Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Styrmir Gunnarsson vakti í gærathygli á sjónarmiðum Loga Einarssonar, formanns Samfylk- ingar, þegar þingmenn fjölluðu um stefnuræðu forsætisráðherra. Styrmir sagði: „Hann ítrekaði að Samfylkingin vildi taka upp evru og að Ísland yrði aðili að Evrópusambandinu. Í ljósi þróunar ESB á síðustu árum og vondrar reynslu margra evruríkja af því að taka þann gjaldmiðil upp er nánast ótrúlegt að heyra slíkar yfirlýs- ingar nú.“    Styrmir benti áað ljóst væri að Samfylkingin hefði ekki veitt því eftirtekt að innan ESB ríkti algert uppnám. „Aðild- arríkin í A-Evrópu eru í stríði við Brussel. Grikkir upplifa sig sem nýlendu annarra Evrópuríkja og að þeir hafi verið rændir til að greiða upp tap þýzkra banka af lánum til Grikklands, á Ítalíu eru ráðamenn æfir yfir því að einn af helztu ráðamönnum ESB lýsir þeim sem „litlum mússólínum“. Suður-Evrópa öll er í sárum eftir evruna.“    Styrmir nefndi einnig dæmi fráNorðurlöndunum og að það væri engin samstaða um innflytj- endapólitík ráðandi ríkja innan ESB. Þá benti hann á að það að „boða inngöngu Íslands í slíkt ríkjabandalag er fullkomið glap- ræði en er engu að síður yfirlýst stefna tveggja flokka, Samfylk- ingar og Viðreisnar. Það þarf að herða baráttuna gegn því að gera Ísland að litlum hreppi í 500 milljón manna ríkja- bandalagi.“    Málflutningur formanns Sam-fylkingarinnar og ýmissa annarra sýnir að ekki er vanþörf á. Styrmir Gunnarsson Vilja enn aðild STAKSTEINAR Logi Einarsson ÖLL FLOTTUSTU MERKIN úr Ellingsen, Air og fleiri verslunum. ... og fullt af öðrum merkjum MERKJAVÖRUMARKAÐUR! KOMDU OG KLÁRAÐU KAUPIN FYRIR HAUSTIÐ! VERÐ FRÁ 1.000KR. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Lögreglan á Suðurnesjum handtók um hádegisbil á laugardag karlmann sem hafði veist að lögreglu- bíl með öxi. Lögregla var í útkalli vegna heim- ilisófriðar þegar atvikið kom upp. Engum varð meint af þrátt fyrir að töluverð átök hefði þurft til að yfirbuga manninn. Lögreglubíllinn er þó tals- vert skemmdur og ónothæfur. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögregla á laugar- dag afskipti af karlmanni í annarlegu ástandi í Kringlunni þar sem hann hafði ráðist á örygg- isvörð. Skömmu fyrir miðnætti barst lögreglu til- kynning um að brotist hefði verið inn í fyrirtæki við Reykjavíkurveg. Tveir karlmenn voru hand- teknir vegna málsins. Þá handtók lögregla karlmann í annarlegu ástandi við Löngulínu í Garðabæ. Maðurinn var eingöngu klæddur nærbuxum og sagðist ekki vita hvar hann væri. Gat hann hvorki gefið lögreglu upp nafn né kennitölu. Þá var karlmaður handtekinn á laugardags- morgun við Lambhagaveg grunaður um bílainn- brot. Lögregla fann þýfi sem maðurinn hafði tekið skammt frá vettvangi. Réðst á lögreglubifreið með öxi  Ráðist á lögreglubíl í út- kalli vegna heimilisófriðar Lögreglan Í Garðabæ hafði lögregla afskipti af klæðlitlum manni sem vissi ekki hvar hann var. „Fundurinn var fjölsóttur og sýnir áhuga og jafnframt áhyggjur fólks af skipulagsmálum hjá Reykjavík- urborg,“ segir Ögumundur Jón- asson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, en hann stóð á laugar- dag fyrir opnum fundi um peninga- æði í borgarskipulagi í Safnahúsinu í Reykjavík. „Meinsemdin er sú að pening- arnir ráða of miklu en almanna- hagur of litlu. Það segir síðan sitt að þegar efnt er til opinnar um- ræðu þá halda kjörnir fulltrúar sig fjarri. Fulltrúi Pírata á fundinum í gær [fyrradag] var þar kærkominn en jafnframt eini borgarfulltrúinn að því er mér sýndist og því jafn- framt undantekningin sem sannaði regluna um fílabeinsturn skipulags- stjórnmálanna í borginni,“ sagði Ögmundur í samtali við mbl.is í gær. „Sjálfur hef ég tekið dæmi af út- varpsreitnum í Efstaleiti þar sem arðsemissjónarmið ein hafa ráðið ferðinni og svo náttúrlega af yfir- ganginum við Austurvöll og Vík- urgarð þar sem verið er að byggja við Landsímahúsið í þágu hótelfjár- festa, þvert á almannavilja,“ segir Ögmundur. Segir skipulagsmálin stýrast af peningaæði Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundur Frá fundi Ögmundar Jónassonar um peningaæði í borgarskipulagi í Safnahúsinu. Ögmundur segir einn borgarfulltrúa hafa mætt til fundarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.