Morgunblaðið - 10.09.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 10.09.2018, Qupperneq 1
M Á N U D A G U R 1 0. S E P T E M B E R 2 0 1 8 Stofnað 1913  211. tölublað  106. árgangur  TEIKNARINN TJÁIR SIG Í MYNDUM FJÖLBREYTT FLUGSÝNING Í REYKJAVÍK KVENNALIÐ BREIÐABLIKS ER Í KJÖRSTÖÐU DAGLEGT LÍF 12 ÍÞRÓTTIR 6ELÍN ELÍSABET 26-27 Mikil óvissa ríkir í sænskum stjórn- málum eftir þingkosningar þar í landi í gær. Þótt Sósíaldemókratar séu enn stærsti þingflokkurinn eftir kosningar, þar sem hann fékk 28,4% fylgi, eru þetta verstu kosninga- úrslit í sögu flokksins. Enn er óvíst hvort vinstrifylking- in, kosningabandalag vinstriflokka undir forystu Sósíaldemókrata, eða hægribandalagið, kosningabandalag mið- og hægriflokka undir forystu Hægriflokksins Moderaterna, verð- ur stærra þegar öll atkvæði hafa verið talin. Báðar fylkingarnar voru með rúmlega 40% akvæða en Sví- þjóðardemókratarnir, sem eru utan bandalaganna, fengu 17,6% atkvæða og bættu við sig 4,7 prósentustigum frá síðustu kosningum. Ekki er búið að telja utankjörstaðaratkvæði og gætu þau ráðið úrslitum um hvor fylkingin verður stærri. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Ís- lands, segir að staða mála sé að miklu leyti svipuð og árið 2014 þar sem fylkingarnar tvær séu svipaðar að stærð og Svíþjóðardemókratarn- ir í oddastöðu. Fyrir fjórum árum hafi fylkingarnar ákveðið að láta sem ekkert hefði breyst í sænskum stjórnmálum segir Ólafur, en að þessu sinni sé óljóst hver niðurstað- an verður. Stefan Löfven, forsætisráðherra og leiðtogi Sósíaldemókrata, bauð í gærkvöldi stjórnarandstöðunni til viðræðna um ríkisstjórnarsam- starf. „Það er ljóst að enginn hefur fengið meirihluta og því er eðlilegt að vinna saman þvert á fylkingar,“ sagði Löfven þegar hann ávarpaði stuðningsmenn flokksins á kosn- ingavöku í gærkvöldi. Þá var útlit fyrir að vinstrifylkingin hefði eins þingsætis forskot á hægribanda- lagið. Hnífjafnt í Svíþjóð AFP Fagnað Stuðningsmenn Sósíaldemókrata fögnuðu ákaft, en flokkurinn verður stærsti flokkur á sænska þinginu þrátt fyrir mikið fylgistap.  Sósíaldemókratar stærsti þingflokkurinn þrátt fyrir verstu kosningaúrslit í sögu flokksins  Svíþjóðardemókratar gætu verið í oddastöðu við stjórnarmyndun 0 5 10 15 20 25 30 Staðan klukkan 23 í gærkvöldi Aðrir flokkar: 34,2% Þingkosningar í Svíþjóð Sósíaldemókratar Svíþjóðar- demókratarnir Hægriflokkurinn Moderaterne 28,4% 19,8% 17,6% MStjórnarmyndun … »15 Um 20% háskólanema hafa notað örvandi efni án fengins lyfseðils, samkvæmt könnun Jönu Rósar Reynisdóttur, deildarstjóra upplýsingadeildar Lyfjastofnunar. Flestir þeirra nota lyfin í þeirri von að geta einbeitt sér betur við undirbúning prófa. Jana segir niðurstöðurnar áhyggjuefni, enda sé gild ástæða fyrir því að lyfjunum sé ávísað til persónulegra nota. Jana ræddi einnig við háskóla- nemendur sem nota ávanabindandi lyf en að þeirra sögn er algeng- ast að þeir afli lyfjanna hjá einhverjum sem hef- ur fengið þau með lög- mætum hætti. Ný reglugerð Vonir eru bundnar við að neysla ávana- bindandi lyfja muni minnka í kjöl- far nýrrar reglugerðar velferð- arráðuneytisins. Samkvæmt henni má einungis ávísa ávana- og fíkni- lyfjum