Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 34

Morgunblaðið - 08.09.2018, Side 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 ✝ Svava Sveins-ína Svein- björnsdóttir fædd- ist í Hnausum í Þingi í Sveins- staðahreppi hinum forna (nú Húna- vatnshreppur) í Austur-Húna- vatnssýslu 26. jan- úar 1931. Hún lést á Hrafnistu við Brúnaveg í Reykjavík 23. ágúst 2018. Foreldrar Svövu voru Sveinbjörn Jakobsson bóndi í Hnausum, f. 20. október 1879, d. 24. október 1958, og Kristín Pálmadóttir húsfreyja í Hnausum, f. 10. apríl 1889, d. 31. mars 1985. Systkini Svövu eru: Guðrún, f. 1917, d. 2016, Leifur, f. 1919, d. 2008, Jakob, f. 1921, d. 2002 og Jórunn Sig- ríður (Stella), f. 1925. Svava ólst upp við sveitstörf í Hnausum frá unga aldri. Að gerð, fyrst í Reykjavík en lengst af í Kópavogi, samfleytt til sjötugs. Á Hnausaárunum tók Svava þátt í ýmsu félagsstarfi, eink- um innan ungmennafélagsins og kvenfélagsins, kom m.a. að skógrækt í Þórdísarlundi í Vatnsdalshólum, en syðra komu Húnvetningafélagið í Reykjavík og Félag bókagerð- armanna mest við sögu. Þá var hún alla tíð, á meðan heilsan leyfði, virk í fjöl- skyldu- og ættarklúbbi sem gjarnan kenndi sig við Grund í Svínadal og sótti reglubundið endurfundi samnemenda úr Kvennaskólanum á Blönduósi. Ritið Húnvetningur birti efni eftir hana og í Húnavöku 2018 birtist viðtal við Svövu þar sem vel kemur fram hve mjög hún unni átthögunum. Í Reykjavík bjó Svava lengst af í Fellsmúla 2 en undanfarin tvö ár var hún vistmaður á Hrafnistu. Svava Sveinsína verður jarðsungin frá Þingeyraklaust- urskirkju í Þingi, Austur-- Húnavatnssýslu, í dag, 8. sept- ember 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. loknu barna- skólanámi í Skóla- húsinu á Sveins- stöðum, næsta bæ vestan við Hnausa, naut hún ferm- ingar- og ung- lingafræðslu hjá sr. Þorsteini B. Gíslasyni í Stein- nesi. Svava stund- aði nám í Kvenna- skólanum á Blönduósi og lauk þaðan prófi vorið 1951. Allt til 1967 tók hún virkan þátt í bústörfum í Hnausum, inni sem úti, átti fé og sinnti einnig mikið af- greiðslustörfum á land- símastöðinni þar fyrir Sveins- staðahrepp. Þá ræktaði hún fallegan trjá- og blómagarð sunnan við bæinn. Eftir að Svava fluttist til Reykjavíkur 1967 fór hún strax að vinna við bókband, lærði til þeirra verka og starfaði við bóka- Það var í sólskini og brak- andi þurrki seint í ágúst fyrir liðlega 60 árum. Við vorum langt komin með engjaheyskap á Eylendinu. Ég, drengurinn Óli, Sveinbjörn afi og Leifur frændi vorum staddir á Vot- anefi nyrst á Hnausaengjum. Við vorum búnir að rifja alla stararflekkina, bæði í flóanum og á bökkunum, og komið var hádegi. Þá sást til Svövu frammi á Kílstykki og nálgaðist hún fljótlega norður eftir Ár- farsbakkanum að tjaldinu okkar við tóftarbrotið þar sem oft var borin upp 100-150 hestburða heyfúlga til heimflutnings á frosinni jörð að vetrinum. Eftir fjósverkin bar hún til okkar matinn sem Kristín amma hafði eldað. Þann daginn voru það sil- ungsbollur og kartöflur ásamt hnausþykkum hrísgrjónagraut. Einnig fylgdi kaffi á flöskum í ullarsokkum fyrir fullorðna fólkið, mjólkurpeli fyrir mig svo og kökur og smurt brauð með silungi sem Svava hafði reykt til að hafa með síðdegiskaffinu. Þetta voru ekki léttar byrðar