Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 28
28 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Á ári Grísins 19 daga ferð frá byrjun júní 2019 með KÍNAKLÚBBI UNNAR Farið verður til SHANGHAI, SUZHOU, TONGLI, GUILIN, XIAN og BEIJING. Einnig siglt á LI fljótinu og gengið á KÍNAMÚRNUM. Heildarverð á mann: Kr. 660 þúsund Kínasafn Unnar Njálsgötu 33B, er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14.00–16.00. Aðgangur kr. 1.000.- Einnig er hægt að panta sérsýningar. Kínastund Hópar og einstaklingar geta pantað ,,Kínastund“, á Njálsgötunni, með myndasýningu, sýningu á Tai-Chi og kínverskum listmunum, ásamt veitingum. Allt innifalið, þ.e. full dagskrá skv. ferðaskrá, gisting í tvíbýli á 4-5 stjörnu hótelum (einb. + 100 þ.), fullt fæði með máltíðardrykkjum, skattar og gjöld, staðarleiðsögumenn og fararstjórn Unnar Guðjónsdóttur, en þetta verður 40. hópferðin, sem hún skipuleggur og leiðir um Kína. Ferðaskráin er á vefnum. Til Kína með konu sem kann sitt Kína Kínaklúbbur Unnar Njálsgötu 33, 101 Reykjavík sími: 551 2596, farsími: 868 2726 Vefsíða: kinaklubbur.weebly.com Netfang: kinaklubbur@simnet.is GEYMIÐ GJARNAN AUGLÝSINGUNA Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjöldi fólks sem slasast hefur í hópferðabifreiðum hefur marg- faldast frá árinu 2013. Á síðasta ári slösuðust 68 manns, þar af 15 alvarlega eða létust, en aðeins tveir á árinu 2013. Slysunum hef- ur fjölgað meira en nemur fjölgun erlendra ferðamanna. Eigi að síð- ur álykta höfundar skýrslu um öryggi farþega í hópbifreiðum sem svo, með samanburði við slys fólks í fólksbifreiðum og ekna kílómetra, að öruggara sé að ferðast með hópbifreið en í fólks- bíl. Þrjár af tíu algengustu orsök- um slysa fólks í hópferðabifreið- um á árunum 2013 til 2017 eru veðurtengdar. Þannig er það önn- ur helsta ástæðan að ökutæki fýkur. Farþegi slasast í helmingi tilfella þar sem hópferðabifreið fýkur á hliðina og er það hættu- legra en önnur óhöpp. Það að hópbifreið fjúki út af vegi er einn- ig langalgengasta orsök slysa ut- an höfuðborgarsvæðisins. Hinar veðurtengdu ástæður fyrir slys- um eru slæm færð og slæmt skyggni. Höfundar skýrslu um rannsókn sem VSÓ ráðgjöf gerði fyrir Vegagerðina velta því fyrir sér hvort hópbifreiðar séu al- mennt of mikið á ferðinni í slæm- um veðrum eða hvort upplýsingar um veður séu ekki nægilega góð- ar. Vantar upp á slysaskráningu Í skýrslunni kemur fram að ekki er hægt að meta það hvort slys verða á farþegum sem standa í rútum eða strætisvögnum vegna þess að það er ekki skráð í slysa- skráningu. Tekið er fram að al- mennt sitji farþegar í hópferða- bifreiðum og strætisvögnum utan höfuðborgarsvæðisins. Það komi þó fyrir í hverri viku að farþegar standi á milli Mosfellsbæjar og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Ekki er vitað til að þetta hafi valdið slysum á þessu tímabili. Þar sem vitað er að öryggi fylgi bílbeltum eru ábyrgðarmenn aksturs hvattir til þess að láta farþega sitja spennta í belti. Slys á fólki í rút- um margfaldast  15 slösuðust alvarlega í rútuslysum á síðasta ári  Veður er oft orsök slysa Þarftu að láta gera við? FINNA.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki er útilokað að fleiri sláturhús en Fjallalamb á Kópaskeri fái að flytja lambakjöt á Kínamarkað. Ekkert liggur þó fyrir um það. Verið er að fara yfir túlkanir á skilyrðum sem kínversk stjórnvöld setja fyrir inn- flutningnum. Skilyrði Kínverja um heilbrigði lambakjötsins koma fram í bókun sem utanríkisráðherra Íslands og ráðherra tollamála í Kína undirrituðu 7. september í opinberri heimsókn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til Kína. Riðulaus svæði Þau skilyrði eru sett í heilbrigðis- bókuninni að sláturhús, kjötvinnsla og kjötgeymsla skuli vera á riðufríu svæði og afurðirnar þurfi að koma af dýrum sem alin hafa verið á riðulaus- um svæðum. Þá þurfa afurðirnar að vera af kindum sem eru ekki eldri en sex mánaða. Loks má nefna að eitt af skilyrðunum er að fullur rekjanleiki sé á afurðunum til þess svæðis sem dýrið er alið á. Það er til að tryggja að það komi af riðulausu svæði. Fram hefur komið að sláturhús Fjallalambs á Kópaskeri er eina slát- urhúsið sem augljóst er að getur upp- fyllt öll þessi skilyrði og eru forsvars- menn þess þegar farnir að huga að útflutningi til Kína. Vegna þess að samningurinn var undirritaður áður en slátrun hófst þar eru allar afurðir sláturtíðarinnar hæfar í útflutning- inn. Það einfaldar málið. Í skriflegu svari utanríkisráðu- neytisins kemur fram að vonir standi til að fleiri sláturhús fái vottun kín- verskra heilbrigðisyfirvalda innan tíðar. Þorsteinn Þórðarson, fram- kvæmdastjóri markaðsskrifstofu Matvælastofnunar, segir þegar hann er spurður um möguleika annarra sláturhúsa að eftir sé að rýna samn- inginn og túlka. Hann segir að það sé aðeins möguleiki á að fleiri sláturhús geti fullnægt skilyrðunum en ekkert sé hreint eða klárt í því. Hann treyst- ir sér ekki til að nefna dæmi um það. Spurður um frekari opnun segir Þorvaldur að það gerist ekki nema samið verði upp á nýtt. Inn á markaðinn Fram kom í blaðinu í gær að Fjallalamb hefur ekki nema rúm 100 tonn af lambakjöti til að flytja út en heildarútflutningsþörfin er rúm 3.000 tonn á ári. „Ekki þótti skyn- samlegt að bíða eftir því að öll slát- urhús fengju vottun áður en innflutn- ingur gæti hafist. Mestu skiptir að hafa nú komist inn á þennan stóra markað með íslenskt lambakjöt, þótt í litlum mæli sé til að byrja með,“ skrifar upplýsingafulltrúi utanríkis- ráðuneytisins. Ekki útilokað að fleiri uppfylli skilyrði Kína  Ströng skilyrði um riðu bókuð í heilbrigðissamningi Morgunblaðið/RAX Sláturhús Kínverjar gera allt aðrar og meiri kröfur varðandi riðu en stjórnvöld í öðrum löndum sem íslenskt kindakjöt er flutt á. Kindakjöt er flutt vandræðalaust á flesta aðra markaði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.