Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 10.09.2018, Síða 23
ÁTVR-verslunum 1990-98. Þórunn sat í stjórn Landverndar um tíu ára skeið. Þórunn hefur verið búsett í Reykjavík frá 1947. Hún hefur alla tíð verið mikil útivistarkona og ferðast bæði innan lands og utan. Hún fer allra sinna ferða á eigin bíl eða gangandi þegar svo ber undir enda létt á fæti. „Við höfðum ferðast töluvert með Ferðafélaginu áður en ég hóf þar störf og eftir að ég hætti þar störfum slóst ég aftur í hópinn. Ég hef alltaf haft yndi af ferðalögum um landið, hef komið í öll byggðarlög landsins, að Mjóafirði slepptum fyrir austan. Auk þess tel ég mig þekkja hálendið býsna vel enda farið um það þvert og endilangt.“ Var ekki erilsamt að vera fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands? „Jú, það var í mörg horn að líta með ferðir og skipulag þeirra og einnig töluverð vinna við Árbók Ferðafélagsins. Félagið var stofnað 1927, gaf út fyrstu Árbókina 1928 en þær eru nú orðnar 90 talsins. Nú er ég að binda inn Árbækur þess fyrir sjálfa mig og félagið. Á þessum árum jókst gífurlega al- mennur áhugi fólks á göngum í óbyggðum og hefur aukist stöðugt síðan. Þegar Davíð Ólafsson var forseti félagsins var verið að koma fyrir göngubrúm á leiðinni milli Land- mannalauga og Þórsmerkur. Þá stakk ég upp á því að nefna þessa leið Laugaveg og það hefur hún verið kölluð síðan.“ Fjölskylda Þórunn giftist 18.10. 1947 Hauki Bjarnasyni, f. 28.9. 1925, d. 20.8. 2001, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins, en þar starf- aði hann í hálfa öld. Foreldrar hans voru Bjarni Guðnason, húsasmíða- meistari í Reykjavík, og k.h., Mar- grét Hjörleifsdóttir húsmóðir. Börn Þórunnar og Hauks eru: 1) Margrét Birna, f. 31.10. 1948, en maður henn- ar er Bjarni Marinósson og eru þau bændur á Skáney í Reykholtsdal og eiga þrjú börn, Bryndísi Ástu Birg- isdóttur, kennara á Suðureyri, en maður hennar er Bjarni Jóhannsson vélaútgerðarmaður og þau eiga tvö börn, Þórunni Birnu og Jóhann Kára; Hauk, reiðkennara og hrossarækt- anda á Skáney en kona hans er Randi Holaker, reiðkennari og hrossarækt- andi, og þau eiga dæturnar Kristínu Eiri og Söru Margréti; og Vilborgu, hársnyrtimeistara og nú bókara hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, búsetta í Reykjavík, en maður henn- ar er Jón Kristinn Valsson slökkvi- liðsmaður og þau eiga synina Bjarna Val og Einar Inga. 2) Lárus Kristinn, f. 15.10. 1952, starfar við viðskipta- þróun hjá N1, en kona hans er Helga Kristín Kristmundsdóttir, móttöku- stjóri hjá Securitas, og eiga þau fjóra syni, þá Magnús Hauk, starfsmann hjá Öskju bílaumboði, en kona hans er Lovísa Lúðvíksdóttir og þau eiga tvö börn, Bjarna Hauk og Kristínu Örnu; Friðrik, sem lést tveggja mán- aða; Kristin, byggingastjóra hjá Eykt, en börn hans eru Vilhjálmur Helgi, Daníel Kári og Andrea Lárey; og Árna Þór byggingatæknifræðing, en kona hans er Rún Knútsdóttir og þau eiga eina dóttur, Þórhildi. Systkini Þórunnar: Halldóra S.G., f. 22.9. 1923 d. 19.3. 2015, húsmóðir í Reykjavík; Jón Ragnar, f. 11.10. 1924, d. 12.8. 2017, forstjóri Áliðj- unnar í Kópavogi; Valgeir Leifur, f. 20.3. 1926, d. 29.12. 2009, vélvirki í Reykjavík; Magnús, f. 7.2. 