Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 18
Í laugardagsblaði Morgunblaðsins (15. sept. 2018) er birt greinarkorn eftir Hannes H. Giss- urarson undir fyr- irsögninni „Þórbergur um nasistasöng“. Þar vísar Hannes í grein sem ég birti í Skírni, „Undarleg ósköp: Um pólitíska atlögu Þór- bergs Þórðarsonar að Hannesi Péturssyni í kvæðaformi“. Hannes er svo vænn að benda á innsláttarvillu í vísuorði sem ég til- færi í greininni þar sem þýska smáorðið „vom“ verður að „von“. Það ber að þakka Hannesi fyrir ár- vekni og góða þýskukunnáttu. Vill- an er tilkomin vegna þess að ég vísa í frumútgáfu kvæðabálks Þór- bergs, Marsinn til Kreml (1962, bls. 29), þar sem villan kemur fyr- ir. Hún hefur síðan verið leiðrétt í 2. útgáfu Eddu Þórbergs (1975) þar sem kvæðið er endurprentað. Einnig bendir Hannes á að mér hafi láðst að sannreyna þau orð Þórbergs að vísuorðin sem hann notar í kvæðinu, „Wenn das Juden- blut vom Messer spritzt / dann geht uns nochmals so gut“ („Þegar Gyðingablóðið spýtist undan hnífn- um / þá gengur okkur hálfu bet- ur“) séu „úr Horst-Wessel-söng þýzku nazistanna“, eins og Þór- bergur skrifar í skýringum aftan- máls í kvæðaókinni. Hannes leið- réttir Þórberg, mig og ritrýna Skírnis og segir vísuorðin vera „úr „Sturmlied“ sem SA-sveitir þjóð- ernisjafnaðarmanna kyrjuðu iðu- lega á þrammi sínu um þýskar borgir á fjórða áratug“. Það er rétt athugað hjá Hannesi að þessi ógeð- felldu vísuorð eru ekki úr Horst- Wessel-söngnum og að sjálfsögðu er það ekki til fyrirmyndar að eigna þau ranglega Horst Wessel, þótt hann hafi verið gyðingahatari og morðingi.[1] Hins vegar er það heldur ekki rétt að þau séu úr „Sturmlied“, sem er eftir nasistann Dietrich Eckhard, og ekkert skárra að eigna honum þau en Wessel. Hannesi hefur láðst að sannreyna að vísuorðin séu úr „Stormljóði“ og er því sekur um þann sama „mikla annmarka“ sem hann sér hjá Þórbergi, mér og rit- rýnum Skírnis. Það þarf ekki að verja miklum tíma í grúsk á vefnum til finna út úr þessum ruglingi. Vísuorðin reynast vera úr kvæðinu Stormsveitarmaðurinn („Sturm- soldaten“) sem einnig gengur undir nafninu Stríðssöngur SA-manna („Kampflied der SA“). Fleiri kvæði hafa fengið þessa síðarnefndu yf- irskrift, m.a. Horst-Wessel- söngurinn og „Sturmlied“. Kvæðið „Sturmsoldaten“ er dæmi um mis- notkun á höfundarverki því textinn er útúrsnúningur á þýskum bylt- ingarsöng frá miðri 19. öld eftir Friedrich Hecker (1811-1881) og kallaður „Heckerlied“. Hannes nefnir það kvæði en telur ranglega að „Sturmlied“ sé til- brigði við það en engin líkindi eru þar á milli.[2] „Heckerlied“ var samið í Baden- byltingunni en finnst í mörgum tilbrigðum þar sem „andstæð- ingnum“ er skipt út eftir því hvaða stríð þeir menn háðu sem kyrjuðu sönginn. Í upphaflegu útgáfunni er þess krafist að blóð fursta renni, því upp af því muni lýðræðið spretta. Hin andgyðinglega útgáfa varð til í her- búðum nasista á 3. áratugnum en höfundur er óþekktur.[3] Auk ruglingsins með þennan ljóta nasistasöng vil ég leiðrétta tvær aðrar villur í grein Hannesar. Sú fyrri lýtur að því að grein mín sem hann vísar til birtist í Skírni 2016 en ekki 2015. Þetta smáatriði skiptir litlu máli. Verra finnst mér hvernig Hannes slítur úr samhengi og rangtúlkar orð Guðmundar G. Hagalíns í upphafi skrifa sinna: „Guðmundur G. Hagalín sagði eitt sinn, að Þórbergur Þórðarson hefði verið þjóðfífl Íslendinga, ekki þjóð- skáld. Hafði Hagalín eflaust í huga ýmis afglöp Þórbergs […]“. Eins og ég ræði í bókinni Ég skapa – þess vegna er ég. Um skrif Þórbergs Þórðarsonar (2015) þá lýsti Hagalín því yfir við Matthías