Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vöktun Hvalfjarðarganga verður með svipuðu sniði og verið hefur. Unnið er að því að útfæra vöktunina og jafnframt er verið að vinna við- bragðsáætlun sem þarf að vera tilbúin þegar Vegagerðin tekur við göngunum af Speli, sem verður að öllu óbreyttu 30. september næst- komandi. Þetta upplýsir G. Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi Vegagerð- arinnar, aðspurður. G. Pétur segir að mönnuð vakt verði við göngin, a.m.k. fyrstu mán- uðina, meðan Vegagerðin er að átta sig betur á þessu verkefni. „Vöktun með myndavélum er auðvitað lykil- atriði til að geta brugðist við komi eitthvað upp í göngunum,“ segir hann. Starfsmenn Spalar munu hætta afskiptum af göngunum Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið tilkynnti stjórn Spalar 7. maí sl. að ríkið myndi ekki yfirtaka félögin sem eiga og reka göngin, líkt og rætt hafði verið um áður í samskiptum Spalar við fjármála- ráðuneytið, fyrst á árinu 2009. Þetta þýðir að starfsmenn Spalar munu ekki koma að rekstri gang- anna frá og með mánaðamótum. Í þeim hópi er Marinó Tryggvason, rekstrarstjóri og öryggisfulltrúi Spalar, sem þekkir göngin manna best. Marinó segir það misjafnt milli ára hve mörg óhöpp verða. Aðeins eitt alvarlegt slys hefur orðið á þeim 20 árum sem göngin hafa ver- ið í rekstri. Í maí 2016 varð bana- slys í göngunum. En alloft hefur orðið tjón á öku- tækjum og klæðningu í göngunum þegar árekstrar hafa orðið. Að sögn Marinós gerist það hins vegar nánast á hverjum degi að ökutæki bili í göngunum. Vaktmenn sjá þetta í myndavélakerfum gang- anna. Ef tveir menn eru á vakt hafa starfsmenn Spalar brugðist fljótt við og dregið bílana upp úr göng- unum. Til þess verks er notaður Nissan Navara-skutbíll Spalar, en hann er með blikkbúnaði. Bíllinn er eitt af því fáa sem Vegagerðin þáði að gjöf frá Speli, fyrir utan göngin sjálf. Starfsfólk á skrifstofu Spalar mun vinna að uppgjöri og frágangi til loka ársins og sumir fram á nýtt ár. Starfsmenn félagsins eru átta talsins. Mönnuð vakt verður áfram  Vegagerðin útfærir vöktun og viðbragðsáætlun vegna Hvalfjarðarganga  Nær daglegt brauð að ökutæki bili í göngunum  Dráttarbíll er tiltækur Ljósmynd/Spölur Hvalfjarðargöng Vakt verður áfram í stóra gjaldskýlinu norðan ganganna. Litlu gjaldskýlin tvö verða rifin. Valitor hefur sent frá sér viðvörun vegna nýrra svikapósta sem sendir hafa verið í nafni Netflix. Efni póst- anna er fölsk tilkynning um að fyr- irtækið sé í vandræðum með inn- heimtuupplýsingar fyrir viðkomandi og að hann þurfi að uppfæra korta- upplýsingar sínar. Tölvuþrjótarnir senda tölvupóst á fólk hvort sem það er með áskrift að Neflix eða ekki. Í viðvörun Valitors kemur einnig fram að svo virðist sem í gangi sé svikapóstur sem látið er líta út fyrir að sendur sé í nafni Símans. Ekki smella á hlekkinn Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstinn ekki. Smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp korta- upplýsingar. Best sé að eyða póst- inum strax. Hafi fólk brugðist við slíkum pósti er brýnt fyrir því að hafa samband strax við þjónustuver Valitors. Svik Póstur sem margir hafa fengið. Svíkja út kortaupp- lýsingar  Varað við pósti á nafni Netflix
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.