Morgunblaðið - 08.09.2018, Síða 35
góða sumardvöl í Hnausum,
rútan hafði stöðvað við brúsa-
pallinn. Svava faðmaði strákinn
og kyssti og læddi glaðningi í
lófa. Hún veifaði er rútan lagði
af stað, það blikuðu tár á
hvarmi.
Þetta eru örfá minningabrot
um Svövu frænku en minning-
arnar eru svo miklu fleiri, þær
eru ljúfar og þær eru geymdar.
Ég vil þakka Svövu frænku þol-
inmæði og einstaka gæsku við
strákinn í sveitinni forðum daga
og ræktarsemi alla tíð. Hún er
nú komin aftur heim í sveitina
sína sem var henni svo kær og
þar verður tekið vel á móti
henni.
María kona mín og dætur
okkar minnast Svövu frænku
með miklu þakklæti fyrir hlý-
leika og góðmennsku í þeirra
garð gegnum tíðina, þeirra
minning um hana er kær.
Við vottum Stellu, systur
Svövu sem og öðrum aðstand-
endum, okkar innilegustu sam-
úð. Guð blessi ykkur öll.
Sveinbjörn Dýrmundsson.
Mér er bæði ljúft og skylt að
minnast Svövu, frænku
barnanna minna, Ingu og Daða,
og þakka góð kynni. Þau minn-
ast hennar sem góðrar og gjaf-
mildrar afasystur sem ávallt
sýndi þeim ræktarsemi með
gjöfum á afmælum og jólum í
mörg ár meðan börnin voru lítil.
Þær voru vel valdar, fallega
innpakkaðar og innihaldið
gladdi. Það var fastur liður hjá
þeim á aðfangadag að fara með
pabba í Fellsmúlann til Svövu
frænku, eins og við kölluðum
hana alltaf, þiggja kakó og smá-
kökur og skiptast á jólagjöfum.
Í mörg ár þar á eftir var jóla-
kortið frá Svövu frænku eitt
það fyrsta er barst mér, með
fallegri kveðju, ritað hennar
sérstöku og einstaklega fallegu
handskrift. Svava var viðræðu-
góð í fjölskylduboðum hér áður,
ljúf og lítillát. Hún kom til dyr-
anna eins og hún var klædd,
lifði einföldu og nægjusömu lífi,
var sönn í öllu því sem hún
gerði, skynsöm og sjálfstæð.
Síðast þegar ég rakst á Svövu
mína á förnum vegi þekkti hún
mig ekki, en lifnaði yfir henni
þegar ég minntist á Jakob bróð-
ur hennar. Nú hafa þau hist á
ný.
Minningin lifir.
Stefanía.
Elsku Svava frænka.
Ég vil þakka þér, Svava mín,
fyrir allar þær góðu stundir
sem við höfum átt saman í
gegnum lífið. Við vorum nánar
frænkur. Svava var yndisleg og
hafði skemmtilegan húmor, og
vildi mér ávallt það besta. Einn-
ig var hún góð og umhyggjusöm
gagnvart fjölskyldu minni alla
tíð.
Ég var svo heppin að eiga afa
og ömmu í sveitinni, og hjá
þeim bjuggu Leifur sonur
þeirra og Svava.
Þegar ég var lítil fór móðir
mín á hverju sumri með okkur
börnin í sveitina, eða þar til ég
var 10 ára. Pabbi kom oftast
norður til okkar í sínu sum-
arfríi. Síðan fórum við börnin á
hverju sumri í lengri eða
skemmri tíma eftir það. Ég á
góðar endurminningar um hvað
það var skemmtilegt og lær-
dómsríkt að vera með Svövu í
sveitinni. Hún tók þátt í hinum
ýmsu störfum heimilisins, bæði
inni og úti og hafði alltaf nóg að
gera.
Svava var mjög samviskusöm
og vandvirk. Á sumrin var mik-
ið að gera þegar heyskapurinn
stóð yfir. Á þessum tíma var
nútíma heyskapartækni ekki
komin. Við börnin vorum alltaf
með í heyskapnum og fannst
mér það skemmtilegur tími. Svo
var ómissandi að fara í réttirnar
á haustin. Það var oft gest-
kvæmt á sumrin, þá komu oft
ættingjar og vinir í heimsókn.
Svava sagði mér ýmislegt
sem gerðist í uppvexti hennar.
Þar á meðal þegar hún horfði á
gamla Hnausabæinn brenna.
Þá var hún 12 ára. Bærinn var
stór og fallegur burstabær.
Erfitt var að ná í vatn til að
slökkva eldinn. Einhverju af
húsmununum tókst að bjarga.