Johannessen að hann hefði með bókinni Í kompaníi við allífið „unn- ið það afrek að sýna fram á“ að Þórbergur væri „ekki þjóðskáld, heldur þjóðfífl“. Ég tilfæri þessi orð, sem Matthías greinir sjálfur frá í birtri dagbók sinni,[4] til að styðja þá tilgátu að þá mynd sem almenningur hefur lengst af haft af Þórbergi megi að miklu leyti rekja til Kompanísins. Matthías svarar Hagalín á þá leið að slíkt hafi svo sannarlega ekki vakað fyrir hon- um: „Ég hafði áhuga á að kynna mesta ritsnilling þjóðarinnar á minn hátt“. Það er fráleitt að álykta að Hagalín hafi „eflaust [haft] í huga ýmis afglöp Þórbergs“ þegar hann mælir þessi orð, enda er hann ekki að lýsa eigin skoðun heldur þeirri mynd sem framkallast við lestur bókar Matthíasar. En það þarf varla að koma á óvart að slík túlk- un komi úr höfði manns sem hefur lagt sig fram við tilraunir til að draga broddinn úr skrifum Þór- bergs með því að vísa til hans sem afglapa. Hagalín hefði líklega snúið sér við í gröfinni hefði honum bor- ist þessi túlkun til eyrna, en senni- lega hefur hann fyrir löngu yfirgef- ið sinn „hola stokk“ og nýtur lífsins á astralplaninu með Þórbergi vini sínum. [1] Böðvar Guðmundsson. 2015. „Tilurð og örlög tveggja ljóða og afdrif höfunda þeirra.“ TMM, 2. hefti. [2] Sjá: https://en.wikipedia.org/wiki/ Sturmlied [3] Sjá: https://de.wikipedia.org/wiki/ Heckerlied og https://www.tu-berlin.de/ fileadmin/i65/Publikationen_Mitarbeiter/ Kohlstruck/08_Kohlstruck_Scheffler.pdf [4] Matthías Johannessen. 2007. „Árið 1959,“ 2. apríl 1959: http://matthiasj.squa- respace.com/dagbok_1959 Eftir Soffíu Auði Birgisdóttur Soffía Auður Birgisdóttir » Svar við grein eftir Hannes Hólmstein Gissurarson sem birtist í laugardagsblaði Morg- unblaðsins, 15. september 2018. Höfundur er bókmenntafræðingur. soffiab@hi.is Hannes Hólmsteinn um nasistasöng: að leiðrétta villu með annarri villu 18 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Í Hallgrímskirkju er ljósberi með sætum fyrir bænakerti. Þang- að leitar fólk og kveikir á kertum, vitjar ást- vina í huganum og bið- ur bænir. Á hnattlaga ljósberanum er sæti fyrir 61 bænakerti. Í honum miðjum er stórt kerti sem er tákn fyrir heimsljós Guðs, Jesú Krist. Hallgrímskirkja er ekki aðeins mest myndaða hús og fjölsóttasti ferðamannastaður landsins, heldur helgistaður alls heimsins. The Gu- ardian útnefndi Hallgrímskirkju sem eitt af tíu mikilvægustu íhug- unar- og bænahúsum veraldar. Alla daga situr fólk í kyrru kirkjunnar og íhugar og biður. Bænahnötturinn í kirkjunni laðar að og fljótlega eftir opnun kirkjunnar að morgni loga ljós í öll sætum ljósberans. Þá hefur fólk tyllt kertum sínum á aðra hluta ljósberans. Vegna fjöldans, sem reynir að koma ljósum fyrir, hafa kerti fallið niður á gólf. Það er fólki sárt að sjá bænaljósin sín hrynja. Og það er líka mikil vinna fyrir starfs- fólk kirkjunnar að þrífa gólf og stjaka. Spurningarnar hafa oft leitað á starfsfólkið. Var bænahnötturinn orðinn of lítill? Velgerðarfólk Hallgrímskirkju gaf kirkjunni ljósberann í ársbyrjun 1996. Hönnuður var Gunnsteinn Gíslason, myndlistarmaður, og Þur- íður Steinþórsdóttir, járnsmiður, vann stjakann. Í gjafabréfi segir: „Víða höfum við ferðast og ávallt á ferðum okk- ar leitum við til kirkju og hlýðum á messu eða sitjum í kyrrð og þökk- um þá miklu gleði sem börnin okkar þrjú hafa veitt okkur. Á þessum stundum höfum við kveikt á litlum kertum og látið á bænastjaka sem þar hafa verið. Við hjónin höfum margt að þakka. Því gleður það okkur mikið að ljósber- inn fái að standa í Hall- grímskirkju sem þakklætisvottur okkar fyrir þá miklu gæfu sem börn okkar hafa fært okkur. Við biðjum þess jafnframt að margir finni sér stund til að tendra ljós á stikum hans og að þessi litlu ljós megi veita birtu í sál á tímum sorgar og hlýju þakklætis á tímum gleði.