Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 43
herrar Bandaríkjanna hafi á síðustu árum gagnrýnt þessar ráðstafanir á fundum með Orban. „Allt þetta tal um lýðræði er kjaftæði,“ svaraði Or- ban á einum fundanna, að því er blaðið hefur eftir fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Búdapest. Var frjálslyndur Viktor Orban fæddist 31. maí 1963 og ólst upp í þorpum í miðhluta landsins. Hann fór til Búdapest árið 1982 til að nema lögfræði og stjórn- málafræði við Eotvos Lorand- háskóla. Sex árum síðar tók hann þátt í stofnun námsmannahreyfing- arinnar Bandalags ungra lýðræðis- sinna sem varð seinna að stjórn- málaflokknum Fidesz. Hreyfingin aðhylltist frjálslynda stefnu og tók þátt í baráttunni gegn stjórn komm- únista. Orban ávarpaði tugi þúsunda manna á samkomu sem andófsmenn skipulögðu í miðborg Búdapest ásamt umbótasinnum í kommún- istaflokknum í júní 1989. Orban var eini ræðumaðurinn sem notaði tæki- færið til að krefjast þess að herlið Sovétríkjanna færi frá Ungverja- landi því að hinir andófsmennirnir óttuðust á þessum tíma að Míkhaíl Gorbatsjov yrði steypt af stóli í Kreml og harðlínumenn úr röðum kommúnista kæmust aftur til valda í Ungverjalandi. Ræðan vakti því mikla athygli. Orban fékk styrk frá Soros- stofnuninni til að nema stjórn- málafræði við Oxford-háskóla árið 1989. Ungverski verðbréfasalinn og spákaupmaðurinn George Soros kom stofnuninni á fót eftir að hafa auðgast í Bandaríkjunum. Eftir hrun kommúnismans var Orban fyrst kjörinn á þing í kosn- ingum árið 1990. Hann myndaði samsteypustjórn eftir kosningar átta árum síðar þegar Fidesz fékk rúman fjórðung atkvæða og flest þingsæti. Stjórnin var við völd í fjög- ur ár en Fidesz beið nauman ósigur fyrir Sósíalistaflokknum í tvennum kosningum. Orban endurheimti síð- an völdin í kosningum árið 2010 þeg- ar Fidesz fékk 52,7% atkvæða og um tvo þriðju þingsætanna. Flokkurinn hélt yfirburðastöðu sinni á þinginu í kosningum árið 2014 (44,8% fylgi) og í apríl sl. (49,3%). Orban var þá orðinn íhaldssamari í stjórnmálunum og tortrygginn í garð Bandaríkjamanna, m.a. vegna þess að stjórn George W. Bush hafði gagnrýnt hann fyrir að fordæma ekki gyðingahatur í Ungverjalandi. Orban gagnrýndi innrás rúss- neska hersins í Georgíu árið 2008 en kúvending varð í afstöðu hans til Rússa eftir að hann átti fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta ári síðar. Þeir sættust og lögðu grunn- inn að samstarfi þeirra næstu árin. Landið háð Rússum? Seinna samþykkti Orban tilboð Pútíns um að kaupa tvo kjarnakljúfa af Rússum með langtímaláni frá rússneska ríkinu. Samkvæmt samn- ingi ríkjanna eiga Rússar að reisa kjarnorkuver fyrir Ungverja og sjá því fyrir eldsneyti. Áætlað var að kjarnorkuverið kostaði jafnvirði tæpra 1.600 millj- arða króna en talið er að kostnaður- inn verði enn meiri. Sérfræðingar í orkumálum telja mjög líklegt að kjarnorkuverið verði aldrei arðbært vegna þess að arðsemisáætlun stjórnarinnar byggist á tölum frá 2008 þegar orkuverð var miklu hærra en nú. Ungverjar greiða 4% vexti af láninu, talvert hærri en af lánum sem þeim bjóðast núna á al- þjóðlegum markaði. Að sögn The Wall Street Journal viðurkenna ungverskir embættismenn að stjórnin hafi ef til vill samið af sér. Óttast er að landið verði háð rúss- neskum stjórnvöldum í mörg ár vegna skuldarinnar. Stjórn Orbans hefur einnig komið á nýju fyrirkomulagi á sölu jarðgass frá Rússlandi. Það byggist á því að fyrirtæki í eigu ungverskra og rúss- neskra auðmanna fær gasið á lágu verði og selur það síðan viðskipta- vinum með miklum hagnaði. Stjórn- in gerði fleiri samninga sem urðu til þess að menn sem tengjast henni stórauðguðust, þ. á m. tengdasonur forsætisráðherrans. The Wall Street Journal hefur eft- ir ungverskum og bandarískum heimildarmönnum að samstarfið við Rússa felist m.a. í því að rússneskir leyniþjónustumenn fái að starfa að vild í Ungverjalandi. Þeir noti Búda- pest sem bækistöð til að ná fram markmiðum Rússa í Evrópu. AFP Verst gagnrýni Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, flytur ræðu á fundi Evrópuþingsins. Hann and- mælti tillögu um að refsa Ungverjalandi fyrir að ógna lýðræðisgildum ESB og sagði hana móðgun við Ungverja. Sögð ógna lýðræðis- gildum ESB » Evrópuþingið samþykkti í gær með 448 atkvæðum gegn 197 tillögu um að refsa stjórn Viktors Orbans vegna „kerfis- bundinnar“ atlögu hennar að lýðræðisgildum stofnsáttmála Evrópusambandsins. » Ólíklegt er að samþykktin verði til þess að Ungverjaland verði svipt atkvæðisrétti innan ESB því að öll hin aðildarríkin þurfa að samþykkja refsing- una. Pólverjar hafa sagt að þeir ætli að hindra hana. » Þetta er í fyrsta skipti sem þingið hefur tekið skref í þessa átt samkvæmt sjöundu grein stofnsáttmála Evrópusam- bandsins. » Utanríkisráðherra Ungverja- lands sagði að með samþykkt- inni væru þingmennirnir að hefna sín á landinu fyrir and- stöðu við stefnu leiðtoga ESB í innflytjendamálum. FRÉTTIR 43Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Við látum framtíðina rætast. Komdu við hjá sérfræðingum okkar að Laugavegi 174 og kynntu þér úrval Volkswagenatvinnubíla í einni fjölhæfustu fjölskyldu landsins. FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel út búinn pallbíll með 3.0 lítra, 225 hestafla, V6 dísilvél, 550 Nm togi, læst afturdrif, dráttarbeisli, heithúðun á palli, stigbretti, vetrardekk og nú á einstöku tilboðsverði. Volkswagen Amarok verð frá 7.890.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 5.610.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá2.590.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fulkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá4.180.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.