Bruninn var að vori til og bjó
fjölskyldan í fjárhúsinu og
tjöldum þar til nýtt hús var ris-
ið.
Svava sagði mér m.a. frá
ferð sem hún fór með Erlu
frænku sinni á dansleik á Mó-
hellu í Vatnsdal. Þær voru þá
unglingar og fóru ríðandi og
tvímenntu.
Árið 1967 fluttu amma og
Svava til Reykjavíkur og var
Svava þá 36 ára gömul. Þá var
Leifur frændi búinn að taka við
búskapnum ásamt Elnu konu
sinni. Í Reykjavík fór Svava að
vinna daglaunavinnu. Svava
sagði mér hvað henni þótti mik-
il viðbrigði að flytja í höfuð-
borgina og saknaði hún alltaf
sveitarinnar.
Ég og fjölskylda mín komum
oft í heimsókn til ömmu og
Svövu í Fellsmúlanum. Þar var
alltaf tekið vel á móti okkur.
Svava bjó alltaf hjá móður
sinni, og hugsaði hún mjög vel
um hana alla tíð.
Svava heimsótti okkur fjöl-
skylduna til Akraness og kom
gjarnan með Akraborginni.
Einnig kom hún stundum með
foreldrum mínum og þá var
Hvalfjörðurinn keyrður.
Svövu fannst gaman að
ferðast um landið og fór hún
stundum með okkur í styttri og
lengri ferðir. Oftast var stefnan
tekin norður yfir heiðar og
stundum lengra. Einu sinni fór
hún með okkur hringveginn.
Með þessum hugleiðingum
kveð ég þig, elsku Svava mín,
og þakka þér allar góðu sam-
verustundirnar í gegnum tíðina.
Megi guð vernda þig og
blessa.
Þín frænka,
Kristín J.
Dýrmundsdóttir.
Ég minnist Svövu frænku
minnar sem kærleiksríkrar og
hlýrrar konu sem vildi öllum
vel. Iðulega tók hún á móti fjöl-
skyldunni með opinn faðm og
með heimagerðu bakkelsi. Hún
bakaði og bauð upp á soðbrauð,
kleinur, ástarpunga, eplatertu
og randalínu svo eitthvað sé
nefnt.
Svava vann í prentsmiðju
lengst af og ferðaðist mikið á
fæti og nýtti sér almennings-
samgöngur. Hún var barnlaus,
bíllaus og ógift og ég minnist
þess ekki að hún hafi ferðast
utan landsteinanna. Svava helg-
aði sig umönnun móður sinnar
sem varð tíræð og gerði það af
natni og eljusemi.
Svava var víðlesin, naut sín í
hannyrðum svo af bar og var
mikil félagsvera. Eins fylgdist
hún vel með þjóðmálum líðandi
stundar og hafði gaman af að
ræða heimsmálin. Hún lét sig
ávallt varða uppeldi systkina-
barna og frændsystkina og líf
sinna nánustu. Svava var barn-
góð, bóngóð og hugulsöm. Til
að mynda kenndi hún undirrit-
aðri að sauma út, baka, hekla
og lesa upp úr blöðunum allt
fyrir sex ára aldur. Eins lásum
við kvæði saman og hlógum
dátt lengi fram eftir aldri. Oft á
tíðum las ég upp úr dagblöð-
unum fyrir hana sem barn á
meðan hún eldaði. Þetta eru
hlýjar minningar.
Ég kveð Svövu með þakklæti
í huga því hún kenndi okkur
hvað ást og kærleikur er og
hjartahlýja. Megi guð varðveita
þig og opna faðm sinn mót þér,
Svava mín. Ég sé þig fyrir mér
standandi brosandi álengdar,
sátt og glöð með foreldrum og
systkinum sem farin eru yfir
móðuna miklu.
Skjótt hefur sól brugðið sumri,
því séð hef ég fljúga
fannhvíta svaninn úr sveitum
til sóllanda fegri;
sofinn er nú söngurinn ljúfi
í svölum fjalladölum,
(J.H.)
Sigurlaug Hrafnkelsdóttir,
Hafsteinn Erlendsson og
Dan Wiium.
Svava frænka var einstaklega
ljúf og góð manneskja. Hún var
gestrisin fram í fingurgóma og
það var alltaf gaman að heim-
sækja hana í Fellsmúlann. Ég á
margar góðar minningar og í
þeim felst mikil hlýja, falleg
orðaskipti og oftar en ekki hlað-
borð af kökum og heitt súkku-
laði með rjóma.
