Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Breytingar urðu í Vestmanna- eyjum í sumar þegar nýr meiri- hluti tók við völdum í bæj- arstjórn þar. Sjálfstæðisflokkurinn sem ráðið hafði í bænum í samfellt þrjú kjörtímabil missti meirihluta sinn og Fyrir Heimaey, sem fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna, og Vest- mannaeyjalistinn einn tóku við. Íris Róbertsdóttir, oddviti Fyrir Heimaey, tók við starfi bæj- arstjóra og boðar hún áherslu- breytingar í starfsemi bæjarins, svo sem í skóla- og fjölskyldu- málum. Kosningum fylgdu sárindi „Já, vissulega fylgdu kosn- ingunum í vor ýmis sárindi enda var mjótt á munum. Nú á fyrstu mánuðum nýs kjörtímabils hefur verið tekist á um margt. Bæjar- stjórnarfundir hafa oft verið langir og fjörugir. Ég vil þó ekki trúa öðru en að við komumst yfir þetta því bæjarfulltrúar hafa svipaða sýn á málin og bera hag samfélagsins fyrir brjósti,“ segir Íris sem lengi hefur starfað fyrir Sjálfstæðisflokkinn. „Ég er enn sem fyrr sjálf- stæðismaður og styð flokkinn og stefnu hans í landsmálum. Mér líkaði hins vegar ekki hvernig staðið var að framboðsmálum flokksins hér í Eyjum; megin- reglu flokksins um prófkjör var hafnað í áttundu kosningunum í röð og fámennur hópur stillti upp á listann. Það kom svo í ljós í kosningunum að mjög margir stuðningsmenn flokksins hér í Eyjum voru á sama máli og ég, sem hefði átt að vera öllum ljóst fyrir. Mér fannst líka skorta á gagnsæi og lýðræðislegt samtal bæjaryfirvalda við íbúana hér í Eyjum. Við þessar aðstæður varð framboðið Fyrir Heimaey til. Ég var hvött til að gefa kost á mér til að leiða listann og vera bæjar- stjóraefni hans. Mér fannst ég ekki geta vikist undan þeirri áskorun eins og allt var í pottinn búið.“ Landsbyggðarskattur lækki Sjávarútvegurinn er undir- staða í Eyjum. Í verstöðinni miklu, 3. kvótahæsta útgerðar- stað landsins, er mál málanna hvernig veiðist og hvaða verð fá- ist fyrir afurðirnar. Af því ræðst afkoma íbúa og bæjarins sem fær hafnargjöld, útsvar og fleira. Hins vegar hafa verið viðsjár í sjávarútvegi á síðustu misserum, bæði vegna hás gengis krón- unnar og íþyngjandi veiðigjalda sem Íris telur mikilvægt að lækka. „Útgerðarfyrirtækin í Eyjum voru á fiskveiðiárinu sem lauk 1. september sl. að borga vel yfir einn milljarð króna í veiðigjöld, sem er nærri tvöföldun frá árinu á undan. Þessir peningar væru betur komnir hér í Eyjum, þar sem þeir urðu til, en í ríkishít- inni. Þennan landsbyggðarskatt verður að lækka og breyta að- ferðafræði við álagninguna. Við treystum á að ríkisstjórnin og Al- þingi standi við þau loforð í þess- um efnum sem gefin voru í vor. Enn sem fyrr erum við í efna- hagslegu tilliti auðvitað fyrst og fremst háð sjávarútvegi og þjón- ustu við hann,“ segir Íris og heldur áfram: „Ánægjulegur vaxtarbroddur felst í ferðaþjón- ustu en hún á auðvitað allt sitt undir því að samgöngur milli lands og Eyja verði öruggari og þéttari. Aukning í ferðaþjónustu sem fylgdi opnun Lan eyjahafnar hefur breytt mannlífi hér og ásýnd bæjarins og farið hefur verið í margvíslega uppbygg- ingu, til dæmis í miðbænum. Svo búum við svo vel hér að til staðar eru innviðir, það er skólar, gatnakerfi, veitur og slíkt, sem geta þjónað talsvert fjölmennari bæ. Íbúar hér hafa þó ekki verið fleiri frá 2002 og eru nú 4.284. Íbúatala gæti verið talsvert hærri án þess að bærinn þyrfti í miklar framkvæmdir.