Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 ✝ Gunnar BergBjörnsson fæddist 26. nóv- ember 1938 í Reykjavík. Hann lést 5. september 2018. Foreldrar hans voru Bergþóra Steinsdóttir og Björn Kristjánsson. Bróðir Gunnars er Steinar Berg Björnsson. Fyrri kona Amalía Sverr- isdóttir, börn þeirra: Greta, Sverrir, lést á þriðja ári, og and- vana fæddur drengur. Seinni kona er Sigrún Jó- hannesdóttir, sonur þeirra er Björn Berg, maki Tinna Þorsteinsdóttir, synir þeirra eru Eyjólfur Berg og Þorsteinn Berg. Barn með Hönnu Láru Einarsdóttur er Gunnar Berg, maki Þórhildur Baldursdóttir. Ævistarf Gunn- ars var flug. Hann starfaði hjá Flugfélagi Íslands og síðar Flugleiðum. Útför hans fer fram frá Nes- kirkju í dag, 17. september 2018, klukkan 13. Við kveðjum kæran vin, Gunn- ar Berg Björnsson, er féll frá eftir stríð veikindi fimmta þessa mán- aðar. Kynni okkar Gunnars hóf- ust árið 1982, þegar við reistum okkur hús á torfunni í Frosta- skjóli, og leiddu til náinnar vin- áttu fjölskyldna okkar. Gunnar rakti ættir sínar norð- ur í land en ólst upp í Vesturbæn- um á eftirstríðsárum. Þá var þröngt um húsnæði í borginni og því bjó fjölskyldan um tíma í Kamp Knox. Ekki var mulið undir drenginn og þegar skólaskyldu lauk hvarf hann til starfa og réð sig á togara. Með ráðdeild safnaði Gunnar sér námseyri, en hann sá að flugið geymdi mikil tækifæri fyrir áræðna og framsækna drengi. Gunnar lauk flugprófum og tvítugur var hann kominn með full atvinnuréttindi og réð sig til Flugfélags Íslands. Flugið var Gunnari ekki ástríða heldur vett- vangur og hann var farsæll í starfi, yfirvegaður og skjótráður þegar svo bar undir. Gunnar naut trausts og virðingar samstarfs- manna og sat löngum í samninga- nefndum og var formaður lífeyr- issjóðs atvinnuflugmanna einhver ár. Gunnar á verðugan sess í ís- lenskri flugsögu en það er ann- arra að gera því skil. Vegna flugstarfa á Grænlandi dvaldi Gunnar þar um hríð. Grænland er land andstæðna sem heilluðu hann og óblíð átök þar sem reyndi á þrek og þrautseigju voru Gunnari hugleikin. Gunnar bar mér bókina Hans en eskimo, þar sem greinir frá svaðilförum landkönnuða á nítjándu öldinni, norður með vesturströnd Græn- lands, í átt að heimskauti. Þessa bók mun ég í minningu Gunnars færa Norðurslóðasafninu á Akur- eyri á næstu dögum. Gunnar var pólitískur og ein- arður íhaldsmaður; menn áttu að hafa frelsið en bera skyldur og svara ábyrgð. Forsjárhyggja og óumbeðinn erindrekstur fór gegn lífsskoðun hans. Að ráða vilja var hans aðal. Hann var ódeigur í bar- áttunni ef því var að skipta. Um miðjan aldur var áfengisneyslan orðin honum helsi svo hann brá Bakkusi í fangbrögðum. Til sjálf- styrkingar sótti hann AA-fundi. Þar fann hann samhljóm með öðr- um sem var honum haldgott vega- nesti. Gunnar fór ekki í mann- greinarálit og mætti fólki hispurslaus án allra fordóma. Gunnar brá ekki vana og daglega, í áratugi, mætti hann í Kaffivagn- inn í morgunkaffi og þar sátum við við háborðið ásamt kaffi- drykkjubræðrum þar sem málin voru rædd og krufin af andans dýpt blandað flími. Þessir drykkjubræður okkar þakka Gunnari nú samfylgdina og minn- ast hans af mikilli hlýju. Eftir starfslok gafst Gunnari tími til þess að sinna hugðarefnum. Þau hjónin byggðu sér sumarhús und- ir hlíðum Meðalfells þar sem þau undu löngum við ræktun og veið- ar. Eftir áföll breytti Gunnar lífs- háttum, stundaði líkamsrækt og sást ósjaldan á göngu um Vest- urbæinn. Enn varð Gunnar fyrir áfalli er hann greindist með alz- heimer árið 2015. Við þær að- stæður réðst hann í að ganga frá málum sínum og tryggja velferð fjölskyldunnar. Sjúkdómurinn var óvæginn og fékk Gunnar dvöl á Droplaugarstöðum í febrúar 2016. Við hjónin