Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 41
inu sé þar einnig talsvert af köðlum og netum fiskimanna. Leynd hætta í snertilinsum Snertilinsur sýnast tæpast skað- ræðistól en sé þeim sturtað niður eða skolað niður um handlaugar stafar samt af þeim hætta. Skrifast hluti örplastsmengunar á þær, að sögn vísindamanna við Arizonahá- skóla (ASU) í Bandaríkjunum. Þeir segja úrgang sem til fellur, bæði linsurnar sjálfar og umbúðir þeirra, jafngilda 400 milljónum tannbursta á ári. „Þær eru verulegir skaðvaldar. Milljarðar linsa enda í skólpinu ár hvert. Þar er árlega um að ræða um 20 tonna magn af snertil- insum,“ segir Rolf Halden við líf- fræði- og vistfræðistofnun ASU. Við þetta bætast svo um 13.000 tonn af plastumbúðum um lins- urnar. Í Bandaríkjunum einum og sér brúka um 45 milljónir snerti- linsur að staðaldri og er notkunin áætluð 13 milljarðar linsa á ári. Rannsóknir ASU sýna að milli 15 og 20% notenda sturti þeim niður. Hvað verður svo um linsurnar? kann að vera spurt. Rannsókn- armenn ASU fundu þær í vatns- hreinsistöðvum þar sem þær tætt- ust í sundur en eyddust ekki. Þaðan bárust öragnirnar út í sjó eða féllu til botns og urðu þar með hluti af botnfalli sem oft er brúkað sem áburður á gróðurlendi. Með af- rennslisvatni bárust agnirnar svo aftur út í sjó. Smáfiskar og svifdýr geta í misgripum tekið þær sem fæðu og þessi ómeltanlegu plast- efni finna þannig leið upp eftir matvælakeðjunni, alla leið upp í matvæli fólks. Vísindamennirnir við ASU segja fólk ekki átta sig á hversu skaðlegar snertilinsur væru umhverfinu og hvetja framleið- endur til að beina því til notenda að fleygja þeim með öðrum föstum úr- gangi í sorpið fremur en skola þeim niður. Reyndist aðeins einn linsuframleiðandi með ábendingu í þessa átt á linsuumbúðum sínum. Frakkar áforma frá og með næsta ári að refsa framleiðendum sem pakka vörum sínum inn í óendurvinnanlegt plast á þann veg að vörurnar verða um 10% dýrari og því óseljanlegri. Er þetta liður í skuldbindingum um að nota aðeins endurvinnanlegt plast í landinu frá og með árinu 2025. Brune Poirson, aðstoðarráðherra í umhverfisráðu- neytinu í París, segir að fleiri að- gerðir séu í farvatninu, m.a. greiðsla skilagjalds fyrir plast- flöskur. „Það er ekki nóg að segja plastinu stríð á hendur, það verður að umbreyta efnahagslífinu líka,“ sagði hann við blaðið Journal du Dimanche. Áætlanir frönsku stjórnarinnar þykja mörgum ónógar. „Þær eru aðeins hluti lausnarinnar því um er að ræða endurvinnslu eingöngu en ekki að draga úr plastnotkun,“ sagði Fanny Vismara, skipuleggj- andi svonefndra „plastárása“ í Frakklandi. Láta mun nærri að Frakkar endurvinni um 25% þess plasts sem til fellur, að sögn neyt- endatímaritsins 60 Million Consu- mers. Sogrörin undir fallöxina Um árabil hefur baráttan beinst aðallega gegn plastpokum, sem hafa verið upprættir úr stórmörk- uðum. Í seinni tíð hafa sogrör úr plasti bæst í hóp skotmarka. Í ára- tugi hafa þau verið ómissandi við neyslu hanastéla, smoothie-drykkja og skyndibita. Allt stefnir í að það muni breytast, því m.a. hafa versl- anakeðjurnar Carrefour og Leclerc heitið því að hætta sölu sogröra á næstu mánuðum en sala þeirra verður alfarið bönnuð í landinu frá og með ársbyrjun 2020. Önnur strá en úr plasti eru fáan- leg en eru mun dýrari. Fimm stjörnu hótelið Monte Carlo Palace í Mónakó hefur tekið í notkun sog- rör sem brotna niður í náttúrunni. Aðrir brúka rör úr hráu pasta eða bambussprotum. Bandaríkjamenn hafa verið andvígir herferðinni gegn plastinu en á sama tíma eru Evrópuríkin að taka forystu með notkun annaðhvort niðurbrjót- anlegs plasts sem unnið er úr jarð- eldsneyti eða úr kartöflum og korni. Um 100.000 tonn af lífrænu plasti voru framleidd í veröldinni árið 2016, að sögn sérfróðrar þýskrar stofnunar á þessu sviði, Nova-Institute. Í fyrra óx afkasta- geta framleiðslunnar í 800.000 tonn. Stjórnvöld í París boða auknar álögur á urðun sorps en lækkun gjalda á endurvinnslustöðvar í þeirri von að minnka það plast sem sleppur út í sjó. Evrópusambandið (ESB) hvatti aðildarríkin í maí til að draga stórlega úr notkun ein- nota umbúða úr plasti og taka end- urvinnanlegar umbúðir upp í stað- inn. Að mati sérfræðinga hefur notkun umbúða úr plasti vaxið stórlega, eða um 40% á heimsvísu á aðeins tíu síðustu árum. Carlsberg dregur úr plasti Danska bjórfyrirtækið Carlsberg hefur ákveðið að leggja baráttunni gegn plasti lið. Verða bjórdósir ekki lengur plastaðar saman í sex bauka kippur. Í staðinn verða baukarnir bræddir saman en með þessu minnkar plastnotkun Carls- berg um rúmlega 1.200 tonn á ári, eða um 76%. Jafngildir það 60 milljónum innkaupaplastpoka. Carlsberg bætist í hóp stórfyr- irtækja sem stigið hafa skref til að draga úr umbúðaplasti, en þar má nefna Ikea, McDonalds, Starbucks og Adidas. AFP AFP Plastfiara Fjara á strönd Senegal í júní í sumar. Er hún þakin rusli, þar á meðal plasti, sem rekið hefur þangað. FRÉTTIR 41Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Poul Thomsen, framkvæmdastjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins, flytur erindi í Eyri í Hörpu laugardaginn 15. september kl. 15:00 en þann dag verða tíu ár liðin frá falli Lehman Brothers. Að erindinu loknu mun Thomsen taka við spurningum úr sal. Erindi Thomsens nefnist Iceland’s Successful Stabilization Program and the Role of the IMF. Poul Thomsen hefur verið framkvæmda- stjóri Evrópudeildar Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins síðan í nóvember 2014. Þar áður var hann m.a. formaður sendinefnda sjóðsins í samningum við ýmis lönd um lánafyrir- greiðslu frá sjóðnum, svo sem Grikkland og Portúgal, og hann fór fyrir sendinefnd sjóðsins í samningum við íslensk stjórnvöld haustið 2008. Í erindi sínu mun hann m.a. fjalla um reynsluna af efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. SEÐLABANKI ÍSLANDS Iceland’s Successful Stabilization Program and the Role of the IMF Lagersala í nokkra daga – Ótrúlega lágt verð Suðurlandsbraut 30 • sími 553 3755
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.