Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 45
45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018
Ævintýri á gönguför Göngustígurinn við Ægisíðu í Reykjavík býður upp á ýmsar vangaveltur og æfingar fyrir göngugarpa.
Kristinn Magnússon
Mér þóttu það mikil og
góð tíðindi þegar Anna
Björnsdóttir, taugalæknir
og sérfræðingur í park-
insonsjúkdómi og hreyf-
iröskun, sneri heim aftur.
Hér á landi eru sérfræð-
ingar með sambærilega
menntun teljandi á fingrum
annarrar handar og land-
læknir hefur metið stöðuna
svo, að bið parkinson-
sjúklinga eftir þjónustu sé óviðunandi,
enda hafa margir orðið að bíða mánuðum
saman. Þörfin fyrir sérfræðing með
menntun Önnu var því brýn. Það sést
glöggt á því að síðan Anna opnaði lækna-
stofu sína í síðustu viku höfðu henni bor-
ist yfir hundrað tilvísanir fyrir helgi og
hefur eflaust fjölgað síðan. Flestir sjúk-
linganna eru með parkinson eða grun um
parkinson en á Íslandi eru á milli 700 og
800 einstaklingar með parkinson.
Nú skyldu menn ætla að heilbrigð-
isráðherra tæki því vel, að Anna Björns-
dóttir kæmi til starfa hér heima. En það
er síður en svo. Í Kastljósi í síðustu viku
sagði ráðherra að það hjálpaði ekki park-
insonsjúklingi á Þórshöfn þótt opnuð
yrði ein stofa taugalæknis í Reykjavík!
Ja, þvílíkt! Ég veit ekki hvort það á held-
ur að kalla þetta aulafyndni eða út-
úrsnúning nema hvort tveggja sé.
Mér þykir rétt að tilfæra hér orð Önnu
Björnsdóttur við þessum orðaleppum
ráðherra: „Ég vísa því algjörlega á bug
vegna þess að það gagnast öllum park-
insonsjúklingum, alls staðar á landinu, að
hafa aðgang að sérhæfðum taugalækni
sem er sérfræðingur í þeirra sjúkdómi.
Þeir eru nú þegar farnir að koma til mín
á stofu, alls staðar að af landinu.“ Síðan
heldur Anna áfram og segir,
að ráðherra tali mikið um
einhverja stefnu. En það
komi sér og sjúklingum sín-
um ekki við akkúrat núna, –
„á meðan hún er að hugsa
þessa stefnu eru hundruð
sjúklinga að bíða eftir þjón-
ustu.“
Í Morgunblaðinu á mánu-
daginn lýsir heilbrigð-
isráðherra þessari nýju
stefnu sinni og gumar af því
að hún vilji minnka
greiðsluþátttöku sjúklinga
almennt í þjóðfélaginu en beitir sér fyrir
hinu gagnstæða í raun. Með því að loka
fyrir nýliðun inn á rammasamning sér-
fræðilækna við Sjúkratryggingar Ís-
lands og neita Önnu Björnsdóttur um
slíkan samning er hún að leggja nýjar
álögur á þá sjúklinga, sem þangað leita.
Og ofan í kaupið hugsar ráðherra sér að
endurnýja ekki rammasamning Sjúkra-
trygginga Íslands við sérfræðilækna,
sem rennur út um áramótin. Sér-
fræðilæknarnir eru þegar farnir að búa
sig undir að starfa í þessu nýja rekstr-
arumhverfi. Og hið sama hljóta sjúkling-
arnir að gera. Stefna ráðherra liggur ljós
fyrir: Það á að mismuna sjúklingum, láta
einn borga meir en annan fyrir sömu
þjónustuna! Við skulum vona að þetta
verði ekki til þess að þeir sem minnst
fjárráð hafa telji sig ekki hafa ráð á að
leita læknis.
Afstaða ráðherrans skýrist af því að
hún sér það fyrir sér að öll heilbrigð-
isþjónusta verði í höndum ríkisins. Það
eru náttúrlega hugarórar og getur aldrei
orðið, – er heldur ekki æskilegt og þekk-
ist hvergi í nálægum löndum.