heimsóttum Gunnar reglulega og minnumst með þakklæti og virðingu þeirrar alúðar sem starfsfólk sýndi vini okkar. Fjölskyldu Gunnars, Sigrúnu konu hans og börnum, vottum við samúð og biðjum þeim blessunar. Að leiðarlokum þakka ég Gunnari fyrir heila vináttu og að hafa átt trúnað hans og traust. Á bauta- stein minninganna sýnast fara vel vísuorð skáldsins Einars Bene- diktssonar: Vilji er allt sem þarf. Hvíl í friði, vertu kært kvadd- ur. Kristján Stefánsson. Látinn er nú góður vinur og samstarfsfélagi til 45 ára eftir erf- ið veikindi. Hans er sárt saknað þótt ekki hafi verið hægt að hafa mikil bein samskipti nokkur ár nú vegna veikinda hans. Gunnar var af annarri kynslóð íslenskra at- vinnuflugmanna og kom til starfa um 1960 þegar flugið tók að vaxa og dafna. Hann byrjaði að fljúga í síldarleit áður en hann fór í far- þegaflug hjá Flugfélagi Íslands, sem hann gerði að ævistarfi. Þar átti hann farsælan og áfallalausan feril í tæplega 40 ár. Leiðir okkar lágu saman vorið 1973. Ég sem nýr maður og hann sem nýr flug- stjóri í innanlandsfluginu. Vorum við þar saman í átta ár og önnur átta ár á Boeing 727. Gunnar var í áhöfn fyrstu íslensku þotunnar sem kom til Flugfélags Íslands vorið 1967 og er hann sá síðasti úr þeim hópi sem kveður. Það gaf oft á bátinn hjá honum í innanlands- fluginu en hann „sótti sjóinn fast“ og var lítið fyrir að „klára ekki túrinn“. Á þessum tíma var minna um aðflugstæki bæði um borð og á jörðu niðri. Ekki mun ég setja neinar sögur af einstaka flugferð- um hans enda leiddust honum all- ar sjálfshetjusögur manna. Þegar hann var yngri hugnaðist honum ekki að vera í bóklegu námi og var kominn á togara 14 ára. Hann byrjaði að læra flug 17 ára og tók gagnfræðapróf síðar vegna kröfu um að flugstjórar hefðu það. Kjaramál voru honum ofarlega í huga og á hann heiðurinn af mörgu góðu í samningi stéttar- innar ásamt öðrum. Í stuttu máli var mottó hans fyrri hluta ferils- ins í kjaramálum „meiri pening“ en á síðari „tryggingar og eftir- laun“. Þá var hann orðinn formað- ur Eftirlaunasjóðs FÍA til nokkra ára. Gunnar ólst upp í bragga- hverfinu Camp Knox við hörð kjör og mótaði það karakter hans. En þar ríkti harkan ein á hans uppvaxtarárum hans og hitti ég stundum æskufélaga hans, t.d. Badda úr Eyjabókum Einars Kárasonar og fleiri, og gat ég þá skilið Gunnar betur. Hann var snjall í viðskiptum og fannst að menn ættu að bjarga sér sjálfir, byrja á því snemma en ekki liggja uppá foreldrum í heimahúsum. Eftir miðjan aldur keypti hann t.d. íbúðir og gerði upp og seldi ásamt öðru sem rak á fjörurnar í viðskiptalífinu og gaf af sér. Eins og ég sjálfur upplifði var hann snöggur á vígvöllinn til hjálpar ef hallað var á hans menn og dró ekki af sér þar til mál voru til lykta leidd. Í mörg ár höfum við báðir verið hóp sem hittist í morg- unkaffi. Þar koma saman menn úr öllum áttum, gamlir kollegar okk- ar úr fluginu, lögmenn, sjómenn, lögreglumenn kaupmenn og fleiri, til að ræða málin. Við erum flest- allir hægri sinnaðir og svo nokkr- ir hinna og er þar glatt á hjalla. Gunnar hafði þar sitt fasta sæti við borðið meðan hann gat, og er í dag saknað þarna. Árni G. Sigurðsson. Gunnar Berg Björnsson ✝ Kristín Hólm-fríður Tryggvadóttir fæddist á Dalvík 14. ágúst 1936. Hún lést 9. sept- ember 2018. Kristín tók stúd- entspróf frá Menntaskólanum á Akureyri 17 ára gömul árið 1954; lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1955 og námi í forspjallsvísindum frá Háskóla Íslands sama ár. Kristín var í námi í námsefn- isgerð við Kaliforníuháskóla í Berkeley í Bandaríkjunum árið 1974. Hún tók þátt í fjölda námskeiða hérlendis og erlend- is í kennslufræðum, námsefn- isgerð og skólastjórnun. Krist- ín