1932, raf- virkjameistari í Reykjavík; Ólafía, f. 19.2. 1933, húsmóðir í Reykjavík, og Pétur, f. 17.10. 1937, d. 30.5. 2017, bóndi í Káranesi í Kjós. Hálfsystir Þórunnar, sammæðra, var Svanhildur Jónsdóttir, f. 7.5. 1922, d. 7.8. 2007, húsmóðir í Reykja- vík. Uppeldisbróðir þeirra var Har- aldur Jóhannsson, f. 22.11. 1942, d. 19.10. 2013, síðast bóndi í Munaðar- nesi. Foreldrar Þórunnar voru Lárus Pétursson, f. 14.10. 1898, d. 25.10. 1974, bóndi í Káranesi í Kjós, og k.h., H. Kristín Jónsdóttir, f. 10.9 1896, d. 9.11. 1992, húsfreyja. Þórunn hélt upp á afmælið sitt í gær með fjölskyldu sinni. Þórunn Lárusdóttir Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Káranesi Gottsveinn Gottsveinsson b. í Káranesi Ragnhildur Gottsveinsdóttir húsfreyja í Káranesi Jón Halldórsson b. í Káranesi, síðar í Rvík Kristín Jónsdóttir b. í Káranesi í Kjós Vilborg Árnadóttir húsfr. á Austurvelli Halldór Gíslason b. á Austurvelli á Kjalarnesi og í Káranesi Kristín Þorkelsdóttir Húsfreyja í Flóakoti í Kjós Benjamín Jónsson bóndi í Flóakoti í Kjós Margrét Benjamínsdóttir húsfr. í Miðdal Pétur Árnason b. í Miðdal í Kjós, síðar í Rvík Guðný Magnúsdóttir húsfr. í Hagakoti, frá Efstadal í Laugardal Árni Árnason b. í Hagakoti Úr frændgarði Þórunnar Lárusdóttur Lárus Pétursson b. í Bæ í Kjós og síðar í Káranesi í Kjós ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR! 90 ára Þórunn Lárusdóttir 85 ára Herborg H. Halldórsdóttir Jarþrúður Kristjánsdóttir Stefán Runólfsson 80 ára Gerða S. Jónsdóttir Halldór Sverrir Arason Ólafur Ágústsson 75 ára Gyða Þórhallsdóttir Ingibjörg Ágústsdóttir Jóhanna Þórðardóttir Kristján Helgi Guðmundsson Steinar Halldórsson Svana Ólafsdóttir 70 ára Bryndís G. Friðriksdóttir Guðrún Steinunn Tryggvadóttir Helga Ingibjörg Friðriksdóttir Jón Helgi Sigurðsson María V. Karlsdóttir Valdór Bóasson 60 ára Andrzej Konczal Dagný Þórólfsdóttir Elísabet María Jónasdóttir Herdís Guðrún Reynisdóttir Jóhann Thorarensen Jónas Aðalsteinn Helgason Ólafur Stefán Halldórsson Sigurjón Ingvarsson 50 ára Brynjólfur H. Úlfarsson Emma Ósk Rossiter Facelis Carrasco Peguero Guðrún Hauksdóttir Haraldur Valur Haraldsson Hinrik Bragason Hulda Sæland Jón Heiðar Sveinsson Maciej Jacek Matysek Sigurður Ingi Sigurðsson Sólrún Helga Birgisdóttir Zoran Milutinovic 40 ára Anna Björg Þorgrímsdóttir Bryndís Ósk Björnsdóttir Elvar Þór Alfreðsson Guðmundur Jökull Þorgrímsson Leifur Arnkell Skarphéðinsson María Kristjánsdóttir Valdimar Víðisson 30 ára Anna Kolbrún Kristmundsdóttir Bjarki Óskarsson Garðar Halldórsson Hanna Þóra Jónsdóttir Hera Rut Hólmarsdóttir Jenni Ólafur Salvarsson Jónas Logi Sigurbjörnsson Kristín Valdimarsdóttir Orgest Qytyku Ólöf Ósk Guðmundsdóttir Sandis Liass Sigríður Elísabet Árnadóttir Spodris Lieknins Þórmar Árnason Til hamingju með daginn 40 ára Bryndís Ósk er frá Höfn í Hornafirði en býr í Kópavogi. Hún er með BA í tómstunda- og félags- málafræði, er sjálfstætt starfandi leiðsögumaður og MPM-nemi í HR. Maki: Gísli Jóhann John- sen, f. 1967, húsasmíða- meistari. Sonur: Björn Októvíus, f. 2000. Foreldrar: Björn Gunn- laugsson, f. 1952, og Ing- unn Guðmundsdóttir, f. 1958. Bryndís Ósk Björnsdóttir 40 ára Leifur er Ísfirð- ingur en býr í Reykjavík. Hann