Ég hef skilið ráðherra svo að hún telji
ekki lagaskyldu að sjúklingar sitji við
sama borð gagnvart Sjúkratryggingum
Íslands og þess vegna hefur hún bætt við
lakara borðinu! Og síðan kvartar hún yfir
því að fjárveitingar til Sjúkratrygginga
Íslands séu ónógar. Þetta er þörf ábend-
ing og ekki ástæðulaus eins og enginn
veit betur en hún. Ég hef ekki séð fjár-
lagafrumvarpið fyrir næsta ár en sá
grunur læðist að mér að í tillögum
heilbrigðisráðherra sé gengið út frá því
að sjúklingum verði mismunað sem felst í
því að samningur sérfræðilækna við
Sjúkratryggingar verði ekki endurnýj-
aður. Ég bið fjárlaganefndarmenn að
gaumgæfa þetta. Ég trúi því ekki að
meirihluti alþingis vilji mismuna sjúk-
lingum.
Sigurður Björnsson, sérfræðingur í
krabbameinslækningum, skrifaði athygl-
isverða grein í Morgunblaðið fyrir
nokkrum vikum um heilbrigðisþjónustu
á Íslandi, – hver sé staðan og hvert
stefni. Þessi orð hans festust mér í minni:
„Ekki er unnt að hugsa þá hugsun til
enda ef áfram á að hindra íslenzka lækna
með sérfræðimenntun frá erlendum
þekkingarsetrum í því að snúa heim og
halda áfram að tryggja hér á landi heil-
brigðisþjónustu í hæsta gæðaflokki.“ Nú
er komið í ljós, að ótti þessa merka lækn-
is er ekki að ástæðulausu. Eftir viðtök-
urnar hér heima hefur Anna Björns-
dóttir sagt: „Ef ég hefði vitað að þetta
yrði staðan er mjög líklegt að ég hefði
aldrei komið heim.“
Eftir Halldór
Blöndal » Stefna ráðherra liggur
ljós fyrir: Það á að mis-
muna sjúklingum, láta einn
borga meir en annan fyrir
sömu þjónustuna!
Halldór Blöndal
Nú dámar mér ekki,
heilbrigðisráðherra!
Höfundur er fyrrverandi forseti Alþingis.
„Ef íslenskan
hverfur tapast
þekking og við
hættum að vera
þjóð.“ Þessi orð
frú Vigdísar
Finnbogadóttur
eru orð að sönnu
og eiga erindi
við okkar sam-
félag. Það er
óumdeilt að tungumálið okk-
ar stendur frammi fyrir
áskorunum úr ýmsum áttum.
Það er veruleikinn sem við
búum við og veruleikinn sem
við þurfum að vinna með.
Verkefni sem þetta er ekki
spretthlaup heldur langhlaup
sem krefst elju, staðfestu og
góðrar samvinnu.
Eflum íslenska
bókaútgáfu
Strax á upphafsdögum
þingsins verður lagt fram
frumvarp til laga um stuðn-
ing við bókaútgáfu. Mark-
miðin eru skýr; við ætlum að
stuðla að blómlegri bókaút-
gáfu á íslensku, auknum
lestri og bættu læsi – ekki
síst hjá börnum og ungmenn-
um. Staðreyndirnar eru að
læsi barna og ungmenna hef-
ur hrakað og bóksala hefur
dregist saman um 36% á síð-
ustu tíu árum. Við það verður
ekki unað hjá bókaþjóðinni
sjálfri.
Með samþykkt frumvarps-
ins verður nýju stuðnings-
kerfi fyrir íslenska bókaút-
gáfu komið á fót sem felur í
sér endurgreiðslu allt að 25%
útgáfukostnaðar íslenskra
bóka. Þetta þýðir að íslensk
bókaútgáfa mun njóta um
400 milljóna króna stuðnings
á komandi ári. Þessi leið er
betur til þess fallin að efla út-
gáfu bóka á íslensku en af-
nám virðisaukaskatts og
gengur raunar skrefinu
lengra með beinum fram-
lögum sem nýtast munu öll-
um sem koma að útgáfu hér á
landi. Þess utan munum við
bæta við nýjum styrkjaflokki
fyrir barna- og unglingabæk-
ur en yngri kynslóðin hefur
bent ötullega á að auka þurfi
framboð af slíkum bókum.
Þessar aðgerðir marka tíma-
mót og er ég sannfærð um að
þær skili sér í öflugri bókaút-
gáfu og lægra verði á bókum.
