Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Norðurljósamótið, sem er al- þjóðlegt bridsmót, fer fram á Siglu- firði um helgina. Er þetta í þriðja skipti sem mótið er haldið. Alls eru 30 sveitir og 50 pör skráð til leiks, þar af flestir bestu spilarar landsins. Einnig er meðal keppenda dönsk sveit, skipuð spil- urum sem oft hafa spilað á Bridshá- tíð í Reykjavík. Mótið hefst á föstu- dag með tvímenningskeppni en á laugardag og sunnudag fer sveita- keppnin fram. Alþjóðlegt bridsmót á Siglufirði Spil Bestu bridsspilarar landsins reyna með sér á Siglufirði. Skemma á bænum Víkum á Skaga brann til grunna í fyrrinótt. Til- kynnt var um eldinn um fjögur- leytið og tók töluverðan tíma að ráða niðurlögum hans. Engan sak- aði, hvorki menn né dýr. Karen Helga R. Steinarsdóttir, bóndi í Víkum, varð vör við eldinn þegar hún vaknaði er rúmlega átta mánaða sonur hennar rumskaði. „Þá sá ég bara bjarmann frá eld- inum út um svefnherbergisglugg- ann,“ segir Karen við mbl.is. Skemman hafi staðið í ljósum log- um og þá þegar ljóst að hún væri ónýt sem og allt sem í henni var, m.a. vinnuvélar og fjöldi verkfæra. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni á Sauðárkróki sinnti slökkviliðið á Skagaströnd slökkvi- starfinu. Eldsupptök eru ókunn en rannsókn stendur yfir. Bærinn Víkur er nyrsti bærinn í byggð í Húnavatnssýslu. Skemman, sem var gerð upp fyrir nokkrum árum, stóð í nágrenni íbúðarhúss- ins en engin hætta var á að eldur bærist í aðrar byggingar. Karen hóf búskap í Víkum ásamt manni sínum, Jóni Helga Sigur- geirssyni, fyrir um tveimur árum. Hún segir að þrjár dráttarvélar hafi verið inni í skemmunni, sú yngsta frá árinu 2014. Ein vélanna var nýuppgerð og hafði mörgum vinnustundum verið varið í það verkefni að undanförnu. Þá var þar mikið af verkfærum af ýmsum toga. Í skemmunni var m.a. sagaður niður rekaviður. Karen segir ljóst að tjónið hlaupi á milljónum. Skemma brann til grunna Morgunblaðið/Sigurður Bogi Víkur Bærinn Víkur. Skemman sem brann er vinstra megin við íbúðarhúsið.  Engan sakaði en tjónið er metið á milljónir króna Einn sætir enn gæsluvarðhaldi vegna grófrar líkamsárásar á dyra- vörð fyrir utan skemmtistaðinn Shooters í miðbæ Reykjavíkur að- faranótt 26. ágúst. Öðrum hefur ver- ið sleppt úr haldi, að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögreglu- þjóns. Gæsluvarðhald yfir þremur mönn- um rann út 7. september, þeim fjórða hafði verið sleppt fyrr, en lög- reglustjóri gerði kröfu um áfram- haldandi gæsluvarðhald, til fjögurra vikna, yfir einum aðila vegna al- mannahagsmuna, og staðfesti Landsréttur varðhaldið. Lýst var eftir tveimur mönnum til viðbótar við rannsókn málsins, en að sögn Margeirs hefur ekki tekist að ná í mennina tvo. Að öðru leyti miðar rannsókn málsins vel. Áfram í varðhaldi vegna árásar Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt karlmann á sextugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að stela rafmagni. Á nærri tveggja ára tímabili stal maðurinn samtals 34.546 kílóvatt- stundum með því að tengja raf- streng framhjá raforkumæli Orku- bús Vestfjarða. Maðurinn mætti fyrir dóm og viðurkenndi brot sitt. Segir í dómnum, að játningin sé mann- inum til málsbóta auk þess sem hann hafi ekki áður hlotið refs- ingu fyrir lagabrot. Dæmdur fyrir að stela rafmagni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.