík. Þar var hægt að nálgast meira úrval skákbóka en annars staðar í bænum. Ég var búinn að koma mér fyrir í einu horni verslunarinnar þegar tveir menn rákust þar inn og tóku tal saman. Gamlir skólabræður, Bragi Kristjánsson og Geirlaugur Magnússon. Bragi var auðvitað landsþekktir skákmeistari en færri vissu að Geirlaugur var öflugur skákmaður og fleiri að hann var skáld gott. Þótti svolítið tyrfinn eins og það er víst stundum orðað, en það var glettni í stílnum sbr. þessar línur frá ’74: „Hér með tilkynnist öllum/sem láta málið eingu varða/ að anark- istaflokkurinn/ hefur á ný stolið sér sólgleraugum/ og starfar því skuggalegri en nokkru sinni fyrr …“ Þarna inni hjá Snæbirni spurði Bragi Geirlaug hvort hann ætlaði að tefla á haustmóti Taflfélags Reykja- víkur, sem þá var að hefjast. Geir- laugur svaraði að bragði eitthvað á þessa leið: Æ, ég veit ekki hvort ég geti tekið þátt í þessum militerisma. Þetta fannst mér athyglisvert svar en Geirlaugur mætti samt í haustmótið og stuttu síðar í Skák- þing Reykjavíkur. Ég er ekki viss um að hann hafi teflt mikið opin- berlega eftir það og reikna með að hann hafi nálgast skákina á fagur- fræðilegum forsendum; leitað snilldarinnar eins og margir áhuga- menn. Ég var að renna yfir nokkrar skákir frá Skákþingi Rússlands sem lauk á dögunum, var geysisterkt, og þeir urðu efstir Íslandsvinurinn Dimitrí Andreikin og Dimitrí Jakov- enko, báðir með 7 vinninga af 11 mögulegum. Sá fyrrnefndi var úr- skurðaður sigurvegari vegna hag- stæðrar stigatölu. Þrátt fyrir magnaðar baráttu- skákir fann ég ekki neina snilld í skákum þeirra. Hún kom hins vegar a.m.k. tvisvar frá liðlega tvítugum manni, Danil Dubov, sem varð í 8.-9. sæti eftir að hafa verið efstur um tíma. Hann gæti náð langt: Skákþing Rússlands 2018: Denis Khismatullin – Danil Dubov Kóngsindversk vörn 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. e3 Að sneiða hjá alfaraleiðum er býsna algengt á skákmótum í dag. Þar gætir áhrifa Magnúsar Carlsen. 3. … Bg7 4. Be2 0-0 5. 0-0 d6 6. b3 Rc6 7. Bb2 Bf5 8. c4 e5 9. dxe5 dxe5 10. Dc1 Veiklulega teflt en svartur hefur þegar jafnað taflið og sennilega gott betur. Ekki gekk 10. Rxe5 vegna 10. ...Dxd1 11. Hxd1 Rg4! o.s.frv. 10. … De7 11. a3 Had8 12. b4 Bg4 13. Ha2? Skelfilegur leikur en þó í takt við annað sem hvítur hefur gert. Betra var 13. h3. 13. … e4! 14. Bxf6 Dxf6 15. Rd4 Rxd4 16. Bxg4 h5 17. Bd1 Rf3+! Í sjálfu sér ekki óvæntur leikur og ýmsar þekktar fyrirmyndir til. Það sem er hinsvegar athyglisvert er að drottningarfórn býr að baki; 18. gxf3 exf3 19. Kh1 Dh4! 20. Hg1 Be5 21. Hg3 Bxg3 22. fxg3 og nú 22. … Dxc4! því að svartur mátar eftir 23. Dxc4 Hxd1+ o.s.frv. 18. Kh1 Dh4 19. h3 f5 Gott var einnig 19. … Rg5 en peð eru líka sóknarmenn. 20. c5 Rg5 21. Dc4+ Kh7 22. f4 22. … Rxh3! 23. gxh3 Hxd1! Með hugmyndinni 24. Hxd1 Dxh3+ 25. Kg1 (eða 25. Hh2 Df3+) Dg4+ og hrókurinn fellur. 24. Kg2 Hd3 25. He2 g5! – og hvítur lagði niður vopnin. Eftir 26. Rd2 kemur 26. … gxf4 27. Hxf4 Dg5+ og síðan – Be5. Leitin að snilldinni Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ástríður Stefáns- dóttir, læknir og dósent í heimspeki, er einn ör- fárra háskólamanna sem gagnrýnt hafa þöggunina kringum hið hroðalega plastbarka- mál. Ástríður undrast að embætti landlæknis skuli svo lengi hafa látið annað eins mál afskiptalaust. Margir telja ástæðuna þá að einn þeirra sem ríka ábyrgð bera hafi undanfarin ár gegnt starfi landlæknis og sé nú að- stoðarmaður heilbrigðisráðherra. Vitaskuld hefur þessi undarlega staða áhrif, en veitir ekki fullnægj- andi skýringu. Starfsmenn landlæknis sinna mörgum verkefnum og gera það vafalaust vel. Ósvikið eftirlit með heilbrigðiskerfinu hefur embættið þó lengi vanrækt, enda svo nátengt því að þar rennur allt í sama graut. Þetta gjörþekkja þeir sem um áratuga- skeið hafa krafist þess að fá hér raunverulegan umboðsmann sjúk- linga, heilsteypt embætti sem ekki er í neinu slagtogi með þeim sem það á að hafa eftirlit með. Hið glæpsamlega plastbarkamál segir meira en mörg orð um þá sam- tryggingu sem embætti landlæknis hefur allt of lengi komist upp með. Ekki þarf annað en að hringja í emb- ættið til að kynnast þeim varnarhátt- um sem þar er beitt. Fólk nær varla að stynja upp erindi sínu fyrr en því er sagt að enginn hinna