Morgunblaðið - 08.09.2018, Page 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. SEPTEMBER 2018
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
Laugardagur 8.9. kl. 14, sýningaopnun í Myndasal og á Vegg
Sunnudagur 9.9. kl. 14, Sprengju-Kata Fullveldisleiðsögn
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Heiðnar grafir í nýju ljósi – sýning um fornleifarannsókn á Dysnesi við Eyjafjörð
Alfreð D. Jónsson – Hver er á myndinni? Greiningarsýning í Myndasal
Hjálmar R. Bárðarson – Aldarminning á Vegg
Prýðileg reiðtygi í Bogasal
Leitin að klaustrunum í Horni
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Sjónarhorn - Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
grunnsýning Safnahússins
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Bókverk og Kveisustrengur úr Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Júlía & Julia ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík, s. 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið alla daga 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Suðurgata 41, 101 Reykjavík, s. 530 2200,
www.thjodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið alla daga 10-17
Krakkaklúbburinn Krummi - Grafíksmiðja fyrir börn, laugard. 8. sept. kl. 14.
Sunnudagsleiðsögn sýningarstjóra Ýmissa kvikinda líki, sunnud. 9. sept. kl. 14
LÍFSBLÓMIÐ - FULLVELDI ÍSLANDS Í 100 ÁR – 17.7 - 16.12.2018
ÝMISSA KVIKINDA LÍKI - ÍSLENSK GRAFÍK – 11.5. - 23.9.2018
FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Valin verk úr safneign – 7.4.2017 - 31.12.2019
BÓKFELL Eftir Steinu í Vasulka-stofu – 18.5. – 31.12.2018
SAFNBÚÐ – Listrænar gjafavörur
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Listasafn Íslands er opið alla daga frá kl. 10-17.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
TVEIR SAMHERJAR – ASGER JORN OG SIGURJÓN ÓLAFSSON
21.10.2017 - 7.10.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
Kaffistofa – heimabakað meðlæti
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR - HEIMILI LISTAMANNS OG SÝNINGAR
KORRIRÓ OG DILLIDÓ - ÞJÓÐSAGNAMYNDIR ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
15.5. - 15.9.2018
Opið alla daga frá kl. 13-17.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Messan í Hall-
grímskirkju á
morgun kl. 11
verður helguð
sálmum og tón-
verkum norska
tónskáldsins
Trond Hans
Farner
Kverno, sem
fæddist árið
1945 í Ósló.
Kverno er
eitt helsta núlifandi sálmaskáld
Norðurlanda og hefur haft mikil
áhrif á kirkjulegan söng í 40 ár,
að því er fram kemur í tilkynn-
ingu, og eru sálmar hans sungnir
víða í Evrópu og Ameríku.
Í norsku sálmabókinni á hann
27 sálma og í sálmabókinni ís-
lensku frá 1997 á hann tvo sálma
en þeir verða 10 í hinni nýju
sálmabók sem út kemur í byrjun
aðventu, eins og segir í tilkynning-
unni. Kverno var prófessor við
Tónlistarháskólann í Ósló í kirkju-
legum tónsmíðum og í litúrgísku
orgelspili og er nú biskup í Al-
þjóðlegu rétttrúnaðarkirkjunni.
Hann kemur hingað til lands á
vegum söngmálastjóra Þjóðkirkj-
unnar til að halda námskeið í
Skálholti fyrir íslenska organista.
Helguð sálmum og tónverkum Kverno
Trond Hans
Farner Kverno
Styrmir Örn Guðmundsson mynd-
listarmaður fremur á morgun kl.
15 gjörninginn „Líffæraflutning“ í
Gerðarsafni. „Í verkinu hefur
Styrmir mótað seríu leirskúlptúra
sem hver og einn sækir form sitt í
lögun líffæra. Styrmir valdi líf-
færin út frá forminu því hér
gegna þau hlutverki hljóðfæra,“
segir í tilkynninu. Þannig sé mag-
inn Udu-tromma, lifrin flauta,
lungun búi til sama hljóm og
dauðaflautur Asteka og heilinn sé
gæddur hljóðgervli sem búi til raf-
hljóð. Í framhaldinu mun Styrmir
fræða gesti um verk hans á sýn-
ingunni Skúlptúr/skúlptúr en
verkum Styrmis er ekki ætlað að
falla í ákveðinn flokk, skv. tilkynn-
ingu. Aðgangur á safnið gildir á
viðburðinn.