Þegar ég var lítil byrjuðu jól-
in alltaf heima hjá Svövu
frænku í ævintýraveröld
jólanna á Þorláksmessukvöldi,
þvílíkt jólaskraut hef ég hvorki
séð fyrr né síðar. Ég þakka allt
gamalt og gott og vona að
Svava sé stödd á björtum og
fallegum stað, það myndi sóma
henni afskaplega vel og ég veit
að eldri systkini mín tækju í
sama streng. Hvíl í friði, elsku
nafna.
Sigurrós Svava Ólafsdóttir.
Það var alltaf gott að vera
nálægt Svövu ömmusystur
minni. Hún var róleg og við-
mótsþýð og vildi öllum vel. Ég á
góðar minningar frá heimsókn-
um til hennar og langömmu.
Heimilið var hlýlegt og alltaf
notalegt að koma þangað. Sem
lítil stelpa sat ég í fallega rauða
flauelssófanum og ímyndaði
mér að ég væri prinsessa, slíkt
húsgagn hafði ég hvergi séð,
þetta var eitthvað alveg sér-
stakt. Langamma Kristín sat
virðuleg í stofunni og prjónaði.
Afrakstur af handavinnu heim-
ilisins var mikill og fékk ég not-
ið hans með hlýjar hendur og
fætur á veturna.
Þorláksmessuheimsóknirnar
einkenndust af heitu súkkulaði
og mörgum sortum af smákök-
um, það var ótrúlegt hvað eitt
eldhúsborð gat rúmað af hnoss-
gæti. Seinna meir þegar ég á
unglingsárunum var á ferðinni í
strætó hittumst við Svava oft
úti á stoppistöð. Við spjölluðum
alltaf þegar við hittumst. Hún
þreyttist ekki á að spyrja um
hagi mína og hvað ég væri að
gera, hún sýndi öðru fólki at-
hygli og var annt um aðra. Ég
er þakklát fyrir samskiptin við
Svövu og ég minnist hennar
með hlýju í hjarta.
Guðrún Ólafsdóttir.
Svava frænka, ömmusystir
mín, bjó á þriðju hæð í Fells-
múla 2 í Reykjavík, en þar var
ég tíður gestur alla mína barn-
æsku, og kom reglulega í heim-
sókn á fullorðinsárum. Þegar
maður var lítill strákur fannst
manni íbúð Svövu alveg gríð-
arlega hátt uppi, og fannst mik-
ið puð að ganga upp alla stig-
ana. En þegar upp var komið
var gaman að gægjast niður um
stigaopið og freistandi að setj-
ast á handriðið og renna sér
niður.
Samvistir við Svövu og gott
með kaffinu gerði heimsókn í
fallegu íbúðina hennar alltaf
ánægjulega.
Svava var mér og fjölskyldu
minni mjög kær. Hún var ávallt
mætt í afmælisveislur sem við
héldum og auk þess að koma
með gjafir kom hún nær alltaf
færandi hendi með ljúffenga
kaniltertu sem var í okkar huga
eitt af hennar einkennismerkj-
um.
Góðmennska, húmor, bros-
mildi, umhyggja og ákveðni á
stundum eru allt orð sem má
nota til að lýsa Svövu, sem ég
kveð nú með miklum söknuði.
Þóroddur Bjarnason.
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
Elsku afi. Það
var þungt högg að
sjá þig há erfiða
baráttu við veikindi
síðustu árin. Þú hafðir alla tíð ver-
ið afar hraustur og að því er virt-
ist óbugandi.
Það var lærdómsríkt að alast
upp á Skagaströnd með þig okkur
við hlið. Þeim arfi búum við alltaf
að. Þér var umhugað um að úr
okkur yrðu traustir, heilsu-
hraustir og heiðarlegir einstak-
lingar. Hvorki rolur né meðal-
menn. Þeim skilaboðum áttir þú
til að koma áleiðis á einstaklega
eftirminnilegan hátt. Sem dæmi
minnumst við þess að hafa fengið
senda frá þér með bréfpósti úr-
klippta greinarstúfa úr dagblöð-
um, sem innihéldu meðal annars
áróður um skaðsemi gosdrykkja,
áfengis eða tóbaks.
Karakter þinn var sterkur,
eins og skoðanir þínar og lífsvið-
horf. Fjölskyldan var þér alltaf
efst í huga. Þér var umhugað um
að börnum þínum og barnabörn-
um vegnaði vel og hefðu það gott.
