Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 ✝ Þórdís Harð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 22. júní 1944. Hún lést á líknardeild Landspítalans 9. september 2018. Foreldrar henn- ar voru Hörður Bjarnason frá Stóru-Mástungu, Gnúpverjahreppi, f. 18. febrúar 1920, d. 22. ágúst 2004, og Að- alheiður Ólafsdóttir frá Vind- heimum í Tálknafirði, f. 4. jan- úar 1926, d. 26. september 2017. Þórdís ólst upp við almenn sveitastörf í Stóru-Mástungu. Hún var elst sex systkina en kvæntur Sigurveigu Sigurðar- dóttur. Saman eiga þau tvær dætur, Þórdísi Evu og Heklu Rún. Þórdís giftist Rúnari Sig- urðssyni lögreglumanni og saman eignuðust þau tvær dætur. Eldri dóttir Þórdísar er Laufey, f. 12. október 1972. Laufey er flugfreyja og gift Hjalta Vigfúsi Hjaltasyni. Saman eiga þau dótturina Guðrúnu Maríu. Yngri dóttir Þórdísar er Sigurlaug Rúna, f. 31. janúar 1979. Sigurlaug er kennari og gift Stefáni Karls- syni. Saman eiga þau þrjá syni; Kristófer, Rúnar og Ingi- mar. Þórdís og Rúnar slitu samvistum. Þórdís giftist síðar Þórði Haraldssyni, en hann er látinn. Eftirlifandi sambýlismaður Þórdísar er Aðalsteinn Blön- dal. Þórdís verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, 17. september 2018, klukkan 13. þau eru Jóna Sig- urbjörg, f. 24. júlí 1945, Ólöf Unnur, f. 10. febrúar 1947, Jóhanna, f. 6. apríl 1948, Hulda, f. 16. mars 1955, d. 8. janúar 2004, og Bjarni, f. 4. ágúst 1956. Þórdís var í Ásaskóla og Hér- aðsskólanum á Laugarvatni. Hún starfaði lengst af í Sakadómi og hjá Lögregluembættinu. Elstur barna Þórdísar er Hörður Lúðvíksson, f. 9. októ- ber 1969, en faðir hans var Lúðvík Vignir Ingvarsson. Hörður er málarameistari og Ástkær móðir okkar er látin eftir stutta baráttu við veikindi. Hún skilur eftir sig stórt skarð og munum við sakna góðu samveru- stundanna, jákvæðni hennar, orku og gleði. Hún tók öllum vinum okkar mjög vel, bauð iðulega upp á veitingar og spáði í bolla þegar sá gállinn var á henni. Mamma var full af kærleika, bóngóð og passaði vel upp á fólkið sitt. Hún var afskaplega úrræða- góð, handlagin og með græna fingur sem nutu sín vel í sumarbú- staðnum. Henni þótti óendanlega vænt um barnabörnin sín, sem munu minnast hennar með gleði og söknuði. Mamma hafði afskap- lega þægilega nærveru og lagði sig alla fram um að láta fólki í kringum sig líða vel. Henni var alltaf mjög umhug- að um velferð annarra. Okkur er minnisstætt þegar yngsta dóttir- in var ólétt að kljást við of háan blóðþrýsting. Hún bauð stórfjöl- skyldunni í helgarsteik, en af hugulsemi við dótturina ákvað hún að sleppa öllu sem haft gæti áhrif á blóðþrýstinginn, þar með töldu kryddi og öðru bragðbæt- andi. Steikin var ekkert sérstök, en að sama skapi hélst blóðþrýst- ingurinn í skefjum. Fleiri skemmtilegar sögur eru til af hugulsemi mömmu, sem ylja okk- ur og kalla fram bros í söknuðin- um, en þær eiga það sameiginlegt að vera lýsandi fyrir góðmennsku hennar og hjartahlýju. Við syrgjum elsku mömmu okkar, en minnumst jafnframt eft- irfarandi orða úr Spámanninum: Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. (Kahlil Gibran) Hvíl í friði, elsku mamma. Hörður, Laufey og Sigurlaug. Nú er hún Dísa farin – of fljótt myndu margir segja en okkur er ekki lofað neinu í upphafi. Ég þekkti Dísu alls ekki mikið og hafði heldur ekki þekkt hana lengi þegar hún kvaddi eftir stutta en erfiða sjúkdómslegu. Ég hefði al- veg viljað kynnast henni miklu betur. En kynni fólks verða ekki metin eftir lengd, heldur skipta gæðin mestu máli. Ég sá Dísu fyrst í fermingarveislu og tók strax eftir þessari brosmildu, glæsilegu og einkar fallega klæddu konu og komst þá að raun um að þarna var komin vinkona bróður míns sem ég hafði heyrt af en ekki hitt. Þegar