Líffæraflutningur í Gerðarsafni
Morgunblaðið/Hari
Heili Styrmir flutti gjörning við opnun
Skúlptúr/skúlptúr 24. ágúst.
„Mér hlýnaði um hjartað“
sér við á dimmu vetrarkvöldi“.
Aftur er ég sammála, nú er
ég búinn að rúlla gripnum nokkr-
um sinnum og þetta stendur
heima. Nærgætin og umlykjandi
tónlistin er í djassmóti en íslensk
þjóðlög til grundvallar, sem Fann-
ey syngur á sama hátt. Þagnir eru
t.a.m. notaðar á áhrifaríkan hátt,
gítarstrokurnar koma eftir
tveggja sekúndna bið, píanósláttur
varlegur og mjúkur og upptaka
virkilega innileg, þar sem maður
heyrir skrjáfið þegar tónlistar-
mennirnir færa sig til í sætunum.
Síðasta lagið, „Krummi (svaf í
klettagjá)“ leyfir sér að fara að-
eins út fyrir rammann, er grimmt
og kalt en fellur engu að síður
eins og flís
við rass hvað
hljóðmynd
varðar. Það
var Róbert
Steingríms-
son sem sá
um upptökur
og hljóð-
blöndun en hljómjöfnun var í
höndum Haffa Tempó. Eins og
segir, stemningin er blíð og
áhrifamikil. Minnir á köflum á
glæsiverk Einars Scheving, Land
míns föður, sem nýtti sér íslensk
þjóðlagaminni og gömul dægurlög
til að dýrka upp einstakan
andblæ.
Fanney starfar sem tónlist-
arkona á Akureyri og sækir tón-
listararf sinn í Mývatnssveitina
þar sem hún ólst upp. Hún nam
við Tónlistarskóla Húsavíkur,
Tónlistarskóla FÍH og Tónlistar-
skólann á Akureyri og hefur gert
djassútsetningar af íslenskum
þjóðlögum, haldið fjölda tónleika
jafnt með eigin tónlist og tónlist
Rætur er plata Kjass, en á bak við það lista-
mannsnafn stendur Fanney Kristjáns Snjólaug-
ardóttir. Innihaldið er lágstemmdur djass, með
þónokkrum áhrifum úr íslenskri þjóðlagatónlist.
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Pistilhöfundi barst bréf í vik-unni, og það alla leiðina fráhinni fögru Mývatnssveit.
Söngkonan Fanney Kristjáns Snjó-
laugardóttir tilkynnti honum um
nýja plötu sína, Rætur, sem hún
gerir undir listamannsnafninu
Kjass. Vandað er til verka í hví-
vetna og lýsing listamannsins á
plötunni rétt: „Lágstemmdir djass-
hljómar og áhrif frá íslenskri
þjóðlagatónlist.“ Einnig bætir hún
við að tónlistin sé þannig að hún
„fellur afar vel að fyrsta kaffibolla
á sunnudagsmorgni eða til að ylja
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það sem við höfum sáð erum við nú
að uppskera. Sinfóníuhjómsveit
Norðurlands er komin á þann stað
að geta starfað af krafti á ársgrund-
velli og ef við fengjum sem nemur
10% af því fjármagni sem Sinfón-
íuhljómsveit Íslands fær þá gætum
við verið með fastráðinn kjarna á
ársgrundvelli, en íbúar Eyjafjarð-
arsvæðisins eru einmitt 10% af þjóð-
inni,“ segir Þorvaldur Bjarni Þor-
valdsson, tónlistarstjóri Menningar-
félags Akureyrar og sviðstjóri tón-
listarsviðs Hofs sem rekur Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands.
„Við fórum í sóknargírinn með
verkefnið SinfoniaNord, SN, sem
snýst um að veita sinfóníska þjón-
ustu. Við komum okkur upp afar
góðri upptöku aðstöðu í Hofi og höf-
um frá 2015 tekið þar upp tónlist
fyrir kvikmyndir sem sýndar eru
um allan heim. Við höfum spilað inn
á nærri 20 sjónvarpsseríur og er-
lendar kvikmyndir, einnig íslenskar
kvikmyndir frá því að við byrjuðum
í mars 2015. Við spiluðum t.d. inn á
söluhæstu mynd Bandaríkjanna
2015, tónlist Atla Örvarssonar við
The Perfect Gay. En verkefnin eru
fjölbreytt og oftast fyrir risa eins og
Netflix, BBC, Sony, Disney og
fleiri,“ segir Þorvaldur ánægður
með verkefnin.
