Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 47
UMRÆÐAN 47 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Ég hef lungann úr minni starfsævi unnið í miðbænum og er alinn þar upp. Á þeim tíma hefur því miður margt farið aflaga og svæðið er ekki lengur sá verslunaráfangastaður sem áður var. Síðustu árin hafa borgaryf- irvöld verið okkar versti óvinur. Nú er búið að múra inn miðbæinn með vegatálmum og loka þar með fyrir aðgengi að versl- unum, veitingastöðum, hótelum og annarri þjónustu. Afleiðing þessa er sú að fjöldi verslana flýr miðbæinn eða hættir einfaldlega rekstri. Öryggi borgara og gesta miðbæj- arins er stórlega skert með lok- unum. Almenningssamgöngur um svæðið eru mjög bágbornar, strætó fer nú um Hverfisgötu tímabundið vegna framkvæmda við Hörpureit- inn, en í framtíðinni verða gestir miðbæjarins að ganga upp nokkur hundruð metra brekku frá Sæbraut til að komast að verslun og þjón- ustu við Laugaveg og Skólavörðu- stíg. Þá stendur til að biðstöð svo- kallaðrar borgarlínu fyrir miðbæinn verði við BSÍ og þaðan er að minnsta kost 14 mínútna gangur upp erfiða brekku að Skólavörðu- stíg og Laugavegi. Miðbærinn mun ekki þola frekari tálmanir á að- gengi. Mér er eðlilega spurn hvers vegna borgarstjórnin er á móti blómlegum miðbæ þar sem allur þorri landsmanna gæti sótt verslanir, þjón- ustu og veitingahús í bland við erlendu ferðamennina? Borg- arstjórnin virðist ekki skilja að miðbærinn mun ekki lifa af án Ís- lendinga. Leita þarf leiða til að auðvelda aðgengi að miðbænum í stað þess að hefta það. Borgarfulltrúarnir segja gjarnan við okkur sem stöndum vaktina hér í miðbænum að kannanir sýni að landsmenn vilji hafa göngugötur. En úr því að þær eru svona vinsæl- ar, hvers vegna koma Íslendingar þá ekki í bæinn til að versla og sækja aðra þjónustu? Ferðamenn furða sig á því að heimamenn séu ekki í bænum og spyrja hvar þeir geti séð Íslendinga. Sumir verða furðu lostnir þegar þeir stíga inn í verslunina mína og komast að því að ég er Íslendingur, enda ekki óal- gengt að ferðamenn séu hér í nokkra daga og hitti varla nokkurn innfæddan, enda er starfsfólk hót- ela, veitingastaða og verslana oftar en ekki af erlendum uppruna. Sífellt minnkar þjónustan hér á þessu svæði, en nýlega bárust af því fregnir að pósthúsið væri á förum, þrátt fyrir að þar sé alltaf fullt út úr dyrum. Ástæðan er sögð sú að margir viðskiptavinir kvarti yfir því að fá ekki bílastæði og aðgengi sé erfitt fyrir póstflutningabílana. Þess verður þá ekki langt að bíða að starfsfólk og íbúar miðbæjarins muni þurfa að fara akandi út á póst- hús í Bændahöllinni/Hótel Sögu. Foreldrar mínir fluttu á Skóla- vörðustíginn fyrir rúmum aldar- fjórðungi og þá var nánast öll þjón- usta í göngufæri. Vinstriöflin hafa verið við völd í borginni meira og minna síðan 1994 og hafa allan þann tíma talað fyrir meiri almennings- samgöngum og að fólk þyrfti ekki að eiga bíl en á sama tíma hefur þetta fólk skapað borgarumhverfi sem gerir okkur ómögulegt að vera án bíls. Stjórnmálamennirnir hafa unnið algjörlega gegn yfirlýstum markmiðum og aldrei jafn hratt og síðustu átta árin. Nú er mál að linni og orðið tíma- bært að borgaryfirvöld leggi við hlustir og fái okkur sem hér búum og störfum í lið með sér til að gera miðbæinn aftur að verslunaráfanga- stað fyrir landsmenn alla. Borgarstjórn vinnur hörðum höndum við að eyðileggja miðbæinn Eftir Bolla Ófeigsson » Síðustu árin hafa borgaryfirvöld þrengt að verslunum í miðbænum í stað þess greiða leiðir að þeim. Bolli Ófeigsson Höfundur er gullsmíðameistari og nemi í rafvirkjun. bolli@ofeigur.is Það hafði rignt allan daginn en nú var komið kvöld. Þau stóðu í forstof- unni, án þess að hafa bankað, og það draup af þeim á parkettið. Þau voru þrjú, hjón og sirka tíu ára telpa, og héldu á töskum án þess að leggja þær frá sér. Hvar er herbergið, sagði maður- inn, við vorum búin að panta. Við viljum komast í herbergið. Ég horfði áhyggjufullur á stækk- andi pollinn á gólfinu og síðan á fólk- ið sem hafði villst inn á heimilið. Farðað andlit konunnar hafði runnið til og komin skekkja í andlitsdrætt- ina og telpan var með hálfgerða skeifu þar sem hún stóð með bangs- ann sinn. Sorrí, sagði ég, þetta er ekki bændagisting, við erum síðasti bær- inn í dalnum sem ekki er að gera út á ferðaharkið, sorrí. Last Valley what, hváði maðurinn, – við viljum komast strax í her- bergið, við erum þreytt. Þá sá ég að hann hafði ekki skilið mikið hvað ég sagði og fékk að líta á appið hjá honum. Bráðagróði gist- ing, stóð þar og ég vísaði þeim leið- ina með handapati. Svo þurrkaði ég pollinn. Sunnlendingur. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Ferð með fyrirheitum Gististaður Sumir ferðamenn gera ekki boð á undan sér. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.