Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.09.2018, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 Það var á miðjum sólríkum degi snemma sum- ars fyrir ríflega hálfri öld að ungmenni tóku að safnast saman á Grundarstíg utan við Verzlunarskólann, óör- ugg, sjálfsmyndin lítt mótuð, fæstir þekktust. Tilefnið var að þreyta inntökupróf í skólann. Þarna varð upphaf að djúpri vináttu fjölmargra. Einn hóp- urinn, tæpur tugur upphaflega að stærð, karlkyns, sér nú á eftir mjög mætum félaga, Kristján Aðalsteinsson er ann- ar í röðinni sem kveður, skammt er síðan sá fyrsti úr þessum litla hópi kvaddi þenn- an heim. Kristján tilheyrði allt frá upphafi þessum litla félagsskap okkar. Eiginleikar hans voru afar margir en iðulega var grínast með tölulega færni hans og bókhaldslega ná- kvæmni, hann hélt af mynd- arskap utan um allt slíkt þá er hópurinn þurfti á slíku að halda. Hins vegar má segja að þessi ómetanlegi eiginleiki hans hafi ráðið ævistarfinu, Kristján var dugmikill í fjármálastjórn og bókhaldi hjá þeim fyrirtækj- um sem hann starfaði við, þau voru ekki mörg, starfsferillinn langur á hverjum stað enda hann mikils metinn starfskraft- ur. Við félagarnir höfum átt þétta vináttu um áratuga skeið, í anda Kristjáns ríkti skipulag á samskiptunum, óformleg formlegheit réðu ferð, ábyrgð og innihaldi starfsemi hvers árs. Ferðir með eða án maka voru farnar innan lands og ut- an, morgunverðarfundir fyrsta sunnudag hvers mánaðar og kynnisferðir á fjölbreytta staði. Ferðafélögum sá hann iðulega fyrir nýskornum, þunnum lím- ónusneiðum til bragðbætis í lok dags, taldi þær nauðsynlegar í ákveðinni blöndu. Kristján gætti gjarnan sameiginlegra sjóða af nákvæmni og aðhalds- semi, sem þó dugði misvel gegn óöguðum hugmyndum annarra félaga. Kristján var mikill fjöl- skyldumaður, honum var afar annt um eiginkonu og börn, sem og aðra í fjölskyldunni, foreldrana meðan þau lifðu, bróður sinn og systur. Hann reisti fjölskyldunni myndarlegt hús snemma á árum á Seltjarn- arnesi og bjó þar til dauðadags, snyrtimennska og næmt feg- urðarskyn færðu heimilinu um- hverfisverðlaun frá sveitung- um. Kristján unni útiveru, var í gönguhópi með góðu fólki, dansaði af mikilli list og var í slíkum fótamenntaklúbbi, ferð- aðist mikið innan lands og utan. Fyrir fáeinum árum kenndi Kristján sér meins sem varð honum að aldurtila. Sú barátta virtist ætla að haldast í ásætt- anlegu jafnvægi minnkaðra lífs- gæða en á skömmum tíma héldu ókindinni engin bönd og farsælt lífshlaup var til enda runnið. Það rigndi um dimma nótt þegar Kristján kvaddi í faðmi fjölskyldunnar. Sólar- stundin á Grundarstígnum er liðin en bjart er yfir minningu um góðan dreng og tryggan fé- laga. Við félagarnir þökkum Krist- jáni ómetanlega samfylgd stærstan hluta ævinnar og Kristján Aðalsteinsson ✝ Kristján Að-alsteinsson fæddist 29. desem- ber 1948. Hann lést 28. ágúst 2018. Útför Kristjáns fór fram 7. sept- ember 2018. sendum Guðrúnu eiginkonu hans og börnunum þremur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hektararnir, Eysteinn, Hall- dór, Haukur, Kjartan, Sveinn, Tómas Á. og Tómas Óli. Það er margs að minnast og þakka þegar ég kveð góðan vin minn, Kristján Aðalsteinsson. Kynni okkar Kristjáns hófust í Verzlunarskóla Íslands og hef- ur aldrei borið skugga á þá vin- áttu. Kristján alltaf sami ljúfi og tryggi vinurinn. Minningarnar frá skólaárun- um eru margar og góðar, fram- tíðin var óskrifað blað og við skólafélagarnir að feta okkur út í alvöru lífsins. Að loknu stúd- entsprófi 1969 stofnuðum við nokkrir vinaklúbb sem við nefndum HEKT. Nú er Krist- ján fallinn frá og fyrir nokkrum árum misstum við einn úr hópnum, Halldór