og vegalengdin að heiman tölu- verð. Eftir að afi og Leifur voru búnir að leggja sig aðeins eftir matinn tók afi í nefið og kvað upp þann úrskurð að nú væri tekið af heyinu og við skyldum rifja aftur enda var hann þurrk- vandur. Víða sást til fólks við heyskap í þessu dásamlega veðri. Handan við Árfarið var Jón í Öxl með vinnumanni sín- um, norðan við Þverkvíslina sást Steinnesfólkið og í hilling- um þar langt norður af grillti í dráttarvélar á Þingeyraengjum. Fljótlega var ég sendur fram að Aralæk til að sækja jafnaldra minn, Ljósaskjóna, því að við höfðum það hlutverk um árabil, eftir að dráttarvélar og múga- vélar voru komnar til sögunnar, að raka þau rök sem eftir urðu þegar görðunum hafði verið ýtt saman í beðjur. Þegar ég kom til baka eftir drjúgan reiðtúr berbakt á Ljósaskjóna, sem var í senn ágætur reið- og dráttarhestur með stáltaugar, var kominn kaffitími. Leifur var búinn að garða mest allt heyið með Herkúles-vélinni en afi og Svava höfðu rakað vel þurri gulstör frá Árfarinu þar sem blautt var undir og erfitt að koma vélum að. Ég hafði blotn- að í fætur þegar ég var að sækja hestinn, gúmmískórnir voru leirugir og Svava tók strax eftir þessu. Hún var alltaf um- hyggjusöm og ráðagóð, rétti mér ullarsokkana undan tómum kaffiflöskunum sem ég var feg- inn að fara í og minnti mig á að vera vel búinn og fara varlega á rakstravélinni. Svava var sem móðir mín, þá sem oftar. Þegar komið var fram undir kvöld fór hún gangandi heim í mjaltirnar sem amma aðstoðaði hana oft við. En við piltarnir, eins og þær kölluðu okkur, vorum fram í myrkur við að sæta upp úr beðjunum. Hnausar voru okkur báðum kærir. Þar vorum við saman í ýmsum verkum, svo sem í fjós- inu og gátum því oft rifjað upp margt þaðan frá fyrri tímum. Reyndar urðu gömul minninga- brot, svo sem þetta frá Votanef- inu, helsta umræðuefnið okkar síðustu árin. Alltaf fylgdi hún mér út á veg þegar ég fór suður með Norðurleiðarrútunni eftir réttir á haustin, líkt og móðir að kveðja son. Svövu, mína elskulegu móð- ursystur, kveð ég með þakklæti og söknuði. Blessuð sé minning hennar. Ólafur R. Dýrmundsson. Ég á margar kærar myndir af Svövu, bæði frá Hnausum allt frá 1965 og eins úr Fells- múlanum. Á Hnausaheimilinu var mikill myndarbragur og gestrisni rómuð. Svava var harðdugleg til allra verka og ósérhlífin, bæði úti og inni. Hún var mikil búkona og elskaði sveitina sína. Þar vildi hún vera og hvergi annarsstaðar. Það varð henni því þungbært er hún og Kristín móðir hennar flutt- ust frá Hnausum til Reykjavík- ur 1967. En það skipti máli að Svava fékk strax vinnu í Reykjavík og þær mæðgur eignuðust þar gott húsnæði. Þær voru mjög samrýndar og þegar móðir Svövu féll frá 1985, hátt á tíræðisaldri, hafði Svava annast hana alla tíð af einstakri alúð og umhyggju. Svava lagði mikla rækt við hlýlegt og myndarlegt heimili sitt og var höfðingi heim að sækja. Heimilið bar vott um smekkvísi og snyrtimennsku. Handavinna Svövu skreytti heimilið og fagrir munir prýddu stofuna en mér fannst alltaf Svava sjálf vera mesta stássið. Svava var einstaklega nægju- söm og hógvær, var sparsöm og eyddi ekki í neinn óþarfa. Hún bað ekki um mikið fyrir sjálfa sig, fannst sælla að gefa en þiggja og þótti óþarfi að þvæl- ast í utanlandsferðir. Henni