Morgunblaðið - 13.09.2018, Side 54
54 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018
✝ Kristjana JónaBrynjólfsdóttir
fæddist á Brodda-
dalsá 3. maí 1930.
Hún andaðist 1.
september 2018 á
Heilbrigðisstofnun
Vesturlands
Hólmavík.
Foreldrar henn-
ar voru Brynjólfur
Jónsson, f. 22.
desember 1899, d.
1992, og Guðbjörg Júlíana
Jónsdóttir, f. 22. desember
1901, d. 1999, bændur á
Broddadalsá. Systkini Krist-
jönu eru: Svava, f. 29. maí
1925, d. 15. febrúar 2018,
Viggó, f. 31. maí 1926, Jón, f.
24. janúar 1941, d. 1943, fóst-
urbróðir Jón Brynjólfs Sig-
urðsson, f. 5. júní 1943, d.
1967.
Kristjana giftist 29. júlí 1961
Gunnari Daníel Sæmundsyni, f.
ember 1963, eru Gunnar Daní-
el, Arnar og Margrét. 3)
Þráinn, f. 12. janúar 1964, d. 7.
mars 1964. 4) Hafdís, f. 15. jan-
úar 1965. Maki Hjörtur Núma-
son, f. 3. júní 1958. Börn henn-
ar og fyrrverandi eiginmanns,
Magnúsar Sigurðssonar, f. 27.
október 1956, eru Sigurður
Þór, Agnes Rut og Guðbjörg
Júlía. 5) Brynjólfur, f. 27.
september 1966. Maki Fanney
Kristjánsdóttir, f. 31. janúar
1968. Börn þeirra eru Jóhanna
Lind, Ívar Atli, Árný Björk og
Íris Björk.
Langömmubörnin eru 12 og
eitt langalangömmubarn.
Kristjana starfaði á sauma-
stofu Gefjunar á yngri árum,
stundaði nám við Húsmæðra-
skólann að Varmalandi.
Hóf búskap á Broddadalsá
ásamt Gunnari 1961. Þau
hættu búskap 2002 og fluttu á
Akranes og bjuggu þar til 2007
er þau fluttu á Hólmavík.
Kristjana var virk í ýmsum
félagsmálum í sinni heimasveit.
Útför Kristjönu fer fram frá
Hólmavíkurkirkju í dag, 13.
september 2018, og hefst at-
höfnin klukkan 14.
18. september
1929, d. 15 desem-
ber 2017. For-
eldrar hans voru
Sæmundur Guð-
jónsson, bóndi og
sparisjóðsstjóri
Borðeyrarbæ, f.
25. febrúar 1896,
d. 1984, og Jó-
hanna Brynjólfs-
dóttir húsfreyja, f.
1. júní 1897, d.
1939.
Börn: 1) Brynja Guðbjörg, f.
15. janúar 1953. Maki Viðar
Benediktsson skipstjóri, f. 14.
desember 1948, d. 13. ágúst
2010. Börn þeirra eru Berg-
lind, Kristjana og Benedikt. 2)
Sæmundur húsasmiður, f. 11.
janúar 1961. Maki Guðrún
Gígja Karlsdóttir sjúkraliði, f.
7. ágúst 1961. Börn hans og
fyrrverandi eiginkonu, Sigríð-
ar Sigurðardóttur, f. 24. sept-
Takk, elsku mamma, fyrir alla
þína ást og hlýju.
Þú gengin ert hugglöð á frelsarans
fund
og fagnar með útvaldra skara,
þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver
und.
Hve gott og sælt við hinn hinsta blund
í útbreiddan faðm Guðs að fara.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Þinn sonur
Brynjólfur (Binni).
Mig langar að minnast móður
minnar með nokkrum orðum.
Það er margt sem rifjast upp á
æskuheimilinu á Broddadalsá
þar sem ég sleit barnsskónum.
Mamma og pabbi hófu búskap
þar um 1961 með ömmu og afa
sem bjuggu þar fyrir ásamt Hall-
dóri afabróður og fjölskyldu. Það
var ansi mannmargt í gamla hús-
inu á Broddadalsá enda bjuggu
þar þrjár fjölskyldur.
Mamma og pabbi byggja sér
nýtt hús og flytja í það árið 1967.
Það voru mikil kaflaskil fyrir
mömmu og pabba að fá þetta
aukna rými enda börnin orðin
fjögur. Mamma var yndisleg
móðir, bar mikla umhyggju fyrir
sinni fjölskyldu og uppvexti okk-
ar barnanna.
