Morgunblaðið - 08.09.2018, Page 36

Morgunblaðið - 08.09.2018, Page 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018 ✝ ÞorleifurHjaltason fæddist í Hólum í Hornafirði 23. októ- ber 1930. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Skjól- garði í Hornafirði 31. ágúst 2018. Foreldrar hans voru Hjalti Jónsson, bóndi og hrepp- stjóri í Hólum, f. 6.8. 1884, d. 21.7. 1971, og kona hans Anna Þórunn Vilborg Þor- leifsdóttir, f. 13.11. 1893, d. 7.6. 1971. Systkini Þorleifs: Sig- urður, f. 12.5. 1923, d. 22.10. 2008, Jón, f. 27.5. 1924, d. 7.12. 2017, Sigurborg, f. 27.2. 1926, d. 21.8. 2011, Þorleifur, f. 27.10. 1927, d. 1.12. 1927, Halldóra, f. 3.1. 1929, d. 27.11. 2017, andvana fædd stúlka, f. 14.3. 1934, og Ei- ríkur, f. 8.10. 1935, d. 15.12. 1943. Uppeldisbróðir Þorleifs var Hjálmar Kristinsson, f. 14.4. 1945, d. 27.8. 2013. Þorleifur kvæntist Vilhelmínu Eddu Lúðvíksdóttur, f. 30.8. 1930 í Reykjavík, d. 24.3. 2016. Þorleifur ólst upp í Hólum. Hann stundaði nám við Bænda- skólann á Hólum í Hjaltadal 1950-1951. Að námi loknu fór hann heim og bjó með foreldrum sínum í Hólum meðan þeim ent- ist aldur en tók þá alveg við bú- inu. Þorleifur tók við stöðu hreppstjóra Nesjahrepps af föð- ur sínum 1967 og sinnti því þar til starfið var lagt niður. Í Hólum var veðurathugunar- stöð frá 1921-2012. Leifi tók við veðurathugunum þar af föður sínum 1971. Þorleifur, eða Leifi eins og hann var kallaður, naut trausts sveitunga sinna, var lengi formaður kjörstjórnar í Nesjahreppi, aðstoðaði marga við framtöl auk fleiri trúnaðar- starfa. Hann hafði afburða minni, var góður sögumaður og frábær leikari, hann tók oft þátt í leiksýningum Leikfélags Horna- fjarðar og Ungmennafélagsins Mána og átti 60 ára leikafmæli 2007, þegar „Fiðlarinn á þakinu“ var sýndur. Einnig var hann fenginn til að leika smærri hlut- verk í nokkrum bíómyndum. Seinasta árið bjó hann sér heim- ili í íbúð skammt frá heilsugæsl- unni á Höfn og naut þaðan að- stoðar. Útför hans fer fram frá Bjarnaneskirkju í Hornafirði í dag, 8. september 2018, klukkan 14. Foreldrar hennar voru Lúðvík Elías Edilonsson, sjómað- ur úr Suður-- Þingeyjarsýslu, f. 3.11. 1895, d. 1.7. 1936, og Guðrún Tómsdóttir frá Ísa- firði, f. 14.5. 1909, d. 5.5. 1951. Börn Eddu eru Þorbjörg Finnsdótt- ir, f. 1948, hún á fjögur börn. Lúðvík Elías Finns- son, f. 1949, hann á þrjú börn. Guðrún Tómasdóttir Finnsdótt- ir, f. 1951, hún á níu börn. Þorleifur og Edda ólu upp Kristínu Gunnarsdóttur, dóttur Guðrúnar, og einnig að mestu son hennar Stefán Trausta. Kristín er f. 31.5. 1968. Hún gift- ist 16.11. 1991 Sigurði Þór Jóns- syni, f. 30.3. 1968, þau skildu. Börn þeirra eru Stefán Trausti, f. 29.1. 1991, bóndi í Hólum. Þor- leifur Haukur, bílstjóri, f. 22.10. 1992, hans kona er Anna Lilja Gestsdóttir, þau eiga einn son, Brynjar Gest. Nökkvi Þór, verkamaður, f. 29.10. 1997. Loks þegar hlíð fær hrím á kinn hneggjar þú á mig, fákur minn. Stíg ég á bak og burt ég held, beint inn í sólarlagsins eld. (O.J.S.) Þegar kemur að leiðarlokum koma margar minningar upp í hugann. Leifi frændi minn í Hól- um var einstakur í alla staði. Hann var bóndi af lífi og sál. Mik- ill dýravinur og mátti aldrei neitt aumt sjá. Hann hafði alltaf tíma fyrir allt og alla. Gaf sér góðan tíma til þess að spjalla, hjálpa mönnum með hin ýmsu verkefni, skattaskýrslurnar sínar o.m.fl. Hann var hreppstjóri í herrans mörg ár og sinnti því af mikilli ná- kvæmni og samviskusemi. Í öllum þessum störfum naut hann mikils trausts meðal sveitunga sinna. Hann var stórleikari bæði í kvikmyndum og eins á sviði. Þar var hann virkilega á heimavelli. Hann var einstaklega barngóður og fórum við systkinabörnin hans ekki varhluta af því. Hann tók okkur með á hestbak, og í göngur á Bergárdalinn svo eitthvað sé nefnt. Jólapakkarnir frá Leifa voru alltaf eitthvað svo spenn- andi. Ein jólin óskaði ég þess svo heitt að ég fengi dúkku sem gæti