Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Nettoline fær 5 stjörnur frá dönskum gagnrýnendum styrkur - ending - gæði allar BaÐHErBErGISINNrÉTTINGar oG ÞVoTTaHÚSINNrÉTTINGar fáSTmEÐ 20%afSlæTTI ÚT SEpTEmBEr 2018 GÓÐ KaUp NÚ Er laG aÐ GEra Við gerum þér hagstætt tilboð í innréttingar, vaska og blöndunartæki - afSláTTUr - 20% íSEpTEmBEr 2 018 Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 • friform.is opIÐ: Mán. - fim. kl. 09 til 18 Föstudaga kl. 09 til 17 Laugardagar kl. 11 til 15 Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Í frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingu á lögum um aukatekjur ríkissjóðs, eru tillögur um hækkun fjölmargra gjalda sem renni í ríkis- sjóð og afli þannig ríkissjóði hálfs milljarðs króna í auknar tekjur. Meðal gjalda sem talin eru upp í greinargerð með frumvarpinu eru dómsmálagjöld, sem eiga að auka tekjur ríkissjóðs um 180 milljónir króna, ýmis vottorð og leyfi eiga að auka tekjur ríkissjóðs um 125 millj- ónir króna, gjöld fyrir ýmsar skrán- ingar og leyfi eiga að auka tekjurnar um 95 milljónir króna og gjöld fyrir þinglýsingar og lögbókandagerðir eiga að auka tekjurnar um 60 millj- ónir. Í greinargerð með frumvarpi fjár- málaráðherra segir orðrétt: „Tilefni og nauðsyn frumvarpsins er brýn þörf á verðlagsuppfærslu þeirra gjalda sem er að finna í lögunum sem mörg hver hafa haldist óbreytt frá árinu 2010.“ Og síðar segir: „Til samanburðar má nefna að vísitala neysluverðs hef- ur hækkað um tæplega 30% frá árs- byrjun 2010. Þá hefur vísitala launa hækkað um og yfir 70% á sama tíma. Í frumvarpinu er lagt til að nær öll gjöldin í lögunum séu uppfærð til árslokaverðlags miðað við áætlaða vísitölu neysluverðs í desembermán- uði 2018 (460,2).“ Líkt og áður segir er áætlað að verðlagsuppfærslan auki tekjur rík- issjóðs um 500 milljónir króna á árs- grundvelli og eru áhrif þessara hækkana metin 0,01% á vísitölu neysluverðs verði frumvarpið óbreytt að lögum, samkvæmt grein- argerð með frumvarpinu. Ýmis gjöld rík- isins hækkuð Aukatekjur ríkissjóðs Viðbótartekjur (milljónir kr.) Dómsmálagjöld 180 Gjöld fyrir þinglýsingar og lögbókandagerðir 60 Gjöld fyrir veitingu atvinnuréttinda og tengdra réttinda (neyslu- og leyfisskattar) 5 Leyfi fyrir atvinnustarfsemi og te Ýmis leyfi varðandi heimild til að kaupa og fara m Gjöld fyrir ýmsar skráningar Ýmis vottorð og leyfi Gjöld vegna sérstakrar þjónustu starfsmanna utanríkisþjónustun Samtals borga Morgunblaðið/Þorkell Arnarhváll Tekjur ríkissjóðs aukast um 500 m.kr. með hækkun gjalda.  Flest þeirra hafa verið óbreytt síðan árið 2010 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Framlög til opinberra háskóla á fjár- lögum næsta árs mælast vel fyrir hjá stjórnendum skólanna fjögurra. Framlög hækka en að auki er veitt fé til viðhalds húsnæðis. Heild- argjöld háskólastigsins eru áætluð tæpir 47 milljarðar króna og aukast um ríflega 705 milljónir frá því í ár á föstu verðlagi. Fjárveitingar til kennslu hækka um 158 milljónir króna og fjárveitingar til að styrkja rekstur háskóla og rannsóknarstofn- ana hækka um 245 milljónir. Þá er 275 milljónum varið í stofnkostn- aðarframkvæmdir, framlög til fræða- og þekkingarsetra hækka um 50 milljónir og öðrum 50 milljónum verður varið til endurskoðunar kennaranáms. „Fjárlög eru ekki einfalt skjal að rýna í og það tekur nokkra daga að fara yfir þetta auk samtala við ráðu- neytið. Mér sýnist þó að þetta sé í samræmi við það sem við áttum von á í tengslum við fimm ára fjár- málaætlun ríkisstjórnarinnar. Þarna er tekið tillit til þess að við höfum lent í verulegum vandræðum með húsnæði, höfum þurft að loka 16 skrifstofum og tveimur húsum, en jafnframt er horft til þess að háskól- inn hefur verið í vexti,“ segir Eyjólf- ur Guðmundsson, rektor Háskólans á Akureyri. Framlög til skólans nema ríflega 2,5 milljörðum króna á næsta ári. Eyjólfur segir að margt sé já- kvætt við fjármögnun háskólastigs- ins í heild sinni. „Við erum hins veg- ar enn að berjast við að ná OECD-meðaltalinu. Háskólarnir eru í uppbyggingarfasa eftir mjög mög- ur ár eftir kreppuna. Það er sameig- inlegt verkefni að gera það á skyn- samlegan hátt. Mér finnst stjórnvöld vera að taka góð skref, bæði í pen- ingastefnunni og hugarfari, gagn- vart háskólunum. Við erum þó ekki komin í mark.