“ Ljósberar eru víða til í kirkjum og fólk staldrar við og hugsar um líf sitt og sinna og biður fyrir fólki. Hnatt- laga ljóshnettir þjóna sama hlut- verki og ljósberi Hallgrímskirkju. Ljósberinn er Hallgrímskirkju- fólki kær og enginn hefur viljað breyta honum þótt aðsókn og hrein- gerningavinnan væri mikil. Til að þurfa ekki að láta gera stærri ljós- hnött smíðaði Járnsmiðja Óðins járnbaug undir stjakann. Hlaðbær Colas gaf marga poka af ljósum mulningi sem var hellt í bakkann. Flestum kom á óvart hve ljósberinn naut þessa nýja samhengis, eig- inlega lyftist í rýminu. Sandbaug- urinn rímaði vel við fótstykki Krists- styttu Einars Jónssonar. Hvernig brást fólk svo við sem kom í kirkjuna? Það var spennandi að fylgjast með hvernig ljósafólkið færi að. Þegar flest kertasætin voru fullnýtt var enginn sem tyllti auka- ljósum á ljósberann eins og áður var. Kertunum var komið fyrir í sand- inum. Sumir mynduðu handarfar og komu ljósinu sínu þar fyrir. Aðrir teiknuðu hjarta í sandinn sem varð eins og amen við bænirnar. Hin nýja undirstaða ljóshnattarins kemur til móts við þarfir ljóssækins bæna- fólks. Fleiri ljós, fleiri bænir, aukið þakklæti og meiri birta. Velkomin í Hallgrímskirkju. Verði ljós. Verði ljós Eftir Sigurð Árna Þórðarson » Velgerðarfólk Hall- grímskirkju gaf kirkjunni ljósberann í ársbyrjun 1996. Sigurður Árni Þórðarson Höfundur er sóknarprestur Hallgrímskirkju. s@hallgrimskirkja.is Ljósmynd/Sigurður Árni Þórðarson Hallgrímskirkja Ljósberinn Kulnun hefur und- anfarið fengið aukna at- hygli í samfélaginu. Í daglegu tali merkir kulnun það ástand að komast í þrot vegna langvinns álags. Þegar fólk er undir viðvarandi álagi sem kemur í veg fyrir að það hvílist og endurheimti orku sína, geta einkenni kulnunar gert vart við sig. Fólk nær ekki að hlaða batteríin og fer smátt og smátt að finna fyrir of- þreytu sem fram kemur í tilfinninga- legum, líkamlegum og hugrænum einkennum. Rannsóknir benda til mikillar fjölgunar veikindaleyfa vegna kulnunareinkenna. Í flestum löndum er kulnun ekki skilgreind sem sjúkdómur eða röskun en engu að síður er kulnun alvarlegt ástand sem hefur áhrif á öll svið daglegs lífs og dregur verulega úr lífsgæðum. Mikilvægt er að átta sig á og bregðast við ef fólk finnur fyrir vax- andi einkennum stöðugs álags. Það sem helst einkennir kulnun, auk of- þreytu, eru svefntruflanir, líkamleg streitueinkenni, tilfinningalegt álag, einbeitingarskortur og slakara minni. Fólk finnur úthald minnka, það hættir að geta tekist á við krefj- andi verkefni með sama hætti og áð- ur og fer að finna fyrir hugrænni þreytu sem meðal annars kemur fram í erfiðleikum með athygli, lengri viðbragðstíma, einbeitingar- og minnisvanda. Fólk fer að eiga erf- iðara með að ná utan um verkefni sín og afköst minnka. Þá er hætt við að fólk fari að kvíða verkefnum, því sem framundan er og treystir sér síður til að takast á við krefjandi verkefni. Þannig aukast álagstengdar áhyggj- ur, sem síðan getur valdið svefntrufl- unum. Fólk fer að eiga erfitt með að sofna, svefninn verður grynnri og slitróttari, ekki eins endurnærandi og heildarsvefntími verður styttri. Óendurnærandi svefn til langs tíma ýtir svo enn frekar undir ofþreytu. Löng álagstímabil með litlum eða engum hléum valda þannig langvinnri streitu, fólk nær sér ekki alveg af afleið- ingum álagsins og smám saman stefnir í örmögnunarástand. Líkamleg