Morgunblaðið - 13.09.2018, Qupperneq 29
FRÉTTIR 29Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018
Norðurljósamótið, sem er al-
þjóðlegt bridsmót, fer fram á Siglu-
firði um helgina. Er þetta í þriðja
skipti sem mótið er haldið.
Alls eru 30 sveitir og 50 pör
skráð til leiks, þar af flestir bestu
spilarar landsins. Einnig er meðal
keppenda dönsk sveit, skipuð spil-
urum sem oft hafa spilað á Bridshá-
tíð í Reykjavík. Mótið hefst á föstu-
dag með tvímenningskeppni en á
laugardag og sunnudag fer sveita-
keppnin fram.
Alþjóðlegt
bridsmót á
Siglufirði
Spil Bestu bridsspilarar landsins
reyna með sér á Siglufirði.
Skemma á bænum Víkum á Skaga
brann til grunna í fyrrinótt. Til-
kynnt var um eldinn um fjögur-
leytið og tók töluverðan tíma að
ráða niðurlögum hans. Engan sak-
aði, hvorki menn né dýr.
Karen Helga R. Steinarsdóttir,
bóndi í Víkum, varð vör við eldinn
þegar hún vaknaði er rúmlega átta
mánaða sonur hennar rumskaði.
„Þá sá ég bara bjarmann frá eld-
inum út um svefnherbergisglugg-
ann,“ segir Karen við mbl.is.
Skemman hafi staðið í ljósum log-
um og þá þegar ljóst að hún væri
ónýt sem og allt sem í henni var,
m.a. vinnuvélar og fjöldi verkfæra.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni á Sauðárkróki sinnti
slökkviliðið á Skagaströnd slökkvi-
starfinu. Eldsupptök eru ókunn en
rannsókn stendur yfir.
Bærinn Víkur er nyrsti bærinn í
byggð í Húnavatnssýslu. Skemman,
sem var gerð upp fyrir nokkrum
árum, stóð í nágrenni íbúðarhúss-
ins en engin hætta var á að eldur
bærist í aðrar byggingar.
Karen hóf búskap í Víkum ásamt
manni sínum, Jóni Helga Sigur-
geirssyni, fyrir um tveimur árum.
Hún segir að þrjár dráttarvélar
hafi verið inni í skemmunni, sú
yngsta frá árinu 2014. Ein vélanna
var nýuppgerð og hafði mörgum
vinnustundum verið varið í það
verkefni að undanförnu. Þá var þar
mikið af verkfærum af ýmsum
toga.
Í skemmunni var m.a. sagaður
niður rekaviður. Karen segir ljóst
að tjónið hlaupi á milljónum.
Skemma brann til grunna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Víkur Bærinn Víkur. Skemman sem brann er vinstra megin við íbúðarhúsið.
Engan sakaði en tjónið er metið á milljónir króna
Einn sætir enn gæsluvarðhaldi
vegna grófrar líkamsárásar á dyra-
vörð fyrir utan skemmtistaðinn
Shooters í miðbæ Reykjavíkur að-
faranótt 26. ágúst. Öðrum hefur ver-
ið sleppt úr haldi, að sögn Margeirs
Sveinssonar aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns.
Gæsluvarðhald yfir þremur mönn-
um rann út 7. september, þeim
fjórða hafði verið sleppt fyrr, en lög-
reglustjóri gerði kröfu um áfram-
haldandi gæsluvarðhald, til fjögurra
vikna, yfir einum aðila vegna al-
mannahagsmuna, og staðfesti
Landsréttur varðhaldið.
Lýst var eftir tveimur mönnum til
viðbótar við rannsókn málsins, en að
sögn Margeirs hefur ekki tekist að
ná í mennina tvo. Að öðru leyti miðar
rannsókn málsins vel.
Áfram í
varðhaldi
vegna árásar
Héraðsdómur Vestfjarða hefur
dæmt karlmann á sextugsaldri í
30 daga skilorðsbundið fangelsi
fyrir að stela rafmagni.
Á nærri tveggja ára tímabili stal
maðurinn samtals 34.546 kílóvatt-
stundum með því að tengja raf-
streng framhjá raforkumæli Orku-
bús Vestfjarða.
Maðurinn mætti fyrir dóm og
viðurkenndi brot sitt. Segir í
dómnum, að játningin sé mann-
inum til málsbóta auk þess sem
hann hafi ekki áður hlotið refs-
ingu fyrir lagabrot.
Dæmdur fyrir að
stela rafmagni