fjölmörgu starfsmanna veiti venjulegu fólki lif- andi áheyrn, jafnvel þótt það búi yfir brýnum upplýsingum. Vilji það á hinn bóginn stofna til formlegs kæru- máls sé því heimilt að fara inn á heimasíðu embættisins, lesa sér þar til og fylla út sérstakt eyðublað að fengnu skriflegu umboði til slíks, undirrituðu af vitundarvottum. Í þessum anda segir á heimasíðunni að embættinu sé „skylt að sinna kvört- unum“ og fólki sé „heimilt að bera fram formlega kvörtun“. Vart þarf að hafa mörg orð um hve fráhrindandi svona viðmót er. Hitt er jafnljóst að með þessu tekst að slá mjög marga út af laginu og halda í algeru lágmarki þeim upplýsingum sem alvörueftirlitsstofnun myndi vilja búa yfir. Meðvitaðir um við- horfin hjá landlækni hika menn ekki við að leyna alvarlegum at- vikum. Dirfist venju- legt fólk að upplýsa um slíkt er með embætt- ishroka reynt að telja því trú um að finna megi skýringar á leyndinni. Skurðlæknar hafa því nán- ast sjálfdæmi um tilkynningu alvar- legra atvika. Þegar eftirlitsstofnun hefur snúist svona upp í andhverfu sína er í besta falli von til að menn reyni að koma á framfæri upplýsingum sem varða þeirra allra nánustu, jafnvel þótt þeir þekki til fólks sem farið hefur hræði- lega út úr aðgerðum sem af skýrslum landlæknis mætti ætla að væru hér á sama heimsmælikvarða og flest ann- að. Engri eftirlitsstofnun myndi líð- ast að haga sér svona ef í hlut ættu skipstjórar, flugmenn og bílstjórar. Þeir þyrftu líka að sæta umtals- verðum viðurlögum ef í ljós kæmi að þeir hefðu leynt alvarlegum slysum, að ekki sé talað um ef þeir léku sér með lifandi fólk eins og plastbarka- mennirnir íslensku og þær stofnanir sem slá um þá skjaldborg. Plastbarkamálið er kennslubókar- dæmi um hvernig farið getur þegar eftirlitsstofnun er í vasa þeirra sem hún á að hafa eftirlit með. Í stað þess að lappa upp á þetta falska öryggi er löngu tímabært að fela utanaðkom- andi aðilum yfirumsjón með því eftir- liti sem landlæknir er ófær um að sinna. Plastbarkasiðferði landlæknis Eftir Garðar Sverrisson »Engri eftirlits- stofnun myndi líðast að haga sér svona ef í hlut ættu skipstjórar, flugmenn og bílstjórar. Garðar Sverrisson Höfundur er rithöfundur. sverrisson@centrum.is Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími 534 9600 · heyrn.is GÓÐ HEYRN GLÆÐIR SAMSKIPTI! Með þeim heyrist talmál sérstaklega vel vegna þess að þau þekkja tal betur en önnur tæki. Tæknin sem þekkir tal Nýju ReSound LiNX 3D eru framúrskarandi heyrnartæki ReSound LiNX3 Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Fíkn fer ekki í mann- greinarálit. Fíkn skeyt- ir hvorki um stétt né stöðu. Fíknisjúkdómar, hvort sem um alkóhól- isma eða aðrar fíknir er að ræða, leggjast á konur og karla, ömmur og afa, mæður og feð- ur, dætur og syni, syst- ur og bræður. Ég hef kynnst fíkn, sem og svo mörg okkar. Ég hef kynnst fíkn sem umbreytir bestu mannverum í skrímsli. Ég hef kynnst fíkn sem hlekkjar fjölskyldur örvæntingu, ómældum sársauka og ótta. Ég hef kynnst fíkn sem tók einu systur mína heljartökum. Ég hef kynnst fíkn sem lagði elsku systur mína nánast að velli. Ég hef eignast systur mína aftur. Ég hef eignast trú sem löngu var glötuð. Fíknisjúkdómum er réttilega lýst í Engli afkimans eftir Pál Jóhann: Ég er öflugri en allir heimsins her- ir. Ég hef tortímt fleiri mönnum en heimsstyrjaldir. Ég hef orsakað milljónir slysa og lagt í rúst fleiri heimili en flóð, stormar og fellibyljir samanlagt. Ég er slyngasti þjófur í heimi, stel þúsundum milljarða á hverju ári. Ég finn fórnarlömb meðal fá- tækra og ríkra, ungra sem gamalla, sterkra sem veikra. Ég varpa skugga á sérhverja atvinnugrein. Ég gef ekkert, tek allt. Ég er versti óvinur þinn. Ég er fyrsti og versti óvinur mannkyns. Við verðum að standa saman og beita ákveðnum og árangurs- ríkum meðferðum og muna að mis- munandi nálgun getur skipt sköpum í baráttunni við þennan vágest. Ég á hjarta barmafullt af þakklæti til allra þeirra sem gáfust ekki upp og færðu mér systur mína aftur. Hún náði sínum bata á Krýsuvík og fyrir það er ég óendanlega þakklát. Þakklæti Eftir Auði Smith Auður Smith »Ég á hjarta barma- fullt af þakklæti til allra þeirra sem gáfust ekki upp og færðu mér systur mína aftur. Höfundur er læknir. Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.