Mamma var hörkudugleg og
skipulögð, sinnti fyrst og fremst
heimilinu af kostgæfni, einnig
sinnti hún útiverkum þegar tími
gafst til.
Mér finnst eins og henni hafi
aldrei fallið verk úr hendi á þess-
um árum enda vildi hún hafa allt
í röð og reglu á heimilinu.
Mamma var mjög listræn og
verklagin, saumaði og prjónaði
mikið á okkur krakkana, málaði
á sínum yngri árum myndir sem
prýddu veggi heimilisins. Einnig
gerði hún á efri árum glæsilega
leirmuni sem nú prýða mörg
heimili fjölskyldunnar.
Mamma hafði unun af söng og
tónlist, spilaði á gítar, tók þátt í
skemmtunum og þorrablótum,
einnig átti hún það til að taka í
harmonikkuna hans pabba.
Tæknin tók svo völdin, mamma
keypti sér rafmagnsorgel
(skemmtara), það var ekkert
smá, þá gat hún haft öll hljóðfæri
með eins og heil hljómsveit væri
mætt í stofuna. Mamma seldi
fæði til vegagerðarmanna í ára-
raðir og var oft fjölmennt á
heimilinu. Pabbi og mamma
hættu búskap og fluttu á Akra-
nes árið 2002. Það var eins og
Strandirnar toguðu alltaf í þau,
mamma fann sig ekki á Akra-
nesi, þau seldu íbúðina, keyptu
hús á Hólmavík og fluttu árið
2007. Mömmu leið vel á Hólma-
vík, var virk í starfi eldri borgara
ásamt pabba.
Það er mikill missir að þér,
elsku mamma, þú tókst alltaf svo
vel á móti okkur þegar við kom-
um í heimsókn, vildir allt fyrir
okkur gera, alltaf góður matur
og kökur á borðum.
Þú ert búin að eiga góða ævi,
hefur svo sannarlega skilað þínu.
Elsku mamma, ég bið góðan
Guð að varðveita þig og geyma,
ég veit að pabbi mun taka vel á
móti þér.
Þinn sonur,
Sæmundur.
Elsku Didda amma mín var
yndisleg og dugleg kona sem ég
leit mikið upp til.
Hún var hlý og falleg mann-
eskja jafnt utan sem innan sem
mér þótti mikið vænt um og elsk-
aði eins og hún væri mamma
mín, það var svo sannarlega
gagnkvæmt því að ást og um-
hyggju í minn garð vantaði ekki
frá henni.
Amma sinnti sveitastörfunum
af miklum krafti hvort sem það
var við útistörf eða heima við í
eldhúsinu, hún eldaði góðan mat
og var mikill bakari enda var
matarástin á ömmu mikil en það
sem var í mestu uppáhaldi hjá
mér voru kleinurnar, fjalla-
grasamjólkin, brauðgrauturinn,
kofan, saltaði selurinn og heima-
lagaða súrmjólkin.
Í sveitinni sá amma um tíma
einnig um mat og kaffi fyrir
vegavinnumennina, ég fékk að
hjálpa til við það allt saman sem
mér fannst ekki leiðinlegt, og
eitt skipti þurfti amma að fara
suður og þá var okkur Binna
frænda treyst fyrir þessu mik-
ilvæga verkefni á meðan.
Bakstursáhugi minn kviknaði
í sveitinni þar sem amma kenndi
mér að baka, fyrir það og allt
annað sem hún kenndi mér er ég
þakklát.
Sem barn var ég stundum
myrkfælin en það var nú lítið mál
hjá ömmu og afa í sveitinni, þá
fékk ég að gista inni hjá þeim í
skotinu mínu eins og við kölluð-
um það sem var á dýnu á gólfinu
við hjónarúmið þeirra, það var
oft mikið spjallað fyrir svefninn
sem voru dýrmætar gæðastund-
ir fyrir mig.
Eina skiptið sem ég man eftir
að amma hafi skammað mig eða
bannað mér eitthvað var þegar
nammigrísinn ég ætlaði að
kaupa næstum því allt nammið í
búðinni á Eyri, mér fannst lítið
mál að skrifa þetta bara á reikn-
inginn minn í búðinni en amma
lét mig skila stórum hluta af
góssinu til baka sem var eins
gott annars hefði ég líklega klár-
að inneignina mína í nammi. Sem
krakka fannst mér þetta kannski
heldur strangt en þegar ég
þroskaðist þá skildi ég þetta full-
komlega.
