Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 20

Morgunblaðið - 13.09.2018, Síða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2018 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Vöktun Hvalfjarðarganga verður með svipuðu sniði og verið hefur. Unnið er að því að útfæra vöktunina og jafnframt er verið að vinna við- bragðsáætlun sem þarf að vera tilbúin þegar Vegagerðin tekur við göngunum af Speli, sem verður að öllu óbreyttu 30. september næst- komandi. Þetta upplýsir G. Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi Vegagerð- arinnar, aðspurður. G. Pétur segir að mönnuð vakt verði við göngin, a.m.k. fyrstu mán- uðina, meðan Vegagerðin er að átta sig betur á þessu verkefni. „Vöktun með myndavélum er auðvitað lykil- atriði til að geta brugðist við komi eitthvað upp í göngunum,“ segir hann. Starfsmenn Spalar munu hætta afskiptum af göngunum Samgöngu- og sveitarstjórnar- ráðuneytið tilkynnti stjórn Spalar 7. maí sl. að ríkið myndi ekki yfirtaka félögin sem eiga og reka göngin, líkt og rætt hafði verið um áður í samskiptum Spalar við fjármála- ráðuneytið, fyrst á árinu 2009. Þetta þýðir að starfsmenn Spalar munu ekki koma að rekstri gang- anna frá og með mánaðamótum. Í þeim hópi er Marinó Tryggvason, rekstrarstjóri og öryggisfulltrúi Spalar, sem þekkir göngin manna best. Marinó segir það misjafnt milli ára hve mörg óhöpp verða. Aðeins eitt alvarlegt slys hefur orðið á þeim 20 árum sem göngin hafa ver- ið í rekstri. Í maí 2016 varð bana- slys í göngunum. En alloft hefur orðið tjón á öku- tækjum og klæðningu í göngunum þegar árekstrar hafa orðið. Að sögn Marinós gerist það hins vegar nánast á hverjum degi að ökutæki bili í göngunum. Vaktmenn sjá þetta í myndavélakerfum gang- anna. Ef tveir menn eru á vakt hafa starfsmenn Spalar brugðist fljótt við og dregið bílana upp úr göng- unum. Til þess verks er notaður Nissan Navara-skutbíll Spalar, en hann er með blikkbúnaði. Bíllinn er eitt af því fáa sem Vegagerðin þáði að gjöf frá Speli, fyrir utan göngin sjálf. Starfsfólk á skrifstofu Spalar mun vinna að uppgjöri og frágangi til loka ársins og sumir fram á nýtt ár. Starfsmenn félagsins eru átta talsins. Mönnuð vakt verður áfram  Vegagerðin útfærir vöktun og viðbragðsáætlun vegna Hvalfjarðarganga  Nær daglegt brauð að ökutæki bili í göngunum  Dráttarbíll er tiltækur Ljósmynd/Spölur Hvalfjarðargöng Vakt verður áfram í stóra gjaldskýlinu norðan ganganna. Litlu gjaldskýlin tvö verða rifin. Valitor hefur sent frá sér viðvörun vegna nýrra svikapósta sem sendir hafa verið í nafni Netflix. Efni póst- anna er fölsk tilkynning um að fyr- irtækið sé í vandræðum með inn- heimtuupplýsingar fyrir viðkomandi og að hann þurfi að uppfæra korta- upplýsingar sínar. Tölvuþrjótarnir senda tölvupóst á fólk hvort sem það er með áskrift að Neflix eða ekki. Í viðvörun Valitors kemur einnig fram að svo virðist sem í gangi sé svikapóstur sem látið er líta út fyrir að sendur sé í nafni Símans. Ekki smella á hlekkinn Fólki er eindregið ráðlagt að opna póstinn ekki. Smella ekki á hlekkinn sem fylgir með og gefa ekki undir neinum kringumstæðum upp korta- upplýsingar. Best sé að eyða póst- inum strax. Hafi fólk brugðist við slíkum pósti er brýnt fyrir því að hafa samband strax við þjónustuver Valitors. Svik Póstur sem margir hafa fengið. Svíkja út kortaupp- lýsingar  Varað við pósti á nafni Netflix

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.