lokað augunum. Þegar ég opnaði pakkann minn frá Leifa þá var í honum ein sú flottasta dúkka sem ég hef séð og viti menn, hún gat lokað augunum. Það eru einmitt þessi augnablik sem gleymast ekki og verða dýrmætari eftir því sem árin líða. Leifi kvæntist Eddu Lúðvíks- dóttur sem kom ráðskona að Hól- um. Með henni kom Gunna dóttir hennar og Kristín Edda dóttur- dóttir. Kristín Edda ólst síðan upp í Hólum hjá Leifa og ömmu sinni. Það má segja að Leifi hafi gengið henni í föðurstað, enda leið ekki á löngu þar til Kristín Edda fór að kalla hann pabba og það tók hún algerlega upp hjá sjálfri sér. Þau voru miklir vinir og félagar. Elsti sonur Kristínar Eddu, Stefán Trausti, ólst líka að miklu leyti upp í Hólum. Milli hans og Leifa skapaðist sterkt og einstakt samband. Stefán Trausti var ávallt augasteinninn hans. Það voru mörg ungmenni sem dvöldu í Hólum á sumrin í gegn- um árin. Öll höfðu þau mikið við Leifa og hafa verið dugleg að vera í samskiptum við hann alla tíð. Að öllum öðrum ólöstuðum reyndust Anna Lilja, bróðurdótt- ir Leifa, og hennar maður, Brynj- ólfur, frænda mínum einstaklega vel, sérstaklega í seinni tíð eftir að starfsþrekið hjá honum fór að minnka. Þau komu bæði vor og haust og voru alltaf til staðar fyrir hann þegar á þurfti að halda, hvort sem var í leik eða starfi. Það er óneitanlega erfitt að sætta sig við að Hólasystkinin skuli öll vera lögð upp í sína hinstu för. Því fylgir mikill sökn- uður hjá okkur sem ólumst upp með þeim. En við eigum líka yndislegar minningar um þau, því dugnaður, gleði og hvellandi hlátur ríkti ávallt þar sem Hólasystkinin komu saman. Að lokum þakka ég Leifa frænda mínum fyrir samfylgdina. Við fjölskyldan munum varðveita minningu hans alla tíð. Valgerður Egilsdóttir, Seljavöllum. Traustur vinur heimilisfólksins í Borgum, Þorleifur Hjaltason – gjarnan nefndur Leifi í Hólum – er látinn. Náin tengsl hafa verið milli Hóla- og Borgaheimilanna um árabil. Í raun aldar gömul vin- átta þriggja kynslóða, vinskapur sem hófst þegar afi okkar Borga- systkinanna, Hákon Finnsson, fluttist með fjölskyldu sína á ætt- aróðalið árið 1920. Vináttan ein- kenndist af gagnkvæmri virðingu og samhjálp. Skjótt var brugðist við þegar heilsuleysi hrjáði fólk eða þegar hjálpar var þörf við stærri framkvæmdir. Sveitung- arnir stóðu saman og hjálpuðust að. Leifi og Skírnir, faðir okkar Borgasystkinanna, voru miklir hestamenn. Þeir félagarnir ræddu gjarnan sín á milli um hrossarækt, þeir skiptust á lamb- hrútum og þegar haustaði eyddu þeir ófáum stundum saman við smalamennsku. Ekki bara við að smala Laxárdalinn þar sem Leifi var réttarstjóri, heldur „skruppu“ þeir í eftirleitir inn á Reifsdal eða gengu fram Skyndidal þegar fé, sem þar gekk, vantaði. Þeir skeggræddu málin og göntuðust góðlátlega um menn og málefni. Sögur voru sagðar og oft hlegið. Jamm, sagði Leifi gjarnan í stað- inn fyrir já, orðvar að eðlisfari og annt um að hafa það sem sannast reyndist. Og samskiptin voru ekki bara milli karlanna. Á uppvaxtar- árum okkar systkinanna fór Heiðrún systir pabba gjarnan á haustin út að Hólum til að vinna þar við sláturgerð. Og vinátta milli heimilanna hélst þótt flutt væri úr Nesjunum. Þannig hittust vinkonurnar Bogga, systir Leifa, og Björk, systir pabba, reglulega eftir að báðar voru fluttar suður. Við systkinin urðum vitni að ein- lægri vináttu alls þessa góða fólks. Hólar voru á margan hátt mið- depill sveitarinnar. Einskonar þungamiðja. Þar var símstöðin. Þaðan bárust einnig veðurlýsing- ar úr Hornafirðinum um árabil. Jörðin var landmikil kostajörð. Höfuðból í ýmsum skilningi, sem lá í alfaraleið ferðalanga. Þar fæddust og ólust upp ýmis þjóð- kunn skyldmenni Leifa, menn sem urðu landsþekktir fyrir mál- aralist eða fyrir störf sín á Al- þingi. Svipaðir mannkostir bjuggu vitaskuld í Leifa. Lista- maðurinn kom til dæmis í ljós þegar sveitungarnir settu upp leiksýningar og Leifi brá á leik