Ég var heppin sem barn að
eiga tvö sett af foreldrum, mína
yndislegu foreldra og bestu
ömmu og afa sem hægt er að
hugsa sér sem tóku við uppeldi
mínu á sumrin þegar ég kom til
þeirra í sveitina þar sem þau
tóku á móti mér með opnum
örmum, mikilli ást og umhyggju.
Með þökk í hjarta og tár í aug-
um er ég innilega þakklát fyrir
allar þær yndislegu og dýrmætu
stundir sem ég átti með elsku
ömmu og afa í sveitinni.
Ég var ekki bara afastelpa
heldur líka mikil ömmustelpa
sem á eftir að sakna hlýleika
hennar, fallega brossins hennar
og þess að geta ekki lengur hald-
ið í höndina á henni og strokið
handarbakið sem ég gerði alltaf
þegar ég heimsótti hana, en
núna er komið að hinstu kveðju-
stund, nú eru amma og afi sam-
einuð á ný eftir stuttan aðskiln-
að.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Berglind Viðarsdóttir.
Elsku amma.
Ég vona að þér líði betur núna
og sért komin aftur til afa.
Undanfarnar vikur hef ég hugs-
að mjög mikið til þín og rifjað
upp margar minningar sem við
áttum saman. Fjöruferðirnar
okkar saman voru ómetanlegur
stundir og allt það sem þú
kenndir mér. Við áttum tónlist-
ina sameiginlega, þú spilaðir á
orgelið og ég stóð eins og fag-
maður með aðra höndina á org-
elinu og söng hástöfum. Í fjar-
lægð var lag sem við spiluðum og
sungum margoft og minnir það
mig á þig og allar okkar góðu
stundir. Þú þurftir að þola ým-
islegt frá mér en fyrirgafst allt-
af.
Ég man eftir einu atriði og
þegar ég hugsa um það núna þá
skil ég ekki hvernig þú gast bara
setið þarna róleg og varðst ekk-
ert reið út í mig. Ég kom yfir í
litla húsið til ykkar og við vorum
að horfa á fréttirnar. Ég sat fyrir
aftan þig og var að greiða þér, ég
vildi gera þig extra fína og ætlaði
að setja krullur í þig. Ég veit það
núna að það er ekki nóg að taka
greiðu og snúa henni bara þar til
hún er komin að hársverði.
Greiðan festist og endaði þannig
að afi þurfti að klippa hana úr
þér.
En allan tímann varstu bros-
andi og hlóst að þessu.
Að missa afa var þér afar erf-
itt og veit ég að þú gast ekki beð-
ið eftir að komast til hans aftur.
Þegar við bjuggum á Brodda-
dalsá og afi veiktist það mikið að
hann þurfti að fara á spítala, gat
ég ekki hugsað mér að þú værir
ein í litla húsinu þannig að ég fór
og fékk að gista í holunni minni.
Söknuðurinn er mikill og mun ég
sakna þess að geta ekki hringt
og spjallað við ykkur. Það hjálp-
ar þó að vita af ykkur afa saman
og að ykkur líði vel núna.
Elsku amma, knúsaðu afa frá
mér og passið upp á hvort annað.
Þig sem í fjarlægð fjöllin bak við dvel-
ur,
og fagrar vonir tengir líf mitt við.
Minn hugur þráir, hjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum, ljúfum, dvel
ég hjá.
Heyrirðu ei, þig hjartað kallar á?
Heyrirðu ei storm, er kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymist, meðan lífs ég er.
(Valdimar Hólm Hallstað)
Elska þig alltaf.
Jóhanna Lind.
Blíð, góð og dugleg var hún
elsku amma mín sem í dag er
kvödd. Amma og afi ráku bú á
Broddadalsá á Ströndum. Þær
voru ófáar ferðirnar sem við
systkinin fórum í sveitina; systir
mín og bróðir voru þar heilu
sumrin, en ég kom með mömmu
eins og borgarstúlku sæmdi.
Alltaf var jafn yndislegt að vera
hjá ömmu og afa. Hún amma bar
virðingu fyrir gestum sínum og
lagði mikla áherslu á að allt væri
fínt á heimilinu.
Gestrisnin var í hávegum höfð
og amma naut sín í eldhúsinu við
að reiða fram veitingar. Hún
gætti þess að alltaf væri til nóg
af mat í búrinu. Hún vissi sem
var, að ég drakk ekki mjólk og
því gætti hún þess að eiga nægan
djús og matarkex fyrir Diddu
sína.
