Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fyrir fáeinumvikum bárust af því fregnir að franskir og breskir hörpuskelja- veiðimenn hefðu lent í „átökum“ undan ströndum Frakklands. Gekk á ýmsu, grjótkasti og ákeyrslum, svo minnti jafnvel á Flóabardaga, en þó ekki síður á þorskastríðin. Náðist til að mynda upptaka af því þegar franskt veiðiskip sigldi á breskt skip, og var ljóst að tilfinninga- hitinn var mikill, sem von er. Hagsmunirnir fyrir einstakar byggðir beggja vegna Ermar- sunds eru miklir þó að hörpu- skelin vegi ekki þungt á þjóð- hagslegum skala. Ástæða átakanna er sú að frönsk veiðilöggjöf meinar sjó- mönnum þeirra að veiða hörpu- skel fram til 1. október, á með- an breskir sjómenn búa ekki við neinar slíkar kvaðir. Enn- fremur hafa bresku sjómenn- irnir stundað veiðar sínar rétt utan 12 mílna efnahagslögsögu Frakka, en þó innan grunnlína sem Frakkar gera tilkall til, og segja hinir síðarnefndu að hætta sé á því að ofveiði verði á hörpuskeljastofninum nema breskir sjómenn haldi að sér höndum. Fyrir sitt leyti segja Bretar að þeir hafi fulla heimild til þess að stunda sínar hörpu- skeljaveiðar og hafa þeir meðal annars vísað í hina sameigin- legu fiskveiðistefnu Evrópu- sambandsins þar sem fiskimið aðildarríkjanna eru öllum heimil fyrir utan 12 mílurnar. Raunar hafa Bret- ar sjálfir bitra reynslu af þeirri fiskveiðistefnu þar sem önnur ríki sambandsins, einkum Spánverjar, hafa verið iðnir við að sækja í Norðursjó, á fiskimið sem annars hefðu fallið undir stjórn Breta. Segja kunnugir að sameiginlega fisk- veiðistefnan hafi jafnvel valdið breskum sjávarútvegi meiri skaða en ósigurinn í þorska- stríðunum sem breskir útgerð- armenn voru þó allt annað en sáttir við. Samningaviðræður hafa end- að í pattstöðu og má búast við að hörpuskeljastríðið muni halda áfram á næstunni. Þessi deila fellur þó í skuggann af ýmsum öðrum málum sem deilt er um í sambandi við Brexit og fær sennilega minni athygli en ella þar sem bresk stjórnvöld eru önnum kafin við að reyna að verjast óbilgjörnum kröfum embættismanna í Brussel sem vilja tryggja að Bretland ríði mögrum og haltrandi hesti frá slitunum við Evrópusam- bandið. Fyrir þá sem utan við standa sýnir deilan þó fyrst og síðast hversu skaðleg áhrif sameig- inlega fiskveiðistefnan hefur haft. Um leið sýnir deilan hversu skaðlegt það væri fyrir þjóð, sem treystir að langmestu leyti á fiskimið sín, ef hún lenti inni í slíku kerfi. Gallar sameiginlegu fiskveiðistefnunnar birtast nú í átökum Frakka og Breta} Hörpuskeljastríðið Umræður umstefnuræðu forsætisráðherra í liðinni viku voru ekki sérlega áhuga- verðar á heildina litið, en voru þó að hluta til upp- lýsandi. Ræða Halldóru Mogen- sen, þingmanns pírata, birti til dæmis þeim sem hlýddu mynd af þingmanni og þingflokki sem berst fyrir einhvers konar nú- tímaútgáfu af margmisheppn- aðri marxískri byltingu. Þingmaðurinn taldi „vaxt- arhagkerfið“ hafa „skapað tál- sýn“. Hagvöxtur er ekki eft- irsóknarverður að mati þingmannsins og í þjóðfélaginu er „kerfisvilla sem forgangs- raðar hagnaði stórfyrirtækja á kostnað umhverfisins og sam- félagsins alls“. Þá sagði þing- maðurinn að hagkerfið skil- greindi „manneskjur sem einfalda neytendur“ og hefði „skapað samfélagslega sundr- ung sem lýsir sér í borgaralegu sinnuleysi“. Inn í þetta fléttuðust alls kyns aðrar furðukenningar, en meginlínan er skýr: Bylta þarf samfélaginu, hafna hagvexti og taka upp nýtt hagkerfi, sem byggist þá væntanlega ekki á vali einstaklingsins heldur á miðstýringu og forsjá hins opinbera. Það er