Dísa og Steini kynntust var hann orðinn ekkju- maður og Dísa var líka ein á báti. Þau náðu fljótlega vel saman, áhugamálin voru svipuð, þ.e. ferðalög innan lands og utan. Þótt árin þeirra saman yrðu ekki mörg voru þau notuð vel. Steini keypti sér lítið en fullkomið hjólhýsi og þau voru dugleg að ferðast um landið með það í togi eða fara í tjaldútilegu í Þórsmörk. Utan- landsferðirnar urðu allnokkrar, sú síðasta til Madeira síðastliðið vor. Þau undu sér líka vel í sumarbú- stað Dísu þar sem Steini dyttaði að ýmsu og smíðaði kassa til að rækta nytjajurtir af ýmsu tagi en Dísu fannst mikilvægt að borða hollt og lífrænt. Bæði voru þau, Steini og Dísa, flink í höndunum og það mátti til að mynda sjá á smekklegum klæðnaði Dísu og öllu í kringum þau. Þau voru dug- leg að hreyfa sig, gengu og syntu þar til heilsa Dísu leyfði ekki leng- ur. Nú er komið að kveðjustund og bróðir minn aftur í sárum. Við Palli vottum Steina og fjölskyldu innilega samúð. Fjölskyldu Dísu sendum við samúðarkveðjur. Þórunn Blöndal. Kær vinkona mín er fallin frá eftir stutt og erfið veikindi. Það er ekki sjálfgefið að okkur muni hlotnast góð heilsa eða langlífi, þess vegna skiptir máli að rækta góð sambönd. Ótímabært andlát Dísu veldur mikilli sorg. Hún var einstök kona, jákvæð, listræn, hjálpsöm, trú og trygg. Dísa var sú vinkona sem alltaf var gaman að hitta. Hún hafði létta lund og var jafnan meira uppörvandi en letj- andi og var alltaf hrein og bein- .Hún stóð sig vel í þeim störfum sem hún tók sér fyrir hendur, enda kom hún vel fyrir, og var jafnframt dugleg, útsjónarsöm og fylgin sér. Þótt lífið hafi ekki alltaf borið hana á höndum sér vann hún vel úr sín- um málum og stóð sig eins og hetja. Það var aðdáunarvert hvað hún tók veikindum sínum með æðruleysi og jákvæðni og ætlaði sér alltaf að sigra. Hún hélt reisn sinni til síðasta dags. Ég á henni mikið að þakka fyrir þann góða og skemmtilega tíma sem við áttum saman. Á svona stundu er ómet- anlegt að geta yljað sér við góðar og glaðar minningar liðinna ára. Elsu Dísa, þú fórst allt of fljótt frá okkur en eftir lifa minningar um góða konu sem deildi með okk- ur gleði, björtu brosi og hæfileik- um. Ég kveð þig með þakklæti fyrir vináttu þína og trygglyndi alla tíð. Hvíl í friði við hið eilífa ljós. Við sjáum, að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast engla tala og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson) Fjölskyldu og sambýlismanni sendi ég innilegar samúðarkveðj- ur. Kristín Ásgeirsdóttir. Þórdís Harðardóttir ✝ Doris Jellefæddist í Nim- tofte í Danmörku 12. október 1928. Hún lést á Land- spítala Fossvogi 9. september 2018. Foreldrar Dor- isar voru Einar Jelle, f. 22.12. 1900, d. 1.7. 1969, og Olga (Poulsen) Jelle, f. 26.6. 1902, d. 13.12. 1972. Börn þeirra voru; Godtfred, f. 1925, d. 2006, Poul, f. 1927, Eric, f. 1929, Jytte, f. 1931, Svend, f. 1932, Ása Katrín, f. 1934, d. 2007, Inge, f. 1936, Bente, f. 1937, Hugo og Finn, f. 1940, d. 1940, Karl, f. 1942. Eiginmaður Dorisar var Sím- on Ingvar Konráðsson málari, f. 17.6. 1919, d. 29.9. 2008. Gengu þau í hjónaband á þrítugsafmæli Símonar 17. júní 1949. Doris eignaðist tvíburadrengi fyrir hjónaband. Börnin voru: 1) drengur Jelle, f. 1948, d. 1948. 2) Paul Erik, f. 1948, d. 2005. Sím- on ættleiddi Paul Erik og gekk honum í föðurstað. Synir Páls eru; Trausti og Júlíus Símon og er eftirlifandi sambýliskona Páls Guðrún Ragna Krüger og synir þeirra eru Valgeir og Bergþór. 