Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 28

Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Á ári Grísins 19 daga ferð frá byrjun júní 2019 með KÍNAKLÚBBI UNNAR Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI, GUILIN, XIAN og BEIJING. Einnig siglt á LI fljótinu og gengið á KÍNAMÚRNUM. Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund Kínasafn Unnar Njálsgötu 33B, er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.00–16.00. Aðgangur kr. 1.000.- Einnig er hægt að panta sérsýningar. Kínastund Hópar og einstaklingar geta pantað ,,Kínastund“, á Njálsgötunni, með myndasýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum. Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 40. hópferðin, sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Ferðaskráin er á vefnum. Til Kína með konu sem kann sitt Kína Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com Netfang: kinaklubbur@simnet.is GEYMIÐ GJARNAN AUGLÝSINGUNA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjöldi fólks sem slasast hefur í hópferðabifreiðum hefur marg- faldast frá árinu 2013. Á síðasta ári slösuðust 68 manns, þar af 15 alvarlega eða létust, en aðeins tveir á árinu 2013. Slysunum hef- ur fjölgað meira en nemur fjölgun erlendra ferðamanna. Eigi að síð- ur álykta höfundar skýrslu um öryggi farþega í hópbifreiðum sem svo, með samanburði við slys fólks í fólksbifreiðum og ekna kílómetra, að öruggara sé að ferðast með hópbifreið en í fólks- bíl. Þrjár af tíu algengustu orsök- um slysa fólks í hópferðabifreið- um á árunum 2013 til 2017 eru veðurtengdar. Þannig er það önn- ur helsta ástæðan að ökutæki fýkur. Farþegi slasast í helmingi tilfella þar sem hópferðabifreið fýkur á hliðina og er það hættu- legra en önnur óhöpp. Það að hópbifreið fjúki út af vegi er einn- ig langalgengasta orsök slysa ut- an höfuðborgarsvæðisins. Hinar veðurtengdu ástæður fyrir slys- um eru slæm færð og slæmt skyggni. Höfundar skýrslu um rannsókn sem VSÓ ráðgjöf gerði fyrir Vegagerðina velta því fyrir sér hvort hópbifreiðar séu al- mennt of mikið á ferðinni í slæm- um veðrum eða hvort upplýsingar um veður séu ekki nægilega góð- ar. Vantar upp á slysaskráningu Í skýrslunni kemur fram að ekki er hægt að meta það hvort slys verða á farþegum sem standa í rútum eða strætisvögnum vegna þess að það er ekki skráð í slysa- skráningu. Tekið er fram að al- mennt sitji farþegar í hópferða- bifreiðum og strætisvögnum utan höfuðborgarsvæðisins. Það komi þó fyrir í hverri viku að farþegar standi á milli Mosfellsbæjar og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Ekki er vitað til að þetta hafi valdið slysum á þessu tímabili. Þar sem vitað er að öryggi fylgi bílbeltum eru ábyrgðarmenn aksturs hvattir til þess að láta farþega sitja spennta í belti. Slys á fólki í rút- um margfaldast  15 slösuðust alvarlega í rútuslysum á síðasta ári  Veður er oft orsök slysa Þarftu að láta gera við? FINNA.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er útilokað að fleiri sláturhús en Fjallalamb á Kópaskeri fái að flytja lambakjöt á Kínamarkað. Ekkert liggur þó fyrir um það. Verið er að fara yfir túlkanir á skilyrðum sem kínversk stjórnvöld setja fyrir inn- flutningnum. Skilyrði Kínverja um heilbrigði lambakjötsins koma fram í bókun sem utanríkisráðherra Íslands og ráðherra tollamála í Kína undirrituðu 7. september í opinberri heimsókn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til Kína. Riðulaus svæði Þau skilyrði eru sett í heilbrigðis- bókuninni að sláturhús, kjötvinnsla og kjötgeymsla skuli vera á riðufríu svæði og afurðirnar þurfi að koma af dýrum sem alin hafa verið á riðulaus- um svæðum. Þá þurfa afurðirnar að vera af kindum sem eru ekki eldri en sex mánaða. Loks má nefna að eitt af skilyrðunum er að fullur rekjanleiki sé á afurðunum til þess svæðis sem dýrið er alið á. Það er til að tryggja að það komi af riðulausu svæði. Fram hefur komið að sláturhús Fjallalambs á Kópaskeri er eina slát- urhúsið sem augljóst er að getur upp- fyllt öll þessi skilyrði og eru forsvars- menn þess þegar farnir að huga að útflutningi til Kína. Vegna þess að samningurinn var undirritaður áður en slátrun hófst þar eru allar afurðir sláturtíðarinnar hæfar í útflutning- inn. Það einfaldar málið. Í skriflegu svari utanríkisráðu- neytisins kemur fram að vonir standi til að fleiri sláturhús fái vottun kín- verskra heilbrigðisyfirvalda innan tíðar. Þorsteinn Þórðarson, fram- kvæmdastjóri markaðsskrifstofu Matvælastofnunar, segir þegar hann er spurður um möguleika annarra sláturhúsa að eftir sé að rýna samn- inginn og túlka. Hann segir að það sé aðeins möguleiki á að fleiri sláturhús geti fullnægt skilyrðunum en ekkert sé hreint eða klárt í því. Hann treyst- ir sér ekki til að nefna dæmi um það. Spurður um frekari opnun segir Þorvaldur að það gerist ekki nema samið verði upp á nýtt. Inn á markaðinn Fram kom í blaðinu í gær að Fjallalamb hefur ekki nema rúm 100 tonn af lambakjöti til að flytja út en heildarútflutningsþörfin er rúm 3.000 tonn á ári. „Ekki þótti skyn- samlegt að bíða eftir því að öll slát- urhús fengju vottun áður en innflutn- ingur gæti hafist. Mestu skiptir að hafa nú komist inn á þennan stóra markað með íslenskt lambakjöt, þótt í litlum mæli sé til að byrja með,“ skrifar upplýsingafulltrúi utanríkis- ráðuneytisins. Ekki útilokað að fleiri uppfylli skilyrði Kína  Ströng skilyrði um riðu bókuð í heilbrigðissamningi Morgunblaðið/RAX Sláturhús Kínverjar gera allt aðrar og meiri kröfur varðandi riðu en stjórnvöld í öðrum löndum sem íslenskt kindakjöt er flutt á. Kindakjöt er flutt vandræðalaust á flesta aðra markaði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.