Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Veður víða um heim 16.9., kl. 18.00 Reykjavík 11 skýjað Bolungarvík 7 rigning Akureyri 9 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 10 rigning Ósló 11 rigning Kaupmannahöfn 16 heiðskírt Stokkhólmur 13 heiðskírt Helsinki 15 skýjað Lúxemborg 23 heiðskírt Brussel 22 heiðskírt Dublin 18 skýjað Glasgow 13 rigning London 21 léttskýjað París 23 heiðskírt Amsterdam 20 heiðskírt Hamborg 20 heiðskírt Berlín 21 heiðskírt Vín 22 léttskýjað Moskva 13 léttskýjað Algarve 28 léttskýjað Madríd 30 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Róm 25 þrumuveður Aþena 28 léttskýjað Winnipeg 22 skýjað Montreal 23 léttskýjað New York 26 heiðskírt Chicago 26 þoka Orlando 31 skýjað  17. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:57 19:48 ÍSAFJÖRÐUR 6:59 19:55 SIGLUFJÖRÐUR 6:43 19:38 DJÚPIVOGUR 6:26 19:18 VEÐUR KL. 12 Í DAG Á þriðjudag Norðaustan 8-13 m/s, en 13-18 á Vest- fjörðum. Rigning norðan- og austanlands, en bjart- viðri suðvestantil á landinu. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast sunnan heiða. Fer að bæta meira í vind um kvöldið. Austlæg eða breytileg átt, 3-10 m/s, skýjað með köflum og skúrir. Austan og norðaustan 13-18 á Vestfjörðum og nyrst á landinu og lengst af rigning á þeim slóðum. Hiti 6 til 13 stig að deginum. Íbúar í Urriðaholti og golfarar á Urriðavelli þurfa ekkert að óttast þó að sjáist til refa þar á svæðinu. Þetta segir Ragnheiður Rakel Hanson dýrafræðingur í samtali við Morgunblaðið. Eins og Vísir greindi frá hefur refafjölskylda gert sig heima- komna á Urriðavelli og hafa kylf- ingar séð þá nokkuð reglulega á vappi þar í kring í sumar. Aðspurð hvort refirnir séu mönnum og börnum á svæðinu hættulegir svarar Rakel: „Nei þeir eru það nú ekki. Það eru rosalega fá tilvik þar sem refir eru að bíta í ökklann á fólki en það er yfirleitt bara vegna þess að þeir eru að verja yrðlingana sína. Þeir eru miklu hræddari við okkur en við erum við þá.“ Rakel segist ekki vita til þess að refir hafi gert sér heimkynni svo nálægt manna- byggðum á Íslandi áður en bætir við: „Það eru þekkt dæmi um það í Bretlandi, og annars staðar í Evr- ópu, þar sem rauðrefurinn hefur gert sér heimkynni í mannabyggð.“ Hún segir einnig: „Maður getur kannski búist við þessu þegar við förum að atast í þeirra heimasvæð- um, byggja á þeirra náttúrlegu bú- svæðum o.s.frv. Þá getur þetta komið fyrir. Við þurfum ekkert að hafa áhyggjur af þeim hvað varðar mannfólk. Þeir eru skíthræddir við allt og alla sem þeir þekkja ekki.“ teitur@mbl.is Íbúar í Urriðaholti þurfa ekki að óttast  Refirnir mönnum ekki hættulegir Um 1.300 áhugamenn um vísindaskáldskap og fantasíur sóttu aðdáendahátíðina Midgard sem fór fram um helgina. Um er að ræða fyrstu stóru hátíðina af þessum toga, sem er í anda banda- rísku hátíðarinnar Comic Con. Á hátíðinni mátti sjá ýmsar fígúrur úr bókum, tölvuleikjum eða borðspilum líkt og venjulega á hátíðum sem þessum. Á hátíðinni voru fyrirlestrar, kynningar og námskeið, sölubásar, kynningarbásar og stöðvar þar sem gestum stóð til boða að kynna sér ýmis borðspil, svo fátt eitt sé nefnt, en nokk- ur fjöldi erlendra gesta sótti hátíðina. Íslenskt Comic Con í Laugardalshöll Morgunblaðið/Árni Sæberg Ævintýrahetjur og aðrar furðuverur á Midgard-hátíð Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Við höfum átt óformlegar viðræður, forystumenn atvinnurekenda, við stéttarfélögin eins og áður sem fyrsta skrefið í kjaraviðræðum,“ segir Hall- dór Benjamín Þorbergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, SA. Halldór segir að viðsemjendur hafi rætt þau mál sem vonast megi til að samstaða náist um en viðræðuáætlun verði tilbúin í október eða nóvember. „Við erum enn að bíða eftir kröfu- gerð stéttarfélaganna en samtalið er vissulega byrjað. Ég hef séð vitnað í fjölmiðlum í niðurstöður könnunar sem VR gerði meðal félagsmanna sinna um kröfu- gerð í