Morgunblaðið - 10.09.2018, Page 14
um náð að koma á samningum við
nýja og mjög góða viðskiptavini og
svo bættist írska félagið Ocean-
path við í marsmánuði.“
Að sögn Helga er markmiðið
með kaupunum á Oceanpath og
Solo Seafood m.a. að styrkja stöðu
ISI á nýjum mörkuðum og einnig
að bæta reksturinn með samþætt-
ingu. „Kaupin á Oceanpath færðu
okkur mjög vel rekið fjölskyldu-
fyrirtæki sem annars vegar er
stærsti seljandi ferskra sjávaraf-
urða í smásölu á Írlandi og hins
vegar umfangsmikið í reyktum
sjávarafurðum og sælkeraafurðum
úr sjávarfangi. Um leið nýtur fé-
lagið góðs af samböndum okkar
um allan heim og þeim aðföngum
sem við nýtum frá Íslandi og öðr-
um löndum,“ útskýrir Helgi. „Þeg-
ar gengið hefur verið frá kaup-
unum á Solo Seafood verðum við
komin í enn sterkari stöðu á mjög
svo mikilvægum markaði fyrir
þorskafurðir í Suður-Evrópu um
leið og við fáum geysilega öflug fé-
lög inn í eigendahóp Iceland Sea-
food.“
Vöxtur Iceland Seafood miðar
líka að því að dreifa áhættu. „Í
dag erum við með starfsemi í sjö
löndum og eigum því ekki allt und-
ir því hvernig einn stakur mark-
aður þróast, t.d. á Bretlandi, Ír-
landi, Spáni eða Þýskalandi.“
Sjávarafurðir sækja á
Spurður út í framtíðarhorfurnar
segir Helgi allar líkur á að eftir-
spurn eftir fiski muni aðeins halda
áfram að aukast. „Fiskur er prót-
íngjafi sem neytendur eru mjög
áhugasamir um og skýrist það
bæði af aukinni heilsuvitund og
umhverfissjónarmiðum. Ég sé það
á unga fólkinu í kringum mig að
það hefur önnur gildi sem neyt-
endur og sjávarafurðir falla vel að
þessum gildum. Við sjáum fjöl-
mörg tækifæri til frekari vaxtar í
framtíð enda neysla á sjávar-
afurðum sterk og krafa neytenda
um gæði, áreiðanleika og ábyrgar
afurðir sífellt að aukast.“
Staðan á Evrópumarkaði gefur
tilefni til bjartsýni. Segir Helgi að
efnahagsástand álfunnar virðist
stöðugt og löndin í Suður-Evrópu
á réttri leið. „Í Bretlandi breyttist
kauphegðun neytenda eftir Brexit
með þeim hætti að þeir færðu sig
að einhverju leyti úr ferskum fisk-
afurðum yfir í frosnar. Við gátum
lagað okkur að því og brugðumst
við veikingu pundsins með ýmsum
hætti, t.d. því að kaupa afurðir í
vaxandi mæli frá svæðum eins og
Barentshafi þar sem verð var
lægra,“ segir Helgi en auk Íslands
kaupa fyrirtæki ISI sjávarafurðir
frá tugum landa um allan heim.
Helgi er líka mjög áhugasamur
um vaxtartækifæri í Asíu og segir
harðnandi tollastríð Kína og
Bandaríkjanna geta komið sér vel
fyrir ISI. „Evrópa er okkar hefð-
bundni markaður en stóru tæki-
færin eru fólgin í því að ná sterk-
ari stöðu í Asíu þar sem neysla
sjávarafurða hefur aukist mjög á
undanförnum árum.“
Helgi viðurkennir að yfirstíga
þurfi ýmsar hindranir á mörkuðum
á borð við Kína. „Þegar seljendur
komu fyrst til Kína og vildu selja
þar þorsk ráku þeir sig á að það
var einfaldlega ekki til kínverskt
orð yfir þessa fisktegund og það
gerist ekki á einum degi að okkur
takist að kenna kínverskum milli-
stéttarfjölskyldum að borða
hnakkastykki,“ segir hann og
bendir m.a. á að sú hefð sé mjög
rík í kínverskri matseld að fiskur
sé matreiddur heill. „Í þessum
heimshluta stækkar millistéttin
um tugi milljóna manna ár hvert
og er um að ræða hóp með góða
kaupgetu sem vill tileinka sér
sams konar neysluvenjur og Vest-
urlandabúar. Og þegar þessi bolti
byrjar að rúlla mun hann bara
stækka og stækka.“
Tollastríð BNA og Kína gæti
síðan breytt landslagi markaðarins
fyrir fiskafurðir enda margir fram-
leiðendur sem hafa haft þann hátt-
inn á að senda frystar afurðir til
Kína til fullvinnslu og svo áfram
inn á Bandaríkjamarkað. „Það
liggur núna fyrir að bandarísk
stjórnvöld hyggjast leggja toll á
fisk sem unninn hefur verið í Kína,
líkast til strax í október, en enginn
veit hvort tollurinn verður 10%
eða 25%. Þýðir þetta að íslenskur
fiskur ætti að standa þeim mun
betur að vígi á Bandaríkjamark-
aði.“
Sterkari í S-Evrópu
með Solo Seafood
Stefnt að því að Iceland Seafood kaupi Icelandic Iberica
Forstjórinn eygir stór tækifæri í löndum á borð við Kína
Kaupmáttur „Þegar þessi bolti byrjar að rúlla mun hann bara stækka og stækka,“ segir Helgi um Kínamarkað.