Ósjaldan fékkstu flíkur í jólagjöf
sem þú síðan geymdir ónotaðar í
fataskápnum ef ske kynni að ein-
hver úr fjölskyldunni gæti notað
flíkina síðar. Þú sagðist ekki
þurfa nýja flík, það væru börnin
sem skiptu máli og þau gæti skort
inniskó eða nýjan nærbol fyrr eða
síðar. Engu máli skipti í þessu
sambandi þótt börnin væru orðin
fullorðin og barnabörnin mörg
sömuleiðis. Þá var það fastur lið-
ur að fá símtal frá þér eftir bíl-
ferðir á þjóðveginum, enda var
þér það hugleikið að við kæm-
umst örugg heim. „Hænsnin“ á
vegum landsins væru jú stór-
hættuleg.
Stuttu kveðjurnar þínar báru
merki um væntumþykju í garð
okkar. Þegar þú klappaðir létt á
kinn og spurðir hvort allt væri í
góðu eða hvort eitthvað vantaði.
Það skipti ekki máli hversu oft þú
fékkst staðlað svar til baka.
Kveðjan breyttist aldrei. Við
munum sakna þeirra augnablika
sem við áttum með þér og á sama
tíma erum við þakklát fyrir þann
tíma sem við fengum að njóta
með þér. Þín verður alltaf minnst
með hlýhug. Þú varst traustur,
sannur og einstakur.
Birta, Sonja og Sverrir.
Elsku besti afi minn.
Þú varst svo duglegur, hjálp-
samur, traustur og góður maður.
Þú varst alltaf til staðar ef eitt-
hvað bjátaði á, sama hversu stórt
eða smátt það var.
Afi var sannur fjölskyldumað-
ur, bæði barngóður og blíður, við
barnabörnin fengum öll að kynn-
ast því. Ég gleymi aldrei síðasta
bíltúrnum okkar upp á Höfða, þá
góðu stund sem við áttum saman
ásamt ráðunum sem þú gafst
mér, þau mun ég varðveita í
hjarta mínu sem eftir er. Ég mun
sakna þess óendanlega mikið að
hitta ekki á þig eða heyra í harm-
ónikkunni.
Hvíldu í friði, elsku afi, ég veit
að þú og litli bróðir passið hvor
upp á annan.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Adolf Jakob
Berndsen
✝ Adolf JakobBerndsen
fæddist 28. desem-
ber 1934. Hann lést
27. ágúst 2018.
Útför hans fór
fram 7. september
2018.
Þú sannað hefur og
sýnt þinn dug
í sókn fyrir góðum mál-
um,
og áfram barist með
efldum hug
þó aðrir stæðu á
nálum.
Sé horft um vegi er
hægt að sjá
í hörðum sköflum hvar
braut þín lá.
(Kristján Hjartarson)
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
(Hugrún)
Takk fyrir allt saman,
Þín
Aníta.
Adolf J. Berndsen var ótvíræð-
ur foringi Skagstrendinga um
áratuga skeið. Hann var sann-
kallaður máttarstólpi í samfélag-
inu og vann fyrir velferð sam-
borgara sinna af metnaði,
heilindum og einstakri eljusemi.
Adolf var gott dæmi um einstak-
ling sem skiptir sköpum fyrir
samfélag sitt.
Skagstrendingar voru afar lán-
samir að hafa hann sem forystu-
mann. Samfélagið á Skagaströnd
var á árum áður oft í fréttum
vegna erfiðleika í atvinnulífi en
Adolf var í hópi þeirra harðsnúnu
manna sem byggðu upp öflug
sjávarútvegsfyrirtæki sem sköp-
uðu miklar tekjur fyrir byggðar-
lagið.
Síðar hafa breytingar orðið í
sjávarútvegi á Skagaströnd en
íbúarnir búa enn að þeim tekjum
sem urðu til á þeim árum þegar
best gekk.
Adolf var kjarkmaður, einlæg-
ur, hjálpsamur og einstaklega
velviljaður. Hann þorði að hafa
skoðanir, standa á þeim og fylgja
þeim eftir.
Hann var aðgætinn, eyddi ekki
í óþarfa og hélst vel á fé sínu en
var ekki nískur heldur þvert á
móti. Það var gaman að koma á
heimili þeirra Hördísar og njóta
gestrisni þeirra. Hann vildi
gjarnan leyfa sér að eiga góðan
bíl og sagði að það væri sárabót
fyrir allt annað sem hann neitaði
sér um.
Adolf var óragur við að beita
sér þegar vandi steðjaði að at-
vinnulífinu á Skagaströnd. Fyrir
mig var ógleymanlegt að fara
með honum á fund Sverris Her-
mannssonar, þáverandi Lands-
bankastjóra, til þess að leysa úr
vanda rækjuvinnslu á Skaga-
strönd. Við sóttumst eftir því að
fá bankann m.a. til að breyta
hluta af skuldum fyrirtækisins í
hlutafé en það hafði lent í áföllum.