Jafnvægi á íslenskum
fjölmiðlamarkaði
Fjölmiðlar gegna mik-
ilvægu hlutverki við miðlun
upplýsinga og sem vett-
vangur umræðu og skoð-
anaskipta. Þeir spegla sögu
okkar og styðja við og við-
halda íslenskri tungu. Að því
sögðu liggur fyrir að rekstr-
arumhverfi einkarekinna fjöl-
miðla hér á landi er erfitt,
meðal annars vegna sam-
keppni á innlendum og al-
þjóðlegum auglýsingamark-
aði og örrar tækniþróunar.
Til þessa hafa einkareknir
fjölmiðlar á Íslandi verið þeir
einu á Norðurlöndunum sem
ekki njóta opinbers stuðn-
ings.
Þessu munum við breyta
og nú hafa verið kynntar að-
gerðir í þá veru. Þessar að-
gerðir snúa meðal annars að
endurgreiðslu hluta ritstjórn-
arkostnaðar rit- og ljós-
vakamiðla, styrkjum vegna
textunar og talsetningar,
samræmingu
skattlagningar
á auglýsingum
svo íslenskir
fjölmiðlar
standi jafnfætis
erlendum net-
miðlum og
minni um-
svifum Rík-
isútvarpsins á
auglýs-
ingamarkaði.
Við viljum öfl-
ugt Ríkisútvarp
í almannaeigu og eitt af meg-
inmarkmiðum þess sam-
kvæmt útvarpslögum er að
stuðla að varðveislu íslensk-
unnar. Við viljum ekki skerða
þjónustuna en ég tel sann-
gjarnt að við horfum til þess
að jafna stöðuna á fjölmiðla-
markaði.
Við viljum skapa frjóan
jarðveg fyrir fjölbreytta flóru
fjölmiðla hér á landi. Fjöl-
miðla sem miðla vönduðu
fréttaefni á íslensku og efla
þannig lýðræðislega umræðu.
Þessar aðgerðir eru löngu
tímabærar og til þess fallnar
að bæta mjög rekstr-
arumhverfi íslenskra fjöl-
miðla, lesendum, áhorfendum
og hlustendum til hagsbóta.
Tunga og tækni
fylgist að
Til að tryggja að íslenska
verði gjaldgeng í stafrænum
heimi, rafrænum samskiptum
og upplýsingavinnslu sem
byggist á tölvu- og fjar-
skiptatækni er nú unnið eftir
verkáætluninni Máltækni
fyrir íslensku 2018-2022. Í því
felst að þróa og byggja upp
tæknilega innviði sem nauð-
synlegir eru til þess að brúa
bil milli talmáls og búnaðar,
s.s. talgreini, talgervil, þýð-
ingarvél og málrýni/
leiðréttingarforrit. Verkáætl-
unin er að fullu fjármögnuð í
núverandi fjármálaáætlun, en
áætlaður heildarkostnaður
ríkisins við hana er 2,2 millj-
arðar króna á tímabilinu.
Íslenskan og framtíðin
Nú í haust mun ég enn
fremur leggja fram þings-
ályktun er varðar íslenska
tungu og hlutverk hennar
sem opinbers máls hér á
landi. Þar eru aðgerðir í 22
liðum sem snerta flest svið
þjóðlífsins en helsta markmið
þeirra er að íslenska verði
áfram notuð á öllum sviðum
samfélagsins. Meðal aðgerða
þar eru að settar verði við-
miðunarreglur um notkun ís-
lensku og annarra tungumála
í upplýsinga- og kynning-
arefni og fjölþættar aðgerðir
sem tengjast íslenskunni og
menntakerfinu.
Við ætlum að sækja fram
og styrkja stöðu íslenskunnar
til framtíðar. Það er viðeig-
andi að það skref sé stigið nú
á aldarafmæli fullveldisins.
Saga þjóðar okkar verður
áfram skrifuð, og hana ætlum
við að skrifa á íslensku.
Eflum íslenskt
mál til framtíðar –
heildstæð nálgun
Eftir Lilju
Dögg
Alfreðsdóttur
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
» Fjölmiðlar
gegna mikil-
vægu hlutverki við
miðlun upplýsinga
og sem vettvangur
umræðu og skoð-
anaskipta.
Höfundur er mennta- og
menningarmálaráðherra