Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 43

Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 43
herrar Bandaríkjanna hafi á síðustu árum gagnrýnt þessar ráðstafanir á fundum með Orban. „Allt þetta tal um lýðræði er kjaftæði,“ svaraði Or- ban á einum fundanna, að því er blaðið hefur eftir fyrrverandi sendi- herra Bandaríkjanna í Búdapest. Var frjálslyndur Viktor Orban fæddist 31. maí 1963 og ólst upp í þorpum í miðhluta landsins. Hann fór til Búdapest árið 1982 til að nema lögfræði og stjórn- málafræði við Eotvos Lorand- háskóla. Sex árum síðar tók hann þátt í stofnun námsmannahreyfing- arinnar Bandalags ungra lýðræðis- sinna sem varð seinna að stjórn- málaflokknum Fidesz. Hreyfingin aðhylltist frjálslynda stefnu og tók þátt í baráttunni gegn stjórn komm- únista. Orban ávarpaði tugi þúsunda manna á samkomu sem andófsmenn skipulögðu í miðborg Búdapest ásamt umbótasinnum í kommún- istaflokknum í júní 1989. Orban var eini ræðumaðurinn sem notaði tæki- færið til að krefjast þess að herlið Sovétríkjanna færi frá Ungverja- landi því að hinir andófsmennirnir óttuðust á þessum tíma að Míkhaíl Gorbatsjov yrði steypt af stóli í Kreml og harðlínumenn úr röðum kommúnista kæmust aftur til valda í Ungverjalandi. Ræðan vakti því mikla athygli. Orban fékk styrk frá Soros- stofnuninni til að nema stjórn- málafræði við Oxford-háskóla árið 1989. Ungverski verðbréfasalinn og spákaupmaðurinn George Soros kom stofnuninni á fót eftir að hafa auðgast í Bandaríkjunum. Eftir hrun kommúnismans var Orban fyrst kjörinn á þing í kosn- ingum árið 1990. Hann myndaði samsteypustjórn eftir kosningar átta árum síðar þegar Fidesz fékk rúman fjórðung atkvæða og flest þingsæti. Stjórnin var við völd í fjög- ur ár en Fidesz beið nauman ósigur fyrir Sósíalistaflokknum í tvennum kosningum. Orban endurheimti síð- an völdin í kosningum árið 2010 þeg- ar Fidesz fékk 52,7% atkvæða og um tvo þriðju þingsætanna. Flokkurinn hélt yfirburðastöðu sinni á þinginu í kosningum árið 2014 (44,8% fylgi) og í apríl sl. (49,3%). Orban var þá orðinn íhaldssamari í stjórnmálunum og tortrygginn í garð Bandaríkjamanna, m.a. vegna þess að stjórn George W. Bush hafði gagnrýnt hann fyrir að fordæma ekki gyðingahatur í Ungverjalandi. Orban gagnrýndi innrás rúss- neska hersins í Georgíu árið 2008 en kúvending varð í afstöðu hans til Rússa eftir að hann átti fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta ári síðar. Þeir sættust og lögðu grunn- inn að samstarfi þeirra næstu árin. Landið háð Rússum? Seinna samþykkti Orban tilboð Pútíns um að kaupa tvo kjarnakljúfa af Rússum með langtímaláni frá rússneska ríkinu. Samkvæmt samn- ingi ríkjanna eiga Rússar að reisa kjarnorkuver fyrir Ungverja og sjá því fyrir eldsneyti. Áætlað var að kjarnorkuverið kostaði jafnvirði tæpra 1.600 millj- arða króna en talið er að kostnaður- inn verði enn meiri. Sérfræðingar í orkumálum telja mjög líklegt að kjarnorkuverið verði aldrei arðbært vegna þess að arðsemisáætlun stjórnarinnar byggist á tölum frá 2008 þegar orkuverð var miklu hærra en nú. Ungverjar greiða 4% vexti af láninu, talvert hærri en af lánum sem þeim bjóðast núna á al- þjóðlegum markaði. Að sögn The Wall Street Journal viðurkenna ungverskir embættismenn að stjórnin hafi ef til vill samið af sér. Óttast er að landið verði háð rúss- neskum stjórnvöldum í mörg ár vegna skuldarinnar. Stjórn Orbans hefur einnig komið á nýju fyrirkomulagi á sölu jarðgass frá Rússlandi. Það byggist á því að fyrirtæki í eigu ungverskra og rúss- neskra auðmanna fær gasið á lágu verði og selur það síðan viðskipta- vinum með miklum hagnaði. Stjórn- in gerði fleiri samninga sem urðu til þess að menn sem tengjast henni stórauðguðust, þ. á m. tengdasonur forsætisráðherrans. The Wall Street Journal hefur eft- ir ungverskum og bandarískum heimildarmönnum að samstarfið við Rússa felist m.a. í því að rússneskir leyniþjónustumenn fái að starfa að vild í Ungverjalandi. Þeir noti Búda- pest sem bækistöð til að ná fram markmiðum Rússa í Evrópu. AFP Verst gagnrýni Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, flytur ræðu á fundi Evrópuþingsins. Hann and- mælti tillögu um að refsa Ungverjalandi fyrir að ógna lýðræðisgildum ESB og sagði hana móðgun við Ungverja. Sögð ógna lýðræðis- gildum ESB » Evrópuþingið samþykkti í gær með 448 atkvæðum gegn 197 tillögu um að refsa stjórn Viktors Orbans vegna „kerfis- bundinnar“ atlögu hennar að lýðræðisgildum stofnsáttmála Evrópusambandsins. » Ólíklegt er að samþykktin verði til þess að Ungverjaland verði svipt atkvæðisrétti innan ESB því að öll hin aðildarríkin þurfa að samþykkja refsing- una. Pólverjar hafa sagt að þeir ætli að hindra hana. » Þetta er í fyrsta skipti sem þingið hefur tekið skref í þessa átt samkvæmt sjöundu grein stofnsáttmála Evrópusam- bandsins. » Utanríkisráðherra Ungverja- lands sagði að með samþykkt- inni væru þingmennirnir að hefna sín á landinu fyrir and- stöðu við stefnu leiðtoga ESB í innflytjendamálum. FRÉTTIR 43Erlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ Við látum framtíðina rætast. Komdu við hjá sérfræðingum okkar að Laugavegi 174 og kynntu þér úrval Volkswagenatvinnubíla í einni fjölhæfustu fjölskyldu landsins. FJÖLHÆFASTA FJÖLSKYLDA LANDSINS? Glæsilegur og vel út búinn pallbíll með 3.0 lítra, 225 hestafla, V6 dísilvél, 550 Nm togi, læst afturdrif, dráttarbeisli, heithúðun á palli, stigbretti, vetrardekk og nú á einstöku tilboðsverði. Volkswagen Amarok verð frá 7.890.000 kr. Hannaður með þarfir iðnaðar- manna að leiðarljósi og með átta þrepa sjálfskiptingu fyrir allar útgáfur. Fjöldi útfærslna á hleðslurými, farþegarými og aðstoðarkerfi. Volkswagen Crafter verð frá 5.610.000 kr. Einn vinsælasti atvinnubíll á Íslandi undanfarin ár. Áreiðanlegur, öruggur og fæst í tveimur lengdum, fjórhjóladrifinn og í fjölda útfærslna. Volkswagen Caddy verð frá2.590.000 kr. Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðan- legum vinnuþjarki. Fulkomin stöðugleikastýring, spólvörn og sjö þrepa sjálfskipting. Volkswagen Transporter verð frá4.180.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.