Morgunblaðið - 10.09.2018, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Kvosin, félag sem beitir sér fyrir um-
hverfisvernd á samnefndu svæði í
miðborg Reykjavíkur, telst ekki eiga
lögvarða hagsmuni til að standa að
kæru um lögmæti deiliskipulags-
breytingar á Landsímareit eða vegna
samþykktar byggingarleyfis á reitn-
um. Þetta var niðurstaða úrskurðar-
nefndar umhverfis- og auðlindamála á
fundi í síðustu viku. Vísaði nefndin
málinu frá af þeim sökum.
Félagið Kvosin fer fyrir hópi fólks
sem andmælt hefur fyrirhugaðri hót-
elbyggingu í hluta hins forna Víkur-
kirkjugarðs við Kirkjustræti. For-
maður félagsins er Friðrik Ólafsson,
fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis.
Hefur lögmaður félagsins, Ragnar
Aðalsteinsson, reynt að fá leyfisveit-
ingum borgaryfirvalda hnekkt en
ekki orðið ágengt.
Í niðurstöðu útskurðarnefndar er
bent á að þeir einir geti kært stjórn-
valdsákvarðanir sem eigi lögvarða
hagsmuni tengda ákvörðun sem kæra
á. Til samræmis við aðildarhugtak
stjórnsýsluréttarins hafi þetta skil-
yrði verið túlkað svo að þeir einir telj-
ist eiga lögvarða hagsmuni sem eigi
beinna og einstaklegra hagsmuna að
gæta af úrlausn máls umfram aðra.
Umhverfisverndar-, útivistar- og
hagsmunasamtökum, sem uppfylla
tiltekin skilyrði og hafa þann tilgang
að gæta þeirra hagsmuna sem kæran
lýtur að, sé þó heimilt að kæra til
nefndarinnar nánar tilgreindar
ákvarðanir sem sérstaklega séu til-
greindar í lögum. Sé þar um að ræða
ákvarðanir Skipulagsstofnunar sam-
kvæmt lögum um mat á umhverfis-
áhrifum, ákvarðanir sveitarstjórna
um matsskyldu framkvæmda, leyfis-
veitingar vegna framkvæmda sem
falla undir lög um mat á umhverfis-
áhrifum og ákvarðanir um að veita til-
greind leyfi samkvæmt lögum um
erfðabreyttar lífverur.
„Í máli þessu eru kærðar ákvarð-
anir um breytingu á deiliskipulagi og
veitingu byggingarleyfis, en þær
ákvarðanir falla ekki undir nefnd
undantekningarákvæði og verður að-
ild kæranda ekki á því reist, enda hef-
ur mat á umhverfisáhrifum ekki farið
fram,“ segir úrskurðarnefndin. Úr-
skurðarnefndin bendir á að tilgangur
Kvosarinnar sé að gæta almanna-
hagsmuna og byggist kæra félagsins
fyrst og fremst á slíkum hagsmunum,
en ekki verði séð að þau eigi einstak-
lega og lögvarða hagsmuni tengda
hinum kærðu ákvörðunum umfram
aðra, líkt og krafa sé gerð um í lögum.
Félagið á ekki lögvarða hagsmuni
Morgunblaðið/Hari
Landsímareitur Hluti gamla kirkjugarðsins var innan gulu girðingarinnar.
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísar frá kæru Kvosarinnar vegna Landsímareits
Uppfyllir ekki skilyrði sem tilgreind eru í lögum Snýst um hótelbyggingu í gamla kirkjugarðinum
Deilt um Landsímareit
» Hópur fólks er ósáttur við
byggingu hótels í hluta elsta
kirkjugarðs Reykjavíkur við
Kirkjustræti.
» Félagið Kvosin var stofnað
til að beita sér fyrir umhverf-
isvernd í miðborginni.
» Deilt hefur verið um rétt
borgaryfirvalda til að heimila
bygginguna.
» Öll leyfi hafa fengist til
framkvæmda við hótelbygg-
inguna og eru þær hafnar.
8 Vöruflokkar · 200 PLU númer
· Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · Rafrænn innri strimill
· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 49.900,-
ORMSSON.IS LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · SÍMI 530 2800
99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer · Rafrænn innri
strimill 9000 línur · Stór LCD skjár · SD kortarauf – hægt að
flytja gögn yfir á PC · Sjálfvirk dagsetning og tími
· Hitaprentun · íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 74.900,-
99 vöruflokkar · Allt að 2000 PLU númer ·
Rafrænn innri strimill 9000 línur · Stór LCD
skjár · SD kortarauf – hægt að flytja gögn yfir á
PC · Sjálfvirk dagsetning og tími · Hitaprentun ·
íslenskur strimill· Mjög auðveld í notkun
Verð kr. 79.900,-
XE-A217BXE-A207BXE-A147B
ÖRUGGAR OG
ENDINGARGÓÐAR
40 ár á Íslandi
VæNtANLE
GuRVerð kr. 74.900,-
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Á síðasta fundi skipulags- og sam-
gönguráðs Reykjavíkur var kynnt
tillaga að breyttri hönnun á göt-
unni Steinbryggju. Gatan liggur á
milli Tryggvagötu og Geirsgötu,
milli Tollhússins og nýrra stór-
bygginga á Hafnartorgi. Þessi
götuspotti tilheyrði áður Póst-
hússtræti.
