Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 59
DÆGRADVÖL 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018
TWIN LIGHT GARDÍNUM
Betri birtustjórnun með
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er engin ástæða fyrir þig til þess
að bera ábyrgð á öllum sem í kringum þig eru.
Það getur verið dýrkeypt að blanda sér í ann-
arra mál að ástæðulausu.
20. apríl - 20. maí
Naut Fólk laðast að þér og þú nýtur þess en
gefðu þér tíma til að hugleiða hvort þú þurfir á
því að halda. Vertu samt á verði.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Það hefur ekkert upp á sig að vera
stöðugt að harma það sem menn ekki hafa.
Haltu fast við áform þín og láttu skoðanir ann-
arra ekki hafa áhrif á þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er alveg hægt að rökræða við fólk
án þess að allt fari í hund og kött. Taktu þér
pásu seinnipartinn og einbeittu þér að falleg-
ustu draumsýn sem þú getur hugsað þér.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Samræður við maka og nána vini eru erf-
iðar núna, ekki síst ef umræðuefnið er pen-
ingar. Dragðu lærdóm af reynslunni og festu
þér hann í minni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það er rosalega gaman þegar allt
gengur manni í hag. Gættu þess að hafa þitt á
hreinu svo þú verðir sigurvegari dagsins.
Farðu út á meðal fólks og njóttu þess að vera
til.
23. sept. - 22. okt.
Vog Leggðu þig allan fram og þú munt undr-
ast hversu miklu þú kemur í verk með góðu
móti. Kappsemi er smitandi og því munu allir í
kringum þig vinna betur og af meiri áhuga.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Stundum er rétti tíminn til að
gera ekkert, en það á ekki við núna. Trúðu því
að þú getir fengið akkúrat það sem þú óskar
þér, og heimurinn færir þér það.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert í ójafnvægi og veist ekki í
hvorn fótinn þú átt að stíga. Reyndu að
tryggja að þú getir átt stundir í einrúmi svo þú
náir að hlaða batteríin á ný.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Flýttu þér hægt að kveða upp dóm
um menn og málefni. Þótt þú sért skipulagður
sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu
eins.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er
í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigj-
anlegur þegar það á við. Haltu þínu striki og
láttu athugasemdir sem vind um eyru þjóta.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gefðu þig að þeim sem eru sterkir á
sviði sem þú ert veikur á og deildu niður verk-
efnum. Ekki reyna að neyða ráðagerðum þín-
um upp á aðra, leyfðu hlutunum að ráðast.
Auðólfur Gunnarsson læknirsendi mér nokkrar vísur, sem
orðið hafa til á ferðum um landið og
hann kallar: „Vísur við veginn“:
Á Eyvindarstaðaheiði.
Hér er fögur fjallasýn,
flárnar grænar prýða staðinn.
Á mig kalla æ til sín
óbyggð fjöllin jöklum hlaðin.
Á Austurlandi.
Á Austurlandi er oftast bjart,
þótt aðrir regnið hljóti.
Fjöllin bera fagurt skart
forynja úr grjóti.
Kvöld á Hólsfjöllum.
Á Hólsfjöllum var himneskt kveld,
við hjara norðurslóðar.
Þá fjöllin bar við himineld
aftansólar glóðar.
Sumarkvöld að Árnesi á Snæ-
fjallaströnd við Ísafjarðardjúp.
Ort í minningu Sigvalda Kalda-
lóns, læknis og bónda þar, sem far-
ist hafði í flugslysi skömmu áður.
Þar sem læknir töfratóna
tældi fram af hörpustrengjum,
úthafsselur, einn að lóna,
yrkir ljóð sín horfnum drengjum.
Minningar úr eyðidal.
Fokið er í forna slóð.
Fátt, sem minning vekur.
Blettinn, þar sem bærinn stóð,
berjalyngið þekur.
Þar sem ég áður elti stóð
úti um víðar grundir,
er nú kulnuð aringlóð
og allir bæir hrundir.
Fór ég einn um fjöll og rana,
fennti strax í mína slóð.