dugði útvarpið, sjónvarpið og dagblöðin og þær fréttir sem hún fékk frá þeim fjölmörgu sem litu inn til hennar. Í Fells- múlanum átti hún m.a. góða ná- granna. En hún naut þess að skreppa á heimaslóðir í Austur- Húnavatnssýslu. Í Reykjavík fór hún allra sinna ferða fót- gangandi eða með strætó. Þótt Svava ætti ekki neina afkomendur sjálf ræktaði hún alla tíð vel tengslin við ætt- menni og fjölskyldur þeirra. Sérstaklega sýndi hún börnun- um mikla umhyggju og trygg- lyndi. Hún gaf um langt árabil um 40 jólagjafir og sendi jóla- kort í tugavís til ættingja og vina nær og fjær. Tengdafor- eldrum mínum, Guðrúnu systur sinni og Dýrmundi manni henn- ar, reyndist hún afskaplega vel, sérstaklega þegar aldurinn færðist yfir þau. Síðustu árin hvarf Svava mikið aftur í tímann og dvaldi þá hugur hennar gjarnan í Hnausum í Þingi. Þrátt fyrir vaxandi minnisglöp mundi hún enn nöfn á mörgum vinum og bæjum í Þingi og jafnvel á sum- um kúnum sínum í Hnausum forðum daga. Mjög kært var með Ólafi manni mínum og Svövu og leit hann mikið til með henni, einkum síðustu árin. Hann varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að dveljast lengi í Hnaus- um á barns- og unglingsárum sínum hjá afa sínum og ömmu, Leifi og Svövu. Ég minnist Svövu með ást og þakklæti. Við Ólafur, börn og barnabörn, eigum dásamlegar minningar um hana. Blessuð sé minning góðrar konu sem vildi öllum vel og gerði öllum gott. Svanfríður Sigurlaug Óskarsdóttir. Norðurleiðarrútan ekur hægt um brúna yfir Vatnsdalsá, Hnausar blasa við og áfanga- stað er náð. Við brúsapallinn bíður Svava frænka og fagnar stráknum sem kominn er til dvalar eitt sumarið enn. Mót- tökurnar eru innilegar. Minningarnar um Svövu frænku eru ljúfar og tengjast mjög dvöl minni í Hnausum þar sem ég átti góða vist í mörg sumur í skjóli hennar, ömmu minnar Kristínar, Leifs og Sveinbjörns afa míns. Nú eru þau öll látin, ég minnist þeirra með þakklæti. Minnisstæð eru vorin er við Svava gengum um tún og hreinsuðum leifar af húsdýra- áburði sem rakað var saman og troðið í strigapoka. Þegar við fórum yfir á Bakkana svo- nefndu voru steinolía og eld- spýtur meðferðis og afrakstur- inn brenndur. Þá var nesti snætt og verki svo fram haldið. Að Hnausum var í mörg horn að líta og kom Svava að ýmsum störfum af trúmennsku og ósérhlífni og vann langan dag. Hún sá um mjaltir , hand- mjólkaði tíu kýr ásamt ömmu allt þar til rafmagnið kom 1956 og mjaltavélar léttu störfin. Úr því urðu mjaltirnar alfarið á hennar forræði. Á sumrin vann Svava við heyskap, bæði á heimatúnum og engjum auk þess að hjálpa ömmu innan- húss. Gestkvæmt var í Hnaus- um á sumrin, þar var símstöð sveitarinnar, annríki mikið og gengið seint til náða. 1967 fluttu Svava og amma til Reykjavíkur. Örugglega hefðu þær kosið að búa áfram í sveitinni sinni en þetta varð staðreyndin og tilveran breytt- ist. Þær héldu heimili saman, lengst af í Fellsmúla 2. Amma lést árið 1985 og bjó Svava úr því ein þar til hún fluttist að Hrafnistu við Laugarás þar sem hún lést. Það var alltaf gaman að koma í Fellsmúlann, veitingar voru miklar og góðar að Hnausasið, á borðum voru m.a. pönnukökur og „vöpplur“ með rjóma og sultu. Þess var gætt að gestirnir gerðu veiting- unum skil, „ætlið þið ekkert að smakka á þessu?