3) Olga Karen Jelle, f. með fjölskyldu sinni frá Nim- tofte til Randers á Jótlandi. Elst stúlkna í sínum systkinahópi tók hún mikinn þátt í umönnun þeirra sem yngri voru og hús- verkum á annars stóru heimili. Ung fór hún að heiman að vinna fyrir sér ýmist í vist eða sem „stuepige“ á vel stæðum heim- ilum. Eitthvað kunni hún fyrir sér í smurbrauði þó hún lyki ekki formlegu námi. Í janúar 1948 fór hún til Íslands og vann þá á heimili Úlfars Þórðarsonar augnlæknis. Stuttu eftir kom- una til landsins kynntust Doris og Símon og tókust með þeim ástir. Doris var heimavinnandi húsmóðir allt þar til þau hjón fluttu til Svíþjóðar árið 1969. Þar sótti hún stutt nám í heima- þjónustu og vann við það þar ytra. Árið 1974 flutti fjölskyldan aftur til Íslands og settist að í Rjúpufelli 44 en þar bjó Doris allt til æviloka. Doris vann um stund sem dagmamma og tók síðar upp fyrri iðju og vann við heima- þjónustu hjá Reykjavíkurborg þar til hún settist í helgan stein. Doris tók virkan þátt í Dansk kvindeklub á Íslandi um tíma. Í allmörg ár meðan Símon gegndi stjórnarstörfum fyrir Málara- félag Reykjavíkur tók Doris virkan þátt í starfi félagsins. Doris verður jarðsungin í dag frá Fella- og Hólakirkju og hefst athöfnin klukkan 13. 1950, synir hennar eru Jón Símon, Pét- ur Marinó og Heim- ir. 4) Bryndís f. 1953, sonur Bryn- dísar er Óðinn. 5) Sigríður Guðrún (Sirrý), f. 1954, d. 1999, eftirlifandi eiginmaður hennar er Þorbjörn Guð- mundsson; börn Sigríðar eru Katrín Björk, Bryndís Ísfold og Árni Rúnar. 6) Rögnvaldur Ragnar, f. 1956 og er kona hans Kirsten Godsk; dóttir Rögnvaldar er Momo Rakel, synir hans og Kirs- ten eru Kristján, Jónas, Daníel og Ísak. 7) Einar Andrés, f. 1959, sambýliskona Ásta Jóns- dóttir. Börn Einars eru Símon Karl, Sigríður Rós, Elías Snær og Guðrún Alda. 8) Birgir, f. 1960, börn hans eru Anna Gígja, Ingvar Dór, Aron Gauti, Rögn- valdur Nökkvi og Saga Kristín. 9) Díana, f. 1963, eiginmaður hennar er Smári B. Ólafsson; dóttir Díönu er Karen Andrea, synir Díönu og Smára eru Reyn- ir Óli og Ívar. 10) Helen, f. 1972, og eru synir hennar Bergur Ari og Kjartan. Langömmubörn Dorisar eru 34 talsins. Tólf ára gömul flutti Doris Öll stefnum við að því að ná góðum aldri og fá tækifæri til að upplifa þá lífsfyllingu sem felst í því að sjá börnin sín vaxa úr grasi, takast á við lífið og stofna fjölskyldu. Fá tækifæri til að vera samtíma barnabörnum og jafnvel barnabarnabörnum og sjá þau vaxa úr grasi og verða að sjálfstæðum einstaklingum. Þetta tækifæri fékk Doris Jelle í ríkum mæli því afkomendur hennar og Símonar telja nú nokkra tugi. Doris og Símon, en hann kvaddi fyrir nokkrum árum, þurftu að hafa fyrir lífinu með stóran barnahóp. Aldrei kynnt- ust þau þeim munaði að hafa mikið milli handanna eins og sagt er. Aldrei heyrði ég Doris tala um að hún hefði ekki haft það gott og að hana hefði skort eitthvað. Ég kynntist Doris fyrir 25 árum þegar við Sirrý fórum að búa saman og þau kynni hafa haldist þrátt fyrir að það séu að verða 20 ár frá því að Sirrý kvaddi þennan heim. Það var alltaf gott að koma í Rjúpufellið, setjast niður með tebolla og spjalla. Einstöku sinnum fórum við saman í leikhús, en hún hafði mikla unun af því að sjá gott leikverk. Síðastliðinn vetur fór- um við saman og sáum leikritið Lóaboratoríum eftir Lóu Hjálm- týsdóttur, sambýliskonu Árna Rúnars. Það var smá kvíði fyrir því að leikritið væri fyrst og fremst fyrir ungt fólk og hún myndi ekki njóta verksins. Kvíð- inn reyndist ástæðulaus því hún skemmti sér vel og var alls ekki á því að verkið væri ekki fyrir hennar aldursflokk þrátt fyrir að hún hefði getað verið amma flestra sem voru á sýningunni. Það er gott að eiga minninguna um þessar ferðir í leikhúsið og þær hefðu mátt vera fleiri. Í dag kveðjum við þessa sómakonu sem kom ung til Ís- lands og gerðist Íslendingur sem vildi hvergi annars staðar búa þrátt fyrir sterk tengsl við fjölskyldu sína í Danmörk og Svíþjóð. Það var gott að eiga Doris fyrir tengdamóður og ég kveð hana með þakklæti