er lögfræðingur hjá fjármála- og efna- hagsráðuneytinu. Maki: Emese Henczes, frá Ungverjalandi, f. 1980, efnaverkfræð- ingur. Dóttir: Annabella Eyrún, f. 2016. Foreldrar: Skarphéðinn Gíslason, f. 1957, skip- stjóri, og Eyrún Leifs- dóttir, f. 1954, vinnur á Dvalarheimilinu Hlíf. Leifur Arnkell Skarphéðinsson 30 ára María Ósk er úr Vesturbænum í Reykja- vík. Hún er nemi í viðskiptafræði í HR. Maki: Victor Pétur Ólafsson, f. 1983, kvik- myndagerðarmaður. Sonur: Harry Ingvi, f. 2018. Foreldrar: Ingvi Jón Rafnsson, f. 1960, d. 2008, matreiðslumeist- ari, og Þóra Helga Jónsdóttir, f. 1961, mat- ráður hjá Olís, búsett í Rvík. María Ósk Ingvadóttir Bergur Einarsson hefur varið dokt- orsritgerð sína í jarðeðlisfræði við Há- skóla Íslands. Heiti ritgerðarinnar er Vatnafræði íslenskra jökla: Jökulhlaup og ísflæði (e. Subglacial hydrology of the Icelandic ice caps: Outburst floods and ice dynamics). Leiðbeinandi var dr. Tómas Jóhannesson, fagstjóri á sviði jöklafræði á Veðurstofu Íslands. Meginviðfangsefni ritgerðarinnar eru rannsóknir á rennsli vatns í og undir jöklum og áhrifum þess á botn- skrið, bæði við venjulegar aðstæður og aftakaaðstæður í jökulhlaupum. Ritgerðin byggist á mælingum á hreyf- ingu jökla og gögnum um rennsli jök- ulhlaupa og jökuláa. Einnig er notast við líkanreiknað afrennsli frá norð- anverðum Hofsjökli og vestanverðum Vatnajökli. Unnir eru líkanreikningar á ísflæði í íshellu yfir lónum við jökul- botn sem tæmast í jökulhlaupum. Mælingarnar og túlkun gagnanna frá jökulhlaupunum sýna: (1) hvernig þrýstibylgja gengur niður hlaupfarveg- inn undir jöklinum í hraðrísandi jök- ulhlaupum og myndar rými fyrir flóð- vatnið með því að lyfta jöklinum, (2) aukna hreyfingu jökulsins meðan á jökulhlaupum stendur vegna minnk- aðs viðnáms við botn, (3) vatnssöfnun undir jöklinum í hægrísandi jök- ulhlaupum og (4) lyftingu jökulsins í bæði hæg- og hraðrísandi jökul- hlaupum vegna vatnsþrýstings við botn sem er hærri en fargþrýstingur jökulsins. Seinustu tvær niðurstöð- urnar stangast á við hefðbundnar kenningar um hægrísandi jökulhlaup. Mælingar á hreyfingu Sátujökuls og Skaftárjökuls fyrir tímabil milli hlaupa sýna aukið ísskrið vegna áhrifa vatns á viðnám við jökulbotn. Þessar niðurstöður eru mikilvægar því aukinn skilningur á vatnskerfi við botn jökla og áhrifum þess á ísskrið er mikilvægur fyrir spár um breytingar á jöklum og hækkun á sjávarborði heimshafanna af þeirra völdum. Góð þekking á jökulhlaupum er líka mik- ilvæg því þau geta skapað hættu. Doktorsverkefnið var unnið á Veð- urstofu Íslands sem hluti af sam- norræna öndvegissetrinu SVALI, „Stability and Variations of Arctic Land Ice“ sem var fjármagnað af Nor- rænu ráðherranefndinni. Bergur Einarsson Bergur Einarsson (f. 1981) lauk BS-gráðu í jarðeðlisfræði frá Háskóla Íslands ár- ið 2004 og MS-gráðu í sömu grein, frá sama skóla árið 2009. Bergur starfaði hjá Vatnamælingum Orkustofnunar að loknu BS-námi og meðan á MS-námi stóð. Bergur hefur starfað á Veðurstofu Íslands frá sameiningu Vatnamælinga og Veð- urstofunnar árið 2009. Foreldrar Bergs eru Gíslný Bára Þórðardóttir og Einar Ólafsson. Doktor Hægt er að senda mynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.