Morgunblaðið/Valli
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Greina má ýmis jákvæð merki í
hálfsársuppgjöri Iceland Seafood
(ISI). Hagnaður af reglulegri
starfsemi jókst um 71% á fyrstu
sex mánuðum ársins miðað við
sama tímabil í fyrra og nam 2,2
milljónum evra fyrir skatt. Þá er
vonast til að á hluthafafundi sem
haldinn verður á morgun, þriðju-
dag, verði samþykkt að fela stjórn
félagsins umboð til útgáfu nýs
hlutafjár til kaupa á Solo Seafood
ehf. sem er eigandi spænska fyr-
irtækisins Icelandic Iberica og
dótturfélaga þess.
Núverandi eigendur Solo Sea-
food eru útgerðarfélögin Fisk Sea-
food, Jakob Valgeir ehf. á Bolung-
arvík, Nesfiskur, Hjörleifur
Ásgeirsson framkvæmdastjóri Ice-
landic Iberica og Sjávarsýn, félag
Bjarna Ármannssonar.
Helgi Anton Eiríksson forstjóri
ISI segir sérstaklega ánægjulegt
að standa á þessum tímamótum
með félaginu og að markmið sem
stjórnendur settu sér um góðan
vöxt í núverandi starfsemi ásamt
ytri vexti með kaupum sterkra fé-
laga gangi vel eftir.
Hafa dreift áhættunni
Tekjuaukning þessa árs skýrist
bæði af aukinni sölu og yfirtökum
og segir Helgi að í grófum drátt-
um sé hægt að skipta starfsemi fé-
lagsins í tvo hluta; sölu og dreif-
ingu annars vegar og hins vegar
virðisaukandi einingu þar sem
sjávarfangi er umbreytt í verð-
mætar neytendavörur: „Undan-
farin ár höfum við einkum verið að
vaxa í virðisaukandi hlutanum,
eignast ný fyrirtæki og náð fram
góðri samþættingu,“ segir hann en
í dag rekur Iceland Seafood fimm
verksmiðjur; tvær í Bretlandi,
tvær á Írlandi og eina á Spáni en
við kaupin á Icelandic Iberica bæt-
ast við tvær verksmiðjur. „Sölu-
vöxturinn hefur dreifst nokkuð
jafnt á milli beggja rekstrarein-
inga en hagnaðarvöxturinn hefur
orðið mestur í virðisaukandi starf-
seminni. Sala hefur aukist, við höf-
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018
Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is
Góð þjónusta
byrjar með
flottu útliti.
Fatnaður fyrir fagfólk
STUTT
● Niðurstöður ís-
lenska hluta nor-
rænu frumkvöðla-
keppninnar Nordic
Startup Awards
voru kynntar í lok
síðustu viku. Keppt
er í fjórtán flokkum
og munu sigurveg-
arar í hverju landi
fyrir sig keppa til
úrslita í Kaup-
mannahöfn í október.
Sigurvegararnir í hverjum flokki eru
sem hér segir: Stofnandi ársins: Þor-
björg Helga Vigfúsdóttir hjá Kara
Connect; sproti ársins og besti heilsu-
tæknisprotinn: Kara Connect; besti ný-
liðinn og besti samfélagsáhrifasprotinn:
PayAnalytics; hetja sprotaumhverf-
isins: Brandur Karlsson; besti fjár-
tæknisprotinn: Payday; besta aðstaðan
fyrir fyrirtæki: Hús Sjávarklasans; fjár-
festir ársins: Crowberry Capital; sult-
arólarsproti ársins: Genki Instruments;
besti vélnámssprotinn: Activity Stream;
besti matartæknisprotinn: Jurt Hydro-
ponics; besti hraðallinn: Startup
Reykjavik; val fólksins: Oliver Luckett.
ai@mbl.is
Þorbjörg Helga valin stofnandi ársins
Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir
● Kínverski milljarðamæringurinn Jack Ma er á förum
frá netverslunarrisanum Alibaba Group sem hann
stofnaði fyrir tveimur áratugum. Frá þessu var greint
um helgina í New York Times.
Ma mun þó ekki hætta störfum alveg strax heldur
mun hann á mánudag kynna langtímaáætlun um
valdaskipti hjá félaginu, sem í dag er metið á um 420
milljarða dala. Að sögn FT mun líða „verulega langur
tími“ þar til Ma lætur af störfum sem stjórn-
arformaður en árið 2013 fékk hann Daniel Zhang til að
taka við framkvæmdastjórastólnum og halda utan um
daglegan rekstur félagsins.
Jack Ma er í dag í hópi ríkustu manna heims og
sagði hann NYT að þegar hann hefði kvatt Alibaba hygðist hann beina kröftum sín-
um að menntamálum, en Ma starfaði á sínum tíma sem enskukennari. ai@mbl.is
Fararsnið á Jack Ma eftir 20 ár hjá Alibaba
Áhrif Jack Ma langar að
beita sér á sviði menntamála.