Morgunblaðið - 10.09.2018, Page 26

Morgunblaðið - 10.09.2018, Page 26
VIÐTAL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Íslenskan virðist ekki eiga til orð sem nær að lýsa nægilega vel því sem Elín Elísabet Einarsdóttir starfar við. Á ensku er til orðið „illustrator“ og er kannski best lýst þannig að það lend- ir á mörkum þess að vera listamaður og myndasöguhöfundur. Sjálf kýs El- ín að nota einfaldlega titilinn „teikn- ari“ en störf hennar spanna allt frá bráðskemmtilegum myndum sem hún birtir í Reykjavik Grapevine og á Facebook yfir í að nota lit og blýant til að miðla daglegu lífi kvenna suður í Senegal þar sem hún dvaldi á sínum tíma um mánaðar skeið. Elín er 25 ára gömul og útskrif- aðist fyrir tveimur árum úr teikni- deild Myndlistaskólans í Reykjavík. Hún segir að þökk sé þessari nýju deild fari teiknarastéttinn hér á landi ört stækkandi: „Bæði dælir skólinn út í kringum fimmtán nýjum teikn- urum ár hvert en svo er eftirspurnin eftir hæfileikum þeirra líka að aukast og t.d. orðið vinsælt að fá teiknara á staðinn til að skrásetja mikilvæga viðburði á borð við ráðstefnur, stór- afmæli og brúðkaup.“ Þrívítt listform Það má skipta verkum Elínar í nokkra flokka. Annars vegar eru myndasögurnar sem hún byggir að hluta á eigin lífi, þá eru skreytingar fyrir blöð, bækur, plötuumslög og kort, teikningar af fólki og samfélagi og loks málverkaserían Pink Ladies sem Elín vonast til að sýna síðar í vet- ur. Teikningarnar má sjá bæði á Fa- cebook.com/elinelisabete og á www.elinelisabet.com. Hún segir teikningu vera listform sem býður upp á allt aðra möguleika en t.d. ljósmyndun eða hefðbundið málverk. Teiknarinn fangar umhverf- ið með öðrum hætti en málarinn og getur leyft sér meira en ljósmynd- arinn við samsetningu myndarinnar. „Teikningin er mjög persónulegt list- form og teiknarinn getur dregið fram vinkla á myndefninu sem enginn ann- ar sér. Er kannski hægt að segja að teikningin sé þrívíðari en t.d. ljós- mynd og teiknarinn getur dregið úr umhverfi sínu það sem honum finnst áhugaverðast.“ Þessi eiginleiki listformsins sést vel í útskriftarverkefni Elínar; fal- legri bók sem hún gerði um Borg- „Teikningin er mjög persónu- legt listform“  Elín Elísabet hefur vakið athygli með myndasögum sínum og teikningum Morgunblaðið/Valli Miðill „Allir eiga rétt á að geta séð sig sjálfa í þeirri menningu sem við neytum, bæði í teikningum, myndasögum og annars staðar,“ segir Elín Elísabet Einarsdóttir um mikilvægi þess að kröftugar konur sjáist í myndasögum. 26 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. SEPTEMBER 2018 Katrín Halldóra og Arctic Swing-kvintettinn Norðurhjarasveifla Arctic Swing-kvintettinn hélt uppi svalri sveiflu. Ánægðar Á meðal tónleikagesta voru þær Anna, Ásbjörg, Marta og Klara. Myndasögur Elínar fyrir Reykja- vik Grapevine hafa vakið verð- skuldaða athygli. Aðalsöguhetj- an byggist á Elínu sjálfri og viðfangsefnið er óbærilegur hversdagsleiki ungrar íslenskr- ar konu. Hún segir þessa myndasögu hluta af stærri bylgju sjálfsævisögulegra myndasagna sem finna má á samfélagsmiðlunum nú til dags. „Stíllinn kom alveg óvart. Ég var að skissa í strætó, orðin of- boðslega bílveik en líka við það að sofna af þreytu. Mér hug- kvæmdist að teikna sjálfa mig í strætó og sú teikning var upp- hafið að þessari sögupersónu.“ Söguhetjan fæddist í strætó KUNNUGLEGT ÚTLIT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.