Fannar, og syrgjum við okkar traustu og góðu vini. Kristján var gæfumaður í einkalífinu. Hann kvæntist Guðrúnu Pétursdóttur, bónda- dóttur frá Núpi í Fljótshlíð, og eignuðust þau þrjú börn. Guð- rún og Kristján hafa alla tíð verið höfðingjar heim að sækja og alltaf tilhlökkunarefni að koma á heimili þeirra og hef ég og fjölskylda mín átt þar marg- ar góðar og glaðar stundir. Kristján, sem alltaf var svo hraustur og reglusamur og lifði svo heilbrigðu lífi með Guðrúnu íþróttakennara sér við hlið. Þau voru mikið útivistarfólk, gengu landið þvert og endi- langt og ekki má gleyma garð- ræktinni þar sem þau létu veð- ur og vinda ekki stoppa sig af í þeim efnum, enda verðlaunaði Seltjarnarnesbær þau fyrir feg- ursta garðinn í bænum. Það má með sanni segja að þau rækt- uðu garðinn sinn í orðsins fyllstu merkingu. Kristján Að- alsteinsson lifði svo heilbrigðu og reglusömu lífi að ég hefði haldið að hann yrði allra karla elstur. Já, minningarnar eru margar eftir rúmlega 50 ára kynni. Ég minnist góðra stunda á æsku- heimili Kristjáns á Bugðulækn- um þar sem móðir hans, Silla, stjórnaði með ákveðni og létt- leika og varð okkur Sillu vel til vina. Ég minnist með gleði stúdentaferðalagsins 1969 þeg- ar við nýstúdentarnir flugum til Spánar og nutum lífsins í Sitg- es. Við Kristján sáum að flestir karlmennirnir þar leiddust hönd í hönd og töldum við þetta þjóðarsið, sem við tókum um- svifalaust upp. Seinna áttuðum við okkur á því að borgin var víst eftirlætisáfangastaður samkynhneigðra. Ég minnist einnig allra ánægjustundanna í gegnum árin með fjölskyldum okkar, sem alla tíð höfðu mikið og gott samband, svo og öllum ferðalögum bæði hérlendis og erlendis, ferðalögum okkar vin- anna með eiginkonunum og „skemmtiferðanna“ eins og við karlarnir kölluðum þær, þegar við vorum einir á ferð. Sam- skipti okkar Kristjáns efldust enn frekar þegar hann gerðist fjármálastjóri í fyrirtæki svila míns Optical Studio og starfaði þar síðustu fimmtán árin. En nú er leiknum lokið hjá vini okkar Kristjáni. Hann barðist hetjulega, en það var sárt að sjá hve hratt dró af honum. Ég er þakklátur Guð- rúnu fyrir að hafa fengið að Steinunn mín. Um daginn er ég leit út um gluggann minn í blámann sem blasti við varð mér hugsað til þín og ósjálfrátt komu þessi orð upp í hug- ann: „Í dag væri fallegur dagur til að deyja.“ Ég sá þig fyrir mér í anda fyrrverandi flugfreyjuna svífa upp í blámann, líta niður og horfa yfir landið okkar snævi þakið. Í dag viðrar líka vel til útfarar. London 1964: „Hrefna“ er kallað og mér verður litið upp í rúllustigann við neðanjarðarlest- ina í Piccadilly Circus. Steinunn stóð þarna veifandi í stiganum og það urðu fagnaðarfundir. Við vor- um báðar að vinna í London þetta sumar en höfðum ekki vitað nán- ar um verustað hinnar. Ótrúlega óvænt og skemmtilegt að hittast þarna! New York, sumarið 1967: „Hrefna, sæl þetta er Steinunn“ heyrist í símtólinu að morgni dags á hótelherbergi á Manhatt- an. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin eyrum en hún hafði þá feng- ið að vita hjá mömmu að ég yrði í borginni einmitt þessa helgi. Ég var að vinna í Montreal þetta sumar en hún í fluginu, drauma- starfi ungra stúlkna á þessum ár- um. Svo ég fór að hitta hana á „flugfreyjuhótelinu“ og saman áttum við yndislegan dag í borg- inni, sigldum m.a. í kringum Manhattan á ferjunni. Edinborg, á þrettándanum 1979 hringir síminn óvænt: „Hrefna? Sæl, þetta er Steinunn, eruð þið heima?