streituein- kenni fara að koma fram, til dæmis óþæg- indi í stoðkerfi, verkir, vöðvaspenna, höf- uðverkir og melting- artruflanir. Sumir finna fyrir svima, hjartslátt- arónotum, hraðari púlsi og fleiru. Einnig koma fram einkenni tilfinningaálags eins og skapsveiflur og pirringur. Rannsóknir benda til að breytingar í taugakerfi hjá ein- staklingum með kulnun geti valdið því að þeir eigi erfiðara með að draga úr áhrifum tilfinningaálags, sem svo getur aukið á og viðhaldið streituein- kennunum. Þegar á líður fer áhugi, drifkraftur og ánægja að dvína, virkni minnkar og margir draga sig í hlé félagslega. Kulnun eða álags- tengd ofþreyta getur þannig byggst upp yfir langan tíma. Þreyta og álagseinkenni safnast upp og verða að einkennamynd sem fólk á end- anum lýsir sem örmögnun á líkama og sál. Það getur tekið langan tíma að ná sér á strik eftir að hafa lent í kuln- unarástandi. Örlað getur á athygli-, einbeitingar- og minnisvanda eftir að önnur einkenni kulnunar hafa rénað. Rannsóknir benda til að hugræn at- ferlismeðferð gefist vel við ýmsum einkennum kulnunar en frekari rann- sókna er þörf varðandi meðferð. Ef hægt er að benda á einhvern einn þátt, þá virðast svefngæði vera ein sterkasta vísbendingin um þróun kulnunar og hvort fólk nái sér og snúi aftur til vinnu. Niðurstöður rann- sókna benda einnig til að miklar kröf- ur í starfi og tíðar hugsanir um vinn- una í frítíma séu sérstakir áhættuþættir. Það er að sjálfsögðu gríðarlega mikilvægt að skoða starfsumhverfi, stjórnunarhætti fyrirtækja og kröfur á vinnumarkaði. Þar eru nokkrir þættir sem augljóslega þarf að huga að. Ef fólk er undir miklu álagi og kröfum þarf það auðvitað að fá tæki- færi til að hvílast og hlaða batteríin. Það eykur á streitu ef verkefni eru óljós, erfitt er að ná yfirsýn eða að skipuleggja starfið. Einnig eykur það á vanlíðan ef skortur er á stuðningi og hvatningu, ef fólki finnst það ekki metið, því ekki treyst eða ekki sýnd næg virðing. Það að upplifa að ráða ekki við aðstæður eða hafa ekkert um aðstæður að segja hefur neikvæð áhrif á líðan og erfið samskipti geta valdið mjög miklu álagi. Vinnuveit- endur, sem er umhugað um starfs- þrek og heilsu starfsfólks, ættu því að huga vel að þessum þáttum. En fleira en starfsumhverfi skiptir máli. Fólk þarf líka sjálft að setja mörk, sinna eigin þörfum og gæta þess að aðskilja vinnu og einkalíf. Ef fullmikið álag er í vinnu er mikilvægt að sjá fyrir endann á því og hafa ætl- anir um hvernig mörkin verði sett. Álagið sjálft og verkefni sem bíða ættu ekki að ráða því hversu mikið fólk tekur að sér, heldur hversu mik- ið álag er skynsamlegt og hve lengi. Ef mikið álag er á fleiri sviðum dag- legs lífs þá aukast líkur á streitu og ofþreytu. Nokkrir þættir geta svo bæði ýtt undir og verið afleiðingar kulnunareinkenna, til dæmis heilsu- brestur, lyfjanotkun og ofnotkun vímuefna. Í vinnu minni sem sálfræðingur hef ég orðið vör við að margir gera miklar kröfur til sín og hafa ströng viðmið um hvernig þeir eigi að standa sig á ýmsum sviðum. Það er eðlilegt að vilja gera sitt besta. Það á líka við um vinnuveitendur og stjórnendur þegar kemur að rekstri fyrirtækja. En til langs tíma litið töpum við öll á því þegar viðvarandi álag verður það mikið að einkenni ofþreytu safnast upp og kulnunar fer að gæta. Kulnun – álagstengd ofþreyta Eftir Önnu Sigríði Jökulsdóttur » Það getur tekið lang- an tíma að ná sér á strik eftir að hafa lent í kulnunarástandi. Anna Sigríður Jökulsdóttir Höfundur er sálfræðingur við Kvíða- meðferðarstöðina. Matur SMARTLAND MÖRTUMARÍU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.