Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.09.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. SEPTEMBER 2018 Renew Nánari upplýsingar á www.geosilica.is Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupum, Nettó, Fjarðarkaupum og geoSilica.is Heilbrigt hár Unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil og kopar og sink í hreinu íslensku vatni. • dregur úr hárlosi • styrkir hár og minnkar hættu á brotnum endum VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Úrval af lokuðum farangurskerrum frá Ifor Williams Sýningareintak á staðnum. 17. september 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 109.34 109.86 109.6 Sterlingspund 143.49 144.19 143.84 Kanadadalur 84.09 84.59 84.34 Dönsk króna 17.14 17.24 17.19 Norsk króna 13.291 13.369 13.33 Sænsk króna 12.142 12.214 12.178 Svissn. franki 113.32 113.96 113.64 Japanskt jen 0.9776 0.9834 0.9805 SDR 153.28 154.2 153.74 Evra 127.87 128.59 128.23 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 159.1828 Hrávöruverð Gull 1206.2 ($/únsa) Ál 2013.5 ($/tonn) LME Hráolía 78.45 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Jamie Dimon, frá- farandi bankastjóri JPMorgan Chase, sagðist á sunnudag sjá eftir ummælum sem hann lét falla í síðustu viku þar sem hann kvaðst vera „klárari“ en Donald Trump Bandaríkja- forseti og fær um að vinna hann í kosningu. Hafði viðmæl- andi Dimons spurt hvort hann hygðist bjóða sig fram til forseta þegar tíma hans hjá JPMorgan lyki og svaraði Dimon því neitandi, þó að hann kvæðist yfirleitt tilbúinn í hvað sem væri. Dimon skaut ekki bara á forsetann heldur hrósaði honum líka og sagði að lækkun skatta og einföldun regluverks- ins hefði hjálpað bandaríska hagkerfinu. Merkilegt nokk þá brást Trump til- tölulega blíðlega við orðum Dimons og sagði bankastjórann ekki vera nægilega „gáfaðan“ til að vera forseti, en að hann væri yndislegur að öðru leyti. ai@mbl.is Dimon sér eftir að hafa skotið á Trump Jamie Dimon STUTT Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Á morgun kl. 14 hyggst flugfélagið WOW air senda frá sér tilkynningu um niðurstöðu skuldabréfaútboðs. Unnið hefur verið að fjármögnunar- ferli félagsins síðustu vikur. Félagið sendi frá sér tilkynningu á föstu- daginn þess efnis að niðurstaða fengist í útboðið þriðjudaginn 18. september en að þá þegar hefði lág- marksfjárhæðin, 50 milljónir doll- ara, verið tryggð. Þótt eflaust sé það tilviljun að stefni í niðurstöðu fjármögnunarferlisins þá vekur það athygli að Skúli Mogensen, for- stjóri félagsins og eini eigandi þess, fagnar á morgun fimmtugsafmæli sínu. Í fyrrnefndri tilkynningu var ítrekað að félagið myndi ekki tjá sig um ferlið fram á þriðjudag. Engu að síður brugðust stjórnendur fé- lagsins við í kjölfar þess að Morg- unblaðið greindi frá því á forsíðu sinni á laugardagsmorgun að WOW air skuldaði ISAVIA ohf. um 2 milljarða króna vegna ógreiddra lendingargjalda. Af þeirri upphæð er um helmingurinn nú þegar gjald- fallinn. Morgunblaðið gaf WOW air tækifæri á föstudaginn til þess að bregðast við fyrirhuguðum frétta- flutningi, en án árangurs. Viðbrögðin síðdegis á laugardag komu beint frá Skúla Mogensen í formi facebook-færslu. Þá sendi upplýsingafulltrúi félagsins tölvu- póst á fjölmiðla vegna málsins. Í færslu Skúla, sem birt er í heild sinni með þessari frétt, er fullyrt að Morgunblaðið hafi flutt frétt af því að WOW air skuldaði ISAVIA ohf. yfir 2 milljarða króna. Í fréttinni sagði hins vegar um þetta tiltekna atriði: „Flugfélagið WOW air skuld- ar Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld.“ Forstjóri Icelandair Group blandar sér í umræðu um málið Eftir að fréttir bárust af skulda- stöðu WOW air gagnvart Isavia leitaði mbl.is viðbragða Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, við stöðunni. Fyrirtækið er stærsti einstaki viðskiptavinur Isavia á Keflavíkurflugvelli. Sagði hann að rekstrartölur WOW air sýndu að fyrirtækið væri að „selja flugsæti langt undir kostnaðar- verði,“ og að öllum mætti vera ljóst að slíkur rekstur „væri ekki sjálf- bær“. Hann sagði auk þess að ef rétt reyndist að Isavia hefði gerst lán- veitandi WOW air vegna lending- arkostnaðar, væri sú ákvörðun „ill- skiljanleg“. Fullyrti Bogi Nils að Icelandair skuldaði Isavia ekki lendingargjöld í tengslum við starf- semi sína. Fjármálaráðherra blandar sér einnig í umræðu um málið Síðdegis á laugardag blandaði Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sér í umræðu um lendingargjöld flugfélaga. Þannig tísti hann (á Twitter): „Fróðlegur gamall leiðari í sam- hengi málefna dagsins.