“ Foreldrar hennar voru að fljúga heim eftir jólaheimsókn og þau Reynir og dætur voru að fylgja þeim á flug- völlinn í Glasgow. Hugkvæmdist þá að koma við hjá okkur á leið- inni til Dundee og þarna urðu fagnaðarfundir. Hittumst svo oft með dæturnar þetta ár, við fórum m.a. með þeim í kastalaskoðun og hindberjatínslu og þau voru hjá okkur á listahátíðinni um haustið. Alltaf jafn gaman! Háaleitishverfið í Reykjavík, sumarið 2016: Þriðja óvænta sím- talið, í þetta sinn hringdi ég í hana úr litlum almenningsgarði á bak við húsið hennar. Var þarna með eldri dóttur minni, syni hennar og ömmu- stelpum. Datt þá allt í einu í hug að hringja þó að ég vissi ekki hvernig stæði á, hvort hún væri mjög lasin eða að jafna sig eftir síðustu læknismeðferð. En hún kom út á svalir og við töluðum góða stund saman, ég niðri í garðinum og hún uppi á svölun- um en þaðan gat hún líka fylgst með litlu stelpunum skottast í garðinum. Við Steinunn kynntumst í MR og náðum fljótt saman. Urðum þó aldrei „samlokur“ því við áttum báðar vinkonur fyrir. Vorum heldur aldrei inni á gafli hvor hjá annarri þó aðvið ættum heima í næsta nágrenni hvor við aðra nú síðustu árin. Hún var prívat- manneskja og talaði ekki mikið um sig eða sína að fyrra bragði. Gift skólabróður sínum, honum Reyni Tómasi, og átti með honum tvær dætur og gott og viðburða- ríkt líf. Steinunn var alla tíð mikill tón- listarunnandi og sótti áfram tón- leika af fullum krafti eftir að hún Steinunn Jóna Sveinsdóttir ✝ Steinunn JónaSveinsdóttir fæddist 31. júlí 1945. Hún lést 28. ágúst 2018. Útför Stein- unnar fór fram 7. september 2018. veiktist því uppgjöf var henni ekki að skapi. Æðruleysi hennar var einstakt og undrunarefni og aðdáunar þeim sem til hennar þekktu. Blessuð sé minning hennar. Innilegar samúð- arkveðjur til Reynis og fjölskyldu fyrir hönd Egils og dætra okkar. Hrefna S. Einarsdóttir. Við Reynir vorum ekki háir í loftinu þegar við kynntumst sem næstu nágrannar í Vogahverfi. Þaðan sóttum við barnaskóla, gagnfræðiskóla og menntaskóla og vinátta okkar hófst einhvern tíma á þeirri vegferð. Upphaf vin- áttu við Steinunni er hins vegar ljóslifandi. Til að komast í MR þurftum við félagarnir að taka Vogastrætó. Í byrjun skólaárs urðum við varir við að glæsileg stelpa, okkur alls ókunnug, fór inn í og út úr vagninum á næstu stoppistöð og áfangastaður henn- ar í miðbænum var sá sami og okkar. Við spáðum mikið í þetta, en hún kaus að taka sem minnst eftir þessum spjátrungum sem voru augljóslega að pískra um hana. Hún ýmist horfði bara út um glugga eða leit í bók. Við mönnuðum okkur þó fljótlega upp og kynntum okkur og þar með var ísinn brotinn. Reynir lét hins vegar ekki þar staðar numið því þau urðu eftir það kærustu- par og síðan hjón. Stundum er sagt að nánustu vinasambönd séu þau sem tengj- ast á skólaárum. Í strákabekk okkar Reynis í MR varð til vina- hópur sem er jafn náinn nú og þá. Verðandi eiginkonur urðu hluti af þessu mengi og samverustundir hópsins hafa verið ótalmargar á þessu langa árabili. Við þau vega- mót sem nú eru orðin leita á hug- ann ótal minningar frá þessum dýrmætu samfundum. Ferð í Jökulfirði og á Hornstrandir fyr- ir margt löngu og gönguferð á Heklu í kafsnjó snemma vors í brakandi blíðu eru í þeim sjóði minninga. Steinunn átti rætur í Vestmannaeyjum og á Ísafirði, en á þessum stöðum er sagt vera margt bæði glaðlynt og kraftmik- ið fólk. Þetta ættarmark fylgdi okkar góðu vinkonu. Stutt í bros- ið og hláturinn smitandi. Alltaf trygg og vinur vina sinna. Á skólaárunum var við hátíð- leg tækifæri gjarnan sungið ljóð sem allir þekkja og hefur að geyma þessa hendingu: „þó senn í vinahópinn komi skörð“. Stein- unn er fyrst úr okkar hópi og sín- um bekk til að kveðja þennan heim. Hún veiktist af illvígum sjúkdómi fyrir um sex árum og við tók löng barátta sem varð æ harðari þótt stundum rofaði til á milli. Við dáðumst að