rafrænt, frá og með 1. september. »9 Örvandi lyf notuð til að auka námsárangur Staða Íslands, Færeyja og Græn- lands kann að gjörbreytast og tæki- færi opnast þeim þegar siglinga- leiðin um norðurpólinn til Kyrra- hafsins verður fær. Löndin og þjóðirnar sem þau byggja geta þá fengið meira vægi í heimsmálunum en verið hefur. Þetta segir Bryndís Haralds- dóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks og fulltrúi í vestnorræna þing- mannaráðinu. Ársfundur þess var í sl. viku í Þórshöfn í Færeyjum. »6 Morgunblaðið/Sigurður Bogi Færeyjar Byggingar á Þinganesi. Vestnorræn lönd eru í nýrri stöðu  Engar tillögur sem snerta Ís- land og íslenskar hvalveiðar beint liggja fyrir árs- fundi Alþjóða- hvalveiðiráðsins sem hefst í Bras- ilíu í dag, en bú- ast má við að þar verði hefð- bundin átök á milli þeirra ríkja sem vilja að slakað verði á banni við hvalveiðum í atvinnuskyni og hinna sem vilja að bannið gildi áfram. Stefán Ásmundsson, formaður ís- lensku sendinefndarinnar, segir að helsta mál þessa fundar sé tillaga um veiðiheimildir til sjö ára fyrir svokallaðar frumbyggjaveiðar Bandaríkjanna, Rússlands, Græn- lands og St. Vinsent og Grenadín- eyja. Vísindanefnd ráðsins hafi staðfest að þessar veiðar séu sjálf- bærar fyrir viðkomandi hvala- stofna og því muni Ísland styðja til- löguna. »16 Engar tillögur um Ísland á hvalafundi Hnúfubakur stekkur  Magnús Geir Þórðarson, útvarps- stjóri RÚV, segir að RÚV hafi í gegnum árin opnað aðstöðu sína eft- ir fremsta megni þegar eftir því hef- ur verið óskað og aðstoðað með leigu á tækjum og leikmunum. Hann segir að flest framleiðslufyrirtækin hafi nýtt sér þessa þjónustu og þetta skref nú sé að einhverju leyti eðli- legt framhald af því. „Markmiðið nú er að formfesta þessa þjónustu og miðla í anda gagnsæis og jafnræðis, á svipaðan hátt og t.d. BBC gerði ný- verið,“ segir Magnús um eininguna RÚV-stúdíó. Að auki sé myndverið í Efstaleiti eina fjölmyndavéla- myndver landsins sem RÚV vilji að fleiri geti nýtt. »2 Markmiðið að form- festa þjónustuna Fulltrúar stjórnvalda funduðu nú um helgina vegna málefna flug- félagsins WOW air. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins innan úr stjórnarráðinu. Forsvarsmenn fyr- irtækisins róa nú að því öllum árum að tryggja að lágmarki 50 milljóna dollara fjármögnun til handa starf- seminni. Jafngildir sú upphæð 5,6 milljörðum króna. Líkt og fram kom í fjölmiðlum nýlega vinna fulltrúar fjögurra ráðuneyta að viðbragðsáætlun vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra fyrirtækja. Eru það full- trúar frá forsætisráðuneyti, fjár- málaráðuneyti, atvinnuvega- og ný- sköpunarráðuneyti og samgöngu- ráðuneyti. Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá Sigtryggi Magnasyni, aðstoðar- manni samgönguráðherra, um hvort fulltrúar fyrrgreindra ráðuneyta hefðu setið fundina um helgina. Hann vildi hins vegar ekki staðfesta að þessir fundir hefðu farið fram. Fyrrnefndir heimildamenn Morgun- blaðsins segja að stjórnvöld vænti fregna af skuldabréfaútgáfu WOW air á morgun, þriðjudag. ses@mbl.is Funduðu um stöðu WOW air um helgina  Tíðinda sagt að vænta á þriðjudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.