“ Lækna alla Íslendinga í Reykjavík Í hlutarins eðli liggur að á eyju þurfa íbúar að vera sjálfum sér nægir um flest. Þeir þurfa jafnframt, segir Íris, að vera í ráðandi stöðu þegar um hags- munamál þeirra er fjallað. Því sé mjög jákvætt að þegar nýr Herj- ólfur kemur til Eyja á næstu misserum þá séu það Eyjamenn sjálfir sem hafi hönd í bagga með forsendum fyrir ferjurekstr- inum; ferðatíðni, gjaldskrá og öðru. „Fyrir utan samgöngur er það heilbrigðisþjónustan sem við eigum undir ríkið að sækja. Dregið hefur verið úr allri starf- semi á sjúkrahúsinu hér og virð- ist ekkert lát á. Það er eins og stefnan sé sú að lækna eigi alla Íslendinga í Reykjavík. Skurð- stofunni hér var lokað fyrir nokkrum árum sem meðal ann- ars hefur leitt til þess að nánast allar barnshafandi konur fara til Reykjavíkur til að fæða börn sín, með tilheyrandi kostnaði, fyr- irhöfn og röskun fyrir fjöl- skyldur. Vinafólk mitt eignaðist son um daginn og hann var fyrsti innfæddi Eyjamaðurinn á þessu ári! Fólki er oft vísað upp á land eftir þjónustu sem er dýrt og óþægilegt fyrir alla. Í heilbrigð- isþjónustu erum við hér í Eyjum einfaldlega ekki jafnsett öðrum landsmönnum. Því munum við halda áfram að hamra á okkar kröfum við heilbrigðisyfirvöld, þingmenn Suðurkjördæmis og aðra og ég trúi ekki öðru en að málin þróist í jákvæða átt.“ Eyjamenn séu í ráðandi stöðu þegar um hagsmunamál þeirra er fjallað Ljósm/Óskar Pétur Friðriksson Bæjarstjóri „Íbúatala gæti verið talsvert hærri án þess að bærinn þyrfti í miklar framkvæmdir,“ segir Íris Róbertsdóttir í Vestmannaeyjum. Hömrum áfram á kröfunum  Íris Róbertsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 1972 og ólst þar upp. Útskrifaðist frá HÍ með B.Ed.-próf í kennslufræði og réttindi grunnskólakennara árið 2004.  Frá útskrift hefur Íris m.a. starfað við kennslu, á skóla- skrifstofu og nú síðast sem fjármálstjóri hjá Leo fresh áður en hún tók við sem bæjastjóri. Fyrsta kona sem er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Var for- maður ÍBV íþróttafélags frá 2015-2018 og hefur tekið virk- an þátt í pólitísku starfi. Hver er hún? Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is „Auðvitað er ekki hægt að banna hagnaðardrifin fyrirtæki og það er ekki það sem við erum að gera með tillögu okkar um breytingar á lögum um sjúkratryggingar,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmað- ur Vinstri grænna. Hann hefur ásamt öllum almennum þingmönn- um flokksins lagt fram á Alþingi frumvarp sem miðar að því að setja skýrt ákvæði í lög um heim- ild heilbrigðisráðherra til þess að gera það að skilyrði fyrir samn- ingum við heilbrigðisfyrirtæki að þau séu ekki hagnaðardrifin. „Kristján Þór Júlíusson nýtti sér ákveðinn glugga í lögum um sjúkratryggingar og gerði slíka samninga við þrjár einkareknar heilsugæslustöðvar á höfuðborgar- svæðinu þegar hann var heilbrigð- isráðherra. Sú vegferð var afar skynsamleg hjá honum að mínu mati,“ segir Ólafur. „Frumvarp þar sem skýr heim- ild heilbrigðisráðherra til þess að setja skilyrði fyrir því í samning- um að fyrirtæki sem samið er við sé ekki hagnaðardrifið er í stefnu- skrá Vinstri grænna og eitt af for- gangsmálum okkar. Við vildum þess vegna leggja frumvarpið fram við upphaf þings,“ segir Ólafur og bætir við að eftir sem áður sé heil- brigðisráðherra heimilt að semja við hagnaðardrifin fyrirtæki. Flestir samningar sem í gildi eru innihalda ekki ákvæði sem hindra að samið sé við fyrirtæki sem eru hagnaðardrifin. „Vinstri græn líta svo á að það sé ekki ákall samfélagsins að nýta takmarkað fé sem fæst til heil- brigðismála til þess að greiða fyr- irtækjum og eigendum þeirra hagnað. Almenningur hefur hingað til viljað eitt heilbrigðiskerfi,“ seg- ir Ólafur. Engin ástæða til breytinga „Ég skil hvorki upp né niður í tillögum Vinstri grænna og átta mig ekki á því á hvaða vegferð þeir eru. Mér sýnist samt sem áð- ur að það eigi að taka hluta eða alla heilbrigðisþjónustu út úr því kerfi sem ríkt hefur og ég spyr sjálfan mig, ef þetta skref er stig- ið, hvar endar þetta?“ segir Stefán Matthíasson, læknir og formaður Samtaka heilbrigðisfyrirtækja. „Hvert erum við komin þá? Verður það sama gert við alla op- inbera þjónustu eins og vatnsveit- ur, sorphirðu og vegagerð?