Enginn veit, hver átti hana,
þá einu vörðu, sem ég hlóð.
Mér var vandi á höndum að botna
þetta Vísnahorn en „Ljóð langför-
uls“ eftir dr. Sturlu Friðriksson
lágu á náttborðinu og eru ort á
ferðalögum erlendis, – og af öðrum
toga!
Hér er Aþena:
Þótt Aþena alvopnuð stykki
í undirfötum úr blikki
út úr höfði á Seifi
þá hafði‘ ann ei leyfi
að gera ‘enni svo marga Grikki.
Og að lokum eftir Bjarna frá
Gröf:
Sífellt er mig sól að dreyma
samt er þoka.
Það er eins og eiga heima
inní poka.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Vísur við veginn
„SVO AÐ ORÐRÓMURINN VAR RÉTTUR.
ÞÚ ÆTLAR VIRKILEGA AÐ SETJA NIÐUR
HÆLANA.“
„SEX KASSAR AF SMÁKÖKUM FYRIR ÞIG
OG ENGAR REFJAR.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að vera í sérstökum
heimi út af fyrir ykkur.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSA OG ÉG ÆTLUM Í BÍÓ Á
FÖSTUDAGINN
ÞAÐ ER STELPUMYND OG MÉR
ER ALVEG SAMA
SVO ÞETTA
ER ÁST
HVERNIG ER AÐ
VERA GIFT UNGUM
OG MYNDARLEGUM
LÆKNI?
YNDISLEGT
NEMA HVAÐ KVEN-
SJÚKLINGAR-
NIR DAÐRA VIÐ
HANN…
EN MAÐURINN MINN
MYNDI ALDREI TEFLA
HJÓNABANDINU Í
HÆTTU…
FAÐIR MINN ER AÐ BORGA
NÁMSLÁNIN HANS!
Víkverji hefur verið að hlusta ánýjustu plötu Bítilsins síunga,
Paul McCartney. Verður Víkverji
að játa að hann er mjög ánægður
með hlustunina það sem af er, og er
líklega búinn að „renna“ albúminu í
gegn svona fjórum til fimm sinnum.
Platan vex við hverja hlustun.
x x x
Einn af hápunktum plötunnar ereitt af síðustu lögunum, Despite
Repeated Warnings, en Paul mun
hafa samið það um Donald Trump
og stefnu hans í loftslagsmálum.
Lagið er um sjö mínútur að lengd
og minnir nokkuð á fyrri „míní-
sinfóníur“ Pauls eins og Uncle Al-
bert/Admiral Halsey á Ram-
plötunni.
x x x
Víkverji játar að hann veit ekkihvort að hann á að vorkenna
eða öfunda Trump fyrir að hafa
fengið ljúfmennið Paul McCartney
til þess að semja svona reiðilegt lag
um sig. Sjálfur hefði Víkverji nefni-
lega ekkert á móti því ef einhver af
Bítlunum hefði samið lag um hann.
Hvort að tilefnið er öfundsvert er
hins vegar allt annar handleggur.
x x x
Annars er það helst að frétta aðMcCartney er 76 ára en virðist
ekkert ætla að láta á sjá. Hann er
enn að gefa út góðar plötur og það
selst upp á tónleika hans sem
endranær. Víkverji óskar þess því
hvað heitast að einhver athafna-
maðurinn hérlendis vindi sér í það
og fái kappann til þess að koma til
landsins. Fyrst að Guns & Roses
gátu slegið öll met á Laugardals-
velli, hvað gæti McCartney sjálfur
gert?
x x x
Því miður eru líkurnar hverfandiá því að Víkverji verði svipað
hress á þessum aldri og Paul er.
Víkverji veltir því einlægt fyrir sér
hverju sætir, en eitt af því sem Paul
og hann eiga ekki samleið um er
kjötát. Víkverji mun allavegana
hugsa sig tvisvar um næst þegar
hann ákveður að fá sér einn stóran
hamborgara með frönskum og öllu.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Á því munuð allir þekkja að þér eruð
mínir lærisveinar ef þér berið elsku
hver til annars.
(Jóh: 13.35)
Atvinna