Hún var stolt af að eiga nöfnu
og ekki var minna stoltið hjá mér
að heita eftir þessari fallegu og
góðu konu.
Það átti vel við ömmu að vinna
í eldhúsinu og tók hún oft á móti
vegagerðarmönnum í mat og
kaffi.
Hjá henni var alltaf hlaðborð á
uppdekkuðu borði. Og kvöld-
kaffið klikkaði aldrei. Það var
eins og í bakaríum að sjá alla
framleiðsluna hennar ömmu.
Þrátt fyrir fjarlægðina á milli
okkar landfræðilega séð var ekki
það sama að segja um nándina.
Við fórum til þeirra norður og
þau komu oft suður í heimsókn.
Henni fannst ekki verra að nafna
hennar lærði snyrtifræði svo
amma pantaði alltaf snyrtingu
þegar hún kom í bæinn og ég tók
snyrtigræjurnar með mér þegar
ég fór til þeirra. Amma var stolt
kona og var stolt af sínu fólki og
fylgdist vel með hvað hver og
einn var að gera.
Amma og afi bjuggu á
Broddadalsá í langan tíma, en
síðan lá leiðin á Akranes í
skamman tíma en þá keyptu þau
sér hús á Hólmavík. Þau voru
höfðingjar heim að sækja og
mikill söknuður ríkir hjá okkur
ættingjum að kveðja bæði ömmu
og afa með níu mánaða millibili.
Ömmu mína kveð ég með mikl-
um kærleika og þakka henni allt
það góða sem hún kenndi mér.
Guð blessi minningu ömmu
Kristjönu og afa míns, Gunnars
Daníels.
Kristjana Viðarsdóttir.
Þegar við kveðjum elsku lang-
ömmu á Hólmavík langar okkur
að þakka henni fyrir allt. Það var
alltaf gaman og gott að vera hjá
langömmu og langafa og við eig-
um eftir að sakna þeirra. Við
hlökkuðum alltaf til að heim-
sækja þau til Hólmavíkur og þau
voru alltaf svo góð við okkur og
blíð.
Við kveðjum elsku langömmu
með fallegu ljóði og biðjum Guð
og englana að gæta hennar.
Lækkar lífdaga sól.
Löng er orðin mín ferð.
Fauk í faranda skjól,
fegin hvíldinni verð.
Guð minn, gefðu þinn frið,
gleddu og blessaðu þá,
sem að lögðu mér lið.
Ljósið kveiktu mér hjá.
(Herdís Andrésdóttir)
Róbert Viðar og
Embla Sóley.
Kristjana Jóna
Brynjólfsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Ég þakka allt frá okkar fyrstu
kynnum
það yrði margt, ef telja skyldi
það.
Í lífsins bók það lifir samt í
minnum
er letrað skýrt á eitthvert hennar
blað.
Ég fann í þínu heita stóra hjarta,
þá helstu tryggð og vináttunnar
ljós.
Er gerir jafnvel dimma vetur
bjarta
úr dufti lætur spretta lífsins rós.
(Margrét Jónsdóttir)
Hvíl í friði, elsku Didda
mín.
Guðrún Gígja Karlsdóttir.
✝ Unnsteinn Þor-steinsson
fæddist 3. apríl
1932 í Skjaldbreið
í Vestmannaeyjum.
Hann andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi 31. ágúst
2018.
Foreldrar hans
voru Þorsteinn
Steinsson, Steini í
Smiðjunni, f. 30.6.
1901, d. 21.10. 1982, og Sig-
urlaug Guðnadóttir, f. 15.8.
1910, d. 9.10. 1974. Systkini
Unnsteins: Guðni, f. 16.7. 1933,
d. 25.1. 2016, Trausti, f. 21.4.
1939, og Stefanía Sólveig, f.
25.6. 1949.
þar sem hann vann starfsævina
á enda, lengst af sem vélstjóri
og yfirvélstjóri á skipum fyr-
irtækisins, síðast við viðhald
frysti- og kæligáma. Eftirlif-
andi eiginkona Unnsteins er
Rut Árnadóttir, f. 24.5. 1933,
þau eignuðust saman þrjú
börn: Þorstein, f. 12.12. 1951,
Árna, f. 16.10. 1958, sem er
kvæntur Önnu Guðmunds-
dóttur og yngst er Sigurlaug, f.
7.5. 1961, gift Þorsteini J.