baráttuvilja hennar og æðruleysi þar sem hugsun um uppgjöf virtist vera fjarri þótt æ meira hallaði á hana uns yfir lauk. Við söknum góðs vinar og minning hennar lifir í hjörtum okkar. Við vottum Reyni, dætr- um þeirra og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Henni sjálfri biðj- um við blessunar á eilífðarbraut- inni. Guðrún og Gunnlaugur. Kær vinkona mín, Steinunn, hefur kvatt. Endurminningarnar streyma fram í hugann. Ég minn- ist vorsins 1975 er ég vann á rannsóknarstofu Borgarspítal- ans. Þá barst af kaffistofunni margraddaður glaðlegur hlátur og samstarfskona mín sagði að bragði: „Steinunn Sveins er í heimsókn.“ Mánuði seinna kynntist ég Steinunni er ég tók við starfi hennar á rannsóknar- stofu Ísafjarðarspítala og Stefán maðurinn minn tók við af Reyni um haustið eftir að hafa unnið við hlið hans um sumarið. Steinunn kom mér ljúflega inn í starfið og gat ég alltaf leitað til hennar ef með þurfti. Þau Reynir og lítil Ásta Kristín fluttu síðan suður á haustdögum eftir eins árs dvöl á Ísafirði. Urðum við þess oft áskynja hvað Ísfirðingar söknuðu þeirra. Á þessum sumarmánuðum höfðu myndast með okkur hjón- unum vinabönd sem stóðust margra ára fjarveru erlendis þegar Steinunn og Reynir bjuggu með dætrum sínum í Bretlandi og við í Bandaríkjun- um. Samskipti á þeim árum voru að mestu með jólakortum en eftir flutning heim tókum við upp þráðinn og höfum við Stebbi not- ið þeirra forréttinda að tilheyra stórum vinahópi þeirra og deila með þeim mörgum gleðistundum. Í nokkur ár eftir starfslok mín og Steinunnar hittumst við reglu- lega, fengum okkur léttan hádeg- isverð á veitingahúsi og spjölluð- um. Síðasta ferð okkar var í lok apríl og sakna ég þessara sam- verustunda sem ég hlakkaði allt- af til. Börn okkar voru oft í um- ræðunni og var stolt Steinunnar af dætrum sínum og fjölskyldum þeirra einlægt og verðskuldað. Oft barst talið að veru okkar á Ísafirði og þeirri sameiginlegu lífsreynslu sem fylgdu henni. Við kynntumst þar góðu fólki og lærðum frekar á lífið, þá innan við þrítugar að aldri. Hins vegar tók stundum á. Vetrarmyrkrið kom fyrr og var dimmara en við áttum að venjast og við skildum vel þá venju Ísfirðinga fagna end- urkomu sólar með sólarkaffi. Óöryggi í samgöngum vegna veð- urlags og myrkurs setti líka sitt mark á líf okkar fjögurra þar sem við urðum að treysta á greiðar samgöngur í störfum okkar. Steinunn og Reynir voru ein- staklega samhent, trygg og lífs- glöð hjón. Þau voru vinamörg og nutu fjölskyldu, ferðalaga og vinafunda. Þau stunduðu kaj- akróðra um árabil og er mér er það minnisstætt er ég hringdi eitt sinn í Steinunni. Hún sleit samtalinu skjótt og upplýsti síðar að togari hefði stefnt í átt að kaj- aknum hennar þar sem þau Reynir voru að róa úti fyrir Aust- urlandi. Það þurfti meira en þetta til að koma Steinunni minni úr jafnvægi. Frá fyrsta degi tók Steinunn sjúkdómi sínum af miklu æðru- leysi. Kajakróðrar voru að baki en Steinunn og Reynir reyndu að halda sínu striki eins og unnt var meðan heilsa Steinunnar leyfði. Þau héldu áfram að fara í utan- landsferðir, rækta vinasambönd og njóta samverunnar. Það er mér dýrmætt að hafa átt Steinunni sem vinkonu. Hún var einstaklega heilsteypt, ljúf og góð kona og það var gott að vera með henni. Hugur okkar Stebba er hjá Reyni, dætrum þeirra, tengdasonum og barnabörnunum fjórum. Þeirra missir er mikill. Hvíldu í friði, elsku vinkona. Margrét O. Magnúsdóttir. Nú hefur hún Steinunn Sveins kvatt okkur eftir sex ára baráttu við illvígt krabbamein. Margar orrustur vann hún þó á þeirri vegferð og við áttum góðar stundir saman á tónleikum eða í heimsóknum. En á kveðjustund leitar hugurinn auðvitað lengra