fyrir samfylgdina og ekki síður hvað hún tók vel á móti mér þegar ég kom inn í fjölskylduna á sínum tíma. Þorbjörn. Elsku amma okkar er fallin frá, konan sem gerði besta hrís- grjónagraut á norðurhveli. Það er alltaf sorgarstund þegar ást- kær fjölskyldumeðlimur fellur frá en hún átti langa og góða ævi og er margs að minnast. Hún var eina amma okkar en hún var alveg á við tvær. Ein- staklega hlý og góðhjörtuð kona sem við eigum margar góðar minningar með. Í æsku vorum við oft í pössun hjá ömmu og afa og alla tíð mik- ið í kringum þau, hvort sem það var heima hjá þeim eða uppi í sumarbústað við Þingvallavatn. Í sumarbústaðnum áttum við margar skemmtilegar stundir. Þar fórum við oft að veiða og var alveg sama hversu smár aflinn var, amma var alltaf til í að gera að aflanum og henda honum á grillið fyrir okkur stoltu veiði- mennina. Í sumarbústaðnum ræktaði amma mikið af trjám og nytjajurtum. Við krakkarnir fengum iðulega að fara út í garð og tína jarðarber, sem amma skar síðan niður og bar fram í skál með rjóma og sykri. Hún og afi voru einstaklega samrýnd hjón sem var ávallt skemmtilegt og þægilegt að vera í kringum. Þau voru þolinmóð og sinntu okkur krökkunum vel þegar við vorum hjá þeim, alveg sama hverju við tókum upp á. Það er hægt að taka sér margt til fyrirmyndar úr sambandi þeirra, sem var hlýlegt og elsku- legt alveg til enda. Meira að segja tuðið þeirra á milli var alltaf góðlátlegt og jafnvel hlægilegt á köflum. Það var henni einstaklega erfiður missir þegar afi féll frá árið 2008. Hún hætti samt aldrei að njóta lífs- ins. Hún ferðaðist mikið, bæði innanlands og utanlands. Hún var líka dugleg að heimsækja systkini sín í Svíþjóð og Dan- mörku. Við áttum góða ferð með henni um Danmörku sumarið 2017 þegar við fórum á ættar- mót þar sem stór hluti systkina hennar og afkomenda þeirra komu saman og lék hún á als oddi, enda mjög félagslynd og mikill partípinni. Amma kom oft í mat til okk- ar, hún elskaði eldamennskuna hans pabba. „Maður fær bara vatn í munninn,“ sagði hún alltaf þegar maturinn var borinn á borð, alveg sama hvað það var. Amma var frá Danmörku og mátti ennþá merkja danska hreiminn þrátt fyrir um 70 ára búsetu á Íslandi. Hún átti það til að sletta nokkrum dönskum orð- um hér og þar eða jafnvel heilu setningunum án þess að átta sig á því en það var ekki vandamál, þar sem við systkinin tölum öll allavega einhverja dönsku. Hún kenndi okkur líka nokkur dönsk dægurlög og vögguvísur og fannst okkur alltaf gaman að sýna henni einkunnablaðið þeg- ar vel hafði gengið í dönsku í skólanum. Hún lifði alla ævi við góða heilsu þar til undir það síðasta og var aðeins mánuður í 90 ára afmælið hennar sem átti að verða stórt partí og er leitt að geta ekki haldið upp á það með henni. Hún var farin að hlakka mikið til að halda upp á þann áfanga. Við erum þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum með henni. Ömmu verður sárt saknað og vel minnst. Hvíl í friði, elsku amma. Karen Andrea, Reynir Óli og Ívar. Doris Jelle Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent er ráðlegt að senda myndina á netfangið minning@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita. Minningargreinar Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVEINBJÖRN MAGNÚSSON múrari, Holtagerði 8, 640 Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík hinn 13. september 2018. Útför fer fram í Húsavíkurkirkju mánudaginn 24. september 2018. Anna Sigrún Mikaelsdóttir Sólveig Hallfríður Sveinbjörnsdóttir Einvarður Hallvarðsson Helga Sveinbjörnsdóttir Heiðar Smári Þorvaldsson Guðný Sveinbjörnsdóttir Inga Maren Sveinbjörnsdóttir Valgeir Baldursson barnabörn, barnabarnabörn og bræður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.