Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 13.09.2018, Blaðsíða 55
Minningar MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 ✝ Kristín Sigríð-ur Jónsdóttir fæddist á Ísafirði 21. júní 1960. Hún lést 3. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Jón H. Guðmundsson og Sigríður M. Jó- hannesdóttir. Kristín var næst- yngst níu systkina. Systkini hennar voru Sverrir, Jóna Elísabet, Jóhannes, Ön- undur, Guðrún Helga, Erlingur Andrés, Halldóra og Ingibjörg. Kristín lætur eftir sig eigin- mann, Jón S. Óla- son, og þrjú upp- komin börn, þau Óla Kristján, Guð- björgu Perlu og Pétur Inga, ásamt fjórum barna- börnum. Hún verður jarð- sungin frá Digraneskirkju í dag, 13. september 2018, klukkan 13. Það kom flatt upp á mig þegar hringt var í mig og mér sagt að Stína systir væri dáin. Hún hafði að vísu verið að berjast við krabbann, en þetta var of snemmt. Ég að reyna að rétta úr kútnum eftir að hafa misst hann Ágúst son minn fyrir mánuði síðan. En síðasta heimsóknin til hennar og Dadda í Borgarnes var 18. ágúst síðastlið- inn og fengum hjá þeim kaffisopa og ég að biðja hana um gistingu eina nótt, sem var nú aldeilis sjálf- sagt. Mér fannst hún oft vera fyrsta barnið mitt. Þegar hún fæddist tilheyrði það okkur eldri systkinunum að passa þau yngri. Stína varð mér snemma mjög kær, hún var með mér inni sem úti árin á Ísafirði og síðan í Kópavoginum. Ég nýbúinn að eignast myndavél og hún fyrirsætan hjá mér á flest- um myndunum. Filmurnar voru dýrar og þá var að slá saman mynd af henni og stórum trukk eða ýtu, hún var á öllum myndunum mín- um. Hún varð snemma gamansöm og kunni að koma fyrir sig orði. Sá góði eiginleiki efldist með aldrin- um. Hún var bráðsnjöll á þeim sviðum. Það var mikið gaman að byrja á að segja henni gamansögu, sem hún þekkti eitthvað til. Þá efld- ist húmorinn hennar um allan helming. Við fórum í margar úti- legurnar saman, þar sem var hleg- ið og gantast, tínd ber og landið skoðað. Alltaf var jafngaman að vera með henni og eftir að hún kynntist Dadda manninum sínum, sem er einn besti vinur minn, var ennþá meira gaman. Þegar ég skoða myndirnar frá þeim ferða- lögum eru þær flestar af okkur skellihlæjandi. Um fjögurra ára skeið vorum við nágrannar, þegar við Gróa átt- um heima á Digranesveginum og Stína og Daddi í Álftröðinni. Þá var stutt að fara á milli, fá sér kaffisopa og hlæja, ræða dægurmálin og já, spjalla um heima og geima. Hún var ávallt hrókur alls fagnaðar. Stína var hörkudugleg, var sívinn- andi í sínum eigin verkum og í bók- haldi fyrir aðra. Hún rak meira að segja verslun á Akranesi um árabil, ásamt manni sínum. Það sló gott og kærleiksríkt hjarta í brjósti henn- ar, en hún hafði líka heilmikið skap sem hún notaði óspart ef hún taldi þess þörf. Minnisstæð eru mér orð pabba er við vorum á einu af okkar mörgu ferðalögum saman og Stína lenti í orðaskaki við mann, sem vildi vísa okkur af landi sínu uppi í afdöl- um. Ég var ekki viðstaddur, en pabbi sagði mér frá og endaði með því að segja: „Ég sárvorkenndi karlgreyinu.“ En hjartahlýjan hennar kom best fram þegar konan mín varð ófrísk að Agnesi, varð Stína ófrísk á sama tíma að Pétri sínum. Stína hélt óléttunni sinni leyndri eins lengi og henni var unnt og sagði mér, þegar ég spurði hvers vegna: „Ég er nýbúin að fá athyglina, þegar ég gekk með Perlu, núna á Gróa að fá athygl- ina“. Þetta var Stína. Hláturinn hennar ómar mér enn í eyrum. Oft var svo gaman þegar lagst var til hvílu að það tók tíma að sofna þar sem mann verkjaði svo í magann eftir hláturinn. Hún gat staðið upp og haldið tækifærisræður af ein- stakri snilld, hvenær sem var og hvar sem var. Snillingur. Stína mín, ég kveð þig með þess- um fátæku orðum mínum og þakka þér samveruna okkar. Góður Guð verndi þig. Önundur. Það er ekki auðvelt að setja á blað minningarorð um