“ Fylgdi svo tengill á leiðarasíðu Morgunblaðs- ins frá 4. september 1980. Þar er að finna hvatningu til stjórnvalda hér á landi um að taka með sama hætti á lendingargjöldum Flugleiða og stjórnvöld í Lúxemborg höfðu þá þegar gert er þau felldu þau niður. Í leiðaranum segir m.a.: „Það ætti að vera sjálfgefið að íslenzk stjórn- völd sýni ekki minni skilning á að- steðjandi vanda Flugleiða en stjórnvöld í Lúxemborg. Það á að gera með því að auðvelda því fram- taki, sem að baki býr Flugleiðum, að kljást við aðsteðjandi vanda, en ekki með því að ríkið leggi „dauða“ hönd á reksturinn.“ Morgunblaðið leitaði viðbragða fjármálaráðherra við tístinu en án árangurs. Ráð- herrann fer með eina hlutabréfið í Isavia ohf. og tilnefnir alla stjórn- armenn þess, fimm að tölu. Mikilvæg vika fram- undan hjá WOW air AFP Flugrekstur Starfsmaður á Charles de Gaulle-flugvelli í París býr sig undir að tengja þjónustubifreið við TF-WOW sem er ein stærsta vélin í íslenska flugflotanum, A330-300 breiðþota, smíðuð 2015 og tekur 345 farþega í sæti.  Fjármálaráðherra blandar sér í umræðu um félagið ● Reikna má með að Donald Trump Bandaríkjaforseti muni innan skamms tilkynna að hann hyggist hækka tolla á 200 milljarða dala virði af kínversk- um innflutningsvarningi. Reuters greinir frá þessu og hefur eftir hátt- settum embættismanni sem vill ekki láta nafns síns getið. Að sögn viðmælanda Reuters gæti Trump tilkynnt um ákvörðun sína strax á mánudag en Wall Street Jo- urnal hefur eftir eigin heimildarfólki að nýju tollarnir verði í kringum 10% en ekki 25% eins og áður hafði verið talið mögulegt. Er þess vænst að tollar verði hækk- aðir á allt frá raftækjum og rafrás- arborðum, húsgögnum og bíldekkjum yfir í barnabílstóla og sjávarafurðir. ai@mbl.is Trump gerir sig líklegan til að hækka tolla Ég get ekki orða bundist lengur að sjá hvernig sumir fjölmiðlar keppast um að tortryggja WOW air og það sem við höfum byggt upp undanfarin ár. Ég hreinlega trúi ekki að nokkur blaðamaður eða fjölmiðill sé svo skammsýnn að vilja vísvitandi skemma fyrir áframhaldandi uppbyggingu fé- lagsins. Nýjasta „fréttin“ er að við eigum að skulda Isavia yfir tvo milljarða. Þessu er slegið upp með stórri fyrirsögn í æsifréttastíl á forsíðu Morgunblaðsins í dag og er vitnað í nafnlausan heimildar- mann. Við leggjum ekki í vana að tjá okkur um einstaka birgja eða þjónustusamninga en þetta er ein- faldlega rangt. Við eigum mjög gott samstarf við Isavia og höfum aldrei skuldað þeim yfir tvo millj- arða króna og það er til skammar að Morgunblaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögnum án áreið- anlegra heimilda. Svo í ofanálag kemur tímabund- inn forstjóri Icelandair og fer að kvarta yfir mismunun og að við séum að selja flugmiða of lágu verði (þá vitum við hver staðan væri ef WOW hefði ekki komið til sögunnar!) Við getum og munum halda áfram að selja flugmiða á frábæru verði einfaldlega af því að við erum með mun lægri rekstr- arkostnað en Icelandair. Afkoma WOW air á þriðja ársfjórðungi verður góð og útlit fyrir að seinni hluti ársins verði einnig góður. Það hefur ekkert félag í Íslands- sögunni fengið jafn mikla ríkisað- stoð og verið bjargað jafn oft af ríkinu eins og Icelandair. Jafn- framt er ríkisbankinn Íslandsbanki stærsti lánveitandi félagsins. Ég hlakka til að klára útboðið okkar á þriðjudaginn og fá frið til að halda áfram að byggja upp WOW air með okkar frábæra teymi, öllum til hagsbóta. Takk. Skuldi ekki yfir tvo milljarða VIÐBRÖGÐ SKÚLA VIÐ FRÉTT MORGUNBLAÐSINS Skúli Mogensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.