“ „Góðu fáið ykkur meira“. Svava frænka var einstök gæðakona svo af bar. Það fór ekki mikið fyrir henni, hún var hæglát en gat verið ákveðin ef svo bar undir. Henni fannst sælla að gefa en þiggja og þess nutum við ættingjar hennar gegnum tíðina, ekki síst börnin því barngóð var hún. Það haustaði í sveitinni, rétt- um var lokið og sláturstíðin var hafin. Komið var að því strák- urinn færi til Reykjavíkur eftir Svava Sveinsína Sveinbjörnsdóttir Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram- kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði. Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Sigrún Óskarsdóttir, guðfræðingur Útfararþjónusta & lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Með kærleik og virðingu Útfararstofa Kirkjugarðanna Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KLARA JÓHANNSDÓTTIR, fv. bankastarfsmaður, lést 4. september á gjörgæsludeild Landspítalans. Hún verður jarðsungin frá Garðakirkju, Álftanesi, þriðjudaginn 11. september klukkan 13. Jóhanna Helga Halldórsdóttir, Frank Büchel Arnheiður Ösp Hjálmarsdóttir, Andri Marteinsson Daði Pétur Nez Tryggvi Már, Sóley Tinna og Orri Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN ÓLA KARLSDÓTTIR frá Háfi í Djúpárhreppi, lést á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, 31. ágúst. Guðbjörg Ólafsdóttir Vilhjálmur Þórarinsson Fannar Ólafsson Hulda Pétursdóttir Hallur Ólafsson Steinunn Jónsdóttir Karl Ólafsson Kristín Guðmundsdóttir Hólmfríður Ólafsdóttir Þorkell Ólafsson Inga Geirsdóttir Þórarinn Ólafsson Sævar Ólafsson Guðmundur Ólafsson Magnús Ólafsson Elín Gestsdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn Ástkær móðir okkar og amma, KRISTJANA JÓNA BRYNJÓLFSDÓTTIR frá Broddadalsá, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík laugardaginn 1. september. Útför hennar fer fram frá Hólmavíkurkirkju fimmtudaginn 13. september klukkan 14. Brynja Guðbjörg Valgeirsdóttir Sæmundur Gunnarsson Guðrún Gígja Karlsdóttir Hafdís Gunnarsdóttir Hjörtur Númason Brynjólfur Gunnarsson Fanney Kristjánsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KATRÍN STELLA BRIEM, Mörkinni, Suðurlandsbraut 58, áður Laugarásvegi 54, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 27. ágúst. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. september klukkan 15. Friðrik Árm. Guðmundsson Rúna Hauksdóttir Hvannberg Pétur Alan Guðmundsson Snorri Örn Guðmundsson Lisa Knutsson Rúna Friðriksdóttir Mattia Pozzi Katrín Stella Briem Friðriksdóttir Maja Snorradóttir Arna Snorradóttir Leo Guðmundur Leif Snorrason Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUNNAR HÖRÐUR GARÐARSSON, Háteigi 21b, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þriðjudaginn 4. september. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. september klukkan 13. Elísabet Jensdóttir Kristján Gunnarsson Guðrún Jóna Jónsdóttir Garðar Haukur Gunnarsson Harpa María Sturludóttir Gunnar Ingi Gunnarsson Sigfríður Hafdís Sólmundardóttir Sigríður Gunnarsdóttir Sveinn Júlíus Adolfsson Ásta Gunnarsdóttir Emil Ágúst Georgsson Sólveig Jónsdóttir Jóel E. Gunnarsson Inga Steinunn Ágústsdóttir Guðmundur Rafn Gunnarsson Guðrún Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.