í hinum ýmsu hlutverkum. Þegar við systkinin komumst til vits og ára var aðsetur hrepp- stjórans í Hólum. Fyrst gegndi Hjalti, faðir Leifa, embættinu en svo tók sonurinn við. Báðir voru einstaklega farsælir sem yfirvald. Mörg önnur ábyrgðarstörf hlóð- ust á Leifa. Hann sá til dæmis um að hjálpa fólki við að gera skatt- framtalið og koma því „austur“ til skattstjórans. Leifi gat í raun allt, greindur, töluglöggur, jákvæður, ráðagóður og hjálpsamur. Og vitaskuld vann Leifi þetta allt án endurgjalds. Leifi kaus að vera bóndi og starfið féll honum vel. Eftir að bú- skap var hætt í Borgum nýtti Leifi túnin þar um árabil og hittu brottfluttu systkinin hann þá stundum en náinn samgangur var við þau okkar sem búsett eru á Hornafirði. Ávallt urðu fagnað- arfundir þegar við hittumst og ræddum við þá gjarnan um liðna tíð. Við kveðjum ljúfmennið Leifa í Hólum með virðingu og þökkum honum sérstaklega farsæla sam- ferð. Fyrir hönd systkinanna frá Borgum, Karl Skírnisson. Þorleifur Hjaltason Elsta systkini mitt Kristinn Hall- dór er látinn. Kiddi Dóri, eins og hann var ávallt kallaður, er öllum mikill harmdauði því óhætt er að segja að hann hafi verið sem elsta systkinið höfuð okkar systkina. Alltaf var hann til staðar fyrir mig þegar ég þurfti hjálp. Kiddi Dóri var einstakur maður, traust- ur, hjartahlýr, ljúfur og algjör öð- lingur. Hann var alltaf fyrstur til að hjálpa öðrum, en átti sjálfur erfitt með að biðja um hjálp. Fyrstu launin mín komu frá Kidda Dóra, og sú vinna var fólgin í því að sjá um að pússa skóna hans – alveg sama hvort ég púss- aði þá eða ekki fékk ég alltaf laun- in mín. Kiddi Dóri var mikill mömmu- strákur og var stoð hennar í einu og öllu í þessari stóru fjölskyldu okkar, sem teljum átta systkini og segir það sig sjálft að margt var að gera á stóru heimili þar sem pabbi var oft á tíðum fjarverandi við vinnu. Þegar hann var lítill bað hann mömmu oft að segja sér sögu, en þó ekki söguna um Bú- kollu því hún væri svo hættuleg. Þetta sýnir hans mjúka hjartalag sem einkenndi hann alla tíð. Kristinn Halldór Jóhannsson ✝ Kristinn Hall-dór Jóhanns- son fæddist 4. mars 1946. Hann lést 14. ágúst 2018. Útförin fór fram 21. ágúst 2018. Í uppvexti sínum starfaði hann mikið og vel með skáta- hreyfingunni, fór oft í útilegur með skát- unum og var í alls konar störfum með þeim. Eftir að hann fékk bílpróf vann hann fyrir FÍB og í þá daga var þetta mikil vinna, allt mjó- ir malarvegir og ekki allar ár brúaðar. Útköllin jafnt á nóttu sem degi. Kiddi Dóri lærði bifvélavirkjun og árið 1969 byggðu Kiddi Dóri og pabbi saman Bifreiðaverstæðið Víking sf. og eftir að þeim rekstri lauk gerði hann upp klessta bíla og kom þeim í umferð á ný. Kiddi Dóri átti hesta og hafði mikið gaman af þeim, einn hest- inn fékk hann upp í skuld og nefndi hann hestinn Reikning. Sömuleiðis hafði hann gaman af veiði og fór oft með pabba til að veiða til að vera með honum og líka vera honum til halds og trausts. Síðari árin fór hann eina ferð á ári á Skagaheiðina ásamt fjölda vina. Síðasta ferðin var farin um miðjan júlí en þá var hann orðinn mikið veikur svo að sonur hans Jói keyrði með hann til að hann gæti snætt silung með vinunum. Elsku bróðir, þakka þér fyrir allt og allt, skarð þitt verður seint fyllt. Fjölskyldunni allri færi ég mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Ingunn Þóra. HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sími 5 @utfarir.is · www.utfarir.is· 67 9110 · utfarir Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Þorbergur Þórðarsson Elís Rúnarsson Stofnað 1990 Traust fjölskyldufyrirtæki í áratugi Allar minningar á einum stað MINNINGAR er fallega innbundin bók sem hefur að geyma æviágrip og allar minningargreinar sem birst hafa um viðkomandi í Morgunblaðinu eða á mbl.is. Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 til dagsins í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.