Morgunblaðið - 10.09.2018, Page 9

Morgunblaðið - 10.09.2018, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 *M ið að vi ð u p p g ef n ar tö lu r fr am le ið an d a u m el d sn ey ti sn o tk u n íb lö n d u ð u m ak st ri BL ehf Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík 525 8000 / www.bl.is GE bílar Reykjanesbæ www.gebilar.is 420 0400 Bílasalan Bílás Akranesi www.bilas.is 431 2622 Bílasala Akureyrar Akureyri www.bilak.is 461 2533 Bílaverkstæði Austurlands Egilsstöðum www.bva.is 470 5070 IB ehf. Selfossi www.ib.is 480 8080 BL söluumboð Vestmannaeyjum 481 1313 862 2516 E N N E M M / S ÍA / N M 8 7 0 4 9 www.renault.is Þú tankar sjaldnar á Renault sendibíl RENAULT KANGOO, DÍSIL 1,5 L. VÉL, 90 HESTÖFL Verð:2.250.000 kr. án vsk. 2.790.000 kr.m. vsk. Eyðsla 4,3 l/100 km* RENAULT TRAFIC, DÍSIL 1,6 L. VÉL, 115 HESTÖFL Verð frá:3.024.000 kr. án vsk. 3.750.000 kr.m. vsk. Eyðsla frá 6,5 l/100 km* RENAULTMASTER, DÍSIL 2,3 L. VÉL, 125 HESTÖFL Verð frá:3.750.000 kr. án vsk. 4.650.000 kr.m. vsk. Eyðsla 7,8 l/100 km* Minjastofnun Íslands hefur gert fjölmargar athugasemdir við frum- varp til laga um þjóðgarðastofnun, sem er til kynningar af hálfu um- hverfis- og auðlindaráðuneytisins. Stofnunin vekur athygli á að hún hafi ekki haft aðkomu að frum- varpsgerðinni þótt verið sé að fjalla um stjórnunar- og verndaráætlanir fyrir menningarminjar á landflæmi sem þeki um 20% landsins. Vandað sé til verka Í niðurlagi ítarlegrar grein- argerðar með athugasemdunum segir meðal annars: „Minjastofnun ber ábyrgð á minjavörslu í landinu í umboði mennta- og menningar- málaráðherra og hefur forræði á allri ráðstöfun í tengslum við minj- ar. Nú er það mennta- og menning- armálaráðuneytið sem fer með stjórn málaflokksins, en ekki er að sjá að haft hafi verið samráð við það ráðuneyti við gerð frumvarps- ins. Minjastofnun fær ekki séð hvernig ráðuneyti sem hefur ekki umsjón með menningarminjum á Íslandi getur samið lög sem snertir verulega þann málaflokk … Minjastofnun Íslands telur það mikilvægt að vandað sé til verka og hin nýju lög verði ekki til þess að flækja umhverfi minjavörslunnar og skapa óvissu um valdsvið og hlutverk stofnana eins og yrði ef ekki verður unnið betur með frum- varpið og því í raun umbylt.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðgarður Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er fjölsóttur allt árið um kring. Skapi ekki óvissu um vald og hlutverk  Frumvarp um þjóðgarðastofnun gagnrýnt Veronika Steinunn Magnúsdóttir veronika@mbl.is Stór hluti íslenskra háskólanema virðist nota örvandi efni og er al- gengast að tilgangurinn sé að bæta frammi- stöðu í námi. Jana Rós Reynisdóttir, deildarstjóri upplýsingadeild- ar Lyfjastofnun- ar, vann nýlega verkefnið Lyfja- notkun stúdenta á Íslandi í dipl- ómanámi sínu í vefmiðlun við Háskóla Íslands. Þar gerði hún könnun á neyslu íslenskra háskóla- nema á lyfseðilsskyldum lyfjum en niðurstöðurnar eru fremur sláandi. Svarendur voru 1.145 en fram kom að 20% þeirra hefðu notað lyfseð- ilsskyld lyf án þess að læknir ávís- aði þeim til viðkomandi. Efni notuð í prófatörn Í niðurstöðum könnunarinnar kemur fram að af þeim 20% sem nota lyfseðilsskyld lyf án ávísunar nota flestir lyfin til að auka ein- beitingu til að bæta námsárangur eða 29%. Næstflestir sögðust nota lyfin einungis í prófaundirbúningi eða 28%. Færri notuðu lyfin í af- þreyingarskyni, til þess að minnka svefnþörf eða til þess að auka ein- beitingu í aðstæðum ótengdum skóla. Grein sem birtist í Stúdenta- blaðinu í apríl 2016, „Það eru allir að taka þetta“, dró fram algengi lyfjanotkunar stúdenta og var Jönu innblástur til að fjalla um lyfjanotkun stúdenta og kanna hana. Í greininni birtust nafnlaus viðtöl þar sem notendur ávana- bindandi lyfja sögðu frá reynslu sinni og algengi þess að örvandi lyf væru tekin til að auka náms- árangur. Í tveggja ára grein Stúdenta- blaðsins segja nafnlausu viðmæl- endurnir að mjög auðvelt sé að fá lyfseðil fyrir ávanabindandi lyfjum án þess að sjúkdómsgreining eigi sér stað. Í verkefni sínu talaði Jana jafnframt við nemendur sem hafa notað örvandi lyf en koma ekki fram undir nafni. Aðspurð segir Jana svör sinna viðmælenda hafa verið á annan veg: „Enginn sem ég ræddi við hafði fengið lyfj- unum ávísað án þess að vera með greiningu. Mínir viðmælendur höfðu allir fengið lyfin í gegnum annan aðila sem var með greiningu og fékk lyfinu ávísað með lögmæt- um hætti,“ segir Jana. Neyslan áhyggjuefni „Niðurstöður könnunarinnar eru áhyggjuefni. Lyfjum eins og Con- certa og Rítalín er ávísað til per- sónulegra nota og af því leiðir að það má ekki gefa þau eða selja öðrum. Í hvert sinn sem læknar ávísa lyfjum framkvæma þeir ítar- legt mat til þess að ganga úr skugga um að lyfið henti viðkom- andi sjúklingi.“ Öllum ávana- og fíknilyfjum ber nú að ávísa rafrænt, að því er fram kemur í reglugerð velferðarráðu- neytisins, sem tók gildi 1. sept- ember síðastliðinn. Jana segir að vonir séu bundnar við að reglu- gerðin muni draga úr notkun örv- andi efna, auk þess sem rekjan- leiki ávísana muni aukast. Fimmtungur háskóla- nema notar örvandi efni  Flestir segjast nota efnin til þess að bæta námsárangur Morgunblaðið/Frikki Lyf Rítalín er örvandi lyf og er nokkuð algengt að það sé misnotað. Jana Rós Reynisdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.