var kennari við Skóla Ísaks Jónssonar 1955-56; við Flata- skóla 1958-59; við Lækjarskóla 1959-61 og við Öldutúnsskóla 1961-78. Kristín var námsstjóri í sam- félagsfræði við skólarann- sóknadeild menntamálaráðu- neytisins 1975-76. Hún samdi og endurskoðaði námsefni hjá menntamálaráðuneytinu 1972- 80; var fræðslufulltrúi BSRB 1978-83; var deildarstjóri á Fræðsluskrifstofu Reykjaness þingi. Fyrri ritstörf Kristínar: Námsbækur í samfélagsfræði fyrir grunnskólanemendur; handbækur fyrir kennara, ít- arefni og vinnublöð í sam- félagsfræði í samvinnu við starfshóp; þýðingar á barna- bókum, m.a. fyrir Bókaútgáf- una Sögu og umsjón með út- gáfum á vegum BSRB, s.s. Handbók BSRB, Hvað er vísi- tala? og Vinnustaðurinn í brennidepli. Kristín var gift Hauki Helga- syni, f. 24.7. 1933, skólastjóra. Börn þeirra eru Helgi Jóhann, f. 11.12. 1956, kennari, stjórn- málafræðingur og ljósmyndari; Unnur Aðalbjörg, f. 10.7. 1958, verkakona, og Alda Margrét, f. 18.2. 1963, formaður Félags líf- eindafræðinga. Hálfbróðir Kristínar samfeðra er Ragnar, f. 8.9. 1932, starfsmaður KEA. Albróðir Kristínar er Jóhann, f. 11.12. 1938, flugstjóri. For- eldrar Kristínar: Tryggvi Kristinn Jónsson, f. 3.11. 1906, d. 20.12. 1991, frystihússtjóri á Dalvík, og Jórunn Jóhanns- dóttir, f. 8.8. 1906, d. 13.12. 1990, húsmóðir. Síðustu ár dvaldi Kristín á Hrafnistu í Hafnarfirði en þrátt fyrir erfiðan gigt- arsjúkdóm í fingrum og fótum handritaði hún fjölda greina til birtingar í Morgunblaðinu og opin bréf til ráðherra um stöðu aldraðra á dvalar- og hjúkr- unarheimilum. Útför Kristínar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17. september 2018, klukkan 15. 1984-86; var við dagskrárgerð hjá RÚV 1980-86 og skólastjóri í Sel- ásskóla frá 1986- 96. Kristín var for- maður Félags barnakennara á Reykjanesi 1972- 76; í stjórn Sam- bands íslenskra barnakennara og síðar Sambandi grunnskólakennara1974-80; í stjórn Kennarasambands ís- lands og fyrsti formaður skóla- málaráðs 1980-82. Kristín var í stjórn BSRB 1976-82; í stjórn Bréfaskólans 1978-83; í fram- kvæmdaráði Stjórnunarfélags- ins 1981-82 og fulltrúi í sam- ráðsnefnd BSRB við ríkisstjórnina 1978-82. Kristín var formaður kjaranefndar Fé- lags skólastjóra og yfirkennara 1988-90 og varaformaður sama félags frá 1990. Kristín var varaþingmaður Alþýðuflokksins á Reykjanesi 1983-86; fulltrúi Alþýðuflokks- ins á þingi SÞ í New York 1983; Þegar Unnur A. Hauksdóttir tók sæti á Alþingi sem vara- þingmaður fyrir Vestfjarða- kjördæmi urðu þær fyrstu mæðgur sem sætið höfðu á Al- Gömlu minningarnar eru dýrmætur fjársjóður. Við Kristín kynntumst fyrir 54 árum, þegar ég gerðist kennari í Öldutúnsskóla í Hafn- arfirði. Þar var hún kennari og eiginmaður hennar, Haukur Helgason, skólastjóri. Skólinn var ungur, hafði aðeins starfað í þrjú ár og árlega bættist við einn árgangur svo nemendum fjölgaði um ca. 100, eða fjórar bekkjardeildir. Það kallaði sí- fellt á fleiri kennara og flestir komu til starfa beint úr námi, ungir og ferskir og tilbúnir að læra meira. Skólastjórahjónin voru sam- taka um að hlúa að bæði kenn- urum og nemendum með marg- víslegum hætti. Við urðum nánir vinir, nánast eins og ein stór fjölskylda, og lærðum hvert af öðru og unnum saman að velferð nemendanna. Kristín var glöð og heillandi persóna sem smitaði okkur hin af starfs- gleði. Henni var umhugað um að koma með nýjar og betri starfsaðferðir og vinna við gerð nýs kennsluefnis. Vinnu- tímarnir voru ekki taldir. Þeir voru margir – og í sameiningu uppskárum við góðan starfs- anda, fúsleika og góðan náms- árangur og starfsgleði nemenda okkar. Kristín og Haukur opnuðu líka heimili sitt fyrir okkur, svo við vorum mörg sem komum