“ Undir þetta tekur Jón Atli Bene- diktsson, rektor Háskóla Íslands. „Við erum þokkalega sátt. Það er ánægjulegt að sjá einhverja hækkun enda höfum við verið undir- fjármögnuð árum saman. Árang- urinn hefur þó verið frábær á und- anförnum árum en við teljum mikilvægt að hlúa að háskólastarfi í landinu enn frekar,“ segir hann. Framlög til Háskóla Íslands hækka um 5,7 prósent milli ára eða um 879,4 milljónir króna. Þar af eru 676,4 milljónir króna vegna launa og verðlagsbóta. Jón Atli segir að afar mikilvægt sé að ná markmiðum um fjárþörf á hvern nemanda í samanburði við OECD-ríki. „Stefnan er að við náum OECD-meðaltalinu árið 2020 en við bentum á það varðandi fjár- málaáætlun ríkisstjórnarinnar að hæpið væri að það myndi nást. Við teljum gríðarlega mikilvægt að ná þessu meðaltali á næsta ári og hvetj- um stjórnvöld til dáða að halda áfram á þessari braut.“ Erla Björk Örnólfsdóttir, rektor Háskólans á Hólum, kveðst í samtali við Morgunblaðið vera sátt við þá stefnu stjórnvalda að auka fjár- framlög til háskóla landsins. Skólinn fær 471 milljón króna til reksturs á næsta ári sem er nokkur aukning frá fyrra ári. Aukningin skýrist af kjarabótum og viðhaldi fasteigna auk þess sem nýtt verkefni var fært til skólans. „Við erum ánægð með þessa þróun fjárframlaga til skólans en þurfum áfram að fara vel með féð,“ segir Erla Björk. „Þetta lítur ágætlega út. Ég fæ ekki betur séð en að þetta sé 7% hækkun á framlögum til skólans,“ segir Sæmundur Sveinsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Framlög til skólans nema um 980 milljónum króna á fjárlögum næsta árs en þau koma bæði frá landbún- aðarráðuneyti og menntamálaráðu- neytinu. Þar fyrir utan er svo fram- lag sem nýtist til endurbóta á húsnæði skólans að Reykjum í Ölf- usi. „Við erum afskaplega ánægð. Þessi aukning nýtist helst til að ráða fleira fólk, fjárhagsstaða skólans síð- ustu ár hefur ekki leyft það. Nú get- um við gefið í,“ segir Sæmundur. Fagna auknu fjár- magni til háskólanna  Rektorar telja fjárlagafrumvarpið vera skref í rétta átt Morgunblaðið/Ómar Háskóli Íslands Rektor er ánægður með auknar fjárveitingar á næsta ári. Ársskýrslur ráðherra voru í gær birtar í fyrsta skipti samkvæmt lög- um um opinber fjármál. Í lögunum er kveðið á um að hver þeirra skuli birta slíka skýrslu þar sem gera skuli grein fyrir útgjöldum mál- efnasviða og málaflokka og bera saman við fjárheimildir fjárlaga. Þá skal gera grein fyrir fjárveit- ingum til einstakra ríkisaðila og verkefna og leggja mat á ávinning af þeim með tilliti til aðgerða og mark- miða sem sett hafa verið fram í fjár- málaáætlun. Skýrslunum er þannig ætlað að stuðla að auknu gagnsæi um ráðstöfun og nýtingu fjármuna og vera um leið traustur grundvöllur fyrir umræðu um stefnumörkun og forgangsröðun hins opinbera. Markmið með þeim er að fyrir liggi heildstæð samantekt um þróun útgjalda og mat á árangri í saman- burði við sett markmið. Þannig verði tryggð góð yfirsýn og eftirfylgni með framgangi settra markmiða í fjármálaáætlun á einstökum mál- efnasviðum sem ráðherrar bera ábyrgð á. Í skýrslunum er gerður fyrirvari um að endanlegur ríkis- reikningur hafi ekki legið fyrir við gerð þeirra. Því geta þær tekið breytingum við lokafrágang ríkis- reiknings og verða uppfærðar eftir því sem við á. Fjármálaráðuneyti Hver og einn ráðherra skal skila skýrslu um útgjöld. Skýrslur ráðherra birtar í fyrsta sinn  Auki gagnsæi um ráðstöfun ríkisfjár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.