dapurlegt að horfa vítt og breitt um heiminn og í gegn- um söguna, þar sem fjölda dæma er að finna um misheppn- aðar tilraunir byltingarsinna til að lagfæra hið hagvaxtardrifna hagkerfi, eins og byltingarsinn- arnir kjósa stundum að kalla hagkerfið sem tryggt hefur bestu lífskjör sögunnar. Þessi byltingarhugsun hefur sökkt gríðarlegum mannfjölda í fá- tækt, örbirgð, hungur og jafn- vel dauða, algerlega án ástæðu. Eitt af nýju dæmunum um þetta má finna í Venesúela, þar sem almenningur í auðugu landi líð- ur nú skort vegna þessara margafsönnuðu dellukenninga. En jafn dapurlegt og það er að horfa upp á þetta gerast víða um heim er enn dapurlegra að heyra slíkan málflutning á Al- þingi Íslendinga. Píratar stilla sér upp vinstra megin við hefðbundna vinstrið} Dapurlegur málflutningur E in bók, einn penni, eitt barn eða einn kennari geta breytt heim- inum.“ Orð þessi eru höfð eftir Malölu Yousafzai, ungri pakist- anskri konu sem barist hefur fyrir réttindum barna og þá ekki síst stúlkna til þess að fá að ganga í skóla. Bækur breyta heiminum á hverjum degi; þær eru einn far- vegur hugsana okkar, ímyndunarafls, skoð- ana og sagna og í fjölbreytileika sínum auðga þær tilveru okkar, fræða og skemmta. Staðreyndin er þó sú að læsi barnanna okkar hefur hrakað í alþjóðlegum sam- anburði. Að auki hefur bóksala í landinu dregist verulega saman eða um 36% á síðustu 10 árum. Ástæður þess má einna helst rekja til breyttrar samfélagsgerðar og örrar tækniþróunar því aukið framboð lesefnis og myndefnis á netinu hefur leitt til þess að lestur bóka á íslensku hefur minnkað verulega. Þessi þróun skapar ógn við tungumálið. Á dögunum var kynnt heildstæð aðgerðaáætlun til stuðnings íslenskunni og þar á meðal eru aðgerðir til stuðnings íslenskri bókaútgáfu. Með nýju frumvarpi, sem lagt verður fram nú á haustþingi, verður sett á laggirnar nýtt stuðningskerfi sem felur í sér 25% end- urgreiðslu vegna beins kostnaðar við útgáfu íslenskra bóka. Áætluð framlög eru um 400 milljónir kr. frá og með árinu 2019. Að auki verður stofnaður sérstakur barna- og unglinga- bókasjóður en yngri kynslóðin hefur bent öt- ullega á að auka þurfi framboð af slíkum bókum. Mikilvægi bókaútgáfu er óumdeilt fyrir varðveislu íslenskunnar. Það er ekki síst á herðum íslenskrar bókaútgáfu að bregðast við þessum breyttum aðstæðum. Rithöf- undar hafa sannarlega fundið fyrir þeim samdrætti sem orðið hefur í sölu íslenskra bóka og þeirra hagsmunir eru samofnir ár- angri útgefenda. Markmiðið með þessum aðgerðum er að auka lestur og efla bókaútgáfu í landinu. Ég er sannfærð um að þessar aðgerðir eru til þess fallnar að auka framboð, fjölbreytni og sölu á íslenskum bókum til framtíðar. Þær munu stuðla að lækkun á framleiðslukostnaði bóka og auka þannig svigrúm til kaupa á vinnu og þjónustu. Þessar aðgerðir eiga fyrirmynd í endurgreiðslum vegna kvikmynda- gerðar og hljóðritunar hér á landi en þær hafa reynst vel á þeim vettvangi og haft jákvæða keðjuverkun í för með sér. Lilja Dögg Alfreðsdóttir Pistill Bókaþjóðin les og skrifar Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is M iklar breytingar hafa orðið á tón- leikamarkaðinum á Íslandi síðustu ár. Eftir stöðugan uppgang um nokkurra ára skeið virðist nú farið að kreppa að og erfiðara gengur að selja upp á tón- leika erlendra listamanna hér. Tvær ástæður virðast helst búa þar að baki. Annars vegar að tónleikamark- aðurinn er full- mettur; hingað koma of margir erlendir lista- menn og vin- sældir þeirra eru ekki nægar til að trekkja að, en hins vegar að innlent tónleika- hald