aftur til þeirra ára sem við störf- uðum náið saman á Rannsókna- stofu Krabbameinsfélags Íslands í sameinda- og frumulíffræði. Rannsóknastofan hóf starfsemi 1987 og fyrsta árið vorum við Steinunn bara tvær. Við byrjuð- um í bráðabrigðahúsnæði meðan verið var að innrétta í kjallaran- um. Steinunn var í hlutastarfi og það var mér kappsmál að eitt- hvað hefði bæst við í hvert sinn sem hún kom aftur til vinnu og við fylgdumst spenntar með framgangi nýju rannsóknastof- unnar. Smám saman hófst raun- veruleg starfsemi. Það er eðli til- raunavísinda að þar skiptast á stífar vinnulotur við uppsetningu tilrauna og tímabil úrvinnslu og túlkunar á niðurstöðum. Þá var stundum unnið hvíldarlítið fram á kvöld og við vorum eins og ein manneskja með fjórar hendur. Steinunn sá um mælingar ýmiss konar og svo settumst við saman yfir niðurstöðurnar og spáðum í næstu skref. Þetta eru minningar sem ylja nú þegar Steinunn er gengin og ég sjálf nálgast starfs- lok. Ég kveð Steinunni með inni- legu þakklæti og væntumþykju. Helga M. Ögmundsdóttir. Steinunn Jóna Sveinsdóttir er horfin á braut langt fyrir aldur fram. Við fráfall hennar rifjast upp fyrir mér okkar fyrstu kynni. Ég heimsótti þau Reyni í Bro- ughty Ferry í Skotlandi síðsum- ars 1981 en þá var ég að undirbúa nám og dvöl í Dundee ári síðar. Ég sá strax að Steinunn var glæsileg kona og það sem vakti fyrst athygli mína var skemmti- legur hlátur hennar og góður húmor ásamt eftirminnilegu kankvísu brosi. Mér var ljóst að hún rak heimili þeirra Reynis með dætrunum tveim af metnaði og dugnaði en Reynir var mikið fjarverandi vegna vinnu sinnar. Ári síðar var hún svo mætt á brautarpallinum í Dundee er við Ásta komum þangað með lestinni frá Glasgow með tvo barnunga syni okkar. Það var ómetanlegt að fá góðar móttökur í upphafi og hjálp við að koma okkur fyrir á nýjum stað. Þessi stuðningur þá og ávallt síðar í Dundee var okk- ur afar mikilvægur og minnumst við Steinunnar með miklum hlý- hug. Næstu ár var töluverður samgangur á milli fjölskyldna okkar en vinna og vaktir gerðu þær færri en ella hefði orðið. Þau hjónin og dæturnar fluttu svo til Íslands sumarið 1984. Kveðju- grillið í þrönga bakgarðinum sem tilheyrði litlu spítalaíbúðinni okk- ar kemur upp í hugann er litla Ís- lendinganýlendan í Ninewells- spítalanum kvaddi fjölskylduna og óskaði henni velfarnaðar á Ís- landi. Leiðir okkar lágu saman á ný þegar við Steinunn unnum á heilsugæslunni í Lágmúla. Alltaf var ánægjulegt að hitta Stein- unni, sem helst var á menningar- viðburðum eða þegar gamlir Skotlandsfarar áttu stund sam- an. Tíminn líður hratt og nú hefur þessi kostakona kvatt. Við Ásta vottum Reyni og dætrunum, Ástu Kristínu og Maríu og fjöl- skyldunni okkar dýpstu samúð. Úlfur Agnarsson. Kveðja frá Heilsugæslunni Lágmúla Steinunn kom til starfa hjá Heilsugæslunni um síðustu alda- mót. Okkur var kunnugt um fag- mennsku hennar og samvisku- semi. Það var ánægjulegt hversu vel hún féll inn í hópinn sem fyrir var. Kom þar til hennar góða nærvera, skemmtilega kímnigáfa og smitandi hlátur. Fljótlega kom og í ljós að hún hafði áhuga á tónlist og sérlega á óperum sem við nutum oft sam- an. Þau hjónin stunduðu mikið útivist og hún sjálf var ímynd hreystinnar í okkar augum. Eftir að hún lét af störfum hélt hún áfram að mæta á helstu gleðistundir okkar sem góður gestur. Við fylgdumst hnípin með baráttu hennar við þann vágest sem nú hefur lagt hana að velli. Að leiðarlokum minnumst við góðs vinnufélaga og góðs félaga og kveðjum hana með sorg í hjarta. Reyni Tómasi, dætrunum tveimur og fjölskyldum þeirra vottum við okkar dýpstu samúð. Halldór Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.