kjarasamn- ingunum. Könn- unin hefur ekki verið birt form- lega og ég hef ekki séð hana en það virðist sem ein- ungis 10% fé- lagsmanna hafi tekið þátt í henni. Það er erfitt að túlka hver krafan er þegar níu af tíu taka ekki þátt í könnuninni. Mögu- lega eru þessi 9 af 10 sátt við sitt hlut- skipti sem er um 25% kaupmáttar- aukning á undanförnum árum,“ segir Halldór og bætir við að ef rétt sé haft eftir formanni VR í fjölmiðlum að það sé gerð krafa um að lægstu laun verði skattfrjáls þá ítreki hann svar fjár- málaráðherra um að slíkt kosti rík- issjóð 150 milljarða sem sé tæp 89% af heildartekjuskatti ríkissjóðs. „Slíkt krafa er algjörlega óraunhæf hugmynd og hlýtur að vera rangt haft eftir forystumanni VR. Aðrir þættir koma ekki á óvart og hafa komið fram í samtölum okkar undanfarið. Dæmi um það er stytting vinnuvikunnar. At- vinnurekendur hafa lagt áherslu á að samningaviðræður snúist um að báðir aðilar fái eitthvað fram, að menn miðli málum og reyni að deila ábatanum af því sem fram næst. Það er einkenni farsælla samninga og þess vegna hef- ur SA lagt áherslu á sveigjanlegri vinnutíma starfsfólks. Við höfum lagt áherslu á að aðalatriðið sé að eyða út yfirvinnu í samfélaginu með því að færa hana í auknum mæli inn í dag- vinnu sem yrði sveigjanlegri á móti,“ segir Halldór sem telur að byrja þurfi á réttum enda áður en farið er að huga að styttingu vinnuvikunnar. „Það gerist ekki nema með sam- starfi launþega og atvinnurekenda. þar sem sveigjanleiki gagnast báðum aðilum og báðir hagnast á þessu fyr- irkomulagi. Við verðum að átta okkur á því að 15% allra launagreiðslna á Ís- landi eru vegna yfirvinnu eða álags- greiðslna. Það eru 1.400 milljarðar,“ segir Halldór og bendir á að greiðslur fyrir yfirvinnu séu nánast óþekktar á Norðurlöndunum og séu ekki nema 1 til 3 % af heildarlaunagreiðslum. Samtalið hafið og beðið eftir kröfugerð stéttarfélaganna  9 af hverjum 10 VR félögum tóku ekki þátt í könnun vegna kjarasamninganna Halldór Benjamín Þorbergsson Fyrsti flutnings- maður þings- ályktunartillögu um „óréttmæti málshöfðunar Al- þingis gegn ráð- herrum og afsök- unarbeiðni“ er vongóður um að tillagan verði samþykkt á Al- þingi en hún verður tekin til fyrri umræðu í dag. Flutningsmenn þingsályktun- artillögunnar eru úr þremur flokk- um; Miðflokknum, Sjálfstæð- isflokknum og Flokki fólksins, en fyrsti flutningsmaður er formaður Miðflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Hann leggur tillög- una fram að nýju eftir að hafa gert slíkt hið sama á síðasta kjörtímabili en fékk þá ekki að mæla fyrir tillög- unni. „Ég hef á tilfinningunni að það muni ekki allir styðja þetta, en það gæti verið meirihluti fyrir þessu,“ segir Sigmundur Davíð í samtali við Morgunblaðið. „Ég held að það væri mjög æskilegt fyrir þingið að klára þetta mál með þeim hætti sem lagt var upp með. Að mínu mati, og margra annarra þingmanna, er það mjög slæmt fyrir Alþingi Íslendinga að ákveðið hafi verið að fara út í þessa málshöfðun og blanda þannig saman pólitík og dómsmálum,“ segir Sigmundur Davíð sem vill að ríkið viðurkenni mistökin sem voru gerð með ákærunni á hendur Geir H. Haarde, fv. forsætisráðherra. Á von á skiptum skoðunum Flugtafir urðu á Keflavíkur- flugvelli í gær vegna glussa sem lekið hafði úr flugvél á flugbraut vallarins. Nokkrar vélar þurftu að hringsóla í nágrenni við flugvöllinn á meðan flugbrautin var hreinsuð. Vélin sem glussinn lak úr lenti ekki í vandræðum við lendingu og var ekki hætta á ferð. Mbl.is hefur eftir upplýsingafulltrúa Isavia, Guðjóni Helgasyni, að hreinsiað- gerðir hafi tekið nokkra stund og því hafi tafir orðið á flugi. Hreinsi- starfi lauk rétt fyrir klukkan tvö í gærdag og gátu þá flugstjórar og flugumferðarstjórar beint flug- vélum inn til lendingar á flug- brautum flugvallarins. Tafir á flugi vegna glussaleka á Keflavíkurflugvelli  Tillaga um Lands- dómsmálið á dagskrá Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.