hefur vaxið mjög að umfangi og burðum. Þekkt er að jóla- tónleikum hefur fjölgað ótrúlega síðustu ár. Björgvin Halldórsson og Baggalútur moka út miðum á hverju ári en fleiri og fleiri hafa blandað sér í slaginn að und- anförnu. Þar fyrir utan hefur mik- ið verið sett upp af tónleikasýn- ingum og heiðurstónleikum hin síðari ár; stórar sýningar sem Friðrik Ómar Hjörleifsson og fleiri hafa sérhæft sig í. Þá eru ótaldir stórtónleikar íslenskra hljómsveita og listamanna. Nýlega fagnaði Helgi Björns sextugsafmæli sínu, Eyfi fagnar 30 árum í bransanum, Friðrik Dór kveður sviðið, sama gerir Sálin hans Jóns míns og Ný dönsk og GusGus troða sömuleiðis upp. Umfangið er gríðarlegt og samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins stendur þessi hluti tón- leikahalds vel undir sér. Íslenskir listamenn eiga trausta aðdáendur sem styðja sitt fólk. Ef litið er til komu erlendra listamanna kreppir hins vegar að. Fækka viðburðum skipulega „Það er eitt og hálft til tvö ár síðan við sáum að það væri farið að hægja á og markaðurinn að þyngjast. Ástæðan er stöðugt of- framboð mörg ár aftur í tímann. Þá byrjuðum við skipulega að fækka viðburðum,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, sem þekkir vel til bransans eftir að hafa haldið stór- tónleika Justins Bieber og Justins Timberlake í Kórnum auk margra smærri tónleika og viðburða. „Þetta offramboð er farið að hafa raunveruleg áhrif. Markaður- inn hefur breyst frá því að vera seljendamarkaður í kaup- endamarkað. Það sést vel á því að það er alltaf endalaust framboð á tónleikum og yfirleitt er ekki upp- selt. Og ef það er uppselt þá er bætt við aukatónleikum,“ segir Ís- leifur. Íslendingar of góðu vanir Það sem af er ári hafa Íslend- ingar getað valið úr tónleikum listamanna á borð við Arcade Fire, Billy Idol, Jessie J, Guns N’ Ro- ses, Katie Melua, Youssou N’Dour, Cock Robin og David Crosby auk þess sem Slayer og Bonnie Tyler tróðu upp á tónlistarhátíðinni Sec- ret Solstice og Underworld á Són- ar Reykjavík. Framundan eru svo tónleikar með The Chemical Brot- hers, Imogen Heap og John Grant. Og svo er það Iceland Airwaves- hátíðin sem nú verður haldin af Senu Live eftir taprekstur síðustu ár. Ljóst er að tónleikaumhverfið er erfiðara en áður. Fram hefur komið að aðeins seldust um fjögur þúsund miðar á tónleika Arcade Fire sem þykir með frambærileg- ustu tónleikasveitum heims um þessar mundir. Þá fer tvennum sögum af fjölda gesta á tónleikum Guns N’ Roses. Skipuleggjendur kölluðu þetta stærstu tónleika Ís- landssögunnar með 25 þúsund gesti. Sé sú tala rétt stenst stað- hæfingin þó varla því Fiskidag- stónleikarnir á Dalvík draga að sér mun fleiri á hverju ári. Heimild- armenn Morgunblaðsins staðhæfa raunar að vart hafi verið meira en 18 þúsund manns á Laugardals- velli þegar Axl Rose og félagar stigu á svið og tap hafi verið á tón- leikunum. Sömu skipuleggjendur halda einnig Secret Solstice og leita nú leiða til að flytja hátíðina á Klambratún og stöðva taprekstur sem verið hefur á hverju ári. Erfitt er að sjá annað en að eitthvað láti undan og færri er- lendir listamenn sæki Ísland heim á næsta ári. Eða eins og einn við- mælandi blaðsins orðaði það: „Það er alger mettun á markaðnum. Ís- lendingar eru orðnir of góðu van- ir.“ Algjört offramboð á tónleikamarkaði hér Morgunblaðið/Valli Stórtónleikar Guns N’ Roses tróð upp á Laugardalsvelli í sumar með þá félaga Slash og Axl Rose í miklu stuði. Tvennum sögum fer af gestafjölda. Ísleifur B. Þórhallsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.