“ spyr Stefán og bendir á að í öllum fyr- irtækjum verði eigendur að fá til baka þá fjárfestingu sem þeir hafa lagt í. „Ég sé ekki nokkra ástæðu sem knýr á um breytingar á því formi sem tíðkast hefur í áraraðir,“ segir Stefán sem hefur áhyggjur af því að ef frumvarp Vinstri grænna nái fram að ganga þá muni það letja í stað þess að hvetja einstaklinga til þess að fara í fyrirtækjarekstur í heilbrigðisgeiranum. „Vinstri græn virðast vilja rík- isvæða nánast alla króka og kima heilbrigðiskerfisins án tillits til þess hvort um hagkvæman rekstur er að ræða eða ekki. Mér sýnist tillaga þeirra fyrst og fremst sett fram til höfuðs sérgreinalæknum, en ráðherra heilbrigðismála hefur haft horn í síðu þeirra af ein- hverjum ástæðum. Þrátt fyrir það að sú þjónusta sem verið er að veita á þeim vettvangi sé bæði mjög ódýr og hagkvæm fyrir rík- ið,“ segir Stefán og bætir við að hann líti á tillöguna sem tilraun til þess að skemma einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni. Ráðherra fái skýra heimild  Forgangsmál VG  „Tilraun til að skemma einkarekstur í heilbrigðisþjónustu“ Morgunblaðið/Eggert Heilbrigðismál Ekki eru allir sammála um rekstur heilbrigðiskerfisins. „Það sitja ekki allir landsmenn við sama borð þegar kemur að aðgangi að raforku. Vestfirðir búa við óá- sættanlegt orkuóöryggi auk þess sem flutningi á raforku til Eyja- fjarðar er mjög ábótavant,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, þing- maður Viðreisnar, sem er málshefj- andi í sérstakri umræðu um orku- öryggi þjóðarinnar á Alþingi í dag. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðn- aðarráðherra verður til andsvara. „Ég mun spyrja iðnaðarráðherra hver séu viðbrögð ríkisstjórnarinnar við þessum brýna vanda og hvenær íbúar þessara svæða geti búist við úrlausn mála, “ segir Hanna Katrín sem mun óska eftir svörum iðn- aðarráðherra, hvort hann telji það ásættanlegt í landi sem býr yfir jafn hreinni orku og Ísland að fyrirtæki á þeim svæðum sem afhendingarör- yggi sé lítið séu neydd til þess að keyra á óhreinni orku í formi dís- ilknúins rafmagns ef þau vilja starfa á Vestfjörðum eða við Eyjafjörð. „Ég mun einnig óska eftir svörum um hvort Hvalárvirkjun í Ófeigsfirði á Ströndum sé besta leiðin til að auka afhendingaröryggi rafmagns á Vestfjörðum,“ segir Hanna Katrín og bætir við að verði það nið- urstaðan muni hún ganga eftir því hvort ríkisstjórnin hyggist beita sér fyrir því að Hvalárvirkjun rísi. ge@mbl.is Mismunun svæða á aðgangi að rafmagni  Vill svör ráðherra Alþingi Hanna Katrín Friðriksson spyr ráðherra um raforkuöryggi . „Við fylgjumst með eins og aðrir hver verða næstu skref því að Ísal er fyrirtæki sem hefur mikla þýðingu fyrir íslenskt efnahagslíf,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, innt eftir við- brögðum við riftun á kaupsamningi Norsk Hydro á öllu útgefnu hlutafé í álverinu í Straumsvík af Rio Tinto. Í tilkynningu frá Norsk Hydro í síð- ustu viku kom fram að það hefði tek- ið lengri tíma en talið var að fá sam- þykki samkeppnisyfirvalda framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins. Í kjölfarið hefði verið farið fram á riftun tilboðsins og sú beiðni verið samþykkt. „Áhugi Hydro var til marks um styrk fyrirtækisins. Nú dettur þetta upp fyrir, ekki af því að sá áhugi hafi neitt breyst heldur vegna annarra óskyldra þátta sem varða samþykki samkeppnisyfirvalda í Evrópu,“ seg- ir Þórdís Kolbrún. „Þetta virðist því ekki gerast vegna neinna veikleika hjá fyrirtækinu. Ef eitthvað er bend- ir þetta kannski til þess að fyr- irtækið sé sterkara en menn áttuðu sig á, fyrst það er talið vega svona þungt á Evrópumarkaði að það hafi veruleg áhrif á samkeppnisstöðu að- ila,“ segir Þórdís Kolbrún. Bendir til styrkleika álversins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.