Brynjólfssyni. Barnabörn Unn-
steins og Rutar eru átta og
barnabarnabörn eru þrjú.
Eftir að Unnsteinn lauk
starfsævinni nutu þau hjónin
þess að dvelja vetrarmánuðina
í húsi sínu á Spáni. Á sumrin
þótti þeim best að vera ásamt
fjölskyldunni í sumarhúsinu í
Fljótshlíð.
Útför Unnsteins fer fram frá
Bústaðakirkju í dag, 13. sept-
ember 2018, og hefst athöfnin
kl. 15.
Unnsteinn bjó
sín uppvaxtarár í
Vestmannaeyjum.
Hann hóf skóla-
gönguna í Barna-
skólanum í Vest-
mannaeyjum og að
loknu barnaskóla-
prófi hélt hann í
Iðnskólann í Vest-
mannaeyjum þar
sem hann lagði
stund á nám í vél-
smíði og tók verklega þátt
námsins í smiðju föður síns.
Eftir það hélt hann í Vélskól-
ann í Reykjavík þar sem hann
útskrifaðist sem vélfræðingur.
Að námi loknu réð hann sig til
starfa hjá Skipaútgerð ríkisins,
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum fyrrverandi
tengdaföður míns elskulegs.
Ég kom inn í fjölskylduna
rúmlega tvítug þegar ég kynntist
Þorsteini syni hans. Hann tók
mér svo vel og reyndist mér sem
besti faðir alla tíð. Reyndar tók
öll fjölskyldan mér vel, Rut hans
elskulega kona, svo og Árni og
Sigurlaug, ég eignaðist annað
sett af fjölskyldu í Reykjavík.
Við Þorsteinn bjuggum fyrsta
árið í Geitlandinu. Þetta var sam-
heldin og skemmtileg fjölskylda
og mikil og góð tengsl við stór-
fjölskylduna.
Þegar við Þorsteinn giftum
okkur var meðal annars veisla í
Geitlandinu og foreldrar mínir
komu til Reykjavíkur og gistu á
heimilinu.
Móðir mín minntist þess oft
þegar Unnsteinn færði þeim
morgunmat í rúmið morguninn
eftir. Þetta fannst henni mjög
huggulegt.
Unnsteinn var ættaður úr
Vestmannaeyjum og ég minnist
þess þegar gosið var í Eyjum þá
kom fólkið hans fyrst í Geitlandið
og margir dvöldust þar um lengri
eða skemmri tíma, þar var alltaf
pláss og vel og rausnarlega tekið
á móti fólki, enda voru þau einkar
gestrisin og samhent hjón.
Ég minnist samverustund-
anna sem voru afar gleðilegar og
glæsilegar veislur haldnar á
þeirra fallega heimili. Jólin voru í
sérstöku uppáhaldi.
Þó að Unnsteinn væri oft fjar-
verandi sökum vinnu sinnar sem
vélstjóri var hann mikill
fjölskyldumaður og alltaf ein-
hvern veginn nálægur. Hann var
sterkur persónuleiki, hafði mjög
skemmtilegan húmor, var hlýr,
leiftrandi greindur og gefandi.
Þó að leiðir okkar Þorsteins
skildi var ég alltaf tengd Unn-
steini og Rut.
Ég minnist þess þegar þau
heimsóttu okkur Birgi þegar við
bjuggum á Hornafirði og gistu
eina nótt, við áttum svo góða
stund með þeim.
Unnsteinn fór ekki varhluta af
erfiðleikum í lífinu en einhvern
veginn var honum lagið að njóta
hlutanna.
Þó að við hittumst ekki oft eða
værum í miklu sambandi var allt-
af einhver svo góður strengur á
milli okkar sem aldrei slitnaði,
það fann ég svo vel í hvert sinn
sem ég hitti hann og jafnvel þó
við hittumst ekki var nóg að
hugsa til hans.
Mér þótti sérstaklega vænt
um að Sigurlaug skyldi hringja í
mig og segja mér frá veikindum
hans og fá tækifæri til að kveðja
hann tveimur dögum áður en
hann dó og eiga fallega stund
með þeim mæðgum.
Elsku Unnsteinn, hafðu hjart-
ans þökk fyrir alla þá miklu vel-
vild sem þú hefur sýnt mér alla
tíð.
Við Birgir sendum þér elsku
Rut innilegar samúðarkveðjur
sem og fjölskyldunni allri.
Ingibjörg Kristín (Stína).
Unnsteinn
Þorsteinsson