Fundurinn byrjaði með hæfilega
löngu spjalli um hve menn væru
miklir sjálfstæðismenn og rifjuðu
upp sögur. Eitthvað stóð málið í
Landsbankamönnum sem töldu
fyrirtækið vera vonlaust og vildu
setja það í þrot en við héldum því
fram að þeir væru að miða við kol-
rangar nýtingartölur í rækju-
vinnslunni og allt aðrar en næð-
ust í öðrum vinnslum í
kjördæminu.
Varð úr að við fengum tæki-
færi til að sanna okkar mál og
bankinn féllst á að fara þá leið
sem Adolf hafði lagt til. Síðar kom
í ljós að reksturinn náði sér á
strik og Landsbankinn seldi
hlutaféð frá sér án þess að þurfa
að afskrifa eina einustu krónu.
Pólitísk afskipti af Landsbankan-
um borguðu sig í þessu tilfelli.
Adolf var mikill fjölskyldumað-
ur og hann og Hjördís voru ein-
staklega samhent. Samskiptin við
börnin og barnabörnin voru náin
og innileg og þau hjónin vöktu yf-
ir velferð allra í fjölskyldunni.
Það sama gilti um samskipti
við systkini þeirra hjóna og allar
þeirra fjölskyldur. Það var ótrú-
legt og aðdáunarvert að fylgjast
með því hvað allur þessi stóri hóp-
ur var samhentur og tilbúinn til
að leggja sitt af mörkum í hverju
því verkefni sem tekist var á
hendur.
Adolf var mikill sjálfstæðis-
maður og fulltrúi alls hins besta
sem flokkurinn stóð fyrir. Það var
sannarlega gott að vera með hon-
um í liði og hafa hann og fjöl-
skylduna með sér í baráttunni.
Adolf óx af því að þjóna öðrum og
leggja sig fram í þágu Skag-
strendinga.
Minning hans lifir. Ég votta
öllum aðstandendum hans virð-
ingu mína og samúð.
Vilhjálmur Egilsson.
Elsku Nonni
frændi.
Það er gaman
að fletta gömlum
myndaalbúmum
og rifja upp góðar minningar.
Þegar flett er í gegn birtast
okkur mörg skemmtileg
augnablik sem náðst hafa á
filmu. Grísaveislan í sumarbú-
staðnum, fjölskylduferðin á
Snæfellsnesið, ættarmótið á
Leirubakka auk ótal annarra
tilefna. Okkur þótti alltaf gam-
an að koma í heimsókn til þín
og Svönu og fá að leika við
uppáhaldsfrænkurnar okkar,
Jóhönnu, Ragnheiði og Berg-
lindi.
Okkur var alltaf tekið opn-
um örmum með góðum mat og
ósjaldan var sungið, spilað á
gítar og jafnvel stigin nokkur
dansspor. Okkur þótti gaman
að æfa gömlu dansana með þér
og bræðrum þínum, sem allir
voru glæsilegir dansarar, en
þú áttir þó gólfið þegar kom
að „freestyle“-dansinum með
okkur unga fólkinu.
Jón Skúli Þórisson
✝ Jón Skúli Þór-isson fæddist
16. júlí 1931. Hann
lést 31. ágúst 2018.
hans fór fram 6.
september 2018.
Þegar við uxum
úr grasi þótti
börnunum okkar
líka gaman að
kynnast þér og fá
að toga í grá-
yrjótta skeggið
þitt en þú hafðir
einstakt lag á að
spjalla og laða
börnin til þín með
blíða brosinu þínu.
Elsku Nonni, þú
varst listamaðurinn í fjöl-
skyldunni og alltaf ófeiminn
við að kynna fyrir okkur nýj-
ustu hugmyndir þínar þegar
fjölskyldan kom saman. Þú
varst óþreytandi við að finna
hugmyndum þínum farveg og
aldrei heyrði maður neinn
uppgjafartón þótt lífsróðurinn
væri oft á tíðum erfiður.
Okkur er sérstaklega minn-
isstætt þegar þú hannaðir fal-
legu fötin úr fiskroðinu og
okkur finnst pabbi okkar alltaf
jafn flottur í fína vestinu sem
þú saumaðir á hann, þá kom-
inn á sjötugsaldur, geri nú
aðrir betur.
Við minnumst samveru-
stundanna með hlýju og þakk-
læti og sendum Jóhönnu,
Ragnheiði og Berglindi ásamt
fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Elva Björk og Guðrún Dís.