Ótrúlegur sinfónískur hljómur
„Auk þessa spilum við reglulega á
stórtónleikum á borð við The Lord
of the rings, Phantom of the Opera,
War of the Worlds o.fl. o.fl. í Hofi og
Hörpu í verkefnum sem kalla á hinn
ótrúlega sinfóníska hljóm sem virð-
ist eiga sér framhaldslíf í gegnum
kvikmyndir og leikjaheiminn hjá
ungum og áhugasömum áheyrend-
um. Þessi sprotaverkefni SN auk
menningarsamningsins við ríki og
bæ gera Sinfóníuhljómsveit Norður-
lands kleift að halda úti sinfóníu-
hljómsveit atvinnumanna norðan
heiða,“ segir Þorvaldur. Hann segir
að 15 til 20 af hljómsveitarmeð-
limum búi á Eyjafjarðarsvæðinu
aðrir komi að austan, sunnan og oft
erlendis frá. Þorvaldur segir að Sin-
fónían hafi ekki tök á að fastráða
hljóðfæraleikara en hafi nú tök á að
greiða þeim sömu laun og lausráðnir
fá hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands í
verkefnum sem hún framleiðir.
„Við auglýstum eftir hljóðfæra-
leikurum í vor og 100 manns sóttu
um. Við höfum náð að kortleggja
markaðinn í atvinnuspilamennsku í
klassískri tónlist og eigum auðveld-
ara með að manna stór verkefni
þegar svo ber undir. Við höfum gert
samning við 50 manna kjarna SN og
30 manna hóp sem er tilbúinn að
hlaupa í skarðið ef eitthvað vantar
upp á. Auk þess höfum við aðgang
að enn fleiri hljóðfæraleikurum ef
þörf krefur.
Sígild tónlist á landsbyggðinni
SinfoniaNord er þannig orðin
miðstöð ráðninga í verkefna- og við-
burðageiranum sem kallar á sinfón-
ískan hljóm,“ segir Þorvaldur.
„Bara á síðasta ári lék SN fyrir yfir
14.500 manns á yfir 20 tónleikum og
viðburðum.“
Þorvaldur segir mikilvægt að
standa vörð um sígilda tónlist á
landsbyggðinni og það skipti miklu
að hægt sé að greiða sömu laun fyrir
sömu þjónustu um allt land.
„Við ætlum að gera hlut kvenna
sýnilegan á þessu starfsári.
Snemma í haust verða tónleikarnir
Sinfónískar konur þar sem Ólafur
Liljurós, eftir Jórunni Viðar, verður
frumfluttur í tilefni aldarafmælis
hennar. Hljómsveitarstjórn verður í
höndum Hallfríðar Ólafsdóttur.
Einnig verður Hrím eftir Önnu Þor-
valdsdóttur flutt og Forleikur eftir
Fanny Mendelssohn,“ segir Þor-
valdur. Hann segir að um páskana
muni SN sem fyrr slá upp veislu.
„Þá flytjum við Sálumessu Moz-
arts í Hofi á Akureyri og í Lang-
holtskirkju í Reykjavík undir stjórn
Önnu Maríu-Helsing sem er finnsk
og víðfræg sem hljómsveitarstjóri.
Einsöngvarar verða Ágúst Ólafsson,
Garðar Cortes, Hanna Dóra Sturlu-
dóttir og Helena Guðlaug Bjarna-
dóttir. Einnig verður fluttur píanó-
konsert í D-moll eftir Mozart þar
sem einleikari verður hinn ungi
Norðlendingur Alexander Edel-
stein,“ segir Þorvaldur og bætir við
að hátíðartónleikar vegna 25 ára af-
mælis Sinfóníuhljómsveitar Norður-
lands verði í mars 2019. Guðmundur
Óli Gunnarsson sem var aðalhljóm-
sveitarstjóri sveitarinnar í 23 ár
stýrir þá hjómsveitinni á ný og dótt-
„Fórum í sóknargírinn“
SinfoniaNord spilar inn á kvikmyndir og þætti 14.500
á yfir 20 tónleikum Gróska í tónlistarstarfi á Akureyri
Stjórnendur Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags
Akureyrar og sviðsstjóri tónlistarsviðs Hofs. Á bak við hann er Guðmundur
Óli Gunnarsson, sem áður stjórnaði Sinfóníuhljómsveit Norðurlands.