Eins og fram hefur komið í
fréttum hafa staðið yfir endur-
bætur á Tryggvagötu. Við fram-
kvæmdirnar var grafið niður að
hinni fornfrægu steinbryggju sem
hafði farið undir landfyllingu árið
1940. Bryggjan er friðuð og
reyndist hún vera í góðu ástandi.
Hætt við að moka yfir
Upphaflega hugmyndin var sú
að mokað yrði yfir bryggjuna á
nýjan leik. En nú hefur umhverfis-
og skipulagssvið komið með tillögu
um að bryggjan verði gerð sýnileg
til frambúðar. Fyrstu drög að út-
færslu voru kynnt á fundinum á
miðvikudaginn. „Þetta eru frum-
drög og við eigum eftir að skoða
þetta betur en í þessari tillögu eru
stallar niður að bryggjunni sem
mynda dvalarsvæði,“ segir Edda
Ívarsdóttir, borgarhönnuður hjá
umhverfis- og skipulagssviði.
Svæðið sem yrði sýnilegt er rétt
austan við Tollhúsið (Kolaportið).
Edda ítrekar að tillagan sé enn á
vinnslustigi og geti tekið breyt-
ingum.
Efsti hluti steinbryggjunnar er
undir Tryggvagötunni og getur
því ekki orðið sýnilegur. Bryggjan
liggur skáhallt meðfram Tollhús-
inu í norðurátt og lækkar.
Á fundi skipulags- og sam-
gönguráðs gerðu fulltrúar
Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi
bókun:
„Það er ánægjulegt að sjá
fyrstu hugmyndir um breytta
hönnun á svæðinu, varðveita stein-
bryggjuna og gera hana sýnilega
eins og borgarfulltrúar Sjálfstæð-
isflokksins hafa lagt til. Stein-
bryggjan er í góðu ástandi og hef-
ur mikið sögulegt gildi fyrir
borgina, ferðamenn og borg-
arbúa.“
Fulltrúi Pírata, Samfylkingar-
innar og Viðreisnar bókuðu:
„Það er ánægjulegt að sjá
hversu vel steinbryggjan hefur
varðveist í tímans rás. Á þessum
stað bankar sagan upp á og vissu-
legt fagnaðarefni að geta mætt
henni svo vel. Af þessum sökum
fagna fulltrúar Pírata, Samfylk-
ingar og Viðreisnar framlagðri til-
lögu umhverfis og skipulagssviðs
um varðveislu hennar.“
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Steinbryggjan Þessi mynd sýnir vel hvernig bryggjan liggur í jörðu, rétt
austan við Tollhúsið (Kolaportið). Þarna verður hún sýnileg áfram.
Steinbryggjan verður sýnileg
Tillagan er enn
á vinnslustigi
Emil Thorarensen
Eskifirði
Karl Óttar Pétursson, nýr bæjar-
stjóri Fjarðabyggðar, segir að starfið
hafi byrjað vel og frábært starfsfólk
sé á hverju strái.
Karl Óttar gegnir bæjarstjóra-
starfi í fjölmennasta sveitarfélaginu
á Austurlandi, sem nær frá Mjóafirði
yfir Neskaupstað, Eskifjörð,
Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð,
Stöðvarfjörð og til Breiðdalsvíkur og
íbúafjöldinn telur rúmlega fimm þús-
und manns.
Hann tók til starfa 13. ágúst, eftir
að hafa verið valinn úr hópi sjö um-
sækjenda. Í sl. bæjarstjórnarkosn-
ingum féll meirihluti Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokks og nýr meirihluti
Fjarðalistans og Framsóknarflokks
var myndaður eftir sveitarstjórnar-
kosningarnar.
Í samtali við fréttaritara Morgun-
blaðsins kom fram að Karl Óttar er
fæddur og uppalinn í Reykjavík.
Stundaði nám við Menntaskólann að
Laugarvatni, er menntaður lögfræð-
ingur frá Háskóla Íslands og hefur
auk þess BA-próf í sagnfræði. Sam-
býliskona Karls Óttars er Helga
Dóra Jóhannesdóttir.
Karl Óttar hefur ekki til þessa tek-
ið þátt í pólitísku starfi. Síðustu árin
hefur hann starfað sem lögfræðingur
hjá Arion banka við að endurskipu-
leggja fjármál fyrirtækja og ein-
staklinga.
Enn fremur hefur Karl Óttar verið
framkvæmdastjóri sífellt vinsælli
sumarhátíðar Eistnaflugs í Neskaup-
stað. Spurður um merkingu á þessu
nafni Eistnaflug, sem enginn eða fáir
hafa hugmynd um hvað þýðir, gefur
hann svarið umbúðalaust: Einfald-
lega til að grínast, djók sett til höfuðs
Neistaflugi. Færið bara N í Neista-
flugi aftar í orðið = Eistnaflug.
Nýr bæjarstjóri segir
starfið byrja vel
Morgunblaðið/Emil
Bæjarstjóri Karl Óttar Pétursson,
nýr bæjarstjóri Fjarðabyggðar.