til þeirra sem fjölskylduvinir og sáum líka myndarskap Krist- ínar á heimilinu og umhyggju fyrir börnunum. Samstarf okkar Kristínar stóð í 11-12 ár. Fyrstu starfsár ævinnar eru mikilvæg og Krist- ín átti ríkan þátt í að gera mig að betri kennara og betri sam- starfsmanni. Kristín átti síðar eftir að sinna ýmsum störfum og varð skólastóri í Árbæjarhverfi í Reykjavík til starfsloka. Í meira en hálfa öld hefur vináttan haldist þó að öldu- gangur hafi vissulega orðið á lífsferlinum. Kristín háði glímu við Bakkus frá miðjum aldri, sem varð í senn til að knýta okkur nánari vináttuböndum og til að minnka samband okkar. En traust vinátta entist til hins síðasta, þrátt fyrir búsetu okk- ar sitt í hvorum landshluta. Ég heyri fyrir mér gleðitóninn í rödd hennar þegar ég hringdi eða kom í heimsókn. Að leiðarlokum er ég full þakklætis fyrir samfélag og vináttu Kristínar og fyrir allt sem ég lærði af henni. Guð blessi Helga, Unni, Öldu og fjölskyldur þeirra og gefi þeim gleði í góðu minningunum. Vertu Guði falin að eilífu, kæra vinkona. Stína Gísladóttir. Kveðja frá Selásskóla. Í dag kveðjum við góða konu. Vorið 1986 var ákveðið að reisa nýjan skóla í Seláshverfi – Selásskóla og var Kristín ráðin til að stýra hinum nýja skóla sem þá var bara hola í jörðu. Hóf Kristín þegar undirbúning að skólastarfinu og var hún bú- in að manna allar stöður innan skólans þá strax um vorið. Kristín var sterkur stjórn- andi og mikill skólamaður. Hún var lífsglöð og kát og gaman að vera með henni. Hún var metn- aðarfull og áhugasöm og hafði brennandi áhuga á öllu er við- kom starfinu, nemendum og skólanum, bæði utan húss og innan. Í stjórnartíð hennar byggðist Selásskóli upp og stækkaði og voru þeir æði margir fundirnir sem fóru í að fylgjast með hönnun skólans og benda á það sem betur mætti fara, en ekki fékk hún alltaf það sem hún vildi. Kristín var meðal frum- kvöðla í mótun og uppbyggingu á nýju námsefni og naut skóla- starfið þess. Lagði hún meðal annars ríka áherslu á þema- vinnu og voru mörg og stór verkefni unnin í hennar stjórn- artíð. Kennsla hennar í ræðu- mennsku var vel þekkt út fyrir veggi skólans og þar lærðu nemendur að koma fram og tjá sig um hin ýmsu dægurmál, ýmist með eða á móti. Nú er vegferð Kristínar lokið hér og hún lögð af stað inn í Draumalandið þar sem hennar bíða ný verkefni og ný ævintýri. Hvers vegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Fyrir hönd Selásskóla, Anna Guðrún Jósefsdóttir. Kristín Hólmfríður Tryggvadóttir Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HARALDUR GÍSLI SIGFÚSSON, fv. leigubifreiðarstjóri frá Stóru-Hvalsá, Hrútafirði, Álfheimum 44, Reykjavík, lést þriðjudaginn 11. september. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 20. september klukkan 13. Hreinn Haraldsson Ólöf Erna Adamsdóttir Hanna Dóra Haraldsdóttir Bjarni Jón Agnarsson Sigfús Birgir Haraldsson Hanna Jóhannsdóttir barnabörn og fjölskyldur þeirra Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR OTTERSTEDT lést á hjúkrunarheimilinu Eir aðfaranótt sunnudagsins 16. september. Hanna Margrét Otterstedt Guðrún Kolbrún Otterstedt Lena Kristín Otterstedt Steinunn Erna Otterstedt tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR BERG BJÖRNSSON flugstjóri, verður jarðsunginn frá Neskirkju mánudaginn 17. september klukkan 13. Sigrún Jóhannesdóttir Björn Berg Gunnarsson Tinna Þorsteinsdóttir Eyjólfur Berg Þorsteinn Berg Gunnar Berg Gunnarsson Þórhildur Baldursdóttir Gréta Gunnarsdóttir Linda og Elín Hjördís Haraldsdætur Ástkær eiginmaður minn, WILHELM VALBERG, er látinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Bryndís Valberg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.