Kristínu systur jafn ósátt og við erum yfir að hún hafi verið kölluð burt. Krist- ín var næstyngst í systkinahópnum og annað systkinið sem fellur frá á besta aldri. Foreldrarnir Sigríður Jóhannesdóttir og Jón H. Guð- mundsson voru góðar fyrirmyndir og gáfu börnum sínum traust og gott uppeldi og þau voru foreldrar sem voru í sterku sambandi við börnin sín en systkinin urðu níu, fimm stelpur og fjórir strákar. Sverrir, Jóhannes, Jóna Elísabet, Önundur, Guðrún Helga, Erlingur, Halldóra, Kristín Sigríður og Ingi- björg. Með árunum urðu það bestu stundir foreldranna að vera með þeim hvort sem það var óvænt kaffisamkoma í eldhúsinu í Álftröð, á ferðalögum eða þegar allur hóp- urinn kom saman á góðri stund. Ekki síst þess vegna var það ein- staklega gott og eftirminnilegt að eiga saman gleðistund 31. ágúst síðastliðinn á afmælisdegi og 100 ára ártíð mömmu. Og að Kristín skyldi vera með okkur glöð, fyndin og orðheppin að venju sem varpaði birtu á þessa góðu stund systkin- anna. Ekkert okkar grunaði að þremur dögum síðar væri hún öll. Frá upphafi var Kristín sterk- tengd okkar fjölskyldu af því hún fæddist ári á eftir Sigurjónu dóttur okkar sem var fyrstu æviárin í pössun hjá ömmu sinni. Ótal minn- ingar eigum við um litlu vinkonurn- ar frá þessum árum og fljótlega kom sterk persónugerð Kristínar í ljós, dugnaður og viljastyrkur sem voru aðalsmerki hennar alla tíð. Kristín var einstaklega skemmtileg og hún varð með árunum hnyttin í tilsvörum og skjót til svars og skop- skyn hennar og hláturmildi þannig að oft voru sagðar sögur af skemmtilegum viðbrögðum henn- ar. Þegar veikindin skullu á henni fannst henni óþolandi ef maður var með eitthvert væl og vildi bara slá erfiðum uppákomum upp í grín og hnyttna sögu og tókst það jafnan. Stína og Daddi, Jón S. Ólason, urðu par mjög ung og urðu sérstak- lega samhent hjón. Þau eignuðust Óla Kristján, Perlu og Pétur sem fyrstu æviárin bjuggu í sama húsi og amma og afi sem alltaf voru vak- in og sofin yfir öllum barnabörn- unum sínum og nutu þess mikið að hafa þessa litlu stubba nærri sér. Stína og Daddi áttu heimili í Reykjavík, Kópavogi, á Kjalarnesi, Akranesi og Borgarnesi. Síðast- nefndu staðirnir komu til af því að Daddi varð yfirlögregluþjónn á Vesturlandi. Á flestum stöðunum gerðu þau upp húsnæði og byggðu meira eða minna sjálf einbýlishús í Jónsgeisla. Síðustu árin voru þau í endurbótum á raðhúsinu sínu í Borgarnesi og að gera upp sum- arbústað á Hvítársíðu á sama tíma. Alltaf að verki saman. Kristín vann í áratugi sem sjálf- stæður bókari auk þess að reka um árabil veiðivöruverslun á Akranesi. Nú er þessi dugnaðarforkur fallinn í valinn fyrr en nokkurn grunaði af því hún bar sig alltaf svo vel. Börnin okkar Sigurjóna, Eyjólfur Orri og Jón Einar minnast sérstakrar vin- konu og góðrar frænku. Við mun- um öll sakna hennar. Öll vottum við Dadda, börnunum þeirra Kristínar og barnabörnunum sem voru henni svo kær innilega samúð. Blessuð sé minning yndislegrar og eftirminni- legrar systur. Sverrir og Rannveig (Veiga). Þriðjudagurinn 4. september var mjög sérkennilegur dagur. All- an morguninn leið mér mjög ein- kennilega, fannst handleggir og fætur mjög máttvana, hafði það á tilfinningunni að ef ég stæði of lengi myndi ég detta og svo var ég ótrúlega döpur. Upp úr hádeginu fékk ég svo símtal frá Perlu minni þar sem hún sagði mér að elsku besta yndislega æskuvinkona mín hún Stína væri látin. Þar fannst mér komin skýringin á líðan minni um morguninn. Á þessum tímamótum koma upp svo ótalmargar dásamlegar minn- ingar sem gott er að ylja sér við. Öll uppátækin okkar í æsku, ferðin okkar til Benidorm, sumar- bústaðaferð og að ég tali nú ekki um öll símtölin okkar, sem tóku aldrei styttri tíma en eina og hálfa klukkustund að lágmarki. Mikið á ég eftir að sakna þess að heyra ekki lengur sagt við mig „er þetta Hild- ur litla?“ Jón H. pabbi Stínu orti einu sinni um okkur vinkonurnar þegar við vorum litlar: Sjáið þessar tvær þær hafa sömu tær ef önnur þeirra hlær þá út á hinni slær. Þetta átti svo vel við okkur þá og hefur gert alla tíð síðan. Um leið og ég kveð þig að sinni, elsku vinkona, langar mig að segja þér hve kær og mikils virði þú ert mér. Ég tel mig mjög lánsama að hafa átt þig að og ég væri ekki sú sem ég er í dag ef það væri ekki fyrir þig. Þú hafðir stórt hjarta fullt af visku og ást. Ég bið góðan Guð að varðveita þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Elsku Daddi minn, Óli, Perla og Pétur, við fjölskyldan sendum ykk- ur okkar hjartanlegustu samúðar- kveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur og varðveita. Hildur og fjölskylda. Kristín Sigríður Jónsdóttir FALLEGIR LEGSTEINAR Auðbrekku 4, 200 Kópavogi, sími: 537-1029, www.bergsteinar.is Á góðu verði Verið velkomin Opið: 10-17 alla virka daga Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samhug og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, KRISTJÁNS AÐALSTEINSSONAR. Guðrún Pétursdóttir Georg Pétur Kristjánsson Ósk Sigþórsdóttir Silla Þóra Kristjánsdóttir Hálfdán Kristjánsson Anna Kristjánsdóttir Gústaf Steingrímsson og barnabörn Við þökkum auðsýnda samúð vegna andláts elskulegrar móður, tengdamóður og ömmu, MARGRÉTAR ÁGÚSTU HALLDÓRSDÓTTUR frá Snotrunesi, Borgarfirði eystra. Starfsfólki Hjúkrunarheimilisins Dyngju á Egilsstöðum eru færðar alúðarþakkir. Börn, tengdabörn og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS SIGURÐSSONAR trompetleikara. Sigrún Dröfn Jónsdóttir Ólafía K. Jónsdóttir Hermann Isebarn Kolbrún Jónsdóttir Elías Gíslason Börg Jónsdóttir Ingólfur B. Aðalbjörnsson afabörn og langafabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN NILSEN BECK, Sóltúni 13, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum þriðjudaginn 11. september. Útför fer fram frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 25. september klukkan 15. Sigurður Jónsson Inga Sigurðardóttir Þórður Þórðarson Jón Örn Sigurðsson Ragnheiður Gunnarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGÞÓRS B. SIGURÐSSONAR, Klapparstíg 35, Reykjavík. Kolbrún Ágústsdóttir G. Birna Sigþórsdóttir Bylgja B. Sigþórsdóttir Sigurður Már Sigþórsson tengdadóttir, barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSGEIR JÓHANNES AXELSSON vélvirki, Miðvangi 15, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 8. september. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 18. september klukkan 13. Elsa Þorsteinsdóttir Alda Ásgeirsdóttir Árni Stefánsson Heiða Ásgeirsdóttir Marek Bjarki Wolanczyk Hrönn Ásgeirsdóttir Gunnar Svavarsson Þröstur Ásgeirsson Hulda S. Helgadóttir Óðinn Ásgeirsson Brynja Sif I. Brynjarsdóttir afabörn og langafabörn Ástkær dóttir mín, móðir okkar tengdamóðir og amma, EDDA SIGURÐARDÓTTIR, lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 10. september. Anna Kristín Linnet Anna Linnet Þorsteinsdóttir Bjartur Guðmundsson Guðrún M. Linnet Bjarnad. Finnur Friðrik Einarsson Styrmir Árnason Björk Sigurjónsdóttir Guðmundur Óskar Bjarnason Melkorka Sóley Glúmsdóttir Styr Orrason Alvar Orrason Karítas Líf Bjartsdóttir Linnet Hrafnynja Máney Finnsdóttir Ástkær eiginkona mín, SJÖFN HALLDÓRSDÓTTIR, lést að Ási í Hveragerði miðvikudaginn 5. september. Útförin fer fram frá Kotstrandarkirkju miðvikudaginn 19. september klukkan 14. Eyvindur Erlendsson börn, tengdabörn og barnabörn Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HALLGRÍMS GUÐJÓNSSONAR, fv. bónda, Hvammi í Vatnsdal. Ingibjörg R. Hallgrímsdóttir Gísli R. Gíslason Þuríður K. Hallgrímsdóttir Finnbogi Kjartansson Margrét Hallgrímsdóttir Gunnar Þór Jónsson Hafsteinn Gunnarsson Ásta Jónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.